Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hlíðartúnshverfi
Mosfellsbæ
Umboðsmann og blaðbera vantar í Hlíðartúns-
hverfi, Mosfellsbæ, í sumar.
Upplýsingar í síma 83033.
Ólafsvík
Umboðsmann og blaðbera vantar til að ann-
ast dreifingu og innheimtu á Morgunblaðinu.
Upplýsingar í símum 93-61243 og 91 -83033.
|Mtain0railNUiMfe
Forstöðumaður
fasteignadeildar
Kaupþing hf. óskar að ráða forstöðumann
fasteignadeildar. Umsækjandi þarf að hafa
réttindi til fasteignasölu, auk þess að vera
reiðubúinn til starfa í tengslum við aðrar deild-
ir Kaupþings á sviði fjármála og ráðgjafar.
Umsóknir með greinargóðum upplýsingum
s.s. um menntun og fyrri störf skulu berast
Kaupþingi eigi síðar en 16. júní nk.
I "TTWfí
llR__VV KAUPtXNG HF
Husi verslunarinnar
SkjiimVh D.i(|l)|.irt'.
hf\
■e eo ee I
m
ö
Frá Mýrarhúsaskóla
Kennara eða fóstrur vantar til kennslu 6 ára
barna næsta vetur.
Upplýsingar í síma 614791.
Skólastjórí.
Matreiðslumaður
Óskum eftir að ráða góðan og vanan mat-
reiðslumann á eitt vinsælasta veitingahús í
borginni.
Upplýsingar um aldur, hvar starfað síðastliðin
þrjú ár og launahugmyndir sendist auglýsinga-
deild Mbl. merktar: „Café Opera - 2780“.
Vinsamlegast gefið upp heima- og vinnu-
síma.
Öllum umsóknum verður svarað.
Hlutastörf
Okkur vantar gott og samviskusamt fólk til
framtíðarstarfa. Um er að ræða hlutavinnu
við þernu- og ræstingarstörf á stóru hóteli
í Reykjavík.
Vinnutími er breytilegur og má aðlaga mis-
munandi þörfum.
Upplýsingar aðeins veittár á skrifstofu okkar
í Síðumúla 23, 2. hæð, Reykjavík.
rrnSECURITAS HF
SECURITAS
Ræsting
Veitingahúsið Gaukur á Stöng óskar eftir
fólki til ræstinga á laugardögum og sunnu-
dögum frá kl. 8.00-12.00.
Upplýsingar á staðnum í dag kl. 15.00-17.00.
i \ \R Á
Atvinnurekendur!
Ungur maður með reynslu á mörgum sviðum
óskar eftir framtíðarstarfi. Hefur verið með
eigin rekstur og er mjög vanur tölvuvinnslu.
Allt kemur til greina.
Upplýsingar í síma 652239 milli kl. 18.00 og
21.00 næstu daga.
Þvottahús
Röskur og líflegur starfskraftur óskast strax
á pressu o.fl. Vinnutími frá kl. 8.00 til 16.00.
Stundvísi áskilin.
Upplýsingar á staðnum.
Þvottahúsið Grýta,
Borgartúni 27.
Tækniteiknari
Óskum eftir að ráða tækniteiknara strax til
starfa á verkfræðistofu í Reykjavík. Starfs-
reynsla æskileg.
Umsóknum með upplýsingum um aldur og
fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
21. júní merktum: „T - 1595“.
Námsgagnastofnun
auglýsir eftirtalin störf laus
til umsóknar:
Deildarstjóri í kennslumiðstöð:
Starfið felst í yfirumsjón með rekstri og starf-
semi kennslumiðstöðvar, þ.m.t. skipulagn-
ingu á dagskrám, ráðstefnum, kynningar-
fundum o.s.frv. Viðkomandi þarf að hafa
kennaramenntun og reynslu af skólastarfi.
Framhaldsmenntun í uppeldis- og kennslu-
fræðum æskileg. Starfið krefst frumkvæðis
og skipulagshæfileika.
Fulltrúi í kennslumiðstöð:
Áskilið er að umsækjendur hafi kennarapróf
og kennslureynslu á grunnskólastigi. Auk
almennrar þjónustu á starfsmaðurinn að
annast fræðslustarf og ráðgjöf fyrir kennara
og aðra um námsefni og kennslutækni.
Deildarsérfræðingur i námsefnisgerð:
Starfið felst m.a í umsjón með námsefnis-
gerð í tilteknum námsgreinum, mati á að-
sendu námsefni, undirþúningi að samningum
við höfunda og vinnu við framkvæmda- og
útgáfuáætlanir. Starfið reynir á frumkvæði,
samstarfshæfni og skipulagshæfileika. Við-
komandi þarf að hafa kennarapróf og
kennslureynslu á grunnskólastigi. Fram-
haldsmenntun í uppeldis- og kennslufræðum
æskileg sem reynsla af námsefnisgerð og
útgáfustarfsemi.
Ofangreind störf henta vel áhugasömum,
drífandi og hugmyndaríkum aðilum, sem vilja
starfa hjá opinberu fyrirtæki með fjölbreytta
og líflega starfsemi.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun,
Laugavegi 166, 105 Reykjavík, eða í póst-
hólf 5192, 125 Reykjavík, eigi síðar en 21.
júní nk.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í
síma 28088.
NÁMSGAGNASTOFNUN
PÖSTHÓLF 5192 ■ 125 REÝKJAVlK • SlMI 28088 ^
Trésmiðir
- innivinna
Byggingadeild Hagvirkis hf. óskar að ráða
trésmiði til starfa. Um er að ræða innivinnu
í fjölbýlishúsi. Mikil vinna framundan.
Upplýsingar veita Kristján Sverrisson í síma
675119 og Ólafur Pálsson í síma 673855.
HAGVIRKI HF
SfMI 53999
Vélstjóri
Vélstjóri með full réttindi óskast á togara
strax. Upplýsingar gefur Benedikt í síma
99-3700.
Meitillinn hf.,
Þoríákshöfn.
Kranamaður
Óskum eftir að ráða vanan kranamann með
réttindi á byggingakrana við byggingu
íþróttamiðstöðvar í Garðabæ. Mikil vinna.
Góð laun.
Upplýsingar í síma 652221.
S.H. VERKTAKAR HF.
STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI 652221
Bókhald
Óskum eftir að ráða sem fyrst starfskraft
vanan tölvubókhaldi. Um er að ræða vinnu
við merkingar eftir bókhaldslyklum, innslátt
á tölvuskjá og önnur störf tengd bókhaldi.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða
starfsreynslu við bókhaldsstörf.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist í pósthólf
8160, 128 Reykjavík, fyrir 20. þ.m.
G/obus?
Lágmúla 5
Ungt og nýtt
fyrirtæki á markaðnum óskar að ráða snyrti-
og/eða förðunarfræðing, eða sölustarfskraft
með álíka reynslu til starfa.
Eftirfarandi ekki æskilegt heldur skilyrði:
- Við leitum að sjálfstæðum huga og ákveð-
inni manneskju.
- Verður að vera reiðubúinn undir langan
og strangan vinnudag.
- Við leitum að frambúðarstarfskrafti, sem
er reiðubúinn að stækka og dafna með
fyrirtækinu.
- Vörur okkar eru margþættar og skemmti-
legar, þó svo að megin uppistaðan sé í
snyrtivörum, sem hafa verið á markaðinum
undanfarin ár.
- Topplaun í boði.
Ef þú ert sjálfstæður og ákveðinn persónu-
leiki, reiðubúinn til að leggja mikið á þig, lang-
ar til að breyta til og vinna á ferskum stað
OQ þiggja í staðinn góð laun fyrir, sendu þá
inn umsókn með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf merkta: „Framtíð -
4841“ sem svo að sjálfsögðu verður farið
með sem trúnaðarmál.