Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 Þjóðarsálin svíkur engan 14 \i 0z0£-' ^^i^etíuðun^bara að minna þig á ljúffenga PRINCE súkkulaðikexið. EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SIMI 6-85-300 ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGWEG1120,105 REVKJAVfK S/MI: (91)29711 Hlaupareikningur 251200 Búnaðarbankinn Hellu «3 O E « « -2 k. co O"" Þórður S. Kristjáns- son — Minning Kær vinur minn og gamall skóla- bróðir, Þórður Sigurel Kristjánsson, eða Doddi, eins og hann var kallað- ur, hefur kvatt þennan heim. Frétt- in um andlát hans kom algerlega á óvart og fyrirvaralaust. A slíkri stund hverfur hugurinn til baka, minningamar frá æskuárunum streyma fram og veröld manns er ekki sú sama í dag og í gær. Inni- legt þakklæti til trausts vinar og samferðamanns sem aldrei brást í neinu fyllir hjörtun. Haustið 1945 urðu mikil þátta- skil í lífi mínu. Foreldrar okkar bræðranna slitu samvistum og við fluttum ásamt móður okkar frá Urriðavatni til Reykjavíkur. Eg átti fáa vini fyrir en missti samband við alla kunningjana við að flytja til Reykjavíkur. Þetta haust bytjaði ég að sækja Laugamesskólann og tók skólabíl sem keyrði skólaböm úr Sogamýrinni og Kleppsholtinu í skólann. Bílstjórinn var Gísli Eiríks- son, síðar þekktur fjallabílstjóri og ferðalangur, og farartækið var yfir- byggður hertrukkur. Kynni okkar Dodda byijuðu á þann óvenjulega hátt að okkur lenti saman í einni af fystu ferðunum með þessum skólabíl og slógumst við af fullum kröftum í bílnum þegar Gísli henti okkur báðum út. Doddi benti mér þá á stiga sem lá upp á toppinn á bílnum og tókum við það ráð að klifra upp á bílinn og komumst þannig með honum í skólann. Það fyrsta sem Gísli sá þegar hann hafði stöðvað voru hausarnir á okkur þegar við gægðumst inn um fram- rúðuna. Eftir þetta vorum við bestu vinir og óx vinátta okkar eftir því sem lengra leið. Er skemmst frá því að segja að við gerðum flest af því sem strákar á þessum aidri voru vanir að gera á þessum tíma, við fórum í langar hjólreiðaferðir í Fossvogs- dal, Hafnarfirði, upp að Esju og víðar, veiddum, fórum í leiki og gönguferðir. Á þessum árum kynntist ég einn- ig foreldrum hans, þeim Kristjáni Kynntu þér mjúku heimilistækjalínuna frá Blombero Hún kemur þægilega á óvart. _______________ Einar Farestveit&Co.hf. ■onoAHTUN 28, SIMAH: !•«) imi oo «22*00 - hmq ■Ilahmoi Leiö 4 stoppar við dyrnar. Guðmundssyni og Sigríði Kristjáns- dóttur, og einnig Guðmundi bróður Dodda. Var mér alla tíð tekið á því heimili sem væri ég einn af fjöl- skyldunni. Lýsir það vel hjartalagi þessa ágæta fólks. Doddi kynntist Björgunarsveit- inni Ingólfi fljótlega eftir að hann komst til fullorðinsára. Ég veit að björgunarsveitin var honum ákaf- lega mikils virði og að þar eignað- ist hann marga góða vini og kunn- ingja. Það var einmitt sumarið 1969 sem Doddi bauð mér og elsta syni mínum í ferð með Björgunarsveit- inni Ingólfi upp á Arnarvatns- og Auðkúluheiði. Það var minnisstætt ferðalag og hefðum við ekki átt kost á slíkri ferð á annan hátt þar sem ég átti ekki sjálfur bíl á þeim tíma. Doddi var reyndur ferðamað- ur og nutu hæfileikar hans sín vel í slíkum leiðöngrum á hálendinu. Doddi var mjög barngóður og nutu synir mínir góðs af því á ýms- an hátt. Það var ævintýri líkast fýrir strákana að kynnast Dodda og minnist ég þess t.d. þegar þeir komu ljómandi heim og sögðu að Doddi hefði keyrt smáspott á jeppa- grindinni húslausri. Slíkur maður var eiginlega ævintýrapersóna í augum drengjanna og fátt virtist vera honum ofviða. Ég veit að þeir sakna hans og munu varðveita minninguna um hann. Doddi var einstakur dýravinur. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég hringdi í Dodda til að biðja hann að lóga ketti fyrir mig sem hafði lagst út og var orð- inn hálfgerður villiköttur, en Doddi átti byssu. Það var í eina skiptið sem hann neitaði mér um nokkurn hlut þegar ég bar þessa bón upp við hann og ekki var heldur við það komandi að hann lánaði mér byss- una til að lóga kettinum. Doddi annaðist af mikilli natni aldraðar frænkur sínar, ömmu og aldraðan föður til ijölda ára. Ætt- ingjarnir voru margir og í mörg horn að líta og veit ég að störf hans í þágu þeirra voru honum ljúf skylda. Doddi var lærður vélvirki og vann hann leNgi á vegum Jarðborana ríkisins, Vita- og hafnarmálastjórn- ar og Reykjavíkurhafnar. Hann var góður iðnaðarmaður og vildi sjá árangur af starfi sínu. Hann lagði Aðfaranótt 1. júlí sl. lést á Selja- vegi 2 hér í Reykjavík Wilhelm Holm á 93. aldursán. Enda þótt meðalaldur okkar íslendinga sé stöðugt að hækka hljóta níutíu og tvö ár að teljast hár aldur, þó kannski ekki svo mjög í þessu til- felli, ef í huga er haft að Wilhelm varð aldrei misdægurt svo lengi sem kunnugir muna. Það var ekki fyrr en á síðustu dögum að hann kvaðst vera orðinn lumpinn. Að vísu notaði hann sín eigin orð sem ekki verða endursögð hér, þegar bróðursonur hans hafðí samband við hann dag- sig allan fram í vinnu og gekk heili og óskiptur til allra verka. Veit ég að samstarfsmenn hans kunnu að meta það. Heimili hans og Guðrúnar Jóns- dóttur, sambýliskonu hans, verður mér ætíð minnisstætt vegna þeirrar einstöku gestrisni sem þar var sýnd. Síðasta haust heimsótti ég þau á Lindargötuna. Doddi hafði skotið gæs til jólanna og var hún matreidd fyrir gestinn, ekki kom annað til mála. Doddi var einstaklega traustur vinur. Ekkert haggaði honum og hann var rólyndur þótt skap ætti hann undir niðri. Hjálpsemi hans var viðbrugðið. Með þessum fátæk- legu orðum vil ég kveðja hann og votta öllum aðstandendum og ætt- ingjum nær og fjær samúð við þetta skyndilega fráfall Dodda. Hann var sannur vinur. Bragi Skarphéðinsson Það var sem syrti í lofti þegar Rúna hringdi til mín í bítið á þriðju- dag fyrir viku og sagði að Doddi hefði fengið slag og lægi á gjör- gæsludeild Landspítalans. Þessi tryggi og góði vinur, sem ég hafði kvatt hressan og kátan þrem dögum áður, þegar hann var að leggja upp í helgarferð með sambýliskonu sinni, lá nú meðvitundarlaus við dauðans dyr. í íjóra daga lifðum við í veikri von, en örlögin urðu ekki umflúin. Hann fékk hægt and- lát föstudaginn 1. júlí án þess að komast nokkurn tíma til meðvitund- ar. Þórður Sigurel Kristjánsson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Reykjavík 29. október 1933. For- inn fyrir andlátið, „en,“ sagði hann, „þeir ætla að líta á mig, kannski fer ég á spítala." Þessir þeir sem hann talar um eru vinir hans og velgerðarmenn og fyrrum vinnufé- lagar í Héðni, en þar starfaði Wil- helm frá árinu 1953 og allar götur þar til hann varð níræður. Eftir það lánuðu þeir honum íbúð en hann leit eftir húsunum í staðinn. Það var í þessari íbúð, í sínu eig- in rúmi, sem hann sofnaði svefnin- um langa eins og fyrr segir, að- faranótt 1. júlí síðastliðinn. Blessuð veri minning hans. eldrar hans voru Sigríður Kristjáns- dóttir sem fædd var í Reykjavík og Kristján Guðmundsson ættaður úr Borgarfirði. Þau áttu þá fyrir árs gamlan son, Guðmund að nafni. Um það leyti sem Þórður fæddist slitu þau Sigríður og Kristján sam- vistum og aðeins viku gamall fór hann í fóstur til ömmu sinnar og föðursystra og ólst síðan upp hjá þeim. Þórður mun ekki hafa verið hár í loftinu þegar hann fór að leggja til heimilisins og strax að loknum barnaskóla fór hann að vinna fyrir sér. Reyndi hann þá ýmislegt, svo sem aímenna verka- mannavinnu, fiskverkun, sjó- mennsku og vinnu á verkstæði og fleira. Það kom þó fljótt í ljós að málmsmíði og hvers kyns vinna við vélar voru þau störf, sem áttu hug hans, enda var hann hagur í besta lagi. Árið 1960 réðist hann til Jarð- borana ríkisins og vann þar í nokk- ur ár, m.a. við virkjunarrannsóknir víða um hálendið. Var það oft erfið og köld vinna, sérstaklega á vet- urna, því allur aðbúnaður var frum- stæður, ár óbrúaðar og vegslóðar fáir og ógreiðfærir. En bormenn Islands, eins og hópurinn nefndist, var harðsnúið lið og féll vel að skap- gerð Dodda. Nýttust þar verklagni hans, þrek og dugnaður eins og raunar svo oft síðar við mörg önnur verkefni sem hann vann við, t.d. hraunkælinguna í Vestmannaeyj- um, boranirnar á Bárðarbungu eða hin fjölmörgu björgunarstörf, bæði á sjó og landi, og svo mætti lengi telja. Árið 1965 réðst hann til Vél- smiðju Einars Guðbergssonar og fyrir eindregna hvatningu verk- stjóra síns, Olafs Sigfússonar, fór hann í Iðnskólann og lauk námi í vélsmíði. Hann var lengi tregur til því hann óttaðist að barnaskóla- námið væri ekki nægileg undir- staða, en námið gekk vel og var hann Ólafí ætíð þakklátur fyrir. Að námi loknu réðst hann til Vita- og hafnarmálastjóra og vann þar í nokkur ár, en síðustu níu árin hefur hann unnið á verkstæði Reykjavík- urhafnar. Það var fyrir réttum þrjátíu árum að leiðir okkar Þórðar lágu fyrst saman, þégar við gengum báðir í Björgunarsveit Ingólfs. Starfsemi sveitarinnar hafði þá verið lítil um tíma, en þennan dag valdist í sveit- ina samstilltur hópur manna sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á allt skipulag björgunarsveita SVFÍ. Á næstu árum lagði þessi hópur grunn áð þeim starfsháttum, sem björgunarsveitirnar starfa nú al- Wilhelm Sophus Holm fæddist á Flateyri við Önundaríjörð 6. sept- ember árið 1896. Hann var annar í röð 6 bama, sem upp komust, hjónanna Sophusar Henriks Holm verslunarstjóra og Sophie f. Nilsen. Þetta fólk var af dönsku kyni að öðru leyti en því að Sophie átti íslenska móður. Wilhelm kvæntist aldrei. Á ung- um aldri fékk hann meinsemd í andlit sem ekki tókst að ráða bót á hér heima og var hann því sendur til frændfólks síns í Kaupmanna- höfn og var þar undir handleiðslu færustu lækna þeirra tíma. Með þessum línum er komið á framfæri þakklæti til þeirra sem þekktu og störfuðu með Wilhelm og vildu honum vel frá eftirlifandi bróður hans, Jörgen á Siglufirði, en atvikin höguðu því svo að þeir nutu aldrei samvista. Aðalsteinn Gíslason n BORGARSPÍTALINN Lausar Stðdur Læknaritari Læknaritari óskast í 100% starf á röntgendeild. Upplýsingar veitir læknafulltrúi í síma 696434 milli kl. 13-15. Minning: Wilhelm Holm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.