Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Staðreyndir o g skoðanir Bókmenntir ErlendurJónsson NÝ SAGA. Tímarit Sögnfé- lags. 123 bis. 2. árg. Útg. Sögufé- lag. 1988. Amgrími lærða var vandi á hönd- um þegar hann tók að rekja sögu Islands í Crymogæu: Hér höfðu ekki setið konungar sem í öðrum löndum. Saga þjóðríkja var þá — og lengi síðan — konungasaga fyrst og fremst. Svo er ekki lengur. Lýð- hyggja 20. aldar bannar að fáum enstaklingum, dauðum eða lifandi, sé með þeim hætti lyft himinhátt yfir íjöldann. Nú er liðið ár og dag- ur síðan veldi konunga tók að þverra í heiminum. Rúm þeirra í sögunni hefur að sama skapi minnkað. Á seinni árum hefur samtímasaga og félagsmálasaga setið í fyrirrúmi. Það eru einkum ungir sagnfræðingar sem standa að riti þessu þótt eldri sagnfræðing- ar séu líka meðal höfunda. Eggert Þór Bemharðsson, sem er ritstjóri ásamt Ragnheiði Mósesdóttur, minnist fyrst Valdimars Unnars Valdimarssonar sem nýlega lést af slysförum þar sem hann var við framhaldsnám erlendis. Valdimar Unnar hafði þegar vakið athygli þótt ungur væri. »Hann var ná- kvæmur, víðlesinn, iðinn, agaður og mjög ritfær fræðimaður, sem hafði lag á því að segja flókna sögu á einfaldan og auðskiljanlegan hátt,« segir Eggert Þór. Vissulega eru það eiginleikar sem sérhver sagnfræðingur þyrfti að vera gædd- ur. Þama er jafnframt birt ritgerð sem Valdimar Unnar hafði samið áður en hann lést, Alþýðulýðveldið og ísland. En þar er rakið hvemig íslendingar greiddu atkvæði á þingi Sameinuðu þjóðanna þegar aðild kínverska alþýðulýðveldisins var þar til umræðu á sínum tíma. Allmargar stuttar ritgerðir em í hefti þessu og verður efni þeirra ekki rakið hér. Að sumu leyti ber ritið merki þeirrar umræðu sem fram hefur farið hin síðari ár um söguna sem fræðigrein. Tilhneig- ingar gætir að gagnrýna og endur- skoða eldri viðhorf. Svo er t.d. í hugleiðingum Helga Þorlákssonar, Gráfeldir á gullöld og voðaverk kvenna. Með orðinu »voðaverk« á Helgi við vinnu kvenna við vefnað. Helgi rekur hversu eldri fræðimenn mikluðu fyrir sér þjóðveldisöldina og lögðu þá einkum áherslu á þátt afreksmanna í rás atburða. Má skilja af orðum Helga að hann telji þjóðveldisöldina ekki hafa verið þá gullöld sem sumir vilja vera láta. Og rýr þykir honum í sögunni hlut- ur þeirra kvenna sem stóðu við vefstólinn og skópu þjóðveldinu lífskilyrði með því að framleiða vað- málið: meginútflutningsvöm ís- lendinga. »Gullaldarglýjan hefur orðið til þess að einstakir karlar em ofmetnir en konumar em mjög vanmetnar.« Þá telur Helgi að hér hafi færra breyst en sumir ætla við lok þjóðveldisins og færir fyrir því gild rök. Er þá að sönnu eftir að útskýra hvers vegna botninn datt úr hinni glæsilegu söguritun ein- mitt um það leyti eða skömmu síðar. Þó Njála og Grettis saga gefi ekki margt til kynna um þjóðar- hag á Sturlungaöld stendur eftir sú staðreynd að þeir, sem færðu í letur þess háttar öndvegisrit, gátu gefið sér tíma til ritstarfa! Þjóð- félag, sem lætur eftir sig þvílíkar minjar, þarf hvorki að vera mann- úðlegt né réttlátt. En blásnautt getur það varla verið. Á svipuðum nótum og hugleið- ingar Helga er spjall við Ama Bjömsson sem safnar heimildum fyrir þjóðháttadeild Þjóðminja- safnsins. Það er ekki afreksmanna- saga heldur heimildir um sögu hversdagslífsins sem þjóðhátta- deildin leitast við að bjarga frá gleymsku. En slíkt er hægara sagt er gert. Sú skoðun er sem sé enn í gildi hjá alþýðu manna að það séu stóru atburðimir sem helst séu í frásögur færandi. Hitt, sem »allir vita,« sé óþarft að skrá. Sá bögg- ull fylgir þó skammrifi að það, sem allir vita með einni kynslóð, er ef til vill gleymt með hinni sem á eft- ir kemur. Því leggur þjóðháttadeild- in nú kapp á að afla lýsinga á göml- um vinnubrögðum til sjávar og sveita — sem og lifnaðarháttum yfirhöfuð — meðan þeir, sem muna, em ofan moldar. Naumast þarf að taka fram að þess háttar vísindi eru nú orðið tölvuskráð. í þessari Nýju sögu er og fjallað um hugarfarið og samtímann (Sig- urður G. Magnússon) og ástir, völd, hjónaband og frillulífi á fyrri öldum (Auður G. Magnúsdóttir, Gísli Ágúst Gunnlaugsson). Þegar sagn- fræðingur velur sér efni af þvf tag- inu verður hann um leið að gerast dálítill fimleikamaður í andanum því — eins og Gísli Ágúst segir: »Tilfinningar og viðhorf fólks í for- tíðinni er erfitt rannsóknarefni, bæði vegna skorts á heimildum um fjölmörg mikilvæg atriði og erfíð- leika við að túlka þær heimildir sem nothæfar eru.« Einneginn er þama seilst i átt til líðandi stundar í þrem stuttum þáttum um viðreisnarstjómina sem sat að völdum 1959-1961. Höfund- ar eru Gísli Gunnarsson, Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Tímabil viðreisnar- stjómarinnar er auðvitað orðsaga í þeim skilningi að það er útþrykki- lega liðið. Dægurmál er það hins vegar frá þeim sjónarhóli séð að deilumálin em enn af sömu rót mnnin. Sömu öfl takast enn á í þjóðfélaginu. En viðreisnarstjómin mun vera öðram stjómum minnis- verðari fyrir tvennt: Hún fór nýjar leiðir. Og hún sat öðram stjómum lengur. Þótt höfundamir leitist við að skoða málin hlutlaust fer varla hjá því að dómar þeirra falli að ein- hveiju leyti í samræmi við skoðanir þeirra sjálfra. Hugleiðingar þeirra mega því flokkast undir stjóm- málaskrif allt eins og sagnfræði. Eigi að síður þykir alltaf fróðlegt að heyra hvað sagnfræðingar segja um nýliðinn tíma. Sögufélag gefur nú út tvö rit: Sögu, sem lengi hefur komið út, og svo þetta: Nýja sögu. í Sögu era fremur birtar ýtarlegar, fræðilegar og stundum nokkuð langar ritgerð- ir. Hér er aftur á móti slegið á létt- ari strengi, hugarfluginu gefínn lausarí taumurinn en minna sýslað við heimildir og staðreyndir. Þar sem ungt fólk er að hasla sér völl er skiljanlegt að fræði- mennskan verði stundum skoðunum blandin. Söguritun verður seint hlutlaus með öllu. Á fyrri áratug og fram eftir þessum þótti stundum kenna hlutdrægni í skrifum ungra sagnfræðinga, bæði með hliðsjón af vali viðfangsefna og eins af nið- urstöðum og ályktunum. Þeir vora þá undir áhrifum frá hræringum þeim sem kenndar eru við 68. Af skrifum sumra að dæma mátti stundum ætla að sköpun heimsins hefði hafist með verkföllum og stéttabaráttu! Nú er þetta að jafn- ast. Öldur rísa og hníga. En allar byltingar skilja eitthvað eftir. Og það sem eftir stendur er í stystu máli: að hlutur hversdagshetjunnar hefur verið aukinn í á kostnað mikil- mennisins. Sú stefna leynir sér ekki í riti þessu fremur en í öðram slíkum. Hönnum og myndskreyting þessa rits miðar sýnilega að því að það fái rúm á hinum almenna vinsælda- lista íslenskra tímarita. Valdimar Unnar Valdimarsson 15 KL. 22. í KVOLD Ferdatryggingfir □ MEGAS - Höfuðlausnir LP, KA & CD Að mati gagnrýnenda og aödáenda Megasar eru „Höf- uðlausnir“ stórbrotið meistaraverk. „ Höfuðlausrtir er mögnuð plata hvar sem á hana er litið og skyldu einhverjir efast um að Megas bæri meistaranafnbótina með rentu ættu þeir að hlusta á plötuna og sannfærast. “ SÞS-DV „...Reyndar erþetta besta plata Megasar sem ég hef heyrtþeg- arlitið er til baka af hreinskilni. Kemur þartil að á Höfuðlausnum eru textar sem skipa sér með bestu textum Megasar. ÁM - MBL „Höfuðlausnir er óvenjuleg og eftirminnileg plata, sem erán efa sú besta sem komið hefur frá meistara Magnúsi i langan tíma. “ OJ-ÞJÓÐV. „...Ég álítþetta bestuplötu Megasar frá upphafi...“ AJ-RÁS2 SMEKKLEYSA KYNNIR □ LANGISELI& SKUGGARNIR 12“45 ORKUVER HUÓÐMÚR 45 STROKKA STERÍÓ Hún er komin í verslanir nýja plata Langa Sala og Skugganna. □ HAM - Hold Mlnl-LP Það erótrúlegtað svo ung hljómsveit sem Ham skuli senda frá sérjafn frá- bæra frumraun og hljómplatan Holdber vitni um. Þessi fimm laga plata einkenn- ist fyrst og fremst afkrafti og ferskleika og er óhætt að segja að hér sé um hreint og klárt meistaraverk að ræða. □ BUBBI -KONACD Sfgilt verk Bubba. Nú fáanleat á CD □SYKURMOLAR UFE’STOO GOOD LP, KA8. CD „ Timamótaverk i islenskri rokktónlist." ÁS - Mbl. □ SÚLD - BUKOLIKILP Metnaðarfull og einstök jazzplata. □ Tracy Chapnian - TC LP+CD □ Bob Dylan - Down in the grave LP □ Smithereens - Green Thoughts □ Luxuria -The Unanswerable Lust LP+CD □ Pere Ubu - The Tenament Years LP + CD □ PeterMurphy-LoveHy8teriaLP+CD O Erazure - The Innocents LP + CD □ The Jesus&Mary Chain- Baned kisses LP □ The Del Lords - Based on true stories LP □ Andalsothetrees-ThemilipondyearsLP □ TheTestDepartment-AaoodnightoutLP □ World Domination Ent. - Let’s play LP+CD O Killing ioke - Outside the gate LP+CD □ Prince - Lovesexy LP+CD □ TheFall-TheFrenzexperimentLP O Gene loves Jezebel-The house of storm LP O Martin Stephenson + Dalntres & Gladsome humour+ blue LP O .Salvation" - Úr kvikmynd LP O Godfathers - Birth, School, Work, Death LP+CD O Morrissey-VivaHateLP+CD O Talking Heads - Naked LP+CD O Scritti Politti - Provision LP O Steve Winwood - Roll with it LP+CD O Bilty Idol - Idol songs (Best of) LP+CD O lethro Tull - Box Set - 20th Anniversary LP+CD O Jimmy Page - Outrider LP+CD O VanMorrison+Chieftains - Irish Heartbeat LP+CD O Deep Purple - Nobody’s perfect LP O StyleCouncil-Confessionsofapopgroup Vorum að taka upp fjölbreytt úrval af bluas, gospel, jazz og ýmiss konar gæða tónlist. Sendum ípóstkröfu samdægurs. jGæða tónlist ágóðumstaðu LAUGAVEG117 SÍMI91 -12040

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.