Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 63 EVRÓPUKEPPN in LAND.SLIÐA 19 8 8 ■ 65.000 áhorfendur verða að leik Hollendinga og Englendinga í dag. Þar af voru 30.000 miðar seldir í Hollandi en 6.000 í Eng- landi. Lögreglan hefur mikinn við- búnað vegna þessa leiks og mun gæta þess vandlega, að enginn komist inn á leikvanginn án miða. Einnig mun hún skera upp herör gegn svartamarkaðsbraski með miða í nágrenni vallarins. ■ AÐEINS tvö lið náðu ekki að skora í fyrstu leikjum sínum í keppninni, lið Hollendinga og Eng- lendinga. Þessi lið sóttu þó hvað stífast allra liða og fengu mörg taekifæri en höfðu ekki heppnina með sér upp við markið. ■ ÞÝZKI landsliðsmaðurinn Pi- erre Littbarski segist vera undr- andi á því, að Morten Olsen skuli ekki vera látinn leika sem tengiliður í danska landsliðinu. Þar myndi hann njóta sín betur og auk þess væri Lars Olsen það sterkur vam- armaður, að vömin biði ekki skaða af. Þeir Littbarski og Morten Ols- en leika saman með v-þýzka liðinu FC Köln. ■ HOLLENZKI knattspymu- snillingurinn Ruud GulUt segir að draumaúrslitaleikurinn í Evrópu- keppninni í knattspyrnu sé Vest- ur-Þýzkaland gegn Hollandi. „Vestur-Þjóðveijar sigruðu okkur 2:1 í úrslitaleik heimsmeistara- keppninnar 1974 en nú snúum við dæminu við og sigmm 2:1“, sagði Gullit. ■ FRANZ Beckenbauer segir, að danskir áhorfendur séu þeir beztu í heimi. „Þeir hvetja sína menn í blíðu og stríðu en það sama er ekki hægt að segja um þýzka áhorfendur. Þeir fara að baula á okkur þegar illa gengur í stað þess að örva okkur til dáða“, segir Beck- enbauer. ■ DANSKI landsliðsmaðurinn John Eriksen fer mjög sennilega til ítalska liðsins Fiorentina eftir Evrópukeppnina. Eriksen lék frá- bærlega með svissneska liðinu Ser- vette í vetur og varð markahæstur í svissnesku 1. deildinni. Reuter Ólasti Englendinga í Vestur-Þýska- landi að undanfömu hafa ekki mælst vel fyrir og ljóst er að ensk lið fá ekki auðveldlega að taka þátt í Evr- ópumótunum á næstunni. Staðan A-riðill Vestur-Þýskaland..2 110 3:1 3 ítalía.............2 110 2:1 3 Spánn..............2 10 1 3:3 2 Danmörk............2 0 0 2 2:5 0 B-riðlll írland.............1 10 0 1:0 2 Sovétríkin.........1 10 0 1:0 2 England............1 0 0 1 0:1 0 Holland............1 0 0 1 0:1 0 Gerðum það sem við gátum Reuter Gengið yfir Spánverja ítalir voru ákveðnir gegn Spánveijum og sigur þeirra var sanngjam. Spánveijum nægði hugsanlega jafntefli til að komast í undanúrslit, en ftalir komu ákveðnir til leiks, ætluðu sér að sigra og tókst það. Hér gengur Paolo Maldini yfir Spán- veijann Tomas Renones í bytjun leiksins. - sagði Munoz þjálfari Spánverja eftirtapið ^ „ÉG get ekki annað en hrósað mínum mönnum. Við sigruðum - eins og að var stefnt og lið mitt var f rábært,“ sagði Azeglio Vicini, þjálfari ítala, eftir 1:0 sanngjarnan sigur gegn Spánverjum í Frankfurt í gærkvöldi. Gianluca Vialli var hetja sigur- vegaranna. Hann barðist eins og ljón, skapaði sér marktækifæri og gerði eina mark leiksins. Carlo Ancelotti sendi inn í teiginn, Ales- sandro Altobelli, sem var rétt kom- inn inná sem varamaður, lét knött- inn fara, Vialli snéri skemmtilega af sér vamarmann og skoraði ör- ugglega með vinstri. Ákveðnir ítalir Spánveijum nægði hugsanlega jafntefli til að fara í undanúrsljt og fóru sér að engu óðslega, en Italir gættu þess vandlega að Spánveijar næðu ekki skyndiupphlaupum. Italir sóttu stíft en vöm mótheij- anna var þétt fyrir þrátt fyrir að fyrirliðinn, Jose Antonio Camacho miðvörður væri ekki með vegna meiðsla. Vialli fékk færi fyrir hlé, en Donadoni var næst því að skora. ^ Bæði lið fengu marktækifæri í seinni hálfleik. Eftir markið reyndu Spánveijar allt hvað þeir gátu til að jafna án árangurs. „Úrslitin endurspegla leikinn. Við gátum ^ðeins gert það sem mót- heijamir leyfðu okkur, gerðum það sem við gátum. Leikurinn gegn Vestur-Þjóðveijum verður erfiður,“ sagði Miguel Munoz, þjálfari Spán- veija, en þeir verða að sigra á föstu- daginn til að komast I undanúrslit. Itölum nægir hins vegar jafntefli gegn Dönum. Sjónvarps- leikur England 1. Peter Shilton 2. Gary Stevens 3. Kenny Sansom 4. Neil Webb 5. Dave Watson 6. Tony Adams 7. Bryan Robson 8. Trevor Steven 9. Peter Beardsley 10. Gary Lineker 11. John Bames 12. Chris Waddle 13. Chris Woods 14. Viv Anderson 15. Steven McMahon 16. Peter Reid 17. Glenn Hoddle 18. Mark Hateley 19. Mark Wright 20. Tony Dorigo Holland 1. Hans van Breukelen 2. Adrie van Tiggelen 3. Sjaak Troost 4. Ronald Koeman 5. Aron Winter 6. Berry van Aerie 7. Gerald Vanenburg 8. Amold Miihren 9. Johnny Bosman 10. Ruud Gullit 11. Johnny van’t Schip 12. Marco van Basten 13. Erwin Koeman 14. Wim Kieft 15. Wim Koevermans 16. Joop Hiele 17. FVank Rijkaard 18. Wilbert Suvrijn 19. Hendrie Kriizen 20. Jan Wouters Hollendingarnir verða erfiðir - segir Bryan Robson, fyrirliði Englendinga „Hollendingar eru meö góða einstaklinga, sem ná vel saman og því verða þeir erfiðir," sagði Bryan Robson, fyrirliði Eng- lendinga, en leikur þjóðanna hefst klukkan 15.15 í Diissel- dorf í dag. Bæði liðin töpuðu fyrsta leiknum 1:0, Englendingar fyrir ímm og Hollendingar gegn Sovétmönn- um. Því er að duga eða drepast — tap í dag gerir draum um verð- launasæti nánast að engu. „Hollendingar áttu leikinn gegn Sovétmönnum en þeim tókst ekki að skora — frekar en okkur,“ sagði fyrirliði Englendinga. Sóknarleikur „Við leikum sóknarknattspymu í dag sem hingað til og vonandi tekst okkur að Ijúka sóknunum með marki. Úrslitin gegn Sovétmönnum voru vonbrigði fyrir okkur, en bjarta hlið keppninnar er sú að hú byijar aftur með hveijum leik,“ sagði Rin- us Michels, þjálfari Hollendinga. Hollendingar tefla fram óbreyttu liði, en sennilega verður Glenn Hoddle í byijunarliði Englendinga í staðinn fyrir Neil Webb. írar þreyttir og meiddir Sigurvegaramir í fyrstu leikjun- um í 2. riðli, írar og Sovét- menn, leika í Hannover í dag klukk- an 18.15. „Ég er feginn að um kvöldleik er að ræða, því hitinn fer illa í okkur og var óþolandi gegn Englendingum,“ sagði Jack Charl- ton, þjálfari Ira. Ekki aðeins fór hitinn illa með ír- ana, heldur var leikurinn erfíður og situr enn í mönnum. Því var morg- unæfingu sleppt í gær. „Mínir menn þurftu á hvíld að halda og auk þess eiga nokkrir við meiðsli að stríða. Chris Hughton er meiddur á ökkla, Ray Houghton í nára og Paul McGrath í hné og óvíst er hvort þeir geti leikið gegn Sovétmönn- um,“ bætti Charlton við, sem til- kynnir byijunarlið sitt skömmu fyr- ir leik í dag. Sjónvarps- leikur írland 1. Paddy Bonner 2. Chris Morris 3. Chris Hughton 4. Michael McCarthy 5. Kevin Moran 6. Ronnie Whelan 7. Paul McGrath 8. Ray Houghton 9. John Aldridge 10. Frank Stapleton 11. Tony Galvin 12. Tony Cascarino 13. Liam O’Brien 14. David Kelly 15. Kevin Sheedy 16. Gerry Peyton 17. John Byrne 18. John Sheridan 19. John Anderson 20. Niall Quinn Sovótríkin 1. Rinat Dassajev 2. Sergej Baltatja 3. Vagis Khidjatullin 4. Oleg Kusnetsov 5. Anattolij Demjanenko 6. Vasilij Rats 7. Sergej Alejnikov 8. Gennadij Litovtjenko 9. Aleksander Savarov 10. Oleg Protasov 11. Igor Belanov 12. Ivan Visi\jevskij 18. Tengis Sulakvelidse 14. Vjajtjeslav Sukristov 15. A. Mikhailitjenko 16. Viktor Tjanov 17. Sergej Dimitrijev 18. Gennadij Litovtjenko 19. Sergej Baltatja 20. Viktor Passulko
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.