Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hœfileikar SporÖdrekans f dag er röðin komin að hæfi- leikum Sporðdrekans (23. okt.—21. nóv.). Þegar fjallað er um hæfileika er rétt að geta þess að hæfileikar eru kannski það besta sem býr í okkur, sem samt sem áður þarf að hlúa og rækta. Hæfi- leikar vísa einnig til einhvers persónulegs, sem táknar að nauðsynlegt er að fara per- sónulega leið og vera sjálfum sér samkvæmur og trúr til að nýta þá. Sálfrceðingur Sporðdrekinn er næmt tilfinn- ingamerki og hefur þvi hæfi- leika á tilfinningalegum og sálrænum sviðum. Hann er t.d. fæddur sálfræðingur, enda næmur á fólk og sér í gegnum yfirborðið og inn að kviku tilfinninganna. Sporð- drekinn á einnig gott með að vinna að uppeldisstörfum, lækningum og öðrum störfum þar sem sálrænt innsæi nýtur sin. Rannsakandi Sporðdreki hefur gaman af öllu dularfúllu og því sem er ekki eins eins og sýnist á yfir- borðinu. Hann hefur rann- sóknarhæfileika. Þar getur hann notið þess að hann er tortrygginn, eilítið kaldhæð- inn og skarpskyggn. Sporð- dreki tekur ekki á móti um- hverfinu án þess að velta steinum og skyggnast á bak- við framhliðina. Einbeiting Einn ágætur hæfileiki Sporð- drekans er fólginn í mikilli og góðri einbeitingu. Þegar hann fær áhuga á einhveiju máli þá fær hann áhuga og beitir sér af krafti. Hann á t.d. auð- velt með að loka á umhverfíð og sökkva sér í viðfangsefni sln. Stjórnunarhœfileikar Sporðdrekinn er fastur fyrir og ráðríkur. Hann veit hvað hann vill og hvað ekki, og hefur þvf ágæta stjómunar- hæfileika. Að sjálfsögðu fást ekki allir Sporðdrekar við stjómunarstörf en slíkur hæfileiki blundar innra með. Segja má kannski að fyrst þurfi að koma til félagslegur áhugi sem marga Sporðdreka skortir reyndar. Ef Sporð- drekinn hefur ekki áhuga á ytri stjómun, þá birtist sú þörf innra með. Einn hæfileiki hans er því fólginn í sjálfs- stjóm, hæfileika til að halda aftur af sér og fara eigin leið- ir. Fjármálavit Margir Sporðdrekar hafa flár- málahæfileika og eiga auðvelt með að fást við flármálastjóm þó það eigi alls ekki við um alla dreka. sennilega er sllkt andstætt eðli margra þeirra, þ.e. áhugi á peningum, en eigi að síður býr merkið yfir hæfi- leikum á því sviði. Magnarsig upp Sporðdrekinn hefur einn hæfi- leika til viðbótar, sem fáir hugsa sjálfssagt um sem hæfileika, svona dags dag- lega. Það er að geta magnað sig upp, en stundum getur það komið sér vel. Að öllu jöfnu er Sporðdrekinn rólegur og yfirvegaður persónuleiki, a.m.k. séð að utan frá. Hann býr hins vegar yfir miklum tilfínningahita og varaorku og getur því þegar þannig stend- ur á farið inn á við og sótt geysilega orku. Þetta getur t.d. komið sér vel þegar hann þarf að vinna mikið, elska mikið eða stjóma umhverfínu. hann fer þá inn I sig, magnar sig upp og margeflist. GARPUR TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK Góðan dag, læknir ... ^ TALK 15 GOING AROUNP THAT vou're THE CLUM5IE5T 5UR6EON INTHE HOSPITAL... Það er sagt að þú sért Fáránlegt. klaufskasti skurðlæknir- inn á spitalanum___ I CAN T P05SIBLY BE THE ONLY 5UR6EON TO PROP HI5 TRAY IN THE CAFETERIA! Það getur ekki verið að ég sé eini skurðlæknirinn sem missir bakkann sinn í matsalnum! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Dobl á slemmum eru almennt notuð til að hrista upp ! makk- er, biðja hann um að spila út í lit, sem ella kæmi tæplega til greina. Þessi dobl eru ekki hættulaus, sérstaklega ekki gegn hálfslemmum, því það er ekki nóg að fá fyrsta slaginn til að hnekkja þeim. Suður gefur; allir á hættu: Vestur ♦ 1064 ♦ 108754 ♦ D87 ♦ 75 Norður ♦ 8752 VÁKDG2 ♦ 109 ♦ 84 Austur ♦ ÁKDG93 ♦ K6532 ♦ 32 Suður ♦ - ♦ 963 ♦ ÁG4 ♦ ÁKDG1096 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 lauf Pass 1 hjarta 4 spaðar 6 lauf Pass Pass Dobl Redobl Pass Pass Pass Útspil: hjartafimma. Sagnir tóku óvænta stefnu þegar austur stökk í fjóra spaða. Rými til rannsókna var ekki til staðar og suður gaf alslemmu- draum upp á bátinn. En stóðst ekki mátið að redobla sex lauf. Vestur túlkaði dobl makkers rétt og kom út með hjarta, lit blinds. En sagnhafi vissi llka hvað klukkan sló og lét litið hjarta úr borðinu! Austur tromp- aði, en fleiri urðu slagir vamar- innar ekki. Tíglamir tveir fóru niður í hjartað. Suður sýndi mikla vandvirkni þegar hann hleypti hjartanu. En hann hefði líklega sloppið með skrekkinn þótt hann hefði stung- ið upp háspili. Austur stæðist varla freistinguna að leggja nið- ur spaðaás og þá renna tólf slag- ir heim á tvöfaldri kastþröng. Trompin era tekin í botn og vestur neyðist til að fara niður á drottninguna blanka í tígli. Hjörtun þvinga svo austur í spaða og tígii. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsbikarmótinu I Belfort kom þessi staða upp I skák þeirra Jans Timmans, Hollandi, og Jona- thans Speelmans, Englandi, sem hafði svart og átti leik. Timman var óþekkjanlegur I Belfort og hér var hann að enda við að leika hrikalega lélegum leik, 36. f3- f4??, I staðinn fyrir 36. Khl. 36. - Hxf4! 37. Hxf4 - Hxf4+ 38. De2 (Auðvitað ekki 38. Dxf4? - Rh3+) 38. - Rf3+ 39. Kf2 - Rd4+ 40. Bxf4 — Rxe2 og Timm- an gafst upp. Þótt Speelman sé nú fimmti stigahæsti skákmaður heims, með 2645 stig, tefldi hann 21 skák I röð á heimsbikarmótunum í Brussel og Belfort, án þess að vinna eina einustu, þangað til hann tefldi þessa skák.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.