Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 61 ■ VICTOR Esparrago, frá Úr- úgvæ hefur verið ráðinn þjálfari Valencia í 1. deild knattspymunnar á Spáni. Hann lék lengi með lands- liði Úrúgvæ, en þjálfaði lið Cadiz í fyrra. Valencia hafnaði í 13. sæti í deildinni í fyrra, en Esparrago sagði að stefnan yrði sett á að vinna sér sæti í UEFA-bikamum næsta vetur. ■ ÁGÓÐALEIK, sem átti að fara fram í Zimbabve, hefur verið frestað. Úrvalslið Péle átti að mæta Harare Dynamo og ágóðinn átti að renna til rannsókna til vam- ar alnæmis. FIFA hefur hinsvegar bannað þennan leik. „Það eru svo margir ágóðaleikir að við verðum að fara að setja okkur einhver tak- mörk,“ sagði Guido Tognoni, tals- maður FIFA. ■ AÐALFUNDUR Breiðabliks verður haldinn í félagsheimili Kópavogs í kvöld, 15. júní, en ekki 15. febrúar eins og sagt var í blað- inu í gær. ■ TENNISKLÚBBUR Vikings var stofnaður fyrir skömmu. Til- gangurinn er að efla og stuðla að framgangi tennisíþróttarinnar með því að efla unglingastarf og tennis- kennslu. Starfsemi klúbbsins fer fram á félagssævði Víkings í Foss- vogi. Fyrsta verkefnið verður tenn- isnámskeið dagana 20.-25. júní fyr- ir alla aldurshópa. Þátttaka tilkynn- ist eigi síðar en laugardaginn 18. júní í síma 83245 á fimmtudag og föstudag og í síma 33137 daglega eftir kl. 19. ■ ÁLAFOSSHLAUP Frjáls íþróttasambands íslands, sem átti að fara fram 17. júní, fellur niður. ■ RACING Club, frá Arg- entínu sigTaði Cruzeiro frá Bras- ilSu í fyrri úrslitaleik liðanna í Suð- ur-Ameríku bikarnum, 2:1 í gær. Walter Fernandez og Miguel Colombatti skoruðu mörk Racing, en Robson skoraði mark Cruzeiro. ■ MARINA Kiehl, frá Vestur- Þýskalandi, Ólympíumeistari í bruni, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna. Hún er aðeins 23 ára og kom mjög á óvart er hún sigraði i bruni á Ólympíu- leikunum í Calgary í vetur, en það hefur ekki verið talið besta grein hennar. Hun vann sjö heimsbikar- mót í svigi og stórsvigi, en ætlar nú að snúa sér alfarið að námi í iðnhönnun. Hún ætlar þó að byrja á að fara í fjögurra vikna frí, en það hefur hún ekki getað leyft sér þau níu ár sem hún hefur keppt á skíðum. ■ GOLFKLÚBBURINN Keilir heldur opið öldungamót 17. júní. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar og skráning er að staðn- um. Marina Klehl hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna. ■ HEIMSMEISTARINN í borð tennis, Jiang Jialiang, frá Kína, tapaði fyrir Svíanum Jörgen Pet- ersson í undanúrslitum á opna kínverska meistaramótinu í borð- tennis, 17:21, 21:12, 16:21 og 17:21. I í frásögn okkar af leik Vals og Þórs í 1. deild karla í blaðinu í gær var sagt að Þór hafi leikið fyrst í 1. deild 1978, en hið rétta er að Þór lék fyrst í 1. deild 1977. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ■ BRANN vann 3. deildar liðið Varegg 9:1 í 1. umferð norsku bik- arkeppninnar í knattspyrnu. Gunn- ar Gíslason og félagar í Moss unnu Örn, sem leikur í 3. deild, 1:0 eftir framlengdan leik. Eitt lið í 1. deild var slegið út ? 1. umferð — Sognd- al, sem tapaði 3:2 fyrir Geilo, sem er í 4. deild. ■ AÐALFUNDUR íþróttafé- lags fatlaðra verður haldinn í kvöld, 15. júní, í Hátúni 12, Reykjavík. ■ ALBERTO MANCINI frá Argentínu sigraði um helgina á Grand Prix tennismóti í Bologna á Italíu. Mancini, sem er aðeins nítján ára, sigraði Emilio Sanchez frá Spáni í úrslitum. ■ RAUÐA STJARNAN frá Belgrad varð um helgina júgóslav- neskur meistari í knattspymu eftir fjögurra ára bið. Liðið varð tveimur stigum á undan Partizan, sem varð í öðru sæti. ■ GLASGOW Rangers tekur ekki þátt í æfingamóti í Hollandi í haust eins og fyrirhugað var. Forr- áðamenn félagsins hafa ákveðið að boða forföll þar sem þeir óttast að ólæti áhangenda liðsins geti dregið dilk á eftir; jafnvel stefnt þátttöku þeirra í UEFA-keppninni næsta vetur í hættu, en sem kunnugt er fá ensk félög ekki að taka þátt í Evrópumótunum þremur. FOLK DOMARAMAL / GUÐMUNDUR HARALDSSON Aukaspymur að kemur oft fyrir við fram- kvæmd á aukaspyrnu, að boltinn er ekki kyrr þegar auka- spyma er framkvæmd, og þegar dómarinn lætur endurtaka spyrn- una heyrist oft hvein í leikmönn- um og jafnvel áhorfendum og finnst þeim dómarinn vera fullsmámunasamur, en hvað ger- ist ef dómarinn sleppur þessu, og svo kemur enn annað atvik aiveg eins, þá stendur dómarinn frammi fyrir vandamáli, á hann líka að sleppa seinna skiptinu? Nei, dóm- arinn verður alltaf að láta endur- taka spymuna ef boltinn er ekki kyrr í aukaspymu. Leikmenn eru fljótir að finna ef dómarinn er ekki ákveðinn og ganga því á iag- ið, og þá stendur dómarinn uppi með vandamál, oft nýta iið sér er þau fá dæmda aukaspymu, að flýta framkvænidinni á auka- spymunni og taka hana strax, þá er mikið atriði að boltinn sé kyrr er aukaspyman er framkvæmd. Annað atriði verða leikmenn llka að hafa í huga við hraðfram- kvæmd á aukaspymum, það er ef andstæðingarnir eru ekki komnir í 9,15 m fjarlægð frá knettinum og utan vítateigs, þar til knetti hefur verið spyrnt út af teignum. Knötturinn er í leik, þegar hann hefur farið ummál sitt og er kominn útaf teignum. í þeim tilgangi að greina á milli beinnar og óbeinnar aukaspymu, skal dómarinn, þegar hann dæmir óbeina aukaspyrnu, gefa það til kynna með því að rétta handlegg upp fyrir höfuðið. Hann skal halda honum í þeirri stöðu, þar til spym- an hefur verið tekin og þar til knetti hefur verið leikið eða hann snertur af öðmm leikmanni eða þar til hann fer út af leikvelli. Leikmenn, sem ekki koma sér I rétta fjarlægð þegar aukaspyma er tekin, verður að áminna og við alla endurtekningu verður að vísa þeim af leikvelli. Þess er sérstak- lega krafist af dómuram, að til- raunir í þá átt að tefja fram- kvæmd aukaspymu með því að fara nær knettinum en heimilað er, skuli meðhöndlaðar sem mjög alvarlegt leikbrot. Hafi einhver leikmanna í frammi látæði, sem ætla má að gert sé til að trufla mótheija þegar aukaspyma er framkvæmd, skal það meðhöndiað sem óprúðmannleg framkoma og hinum brotlega(u) veitt áminning. Ef leikmaður spymir knetti ra- kleitt í eigið mark úr beinni eða óbeinni aukaspymu, skal dæmd homspyma hafi knöttur komist í leik. Ef um er að ræða auka- spymu á eigin vítateig, þá skal spyman endurtekin, þar sem knötturinn fór aldrei í leik. Ef leikmaður spymir knetti ra- kleitt í mark mótherjanna úr óbeinni aukaspymu skal dæmd markspyma. Telji dómari af því hagnað fyrir liðið, að aukaspyrna sé tekin áður en mótherjar era komnir í löglega fjarlægð frá knettinum, skal það leyft, þó knöttur snerti viljandi eða óvilj- andi einhvern af mótherjunum. Það er með ólíkindum hvað leik- menn t.d. eins og I 1. deild era fáfróðir um aukaspyrnuregluna. Ég minnist þess sérstaklega er Feyenoord, með Pétur Pétursson I broddi fylkingar, kom hingað til lands, og spilaði sinn fyrsta leik á Laugardalsvellinum á móti Akranesi. Það var nokkuð seint í leiknum, dæmt var brot á Feyeno- ord utarlega á kantinum. Bak- vörður Akranesliðsins ætlaði að senda boltann til baka á mark- vörðinn, en það tókst ekki betur en það að boltinn fór framþjá markverðinum og síðan rétt fram- hjá markinu þannig að Feyenoord fékk homspymu. Eg dæmdi þenn- an umrædda leik og ég gleymi ekki viðbrögðum áhorfenda og því síður viðbrögðum leikmanna Akranesliðsins, þeir létu leik- manninn sem aukaspymuna tók óspart heyra það að hann hefði næstum því verið búinn að skora sjálfsmark. Ég fékk svo mikla samúð með þessum ágæta leik- manni, að þegar meðspilararnir vora hættir að skamma hann, fór ég til hans, og sagði honum, að þótt boltinn hefði farið í markið, hefði aðeins verið dæmd hom- spyma. Við þessi tíðindi tók við mikið bros, og hann var ekki lengi að segja meðspilurum þetta, eins og hann hefði alltaf vitað þetta. En meiningin með þessari reglu er sú, að hinn brotlegi hagnist ekki á broti sínu, þess vegna skal dæma homspymu, hvort sem boltinn fer í markið eða aftur fyr- ir endalínu. Með dómarakveðju, Guðmundur Haraldsson Landsllölð I skfðagöngu hóf æfíngar í Fljótum í síðustu viku. Þeir eru frá vinstri: Mats Westerlund, landsliðsþjálfari, Rögnvaldur D. Ingþórsson, Sigurgeir Svavarsson, Baldur Hermannsson og Haukur Eiríksson. Skíðagöngumenn æfa í Fljótum Landslið íslands í skíðagöngu var á sinni fyrstu samæfingu á þessu æfingatímabili undir stjóm sænska þjálfarans, Mats Westerlund, nú á dögunum. Landsliðið skipa nú eftirtaldir: Baldur Hermannsson, Siglufírði, Haukur Eiríksson, Akureyri, Rögnvaldur D. Ingþórsson, ísafírði og Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði. Æfíngamar stóðu yfír í sjö daga og var æft tvisvar á dag og fór önnur æfíngin á skíðum fram á Lágheiði, en þar er enn gott skíða- færi. Það er Skíðafélag Fljóta- manna sem annaðist framkvæmd æfinganna. Ætla aö setja nýtt heimsmet í hjólaskfðagöngu í sumar og haust er áætlað að skíðalandsliðið dvelji samtals í tvo mánuði í æfingabúðum auk dag- legra æfínga heima. í sumar ætla landsliðsmenn að reyna við nýtt heimsmet í hjólaskíðagöngu, en núgildandi met er 1000 km. Til þess að styrkja piltana fjárhags- lega, mun Skíðasambandið beita sér fyrir söfnun áheita bæði fyrir og á meðan á göngunni stendur, en ætlað er að hún fari fram í Reykjavík í júlí. A-stigs námskeid í frjálsíþróttum verður haldið dagana 18.-19. júní í ráðstefnusal ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni, Laugardal. Leiðbeinandi verður Gunnar Páll Jóakimsson. Skráning og upplýsingar á skrifstofu FRÍ, s. 685525. Frœðslunefnd FRÍ. ESSO meistaramótið í frjálsíþróttum fer fram dagana 25. - 27. júní. Keppnin hefst kl. 14.00 laugard. og sunnud., en kl. 18.00 á mánud. Keppt verður samkvæmt reglugerð FRÍ um Meistaramót íslands ífrjálsiþróttum. Þátttökutilkynningum skal skilað á keppniskortum og póstleggja í síðasta lagi 16. júní eða skila 18. júní til frjálsíþróttadeildar ÍR, c/oJóhann Björgvinsson, pósthólf301,121 Reykjavík. Frjálsíþróttadeiid ÍR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.