Morgunblaðið - 14.07.1988, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
fclk í
fréttum
KAUPMANNAHÖFN
Dýrkeypt ást
fyrir heilt bæjarfélag
Kaupmannahöfn. Frá Grimi R Friðgeirssyni fréttaritara Morgunblaðsins.
Janni Spies, ekkja ferðabarónsins
Simons Spies, er nú orðin yfir
sig ástfangin. Sá heppni heitir
Christian Kjaer og er forríkur
danskur lögfræðingur. Hann rekur
stórfyrirtæki sem veltir milljörðum
svo að ekki er hægt að saka hann
um að vera á höttunum eftir eignum
Janni.
Janni hefur reyndar verið trúlof-
uð Gunnari Hellström um nokkurt
skeið en það slitnaði upp úr því
sambandi þegar Janni kynntist
Christian.
Janni Spies býr í Hörsholm, sem
er útborg Kaupmannahafnar. Bæj-
arfélagið er fjárhagslega vel stætt
en stjómendur þess óttast hins veg-
ar að þurfa að hækka skatta fast-
eignaeigenda í bæjarfélaginu í kjöl-
far Jónsmessuástarævintýris hinn-
ar ofsaríku Janni og milljónamær-
ingsins Christians Kjaer. Janni og
Christian eru nefnilega nýtrúlofuð
og hafa tilkynnt að þau ætli að
gifta sig þann 20. ágúst í sumar.
Christian býr í Birkeröd sem er
í næsta nágrenni við Hörsholm og
mörgum þykir líklegt að Janni flytji
til hans með allar milljónirnar sínar.
I Hörsholm er nú verið að byggja
óhemjudýra menningarmiðstöð auk
þess að fyrir stuttu var ákveðið að
leggja nýjar hellur á göngugötuna
þar í borg. Þegar þessar áætlanir
voru gerðar var ekki gert ráð fyrir
því að auðugasti íbúi bæjarfélagsins
myndi flytja burt af svæðinu.
í Birkeröd er íjárhagsástandið
hinsvegar verra og það væri mikil
búbót fyrir bæjarfélagið að fá
flugríkan innflytjenda eins og
Janni. Nýlega var ráðist í umfangs-
miklar byggingarframkvæmdir á
vegum bæjarfélagsins og þar býr
fjöldi flóttamanna sem þurfa tals-
verða aðstoð.. Borgarstjórinn býður
nú í ofvæni eftir að Janni flytji til
Birkeröd með milljónimar sínar.
Janni Spies sýnir trúlofunar-
hringinn sinn.
Christian Kjaer á sand af seðl-
um og þarf því ekki að eiga yfir
höfði sér ásakanir um að hann
sé aðeins á höttunum eftir eign-
um Janni.
STAKKASKIPTI
Breytingar á Kirkjumunum
Verslunin og galleríið Kirkju-
munir hefur tekið miklum
stakkaskiptum að undanfömu og
em breytingarnar verk sænsku
listakonunnar Irisar Sigglin. Hún
dvaldist hér á landi í 2 vikur og
leiðbeindi um meðferð á textíllit-
um auk lagfæringanna á Kirkju-
munum.
Eigandi Kirkjumuna er Sigrún
Jónsdóttir. Hún sagði að kominn
hefði verið timi til að hressa upp
á innréttingar verslunarinnar en
neðri hæðina kallar Sigrún kram-
búðina og selur þar nýja og not-
aða skrautmuni. Á efri hæðinni
er galleríið þar sem haldnar eru
sýningar á textílmunum.
Sigrún er búsett í Svíþjóð en
er nú stödd hér ásamt Iris. Hún
hefur rekið vefnaðar- og listiðnað-
arskóla í yfir 20 ár og ferðast um
landið og kennt. Sigrún er textfl-
listamaður og hefur hún sérhæft
sig í kirkjulegri list. Auk þessa
málar Sigrún og skreytir gler.
Morgunblaðið/KGA
Iris Sigglin og Sigrún Jónsdóttir í húsnæði Kirkjumuna sem Iris
hefur breytt og bætt.
Stephanie og Mario þegar allt lék í lyndi.
MÓNAKÓ
Nýr
þjóðhátíðardagur
Stephanie einbeitir sér nú að eigin frama í
söngheiminum og lætur Mario fara lönd og
leið.
Stephanie prins-
essa af Mónakó
hefur nú sagt skilið
við Mario Oliver Jut-
ard kærastann sinn
sem hún hefur verið
með í rúm tvö ár.
Stephanie og Mario
hittust 12. apríl 1986
og hafa verið óað-
skiljanleg þangað til
Stephanie yfirgaf
Mario um síðustu
mánaðamót.
Margir hafa orðið
fegnir að heyra þess-
ar nýju fréttir en
sjálfsagt er enginn
eins ánægður og
Rainer fursti, faðir
Stephanie.
Mario Oliver var
aldrei viðurkenndur
af furstafjölskyld-
unni í Mónakó og
Rainer fursti var
vægast sagt óánægð-
ur með kærasta dótt-
ur sinnar. Mario var
þekktur fyrir að vera
mikill gleðimaður og
ekki bætti úr skák
að hann hafði fengið
dóm fyrir nauðgun
áður en hann kynnt-
ist Stephanie.
Stephariie hefur
verið önnum kafín við
hljómplötuupptökur
og hefur lítið getað
hitt Mario. Þegar
Stephanie fór að
vinna svona mikið
leiddist Mario og
hann fór að lifa hinu
ljúfa lífi af meiri
krafti en áður. Prins-
essan áttaði sig loks-
ins á því hvaða mann
hann hafði að geyma
og ákvað að losa sig
við hann.
Mario er bæði
svekktur og sár en
segist samt sem áður
hafa gert sér grein
fyrir því að hann
væri ekki rétti mað-
urinn fyrir Stephanie.
Hann vissi að Rainer
fursti myndi aldrei
samþykkja sig sem
tengdason og vinir
Stephanie voru mót-
fallnir honum. Steph-
anie og hann voru
mjög ólík og rifust
sífellt meir vegna
ólíkra lífsviðhorfa.
Mario hefur látið
hafa eftir sér, að dag-
urinn sem hann og
Stephanie skildu að
skiptum verði sjálf-
sagt þjóðhátíðardag-
ur Mónakóbúa í
framtíðinni.
Sumartilboð
Svínakótelettur 799. ukr.
Kryddlegnar svínakótelettur899.m kr.
Kryddlegnar kambsteikur989.-kr.
Gott á grillið - Allt kjöt afnýslátruðu - Gott á grillið