Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 23 ÐPLÖN Aster Nú seljum við allar garðplöntur á stórlækkuðu verði. ÁÐUR NÚ Öll sumarblóm JAf? 29. Petúníur 129. Flauelisblóm 120. 185. Fjölærar plöntur, tré og runnar, allt með 20-50% afslætti. aerið 9°ð kaUp Fagleg þekking - fagleg þjónusta Gróðurhúsinu v/Sigtún. Sími: 68 90 70 Morgunblaðið/Bjami Flett ofan af umferðareyjum Starfsmenn gatnamálastjóra hafa fletta jarðveginum af umferð- areyjunni milli akreina við Miklubraut en hann var farinn að ná upp fyrir kantsteina. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamál- stjóra, verður umferðareyjan við Hringbraut einnig lagfærð í sumar og nýtt gras sett í stað þess sem er. Markaðsskrifstofa Iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar; Framkvæmdastj óri ráðinn Meint landhelgisbrot Eyvinds Vopna: Rannsókn frestað um óákveðinn tíma STJÓRN Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar, sem stofnuð var í maímánuði siðastliðnum, hefur ráðið Garðar Ingvarsson hag- fræðing sem framkvæmda- stjóra skrifstofunnar frá og með 1. júlí. Garðar er fæddur 10. apríl 1937 og stundaði hagfræðinám í Þýska- landi, en hann lauk Dipl. Volks- wirt prófi frá háskólanum í Köln árið 1966. Hann hefurverið starfs- maður Seðlabanka íslands frá 1967, og síðast sem forstöðumað- ur Lánadeildar bankans. Hann hefur víðtæka reynslu af stóriðju- málum sem ritari Viðræðunefndar um orkufrekan iðnað á árunum 1971—78, ritari samninganefndar um stóriðju og ráðunautur stór- iðjunefndar 1983—87 og sem rit- ari Starfshóps um stækkun álvers, sem annast samninga um nýtt ál- ver í Straumsvík. aðsskrifstofunnar verður að vinna að samningum um nýtt álver í Straumsvík eða stækkun verk- smiðjunnar sem fyrir er, og er framkvæmdastjóri skrifstofunnar fulltrúi ísland í nýstofnaðri verk- efnisstjóm ríkisins og álfyrirtækj- anna. Riðuveiki: Tilmæli tílbænda VEGNA riðuveildtilfella sem vart hefur orðið i Arnessýslu vill yfirdýralæknisembættið beina þeim tilmælum til bænda um allt land, að þeir flytji ekki þær kind- ur á fjall sem þykja á einhvern hátt óeðlilegar. Bændur eru ein- dregið hvattir til að halda þeim kindum heima og fá dýralækni til að skoða þær, þeim að kostn- aðarlausu. RANNSÓKN á meintu landhelg- isbroti togskipsins Eyvinds Vopna NS 70 hefur verið frestað um óákveðinn tíma hjá bæjarfóg- etaembættinu á Seyðisfirði. Að sögn fulltrúa bæjarfógeta hefur skipstjóri togskipsins véfengt mælingar Landhelgisgæslunnar og því var talið rétt að yfirheyra áhafnir fleiri skipa, sem voru á svipuðum slóðum og Eyvindur Vopni, er Fokker-flugvél Land- helgisgæslunnar kom að honum á Hvalbaksgrunni um hádegi á mánudag. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á mánudag kom flugvél Landhelgisgæslunnar að Eyvindi Vopna innan marka, sem samkvæmt mælingum áhafnar vél- arinnar var skyndilokunarsvæði. Var togskipinu því vísað til hafnar á Seyðisfirði og hófsust yfirheyrslur í málinu á þriðjudag. Skipstjóri tog- skipsins telur sig hins vegar hafa verið utan markanna eins og áður segir. Þröstur Sigtryggsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir lægju hjá Landhelgisgæslunni benti ekkert til að um mistök hefði verið að ræða í mælingum Fokker-vélar- Tólf þúsund dósir af Baulujógúrt seldar daglega BAULA hf. hefur hafið fram- leiðslu á tveimur nýjum tegund- um af jógúrt; með Kiwibragði og Baulubros með banana- og súkkulaðibragði. Tegundirnar eru þá orðnar 11 talsins, en að sögn Þórðar Asgeirssonar, for- stjóra Baulu, seljast um 12 þús- und dósir af Baulujógúrt á dag. Þórður sagði að sala á Baulujóg- úrt hefði aukist mikið að undan- förnu, eða um 40% frá því á fyrstu mánuðum ársins. „Jógúrtsala er að vísu alltaf mest á þessum árstíma, en þessi aukning hjá okkur er samt sem áður meiri en sem því nemur. Tölur um heildarsölu á jógúrt fást ekki fyrr en eftir nokkra mánuði svo enn er ekki hægt að segja til um hver hlutdeild okkar er í mark- aðnum. Vinsælustu bragðtegundirnar eru Baulubros með súkkulaði- og jarðarbeijum, Baulubros með hnet- um og karamellum og hin fitulausa og sykurlausa Trimm jógúrt með jarðarberjum og Trimm jóguúrt með ávöxtum og musli.“ innar. í vélinni væru tvö sjálfstæð miðunartæki, og hefði þeim báðum borið saman í þessu tilfelli. Garðar er kvæntur Unni Kjart- ansdóttur og eiga þau 4 böm. Eitt af fyrstu verkefnum Mark- Garðar Ingvarsson Metsölublað á hveijum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.