Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 Með morgnnkafíinu Ég móðgaðist ekki þó ég sæi standa: Aðeins fyrir stórgripi__ HÖGNI HREKKVÍSI Stefnubreyting í íslenskri ferðaþjón- ustu - gróðahugsjón festir rætur Kæri Velvakandi. Erlendir ferðamenn sem lagt hafa leið sína til íslands á undan- förnum árum og áratugum hafa dásamað íslenska náttúru og það frjálsræði að geta notið hennar hindranalítið af hálfu hins opinbera. Þeir hafa dásamað að vegbrúnir skuli ekki þaktar auglýsingaspjöld- um og að ferðamannastaðirnir sjálf- ir skuli ekki vera yfirfullir af marg- litum söluskálum með blaktandi veifum þar sem ferðamenn eru lokkaðir til að kaupa fánýta minja- gripi sem framleiddir eru á Taiwan eða í Hong Kong. En nú hafa því miður skipast veður í lofti. Nýlega hitti ég erlendan ferða- mann sem komið hefur mörgum sinnum til íslands á undanfömum áratugum. Hann var dapur í bragði og sagðist sjá merki þess að nú væri íslensk ferðaþjónusta að breyt- ast. Hingað til hefði hann aldrei fengið það á tilfinninguna að íslend- ingar sem stæðu að móttöku ferða- manna væru að hafa þá að féþúfu. Nú virtist hins vegar hugsunar- hátturinn vera að breytast, að það sem mætti kalla „commercial" og „business minded" ferðaþjónustu- fólk væri að taka völdin. Um daginn sagðist þessi erlendi vinur minn hafa komið í Bláa lónið. Honum þótti eðlilegt að þeir sem þar ætluðu að synda þyrftu að borga aðgangseyri en nú væri búið að tjalda fyrir girðinguna umhverf- is lónið með segldúk og þeir sem aðeins ætluðu að horfa á hina synda þyrftu að borga 50 krónur. Þessi vinur minn sagði mér einnig frá heimsókn sinni á fjölsóttan ferða- mannastað (sjoppu) utan Reykjavíkur. Hann keypti sér kaffi og kleinu sem kostaði um 130 krón- ur, sem ekki væri í frásögur fær- andi nema að í sínu heimalandi væri hægt að fá sæmilega máltíð fyrjr þá upphæð. Það sem vini mínum blöskraði hins vegar var að allir þeir sem greiddu með erlendum gjaldeyri þurftu að borga 50 krónur í afgreiðslugjald. Þeir sem keyptu sér molasopa á 70 krónur þurftu að borga 50 krónur í afgreiðslu- gjald ef þeir voru ekki með íslenska peninga. í hans hópi voru um 25 farþegar sem þurftu að greiða þetta afgreiðslugjald, eða samtals kr. 1250. Á þessum stað er mikil um- ferð ferðamanna svo ekki er ólík- legt að tíu bílar stansi þar yfir dag- inn. Það verða því 12500 krónur í afgreiðslugjald. Síðan fer eig- andi staðarins í banka og skiptir gjaldeyrinum á einu bretti og borg- ar 50 krónur í afgreiðslugjald. Mis- munurinn er 12450 krónur sem hann stingur í eigin vasa. Fyrir skömmu voru sagðar þær fréttir úr Mývatnssveit að heima- menn hefðu ákveðið að taka gjald af hvetjum þeim ferðamanni sem heimsækti svæðið við Höfða. Þetta vekur þá spurningu hvert stefni í íslenskum ferðamálum. Verður ef til vill næst tekið upp á því að girða með segldúk kringum girðinguna við Geysi og seldur aðgangur inn á svæðið? Og verður ef til vill settur upp samskotabaukur við Almanna- gjá og ferðamenn látnir borga til að líta Lögberg augum? Hvað er eiginlega að gerast? Hver ræður ferðinni í þessum efn- um? Þetta er slík stefnubreyting í íslenskri ferðaþjónustu að ástæða er til að vekja athygli á henni. Leiðsögumaður. Víkverji skrifar Fyrir skömmu gafst þeim sem þetta ritar kostur á að dvelja yfir helgi í orlofshúsi í Borgarfirði. Þrátt fyrir fjarveru sólar þessa helgi tjaldaði Grábrókarhraun því sem til var göngufólki til óblandinnar ánægju. Gönguferðir niður að fossinum Glanna og í Paradís leiddu síðan hugann að því hversu fyllri afþrey- ing það er að komast úr dægur- amstrinu út í íslenska náttúru í ósköp venjulegu veðri en að hlunk- ast niður fyrir framan sjónvarpið. Og hversu endurnærðari er ekki sá sem fer á vit ósnortinnar náttúru en hinn sem leitar afdreps frá erli dagsins í glaumi helgarhúsanna í höfuðborginni. Eitt setti þó blett á gönguferðir um hraunið. En þeim mun hryggi- legra var þetta eina fyrir það hversu það bar áhrifaríkt vitni um virðing- arleysi margra þeirra sem fá nátt- úrufegurðina að láni. Það var að sjá hvarvetna í gjótum og lautum plastúrgang og leifar mataríláta, sem skilið hafði verið eftir í hraun- inu. Engu líkara var en fólk hefði hugsað sem svo: Það má alltaf sópa ruslinu undir teppið. xxx ankar um þessa mengun hraunsins drógu síðar athyg- lina að rusli sem er að verða æ meira áberandi í höfuðborginni og eflaust víðar í þéttbýli. Það eru ál- dósir undan gosdrykkjum sem ekki ná að rata í ruslakörfur. Þessi ófögnuður virðist vera búinn að hreppa fyrsta sæti af sælgætis- bréfum í ólánskeppni mengunar- valda. Á stuttri gönguför eftir Suð- urgötu meðfram Háskólanum töld- ust tugir slíkra dósa undir limgerði. Dósir eru hentugar umbúðir, ekki síst á ferðalögum, og svo lengi sem ofnotkun þeirra veldur ekki nátt- úruspjöllum eða eyðir auðlindum náttúrunnar mega þær teljast í flokki nútímaþæginda. En of marg- ir þjást af virðingarleysi fyrir um- hverfinu, og framferði þeirra er í sjálfu sér næg ástæða til að gripið verði í taumana. Ein leið til að draga úr þessari misnotkun án þess að allur almenningur verði skattlagður fyrir bragðið er að leggja gjald á áldósir, sem fæst endurgreitt þegar dósum er skilað. 10 krónu gjald á hvetja dós gerir það þess virði að skila tómu dósinni — og ungu at- hafnamennirnir, sem lengi hafa séð ölgerðum fyrir nægum tómum flöskum, myndu án efa sjá til þess að áldósir myndu ekki óprýða nátt- úruna. Meginmálið er vitaskuld það að þeir greiði kostnaðinn af þessari mengun sem henni valda. Framkvæmd þessara dósaskila er afar einföld. í Noregi fundu bræður tveir upp vélar sem taka við flöskum og dósum og endur- greiða neytandanum tryggingarféð. Þessar vélar er nú að finna í flestum matvörubúðum þar í landi og víðar í Norður-Evrópu. Þær leystu mikinn vanda verslunarmanna og nú hafa bræðurnir lagt Bandaríkjamarkað að fótum sér. Þannig hafa snjallir uppfinningamenn slegið tvær flug- ur í einu höggi; leyst vandamál og efnast á lausninni. íhugunarefni fyrir íslenska hugvitsmenn. XXX Frækileg björgun íslenskrar fjöl- skyldu úr sjávarháska við Skot- land um síðustu helgi leiðir hugann enn einu sinni að því hve mikilvægt er að hafa tiltækar öflugar þyrlur til björgunar og sjúkraflutninga, þar sem aðstæður eru erfiðar. Þyrluflugmenn Gæslunnar hafa unnið mörg frækileg björgunaraf- rek undanfarin ár. En núverandi þyrla er takmörkunum háð. Hún getur ekki athafnað sig í verstu vetrarveðrum né bjargað heilli skipshöfn í einu. Sú skoðun hefur komið fram í þessum dálki áður og skal ítrekuð hér, að strax þarf að ráðast í kaup á stórri fullkominni björgunarþyrlu. Onnur verkefni sem ekki eru jafn brýn þurfa að bíða á meðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.