Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JULI 1988 13 Frá Hvammstangra. Morgunblaðid/Snorri Snorrason Hvammstangahreppur 50 ára Hvammstanga. Sunnudaginn 10. júlí verður Hvammstangahreppur 50 ára. Af- mælisins verður minnst með hátíðahöldum og gríni í bland og hefst kl. 14 á föstudag með útimarkaði. Hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps ákvað um sl. áramót að minnast tímamótanna og skipaði 5 manna nefnd. Formaður hennar er Sigríður Karlsdóttir. Síðar var val- inn framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar, Örn Ingi, fjöllistamaður frá Akureyri. Dagskrá helgarinnar er í stórum dráttum á þá leið að á föstudags- kvöld verða opnaðar sýningar; á myndvefnaði, sýning grunnskóla- nema, myndlistarsýning og orku- sýning Rafmagnsveitna ríkisins. Laugardagurinn er með blandaða dagskrá, aðallega í léttum dúr. Vekjaraklukkan verður „dúndur- skot“ kl. 8.00. Boðið er upp á sigl- ingu á firðinum, morgunmat í sund- lauginni, íþróttamót og knatt- spymuleik. Síðdegis verður hljóm- skálastemmning í garði kvenfélags- ins og vígsla á göngubrú með til- heyrandi atriðum. Þá verður af- hjúpað listaverk sem fyrirtæki á Hvammstanga gefa sveitarfélag- inu. Verkið er unnið af Marinó Bjömssyni, myndlistarmanni á Laugarbakka, og hefur því verið valinn staður á nýgerðu útivistar- svæði við Hvammsá sunnan félags- heimilisins. Síðdegis á laugardag verður matvælakynning fyrirtækja á staðnum, hestamenn munu sýna listir sínar og skák og bridskeppni verður milli Hvammstanga og Þórs- hafnar en milli þessara staða mun stofnað formlega til vinabæja- tengsla á hátíðinni. Eftir kvöldmat verður sögusýning og mun þar sýnt mannlíf frá fyrstu ámm staðarins, einnig hljómleikar heimamanna og gesta. Dansleikur verður um kvöld- ið, ekkert aldurstakmark og ókeyp- is inngangur en meðferð áfengis óheimil. Á sunnudag hefst hátíðin með veglegri grillveislu kl. 11.00 í fög- mm skógarreit. Guðsþjónusta verð- ur kl. 13.30 í kirkjunni, en þar munu fýrrverandi sóknarprestar aðstoða við athöfnina ásamt sókn- arpresti, séra Guðna Þór Ólafssyni. Ólöf Pálsdóttir og Ragnar Bjöms- son annast kórstjóm og aðra tón- list. Að lokinni messu verður dag- skrá á hátíðarsvæðinu, ræður, kór- söngur, upplestur og revía sem er leikin og sungin undir stjóm Amar Inga. Hátíðinni mun Ijúka með bama- gríni, fallhlífarstökki, lúðrasveit og fleim. Lúðrasveitin er skipuð nem- endum Tónlistarskóla Vestur- Húnavatnssýslu og er Hjálmar Sig- urbjömsson stjómandi.Útvarp verður starfrækt fyrir Hvamms- tanga og nágrenni frá kl. 14.00 á miðvikudag til sunnudagskvölds og er tíðni útsendingar FM 101.5. Verður þar flutt tónlist, auglýs- ingar, viðtöl og ýmislegt eldra efni sem til er á segulböndum frá staðn- um. Ljóst má vera að hátíðahöldin em viðamikil fyrir 700 íbúa byggðarlag, en mikið hefur gerst hér á sl. vik- um. Húseigendur hafa málað hús og snyrt lóðir, hreppsstarfsmenn lagtfært opinber svæði, m.a. fjar- lægt gamla kofa og girðingar svo kílómetrum skiptir. Markmið hreppsnefndar með fyr- irhuguðum hátíðahöldum er að efla vitund bæjarbúa fýrir umhverfi sínu og skapa betri tengsl milli manna, einnig burtfluttra staðarbúa. Af- mælisnefndin væntir þess að sjá sem flesta á staðnum nk. helgi og ef veður helst óbreytt, verður af- mæli Hvammstangahrepps ógleym- anlegt. Karl BÆTIÐ HEILSUNA MEÐ INNHVERFRIÍHUGUN Rannsókn sem birtist í hinu virta lækna- tímariti „Psychosomatic Medicine“ sýndi eftirfarandi: 55% færri krabbameinstilfelli 87% færri hjartasjúkdómatilfelli 30% færri smitsjúkdómatilfelli 87% færri taugasjúkdómatilfelli hjá þeim sem iðkuðu íhugunartækni Maharishi, Innhverfa íhugun. Nýtt námskeiö hefst meö opnum kynningarfyrirlestri (aðgangur ókeypis) í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 i húsnæði félagsins f Garða- stræti 17 (3. hæð). íslenska íhugunarfélagid, sími 16662. FLUGLEIDIR Allar nánari upplýsingar gefa Flugleiðir ísíma 25100 ogferðaskrifstofur. TUYNNA BROTTFÖR: Flug og gisting í tvær nætur á Rosenvilla hóteiinu fyrirkr. 15.990,- Helmings afsláttur fyrir börn. Möguleikar á fjölda skoðunar- ferða, t.d. í Arnarhreiðrið eða á slóðirTóna- flóðs (The Sound of Music) Verslaniropnarkl. 8-12 á laugardögum. Brottför frá Keflavík á föstu- dögum8., 15., 22. og 29. júlí kl. 17.30. Brottförfrá Salzborg á sunnudögum kl. 13.45. Komið til Keflavíkur kl. 15.25. Sunnu- daginn 17. júlí: Brottförkl. 12.45. Komið til Keflavíkur 14.25. * Rosenvilla er 3ja stjörnu hótel. Völ er á ódýrari og dýrari gistingu. FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.