Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 25 Oryggisráð SÞ: Arásinrædd í næstu viku Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÖRYGGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna mun koma saman á þriðjudag í næstu viku að kröfu sljórnvalda í íran til að ræða árás bandaríska beitiskipsins Vincennes á íranska farþegaþotu yfir Persaflóa á sunnu- dag. Allir sem um borð voru, 290 manns, týndu lífi í árásinni. Sendi- herra írana hjá Sameinuðu þjóðunum, Mohammad Ja’afar Mahlatti, sagði í gær að tilgangur fundar Öryggisráðsins væri sá að tryggja að slíkur atburður gerðist ekki aftur. Mohammad Jaáfar Mahlatti hef- sig andvíga umræðum um árásina ur krafist þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum sendi írönum form- lega afsökunarbeiðni vegna árásar- innar og að Bandaríkjamenn kalli þegar í stað heim herafla sinn á Persaflóa. íranir fullyrða að árásin hafi verið gerð af yfirlögðu ráði en bandarískir embættismenn segja áhöfn skipsins hafa talið farþega- þotuna íranska orustuþotu. Bandaríkjamenn hafa ekki lýst í Öryggisráðinu en áskilja sér allan rétt til að beita neitunarvaldi verði bornar upp ályktunartillögur. ír- anski sendiherrann sagði á þriðju- dag að hann útilokaði ekki að neit- unarvaldi yrði beitt en stjórnvöld á Bretlandi, sem jafnframt hafa neit- unarvald í ráðinu, hafa fallist á skýringar Bandaríkjamanna á til- drögum árásarinnar. Reuter Lík tæplega 200 þeirra 290 sem týndu lífi í árás beitiskipsins Vincennes á írönsku farþegaþotuna hafa fundist, að sögn stjórnvalda í íran. Erfitt hefur reynst að bera kennsl á þau og sýnt þykir að jarðnesk- ar leifar sumra fórnarlambanna muni aldrei finnast. r Reuter Sendiherra írana hjá Sameinuðu þjóðunum ræðir við blaðamenn á þriðjudag. Hann fullyrti að Bandaríkjamenn hefðu grandað írönsku farþegaþotunni af yfir- lögðu ráði. Bandaríkin: Hugað að eftírmanni Meese Washington, Reuter. EDWIN Meese, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hitti Ronald Reagan, Bandarikjaforseta að máli í gær. Rætt var um fyrir- hugaða afsögn Meese og hugsan- legan eftirmann hans. Stjómmálaskýrendur segja að reynst geti erfitt fyrir Reagan að finna nýjan dómsmálaráðherra áður en hann lætur af embætti eftir hálft ár en ekki er talið ólíklegt að Harold Christensen, varadómsmálaráðherra, taki við í lok mánaðarins. Meese hefur verið umdeildur allt frá því hann var skipaður dómsmála- ráðherra árið 1985 og upp á síðkas- tið voru samstarfsmenn hans famir að yfirgefa ráðuneytið í hrönnum til að mótmæla því að hann sæti sem fastast. Meese hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af íjölmörgum hneykslismálum, allt frá íran- Kontra-málinu til vopnaframleiðslu- hneykslisins í Pentagon. í fyrrakvöld lét Meese svo loks undan þrýstingi og sagði af sér. Af- sögnin kemur Georges Bush, tilvon- andi forsetaefni repúblikana, líklega til góða í kosningabaráttunni í haust. Árásin á írönsku farþegaþotuna: Hugsanlegt að flugmaðurinn hafi ekki heyrt viðvaranimar Flugsljórinn gerði engin mistök, segir íranskur flugkennari Teheran. Reuter. ÍRANSKUR flugstjóri og kenn- ari, er þekkti vel flugmann far- þegaþotunnar sem Bandaríkja- menn grönduðu yfir Persaflóa á sunnudag, kvaðst í gær telja óhugsandi að rekja mætti orsakir harmleikisins til mistaka flug- stjórans. Hann kvað á hinn bóg- inn hugsanlegt að flugmaðurinn hefði ekki heyrt aðvaranir áhafnar beitiskipsins Vincennes, sem grandaði Airbus-þotunni, þar eð hann hefði að öllum likind- um verið í stöðugu sambandi við fjóra flugturna í þær átta mínút- ur sem þotan var á lofti áður en flugskeyti Vincennes hæfðu hana. Aðvaranir skipsins hefðu verið sendar út á alþjóðlegri neyðarbylgju og hugsanlegt væri að talsstöðvarnar tvær um borð i þotunni hefðu ekki verið stilltar inn á þá bylgjulengd. Ali Mahdaviani, sem kennir verð- andi flugstjórum að stjóma þotum af gerðinni Airbus og flýgur sjálfur þotum af Boeing-gerð, sagði í sam- tali við fréttamenn í gær um borð í farþegaþotu á leið frá Frankfurt til Teheran, að hann teldi skýringar bandarískra embættismanna á til- drögum árásarinnar ósannfærandi. Hann kvað hugsanlegt að flugmað- urinn hefði ekki heyrt aðvaranir áhafnar Vincennes en taldi útilokað að þotan hefði verið komin af réttir leið og að hún hefði lækkað flugið er hún nálgaðist skipið. Hann sagð- ist þvert á móti telja öruggt að flug- vélin hefði enn verið að hækka flug- ið er flugskeytin hæfðu hana. „Eg tel að taugaspenna hafi einkennt þá ákvörðun að granda þotunni," sagði Mahdaviani. „Þegar litið er til þess að flugvélin var ekki í mik- illi hæð og hversu stór skrokkur hennar var, hefði hún átt að sjást með berum augum frá skipinu," bætti hann við. Hæfur flugmaður Flugmaður þotunnar, sem hét Mohsen Rezaian, var áður aðstoðar- flugmaður Mahdavianis. „Hann var hæfur flugmaður og hafði flogið frá Bandar Abbas til Dubai að minnsta kosti 25 sinnum,“ sagði Mahda- viani. Rezaian hlaut þjálfun sína á flugskóla í Orlando í Bandaríkjun- um og hafði flogið þotum af Air- bus-gerð i tvö ár. Áður hafði hann stjórnað Boeing-þotum. Mahdaviani sagði útilokað að Rezaian hefði á nokkurn hátt ógnað öryggi farþega sinna með gáleysislegu flugi. Þá hefði hann og aldrei sýnt nokkrar tilhneigingar í þá veru að líta á sjálf- an sig sem píslarvott. „Píslardauði og styijaldir fara saman en það er með öllu ótengt farþegaflugi," sagði Mahdaviani. FUAVÖRN SEM TRYGGIR TÍU SINNUM LENGRI ENDINGU 1. Viðurinn er settur í stálltólk sem síðan er lofttœmdur til að fúavarnarefnið gangi bet- ur inn í viðinn. Þá er fúavarnarefninu dœlt i viðinn með yfirþrýstingi. Húsasmiðjan hefur í þjónustu sinni sérstaka fúavarnarstöð, sem fylgir ströngustu kröfum Norræna timburverndarráðsins, NTR. Fúavarnar- stöðin þrýstifúaver viðinn alveg inn að kjarna þannig að hver fruma viðarins er varin. Við þrýstiviðarvörn aukast nýtingarmöguleikar viðarins og endingin verður 5 til 10 sinnum lengri. Fúavörn í Fúavarnarstöð Húsasmiðjunn- ar fylgir stöðlum NTR, sem skipta þrýstifúavörðum við í þrjá flokka. Flokkar þessir, A, B, og M, gilda um stauravið, unninn við og óunn- inn. 2. Geymirinn er tœmdur með undirþrýstingi ogfúa- varnarefnið situr eftir í viðnum. eins ysta borð viðarins. Þegar þurrksprungur mynd- ast, eða aðrir áverkar, seg- ir sig sjálft hversu árang- ursrík slík vörn er. HUSA SMIÐJAN SÚÐARVOGI 3-5 SÍMI 687700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.