Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
Kríst/án Guðmunds-
son-Minning
Fæddur 21. nóvember 1902
Dáinn 27. júnl 1988
Með línum þessum er minnst
Kristjáns Guðmundssonar verka-
manns. Lengst af stóð heimili hans
á Vesturgötu 66 (Höfn) á Akra-
nesi. Ættir sínar rakti Kristján
hins vegar vestur í Dýraflörð.
Hann var fæddur á Hrauni í
Keldudal 21. nóvember 1902, son-
ur Guðmundar Guðmundssonar og
Kristínar Aðalsteinsdóttur, er þar
bjuggu. Guðmundur drukknaði
árið 1912. Þá tvístraðist Qölskyld-
an. Kristján var tekinn til fósturs
hjá hjónunum Jóni Guðmundssyni
og Ástríði Eggertsdóttur í Höll í
Haukadal. Þar ólst Kristján upp
til fullorðinsára við hin hefðbundnu
störf til lands og sjávar.
Þann 18. júní 1933 kvæntist
Kristján Margréti Bjamadóttur frá
Kirkjubóli í sömu sveit, elstu dótt-
ur hjónanna þar, Bjama M. Guð-
mundssonar og Guðmundu M.
Guðmundsdóttur. Á Kirlq'ubóli áttu
þau Margrét og Kristján heimili
sitt um sjö ára skeið. Hann stund-
aði búskap á Kirkjubóli. Hugur
þeirra beggja munu hafa staðið til
staðfestu og frekari starfa í heima-
sveit, en atvikin höguðu því svo
að árið 1940 fluttu þau hjónin til
Akraness, þar sem þau bjuggu æ
síðan. Þar stundaði Kristján sjóinn
fyrst í stað, en starfaði síðan sem
verkamaður, lengst af við Se-
mentsverksmiðrju ríkisins. Þar
vann hann raunar allt til ársins
1979.
Kristjáni og Margréti varð ekki
bama auðið. Hins vegar fóstruðu
þau upp bróðurson Margrétar,
Bjama Vésteinsson. Bjami er
byggingafræðingur, kvæntur
Steinunni Sigurðardóttur hjúk-
runarfræðingi og búa þau á Akra-
nesi ásamt bömum sínum tveimur,
Margréti og Sigurði.
I uppvexti mínum voru Margrét
og Kristján árlegir aufúsugestir á
Kirkjubóli. Kannske er ekki rétt
að tala um gesti, því í augum okk-
ar voru þau miklu fremur heima-
fólk, sem aðeins hafði brugðið sér
í lengri ferð suður á land en al-
mennt gerðist. Hvað Kristján
snerti byggðist þetta viðhorf okkar
á mörgu: Áhugi hans á öllu því sem
á bænum gerðist var mikill og ein-
lægur. Úr fjarska fylgdist hann
vel með málum þar — hann gladd-
ist ef vel gekk, og rétti fram hjálp-
arhönd, þegar þyngra varð fyrir
fæti.
í sumarheimsóknum á Kirkju-
bóli gekk hann til búverka með
heimafólki, og setti ferskan blæ á
önn daganna; hress, drífandi og
oftar en ekki að velta því fyrir sér
hvað betur mætti fara, hvemig
vinna mætti verkin haganlega. Þá
sem endranær var hann óragur við
að setja fram hugmyndir og tillög-
ur, og hann naut þess að rökræða
þær og reyna. Á bak við leyndist
einlægur áhugi á því að búskapur-
inn á Kirkjubóli blómgaðist og að
heimiiisfólkinu þar mætti líða sem
best. í bamsminni er mér til dæm-
is leitin að nothæfri neysluvatns-
lind, þegar koma átti sjálfrennandi
vatni inn í bæinn. Kirstjáni dugði
ekki að sitja sem sumargestur inni
í bæ og bollaleggja um málið. nei,
skóflu fékk hann sér, og gróf djúp-
ar holur, ófáar, í leit að góðu vatni.
Sú ieit auðveldaði verkið og flýtti
mjög fyrir því.
Það var fjarri Kristjáni að gera
sér mannamun. Hann átti erindi
við alla. Þess nutum við krakkam-
ir. Við okkur talaði hann sem full-
orðið fólk, þótt líka gæti hann
bmgðið duglega á leik, gjaman
með græskulausri stríðni, sem fékk
blóðið til að renna hratt í ungum
æðum. Lítið atvik frá Kirkjubóli
riljast upp, eitt af mörgum: Á
síðkvöldi í ágúst dregur Kristján
fram gamalt silunganet og stefnir
okkur strákunum, systkinabömum
Margrétar, með sér niður að
Kirkjubólsá. Þar er netið lagt, og
við það fær hver sitt hlutverk.
Kristján sér til þess. Nóttin varð
stutt, og morgunstundirnar ætluðu
aldrei að líða. Loks er vitjað um;
netstúfurinn reynist með fjórtán
vænum silungum. Strákaliðið
skelfur af spennu og ákafa. Kristj-
án kennir hveijum og einum til
verka — hvert orð og handbragð
er tekið sem lögmál. Montnir héld-
um við heim. Upp frá þessu töldum
við okkur kunna að veiða silung.
Almenn málefni æskubyggðar-
innar við Dýrafjörð voru Kristjáni
alla tíð hugstæð. Hann gerði sér
far um að fylgjast með þeim allt
til síðustu stundar. Því var það
venja hans í sumarheimsóknum
þar, að fá mág sinn, Knút á Kirkju-
bóli, í ferðir með sér um sveitina
og til Þingeyrar til þess að heilsa
upp á gamla kunningja þar. Vegna
þess, hve auðvelt hann átti með
að kynnast fólki, bættust honum
sífellt nýjir kunningar í hópinn.
Þannig fylgdist hann með þróun
byggðarlagsins, þótt fjarri byggi.
Spjall við Kristján um þessi mál
var því ekki gróið í „gamla daga“.
Hann vissi líka vel um það sem
nýrra var. Mátti maður sannarlega
hafa sig allan við að láta Kristján
ekki reka sig á stampinn, hvað
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR BÆRINGSSON,
Bjarkagötu 8,
Patreksfirði,
lést á heimili sínu þann 12. júlí.
Hraf nhildur Ágústsdóttir,
Gfsli Ólafsson, Kristfn Gfsladóttir,
Bœring Ólafsson, Guðbjörg Pétursdóttir,
Ágúst Ólafsson, Nanna Leifsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn og faöir okkar,
RAGNAR KETILSSON,
Vfk f Mýrdal,
er lést þriðjudaginn 5. júlí, verður jarösunginn frá Víkurkirkju laug-
ardaginn 16. júlí kl. 14.00.
Guðrfður Unnur Salomonsdóttir,
Kristfn Sigrún Ragnarsdóttir,
Karl Friðrik Ragnarsson,
Jón Þór Ragnarsson.
t
Systir mín,
VALFRÍÐUR ÁGÚSTA ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést 21. júní á Dvalarheimilinu Fellsenda. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey. Þökkum góða aðhlynningu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrefna Þórðardóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
ÞÓRARINN ÞORKELSSON,
Dyngjuvegi 17,
lést í Landspítalanum 12. júlí.
Sigrfður Björnsdóttir,
Erla Þórarinsdóttir, Sævar Karl Ólason,
Frfða Björg Þórarinsdóttir, Óli Elvar Einarsson
og barnabörn.
t
BJÖRN STEFÁNSSON
fyrrum póstur og bóndi á Kálfafelli,
verður jarðsetturfrá Kálfafellskirkju laugardaginn 16. júlíkl. 14.00.
Eiginkona,
börn og fjölskyldur þeirra.
t
Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
BJÖRN SIGURBJÖRNSSON
vólstjóri frá Siglufirði,
Geitlandi 37,
lést í Borgarspítalanum 7. júlí. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju
föstudaginn 15. júlí kl. 10.30.
I
Sigrfður Björnsdóttir, Oddgeir Sigurðsson,
Fjölnir Björnsson, Eva Gestsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR
húsfreyja,
Byggðarhorni,
Sandvfkurhreppi,
Árnessýslu,
sem lést 10. júlí sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag-
inn 16. júlí kl. 13.30. Jarösett veröur að Laugardælum.
Geir Gissurarson,
Gissur Geirsson, Ásdfs L. Sveinbjörnsdóttir,
Úlfhildur Geirsdóttir, Sigvaldi Haraldsson,
Hjördfs Geirsdóttir, Þórhallur Geirsson,
Gfsli Geirsson, Ingibjörg K. Ingadóttir,
Brynhildur Geirsdóttir, Kristján Einarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRHILDUR BÁRÐARDÓTTIR,
Ásavegi 2,
Vestmannaeyjum,
sem lóst miðvikudaginn 6. júlí, verður jarðsungin frá Landakirkju
laugardaginn 16. júlí kl. 14.00.
Birgir Sfmonarson, Klara Bergsdóttir,
Sigrún Sfmonardóttir, Eðvarð Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar,
BRYNJÚLFUR JÓNSSON
prentari,
Brekkutúni 18,
sem andaðist fimmtudaginn 7. júlí, verður jarðsunginn frá Kópa-
vogskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 10.30 f.h.
Anna Kristfn Brynjúlfsdóttir,
Elfas Snæland Jónsson,
Jón Hersir Elfasson,
Úlfar Harri Elfasson,
Arnoddur Hrafn Elfasson.
varðaði staðreyndir um tíðarfar,
aflabrögð, heyskap og fénaðarhöld
við Dýrafjörð, þegar fundum bar
saman.
Ekki naut Kristján langrar
skólagöngu frekar en jafnaldrar. I
daglegum samskiptum mátti þó
ætla að svo hafí hins vegar verið.
Hann hafði yfírgripsmikla þekk-
ingu á málefnum samfélagsins,
einkum atvinnu- og velferðarmál-
um. Á þeim sviðum fylgdist hann
með af einlægum áhuga, tók virk-
an þátt í félasstarfí og sterk eðlis-
greind hóf hann yfír innantómt
skvaldur í allri umræðu. Hef ég
fáa hitt ef nokkum sannari og
heilli fulltrúa kjörorðanna frelsis,
jafnréttis og bræðralags en Kristj-
án Guðmundsson.
Kristján hafði óvenju næmt
auga fyrir umhverfí sínu. Minnið
var traust allt til síðustu stundar.
Hann bjó því yfír hafsjó af fróð-
leik, sem hann átti afar auðvelt
með að miðla af. Frásagnargáfa
hans var mikil. Að hafa Kristján
til dæmis sem leiðsögumann um
Haukdal og Keldudal við Dýrafjörð
varð mér aftur og aftur hrein upp-
lifun: Þama risu atburðir upp og
kynslóðimar stigu fram ljóslifandi
— maður kynntist raunverulegri
tímavél.
Síðustu æviáranna naut Kristján
í návist og skjóli fóstursonar og
tengdadóttur. Ekki leyndi hann né
þau hjónin aðdáun sinni og þakk-
læti í garð ungu úölskyldunnar.
Þeim leið þar vel. Hefð hinna ríku
ættartengsla, sem þau fullorðnu
mátu mikils, rýmaði hvergi.
Eftir löng kynni leitar margt á
hugann á kveðjustund. Fæst af því
verður rifjað upp. Nær er að gera
tilraun til að þakka liðna tíð; vin-
áttu og umhyggju í garð foreldra
minna og frændgarðs okkar, fyrir
heimilið á Vesturgötunni, sem varð
okkur systkinabömum Margrétar
eins konar önnur föðurhús, fyrir
samverustundimar mörgu, sumar
með rökræðu sem stæltu hugann,
aðrar í glaðværð og gáska svo
undir tók í húsum. Omur þessara
minninga og margra fleiri mun
seint §ara út.
Við færum Margréti, Bjama,
Steinunni og bömum þeirra tveim-
ur innilegar samúðarkveðjur.
Miklu ævistarfí er lokið. Blessuð
sé minning Krisljáns Guðmunds-
sonar.
Bjarni Guðmundsson
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar em
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.