Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 Fríkirkjan: Ekkí hefur verið aug- lýst eftir nýjum presti UPPSÖGN sr. Gunnars Björnssonar, prests við Fríkirkjuna í Reykjavík, tók gildi um síðustu mánaðamót. Samkvæmt lögum Fríkirkjunnar ber að gera ráðstafanir til að fá nýjan prest. Að sögn Þorsteins Eggertssonar, formanns safnaðarsljórnar kirkjunnar, hef- ur þó ekkert verið gert í því máli ennþá. Starfslið Fríkirkjunnar er nú farið í sumarleyfi, sem stendur fram í miðjan ágúst og er þá ekki messað í kirkjunni á meðan. Þorsteinn segist telja að nauðsyn- legt sé að fá nýjan prest áður en safnaðarstarfið hefst að nýju. Skipt hefur verið um skrá í hliðardyrum Fríkirkjunnar, og hefur sr. Gunnar þvi ekki lyklavöld lengur. Safnaðarformaðurinn segir að prestinum séu þó að sjálfsögðu heimil afnot af kirkjunni eins og öðrum, sem biðji um hana að láni. Safnaðarfundur hefur enn ekki ar, stjórnarmanns í Prestafélagi verið haldinn í söfnuðinum til þess að fjalla um uppsögnina. Safnaðar- stjóminni er skylt að boða til fund- arins, enda hafa 50 manns krafíst þess, sem er nóg samkvæmt lögum kirkjunnar. Þorsteinn Eggertsson segir að ekki sé ljóst hvenær verði af fundinum þar sem fyrst þurfi að athuga ýmis framkvæmda- og lagaleg atriði, til dæmis hverjir hafí atkvæðisrétt á fundinum. Að sögn sr. Valgeirs Ástráðsson- íslands, hefur PÍ ekkert heyrt frá safnaðarstjóm Fríkirkjunnar frá því hún ákvað að hætta viðræðum við stjóm Prestafélagsins í síðustu viku. Þorsteinn Eggertsson segir að safnaðarstjómin sjái ekki ástæðu til frekari viðræðna við PÍ, prestam- ir hafí þegar lýst sjónarmiðum sínum. Að sögn sr. Valgeirs hyggst Prestafélagið ekki aðhafast neitt í bili, en bíður þess að safnaðarfund- ur verði haldinn. Sr. Valgeir sagði að PÍ hefði þegar lagt fram álit sitt á málinu, og að greinargerð safnaðarstjómar- innar, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag styddi enn þá skoðun stjómar PÍ að meta þyrfti málið á allt annan hátt en gert hefði verið. „Það er greinilegt að deiluefnin eni fyrst og fremst tilfínningalegs eðl- is,“ sagði sr. Valgeir. Hann sagðist telja að málið hefði skaðað Fríkirkjusöfnuðinn. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að það verður erfítt fyrir söfnuðinn að fá prest eftir þetta," sagði sr. Valgeir. Stuðningsmenn sr. Gunnars hafa stofnað með sér samtök til stuðn- ings prestinum. Að sögn Sveins Bjömssonar, sem er í forsvari fyrir samtökin hefur ekki verið ákveðið hvort eða hvemig verði staðið að aðgerðum í málinu af þeirra hálfu, en ljóst væri að fjöldi manns myndi styðja sr. Gunnar. I/EÐURHORFUR í DAG, 7. JÚLÍ 1988 YFIRLIT f GÆR: Skammt vestur af Skotlandi er 1000 mb lægð og önnur jafndjúp milli Hjaltlands og Noregs, þokast bóðar norðvestur. Við S-Græn- land er lægðardrag sem þokast austur. Áfram verðurfremur hlýtt. SPÁ: Breytileg átt, viðast gola. Léttskýjað inn til landsins, en öllu meira skýjað við ströndina. Hiti á bilinu 10 til 20 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og þurrt. Sæmilega hlýtt og víða bjart veöur inn til landsins, en sval- ara og öllu meira skýjað við. ströndina. TÁKN: Q Heifiskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjaö Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El . — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Í7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Hlti vodur Akureyri 17 léttskýjsð Reykjavík 13 skýjað Bergsn t4 rigning Helsinki 27 léttskýjað Kaupmannah. 20 léttskýjað Narssarssuaq 13 skýjað Nuuk 7 rigning Osló 17 rigning Stokkhólmur 21 skúr Þórshöfn 9 alskýjað Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 21 skúr Aþena vantar Barcelona 26 léttskýjað Chicago 23 mlstur Feneyjar 28 þokumóða Frankfurt 23 iéttskýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 22 hálfskýjafi Las Palmas 23 skýjað London 18 skúr Los Angeles 18 heiðskírt Lúxemborg 18 skýjað Madrid 21 skýjað Malaga 28 heiðskirt Mallorca léttskýjað Montreal 22 skýjað New York 23 mlstur París 20 skýjað Róm 31 heiðskýjað San Diego 17 þokumóða Winnipeg 21 skruggur Morgunblaðið/Júlíus Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ og vinningshafarnir Siggeir Gunnarsson og Helga Bergmann eru hér fyrir framan gripinn góða en leikmenn íslenzka landsliðsins í handknattleik halda á honum. Skafmiðahappdrætti Mark og mát: Fötluð hjón fengu fyrstu bifreiðina HJÓNIN Helga Bergmann og Siggeir Gunnarsson duttu heldur betur í lukkupottinn um helgina þegar þau unnu þau Ford Escort bifreið í skafmiðahappdrætti Mark og mát. Urðu þau þar með fyrst til að hreppa þann stóra i happdrættinu, sem gengur undir nafninu „Fjarkinn". „Ég keypti miðann á föstudaginn en skóf ekki af honum fyrr en á laugardag. Mér brá óneitanlega mjög og trúði vart eigin augum en þetta var auðvitað gleðilegt og kem- ur sér vel“, sagði Helga Bergmann f samtali við blaðamann. Þau Helga og Sigurður eru félagar í íþróttafé- lagi fatlaðra og hafa mikinn áhuga á íþróttum. Að sögn Jóns Hjaltalín Magnús- sonar, formanns HSÍ, hefur „Fjark- inn“ gengið vonum framar og má búast við að tvær eða þijár bifreiðar gangi út í viku hverri á næstunni. Tilgangur happdrættisins er að afla fjár fyrir íslenzka landsliðið í hand- knattleik en það tekur nú þátt í fjár- frekum undirbúningi fyrir Ólympíu- leikana í Seoul í haust, og ennfrem- ur til að afla flár til starfsemi Skák- sambands íslands. Siðanefnd Blaðamannafélagsins: Ritsljóri DY brot- legnr við siðareglur SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands úrskurðaði nýlega Jónas Kristjánsson, ritstjóra DV, brot- legan við 3. gr. siðareglna Blaða- mannafélagsins. Stefán Ólafs- son, forstöðumaður Félagsvisindastofnunar Háskóla ísiands, kærði Jónas fyrir tvær forystugreinar er hann ritaði um könnun á lestri tímarita sem Félagsvísindastofnun gerði um áramótin fyrir Verslunarráð ís- lands. Forystugreinamar birtust í DV með viku millibili fímmtudagana 28. janúar og 4. febrúar á þessu ári. Taldi Stefán að ritstjórinn hefði farið með rangfærslur um aðferðar- fræði og framkvæmd könnunarinn- ar auk meiðandi ummæla um Fé- lagsvfsindastofnun og starfsemi hennar. í forystugreinunum var það með- al annars gagnrýnt að útbreiðslu- herferð nokkurra tímarita hafí verið tímasett rétt fyrir þann tíma er vænta mátti könnunarinnar. í úrskurðinum segir að tímarit séu iðulega með einhverjar aðgerðir í gangi til þess að auka sölu og auglýsingatekjur. Þá hafí höfundur forystugreinarinnar ekki sýnt fram á, að neinn útgefandi hafí vitað hvenær á nokkura mánaða tímabili könnunin færi fram. Einnig var sagt i forystugreinun- um að megináhersla hafí verið lögð á tolur um hve margir hefðu séð tiltekið tímarit á árinu, þó viðkom- andi hefði aðeins flett því einu sinni, en ekki á hve margir læsu það að staðaldri. í úrkurðinum segir að í könnun- inni hafí verið spurt hvort fólk hefði lesið eða skoðað hvert tímarit síðastliðna 12 mánuði. í öðrum hlut- um skýrslunnar hafí hins vegar verið innt eftir frekari upplýsingum um hvemig þessum lestri væri hátt- að og meðal annars verið leitað eftir því hve mikinn hluta tímarits- ins svarendur læsu. í lok úrskurðar siðanefndar segir svo að í forystugreinunum hafí rit- stjórinn farið með rangfærslur um staðreyndir, enda reisi siðanefnd úrskurð sinn einvörðungu á þeim þætti forystugreina DV. Með hlið- sjón af öllum atvikum málsins telji {iví siðanefnd Blaðamannafélags slands að forystugreinar DV 28. janúar og 4. febrúar varði við 3. gr. siðareglna Blaðamannafélagsins og að brotið sé ámælisvert. Þess má geta að í þriðju grein siðareglna Blaðmannafélagsins er meðal annars ítrekað að blaðamað- ur vandi upplýsingaöflun sína svo sem kostur er. Yfirlýsing vegna fréttar I fréttatíma Bylgjunnar mánu- daginn 4. júlí sl. var fjallað um skipun Hannesar H. Gissurarsonar í lektorsstöðu í stjómmálafræði við Háskóla íslands. í fréttinni var m.a. sagt: „Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hringdi Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra í Sigmund Guðbjamason, rektor Háskólans í júníbyijun til að biðja um gott veður í málinu, þegar að því kæmi að menntamálaráðherra skipaði Hannes í stöðuna, þvert á vilja dómnefndar og Félagsvísinda- stofnunar Háskólans." Við undirritaðir lýsum því hér með yfir, að fullyrðing þessi er með öllu úr lausu lofti gripin og því ósönn. Reykjavík, 6. júlí 1988, Sigmundur Guðbjarnason, Þorsteinn Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.