Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.07.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 41 Landssamband bakarameistara: Hækkanir frá ára- mótum eðlilegar sem slík aldrei verið betri og við höfum ekki áður fengið jafn góðar undirtektir. Það er alltaf áfall að missa menn, en þetta hefur bara þjappað okkur betur saman. Það hefur þó kannski verið tæpur mór- all upp á síðkastið, en það hefur verið vegna peningamála, enda kostar það sitt að halda gangandi öðru eins batteríi og sveitin er orð- in í dag. Eru Greifarnir þá orðnir of stórir? Það kemur í Ijós í haust. Ef við verðum settir í skuldafangelsi, þá erum við orðnir of stórir, en ef við sleppum þá höldum við áfram að stækka. Hvað með lögin á plötunni? Þau eru að einhverju leyti dæmi- gerð fyrir sveitina eins og hún er í dag, en tvö lög segja harla lítið eins og gefur að skilja. Það má líka ekki gleyma því að þegar verið er að velja tvö lög sem eiga að geta spjarað sig á eigin spýtur, þá eru það ekki endilega bestu lögin sem verða fyrir valinu. Er plata í sigtinu hjá ykkur í haust? Já og við ætlum að gera betur en nokkru sinni fyrr, sigtið er orðið fínna. Dúbbl í horn var góð plata, en hún var ekki eins fljóttekin og þau lög sem á undan höfðu komiö. Fram að Dúbblinu höfðum við sent frá okkur átta lög og af þeim fóru sjö inn á vinsældalista, þar af fimm á toppinn. Fólk hefur því kannski átt von á að fá safn af smellum, sem væri hægt að grípa undir eins. Platan hefur aftur á móti elst vel og við finnum það á böllum í dag að lögin fá mjög góðar undirtektir. Dúbblið var því ekki ein af þeim plötum sem deyja á aöfangadag. Gerið þið aðra slíka plötu? Það er ekkert hægt að segja um það. Við eigum mikið af lögum í þyngri kantinum sem hafa orðið útundan af einhverjum orsökum þegar við höfum verið að velja á plötur, þannig að kannski á eftir að koma frá okkur þung og erfið plata næst. Er ennþá gaman að spila? Já og það er meira gaman í dag en áður. Hljómsveitin er meiri heild og eftir að Felix hætti þá er það meira í okkar verkahring að ná til áheyrenda og það er þá skemmti- legra um leið. Hver er ykkar skýring á því hvað hljómsveitum utan af iandi hefur gengið vel á poppmarkaðn- um hin síðari ár? Það er miklu meira um lifandi tónlist á sumrin úti á landi, fólk vill ekki diskótek eins og í Reykjavík. Það hefur svo sitt að segja að hljómsveitir fá meiri hvatningu og meiri reynslu útá það. Eru ekki of margar sveitir komnar á stað í hringferð um landið á hverju sumri? Jú, víst eru þær orðnar allt of margar. Það eru svo margir sem ætla sér að verða ríkir á ballbrans- anum á sumrin og það eru svo margir sem tapa á öllu saman. Síðasta sumar voru það til að mynda ekki nema þrjár til fjórar sveitir sem náðu að hafa einhvern verulegan pening uppúr krafsinu. Það kostar sitt að gera út á þenn- an markað, við þurfum t.a.m. yfir 200 áheyrendur til að hafa fyrir kostnaði. Okkur gekk mjög vel í fyrra, en fengum í raun lítið kaup miöað við vinnu. Það er gaman að fá borgað fyrir áhugamálið og að geta lifað á því, en sá tími sem fer í allt stússið er ekki vel borgaður. Við vinnum ekki minna en þeir sem eru í sinni föstu vinnu frá níu til fimm, þó okkar vinnutími sé öðru- vísi. VERÐKÖNNUN Verðlagsstofn- unar á brauði og kökum, sem gerð var í síðari hluta júnímánaðar, sýndi að hækkanir á þessum vör- um frá áramótum hafa verið um 14 til 18 prósentum meiri en ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar um áramótin gáfu tilefni til. í ályktun frá Landssambandi bakarameist- ara segir, að þessar hækkanir stafi af launahækkunum, gengis- fellingunni og ýmsum kostnaðar- hækkunum. Bakarar telja hækk- anirnar bæði eðlilegar og óhjá- kvæmilegar og eru ósammála þeirri ályktun Verðlagsstofnunar, að lítil verðsamkeppni valdi háu brauðverði. I fréttatilkynningu frá Verðlags- stofnun kemur fram, að frá áramót- um hafi verð á kökum og brauði Sumarfundur Kiwanisfélaga SUMARFUNDUR Kiwanis verður haldinn í Kiwanishúsinu, Brautar- holti 26, Reykjavík í kvöld fimmtu- daginn 14. júlí kl. 20. Það er Kiw- anisklúbburinn Setberg í Garðabæ sem stendur fyrir fundinum. Ræðumaður verður Gunnar Eyjólfsson, leikari og skátahöfðingi. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. hækkað um 25 til 30% að meðaltali. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar gáfu tilefni til 10,3 prósenta hækkunar, svo þessi hækkun er mun meiri en því nemur. Landssamband bakarameistara hefur nú sent frá sér ályktun um þessa niðurstöðu Verðlagsstofnunar. Þar segir að brauðgerðarhúsin hafi í janúar gert samkomulag við stofn- unina um að fresta öllum verð- hækkunum fram yfir 1. apríl. Síðan hafí orðið launahækkanir, gengis- felling, erlendar hækkanir auk ann- arra kostnaðarhækkana. Telja bak- arameistarar því hækkunina eðlilega og óhjákvæmilega. Hins vegar eru þeir þeirrar skoðunar, að framsetn- ing Verðlagsstofnunar á niðurstöð- um könnunarinnar hafi verið vill- andi, þar sem skýringa hækkunar- innar hafi ekki verið getið, þótt stofn- uninni hafi verið fullkunnugt um þær. Landssamband bakarameistara ályktaði enn fremur á þá leið, að óeðlilegt sé að gera verðsamanburð án þess að bera um leið saman gæði, vöruúrval og þjónustu. Að sögn Har- aldar Friðrikssonar, formanns Landssambands bakarameistara eru þeir líka ósáttir við þá ályktun Verð- lagsstofnunar, að hátt brauðverð stafí af lítilli verðsamkeppni. Hann sagði að sá mikli verðmunur, sem fram kom í könnuninni sýndi fram á, að þessi samkeppni væri fyrir hendi. Annie á tónleikum i Hótel íslandi. Ljósmynd/BS Kvöldstund með Annie Anxiety Bandaríska söngkonan Annie Anxiety er stödd hér á landi um þessar mundir og vinnur að upptökum á nokkr- um lögum með Hiimari Erni Hilmarssyni. í kvöld kemur Annie fram í Duus í Fischers- sundi og flytur lög af væntan- legri plötu auk annarra. Annie hefur áður komið fram á tónleikum hér á landi og ekki er langt síðan hún kom fram á tónleikum 93 Current 93 í Hót- el íslandi. Sú heimsókn varð kveikjan að því að Annie er hingað komin að þessu sinni. A meðal laganna sem hún tekur upp með Hilmari verða þrjú gömul Billy Holliday-lög og verða þau á plötu sem Annie er með í burðarliðnum. Þau lög eru á meðal þeirra sem hún flytur í kvöld, en Hilmar Örn verður henni til halds og trausts og leikur á ýmis hljóm- borð, en ekki er Ijóst hvort undirleikaranir verða fleiri. Á undan Annie leikur rokksveitin Ham og einnig koma fram óvæntir gestir. NISSAN PATHFINDER Jaftivígur utan vega sem innanbæiar Nissan Pathfinder er að nýrri kynslóð torfœrubifreiða sem sameinar þœgindi og hörku á óviðjafnanlegan hátt. • Kraftmikil 2,4 eða 3ja lítra vél. • Aflstýri. • Lúxusinnrétting. • Fimmgíra beinskiptur eða sjálfskiptur, hátt og lágt drif. • Tímaritið „Four Wheeler“ kaus Pathfinder jeppa ársins, auk fjölda annarra tímarita. • 3ja ára ábyrgð. • Sýningarbíll í bílasal. Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60 Morgunblaðið/Björn Blöndal Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri færir leikmönnum beggn'a liða fána að gjöf. Nýtt íþróttasvæði í Keflavík: Nýr grasvöllur vígður Keflavík. Nýr grasvöllur var vígður við Heiðarból í Keflavík á sunnu- daginn með leik ÍBK og Týs frá Vestmannaeyjum í fimmta ald- ursflokki. Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri hélt stutta ræðu áð- ur en leikurinn hófst og færði leikmönnum beggja liða fána Keflavíkurbæjar að gjöf til minningar um atburðinn. Nú eru þrír grasvellir í Keflavík, nýi völlurinn við Heiðarból sem var tyrfður í fyrra, aðalleikvangur- inn við Hringbraut og æfinga- og keppnisvöllurinn við Iðavelli. Haf- steinn Guðmundsson formaður íþróttaráðs sagði í samtali við Morgunblaðið að völlurinn við Heiðarból hefði verið hugsaður sem malarvöllur og frá honum gengið sem slíkum. En hann hefði ekki haft neitt aðdráttarafl og því hefði verið gi-ipið til þess ráðs að tyrfa völlinn. Hafsteinn sagði að menn væru sammála um að þessi tilraun hefði heppnast ákaflega vel, völlurinn væri góður og síðast en ekki síst hefði hann nú mun meira aðdráttarafl en áður. Svo virtist sem menn vildu mun frekar að leika sér á grasi væri þess kost- ur. Leikjum á malarvellinum færi ört fækkandi og knattspyrnumenn kysu frekar að leika á grasvellin- um við Iðavelli þó þar væri engin búningsatstaða. Hafsteinn sagði ennfremur að næsta skrefið yrði að koma upp búnings- og bað- aðstöðu við völlinn og síðan yrðu gerðir körfubolta- og handbolta- vellir á svæðinu. BB DITO SAMA grænmetiskvörn og eldhústæki Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, simar: 91 -652012 og 662008. SANDALAR Stærðir: 36-41 Litir: Svart, hvítt, Ijósbrúnt. Efni: Mjúktskinn. 5% staðgreiðsluafsláttur. 21212 KblHeNH s. 689212.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.