Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988 33 Af mæliskveðj a til Alfreðs Guðmundssonar Alfreð GuðmundsbOn forstöðumaður Kjarvalsstaða fyrir framan tvö málverk Picassos í Kjarvalssal Kjarvalsstaða sumarið 1986. Malverkið „Barbu au Chapeau“ (Skeggjaður maður með hatt), sem er máluð á dánarári Kjarvals 1972, minnir fyrir sumt á meistarann. Hitt málverkið nefnist „Femme Assise" (Sitj- andi kona) og er máluð 1942. Aðdáandi Jóhannesar Kjarvals númer eitt, eða í öllu falli einn af aðaldýrkendum hans á landinu og náinn vinur, Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða, er sjötugur í dag. Eg held, að ég muni fyrst eftir honum við hlið Kjarvals fyrir margt löngu, og það var hann æði oft, er ég mætti meist- aranum á förnum vegi. Jafnvel er trúlegt, að Kjarval hafi kynnt okk- ur, eftir að ég hóf feril minn á lista- sviði, því Alfreð var skyndilega far- inn að taka ofan fyrir mér af kjarv- alskri eða fremur meðfæddri hátt- vísi. Minnist ég þess glögglega og mun lengi minnast, því að sá siður hafði þá að mestu lagst af hér á landi, sem er miður, því að hann er hinn notalegasti og lyftir mann- fólkinu upp úr lognmollu hvunn- dagsins. Seinna átti ég eftir að kynnast Alfreð miklu betur og einkum, eftir að hann tók að sér forstöumanns- starf Kjarvalsstaða. Þar hefur hann ávallt komið fram við mig af þeirri sömu háttvísi og tengist því að taka ofan á fömum vegi, og á ég ekki nema góðar minningar í sambandi við samstarfið við hann í þau þrjú skipti, sem ég hef haldið sýningar þar. Einkum minnist ég þess hve vel hann kom fram og gætti sýning- arinnar, er ég fyllti Kjarvalsstaði í hólf og gólf fyrir átta árum. Alfreð er einn af þekktari borgur- um Reykjavíkur og hefur sem kunn- ugt er gegnt mörgum trúnaðarstöð- um og átt sæti í ótal nefndum, þar á meðal nokkrum sýningarnefndum eftirminnilegra Kjarvalssýninga, en ég kann minna frá því að segja. Það er vandalaust að álíta, að Kjarval hafi kunnað vel að meta þennan mann, jafn náin samskipti og þeir höfðu um árabil og híbýli Alfreðs og Guðrúnar, konu hans, eru hreinlega veggfóðruð af mynd- um meistarans. Hús þeirra var opið fyrir meistaranum hvernær sem honum þóknaðist að koma og það mun hafa verið æði oft. Kynni þeirra Alfreðs og Kjarvals hófust á Asturstræti, sjálfum nafla Reykjavíkur og mun það hafa verið árið 1936. Aðstoðaði hann Kjarval við ýmsa hluti alla tíð síðan en það var þó ekki fyrr en tíu árum seinna að Alfreð eignaðist mynd eftir meistarann enda leyfðu efni hans ekki slíkan munað. En er Alfreð festi ráð sitt árið 1946 og kvongað- ist Guðrúnu Ámadóttir mun hann hafa farið að skreyta híbýli sín af myndum Kjarvals, sem varð fljót- lega heimilisvinur þeirra og fasta- gestur. Alfreð var svo náin vinur Kjarv- als alla tíð og aðstoðaði hann á marga lund, fór m.a. með málverk til kaupenda og svo innvígður var hann í líf og störf meistarans að hann fékk að horfa á hann mála, en hér var Kjarval viðkvæmur fyrir. I erfiðum og langvarandi veikind- um Kjarvals heimsótti Alfreð hann upp á hvern dag og það var hann sem hélt í hendi meistarans er hann skildi við. Slík var þeirra mikla vinátta. — Að sjálfsögðu er starf for- stöðumanns Kjarvalsstaða hið vandasamasta, enda hafa staðið miklar deilur um húsið frá upphafi, sem naumast verður séð fyrir endan á að svo komnu. Myndlistarmenn léku hér af sér, en það er önnur saga, sem ekki verður tæpt á hér, enda kom Alfreð þar hvergi nærri né heldur hönnun hússins. En vel mun búið að myndum Kjarvals, þótt þær séu að mestu í sérhönnuðum hirslum hússins vegna annarrar starfsemi, og hér hlýtur Alfreð að eiga stóran hlut að máli, svo mjög sem hann ber hag og veg verka þessa vinar síns fyrir bijósti. Kjarvalsstaðir eru í sjálfu sér óhentugir sem safn og hentar betur hvers konar sýningarstarfsemi, svo sem ætlast var til í upphafi og því mun ný bygging fyrirhuguð í næsta nágrenni, sem hýsa mun myndir meistarans og verða vettvangur rannsóknarstarfsemi á list hans og lífi. Á ferli Alfreðs hafa margar stór- sýningar gist Kjarvalsstaði, og á listahátíðinni á undan þessari, er nú stendur yfir, voru verk sjálfs Picassos þar uppi öllum sönnum listvinum til óblandinnar ánægju. Kannski sá Kjarval inn í framtíð- ina, er hann orti „Alfreðsljóð" í til- efni fjörutíu og þriggja ára afmæli hans og þar sem þessi hending kem- ur fram: „Hóflega er haldið niðri / heimsku þjóða; / velunnurum vizku / með listum." í tilefni mikilla tímamóta þykir mér við hæfi að birta ljósmynd, er ég tók í lok Picasso-sýnignarinnar, um leið og ég sendi honum mínar bestu afmælisóskir og þakka liðleg- heitin á undangengnum árum. Bragi Ásgeirsson Fyrrum ráðsmaður Dagsbrúnar, Alfreð Guðmundsson, er sjötíu ára í dag. Nú mun yngra fólk spyija: „Ráðsmaður Dagsbrúnar! Hvað er það?“ Fyrir tíma framkvæmda- stjóra og forstjóra var aðalstarfs- maður Dagsbrúnar nefndur ráðs- maður félagsins. Mér fínnst þetta fallegt orð og rammíslenskt sbr. að í gegnum tíðina á íslenskum sveita- heimilum, ekki síst stórbúum var það ráðsmaðurinn, sem stjórnaði allri vinnu og sagði til verka og laut engum nema stórbóndanum. Svo var með ráðsmann Dags- brúnar, hann laut engum nema formanni og stjórn félagsins. Alfreð Guðmundsson var ráðsmaður Dags- brúnar 1940—1942 á einum mestu sviptingatímum í sögu félagsins og leysti störf sín vel af hendi. Það væri ekki illa til fundið að hafa þetta orð aftur í heiðri. Alfreð er fæddur og uppalinn í Reykjavík og þrautþekkir þessa borg. Hann útskrifaðist frá Versl- unarskóla íslands 1936 og var skrifstofumaður hjá Vinnumiðlun- arstofu ríkisins fram til ársins 1940. Fá störf hafa verið betur til þess fallin að kynnast eymd kreppuár- anna og atvinnuleysis, enda hefur það greinilega mótað Alfreð, því samúð hans með fátæku verkafólki er ósvikin. Eins og áður var sagt var það árið 1940 sem hann tekur að sér að vera ráðsmaður Dagsbrúnar — þá sá ég Alfreð í fyrsta sinn. Við vorum tveir félagar úr verkamanna- bústöðunum, sem unnum við gerð flugvallarins í Vatnsmýrinni, sem nú gegnir því virðulega nafni Reykjavíkurflugvöllur, á vegum breska hersins. Menn máttu ekki vera yngri en 16 ára en við félagar vorum 14 ára, en höfðum logið okkur 16. Þá kom ungur og góðleg- ur maður með skrifblokk í hendi og boðaði til fundar á vinnustað. Við tveir vorum báðir dauðskelkað- ir að nú kæmist upp um aldurinn. En það var óþarfi, erindi Alfreðs var að leita umsagnar um vaktafyr- irkomulag. En það var unnið á vökt- um ýmist 16 eða 24 tíma. Tillögur Alfreðs voru samþykktar f vinnu- flokknum og hann kvaddi ljúf- mannlega og fór í næsta vinnu- flokk. Eg held að hann hafí farið í alla vinnuflokka á flugvellinum, en þeir voru ótrúlega margir. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá starfsmann Dagsbrúnar að störf- um. Löngu seinna kynntist ég hvað Aifreð var raunverulega að gera. Hann og Héðinn Valdimarsson höfðu 4. júní 1941 gert kjarasamn- ing við breska herinn. Þetta var einn sérstæðasti kjarasamningur sem gerður hefur verið fyrir utan að hann var mjög hagstæður. Þá viðurkenndu Bretar samningsrétt Dagsbrúnar. Á haus samningsins er þessi sérstæða fyrirsögn: „Kjara- samningur milli Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og herliðs Bretakonungs á íslandi". Síðan er undirritun f.h. Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, Héðinn Valde- marsson, formaður og Alfreð Guð- mundsson, ráðsmaður og í umboði Bretakonungs ill læsilegt nafn ása_mt nafnbótinni General. Árið 1942 féll stjóm Héðins Valdimarssonar í Dagsbrún og stjóm Sigurðar Guðnasonar tók við. Árin 1938—1943 voru ein mestu átakaár í sögu Dagsbrúnar. Fáir mundu hafa trúað því að Héðinn Valdemarsson ætti eftir að falla sem formaður Dagsbrúnar, en hann var einn af farsælustu og hæfustu formönnum sem Dagsbrún hefur átt. Átök á þessum ámm voru svo hörð og grimm að ungt fólk getur ekki ímyndað sér það í dag. Að „sjálfsögðu“ var öllum starfsmönn- um Dagsbrúnar sagt upp með nýrri stjórn, en aldrei heyrði ég þá for- ystumenn Dagsbrúnar segja annað en hlý orð og góð til fyrrverandi starfsmanns, Alfreðs Guðmunds- sonar. En alla tíð síðan hefur Alfreð verið velunnari Dagsbrúnar, hann hefur tekið að sér mörg störf fyrir félagið og ávallt fylgst með félaginu og ég á honum persónulega skuld að gjalda fyrir mörg holl og góð ráð og vináttu. Ég má ekki missa mig í söguna í grein sem átti að vera stutt af- mæliskveðja, en ég get ekki stillt mig um að geta þess að árið 1944 samþykkti Dagsbrún stuðning við lýðveldisstofnunina og kosin var 3ja manna nefnd sem hafði það hlut- verk að berjast fyrir lýðveldisstof- uninni. í þá nefnd er Alfreð Guð- mundsson kjörinn einróma og síðla vetrar er haldinn gríðar fjölmennur fundur hjá Dagsbrún til stuðnings lýðveldisstofnuninni, og fyrsti ræðumaður var Benedikt Sveinsson frv. alþingisforseti og einn höfuð- kempa sjálfstæðisbaráttunnar og með honum tala á fundinum Ólafur Friðríksson, Steingrímur Steinþórs- son, þáverandi búnaðarmálastjóri, Einar Olgeirsson, frv. alþingismað- ur og Ámi Ágústsson, verkamaður. Til þess er tekið að Benedikt Sveins- son hafi verið hylltur sérstaklega á fundinum. Svona er saga Dags- brúnar tengd sögu Reykjavíkur og íslensku þjóðlífí. Skömmu fyrir 1950 voru kosnir 3 menn ólíkra gerða í húsnefnd Dagsbrúnar, sem hafði það verkefni að reisa veglegt Dagsbrúnarhús. Þeir sem í nefndinni voru var Al- freð Guðmundsson, Eggert Þor- bjamarson, framkv.stj. Sósíalista- flokksins og Þorlákur Ottesen, verkstjóri. Þessir menn störfuðu ágætlega saman og Dagsbrún fékk úthlutað lóð efst við Frakkastíg og hét þá á Skólavörðuholti. Þegar teikningar af húsinu vom langt komnar var skipulaginu breytt, því stjóm Reykjavíkurborgar óttaðist sem reyndar kom í ljós að Iðnskól- inn myndi stækka og tengjast inn á lóð Dagsbrúnar. Árið 1956 á fímmtíu ára afmæli félagsins fékk Dagsbrún aðra lóð að Borgartúni 1, en sá galli var að hluti lóðarinn- ar var í fjöruborðinu og náði jafn- vel f haf út. Þetta svæði hefur síðan mikið breyst, lóðin komin á land upp og Davíð Oddsson, borgar- stjóri, endumýjaði þessa lóðaúthlut- un árið 1986, og nú er stórhýsi á teikniborðinu. Dagsbrún hefði aldr- ei fengið þessar lóðaúthlutanir ef Alfreðs hefði ekki notið við. Betur hefði Dagsbrún farið að ráðum húsnefndar að byggja hið snarasta. Alfreð Guðmundsson hefur verið endurskoðandi Styrktarsjóðs sjó- manna og verkamanna í Reykjavík frá 1941 utan 4 ára 1978—1982, þá var eitt fyrsta verk vinstri meiri- hlutans í borgarstjóm að kjósa ann- an mann í stað Alfreðs Guðmunds- sonar. Sjálfsagt hafa einhveijir ver- ið spurðir álits á þessari ráðstöfun en ekki Dagsbrún eða Sjómannafé- lagið. Þegar okkur bámst tíðindin er mér mjög eftirminnanlegt að það er í eina skiptið sem ég sá Eðvarð Sigurðsson grýta kaffíbolla, sem hann var að drekka úr, í gólf í reiði sinni. Alfreð hafði alltaf verið kjör- inn einróma í þetta starf og var það aftur 1982 og er enn. Alfreð hefur sinnt þessum endurskoðunarstörf- um með stakri samviskusemi og umhyggjú og nánu samstarfi við stjómir verkalýðsfélaganna. Sjóður þessi er fáum kunnur, enda hefur hann sem aðrir sjóðir bmnnið upp í verðbólgu, en hann var stofnaður 1917 eða 1918 þegar helmingur reykvískra togara var seldur til Frakklands aðallega, við mikil and- mæli verkamanna og sjómanna. En þá var því komið í lög að einhver lítill prósentuhluti af söluverði gekk í sjóð til styrktar fátækum sjómönn- um og verkamönnum í Reykjavík. Alfreð Guðmundsson hefur verið starfsmaður Reykjavíkurborgar frá 1942 og verið skrifstofustjóri og forstöðumaður hinna ýmsu stofn- anna, en frá 1972 hefur hann verið forstöðumaður Kjarvalsstaða. En félagsmálaáhugi hans lýsir sér vel í því að hann sat í stjórn Byggingarfélags verkamanna frá 1945—1975 ýmist sem ritari eða varaformaður. Þegar Alfreð baðst undan endurkjöri var hann gerður að heiðursfélaga í Byggingafélagi verkamanna. Sjálfsagt er Alfreð nú þekktastur sem embættismaður Reykjavíkur- borgar. En Dagsbrún hefur alltaf átt marga velunnara, einn af þeim er Alfreð Guðmundsson, hann hefur alltaf fylgst með félaginu, tekið að sér fleiri störf en hér hafa verið tilgreind og á Dagsbrún honum stóra skuld að gjalda fyrir einlægni hans og góðan hug til félagsins. Alfreð hefur alltaf verið mikill sjálfstæðismaður og starfað mikið fyrir sinn flokk. Hugðarefni hans hafa öðru fremur beinst að velferð- armálum verkafólks og hann er mikill unnandi fagurrar lista. Alfreð er kvæntur hinni ágætustu konu, Guðrúnu Ámadóttur. Guðrún er dóttir Árna Guðmundssonar sem lést á sl. vetri. Hann var frábær Dagsbrúnarmaður. Hún hefur starfað með manni sínum af ein- lægni og dugnaði og vart er hægt að ræða um annað þeirra hjóna án þess að hitt sé nefnt svo samrýnd eru þau. Þau eiga einn son, Guðmund lög- fræðing, sérmenntaðan í alþjóða- rétti, sem um nokkur ár hefur starf- að hjá Sameinuðu þjóðunum og hefur nú um nokkur ár starfað hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna í Genf. Auk þess hefur ■ hann 'verið gestaprófessor víða um lönd. Slíka menn vil ég hafa heima á íslandi. Ég sendi hugheilar afmælisóskir til Alfreðs á þessum afmælisdegi hans, þakka hönum störfín fyrir Dagsbrún og tryggðina við félagið. Lifðu heill, Alfreð og fegnir vild- um við Dagsbrúnarmenn eiga þig að enn um sinn. Guðm. J. Guðmundsson, formaður Verkamannafél. Dagsbrún. Þingvallavatn: Utanborðs- mótor stol- ið úr bát Selfossi. UTANBORÐSMÓTOR var stolið úr bát fyrir neðan bæinn Heið- arbæ á mánudag. Mótorinn er 20 hestöfl af Johnson-gerð með númerið FD21R. Af ummerkjum má ráða að bif- reið hafi verið ekið niður að vatninu og mótorinn tekinn úr bátnum. Þeir sem orðið hafa varir við mannaferðir á þessum slóðum á mánudag eru beðnir um að láta lögregluna á Selfossi vita. - Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.