Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 V erslunarmannahelgin: Útihátíðir um land allt NOKKRAR útíhátíðir verða haldnar um verslunarmannahelgina, í Galtalækjarskógi, Atlavík, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og á Mel- gerðismelum i Eyjafirði. Flestar þessara hátíða eru hefðbundnar þótt dagskráin sé breytileg frá ári til árs. Ekki er haldin hátíð í Húsafelli í ár, en þar var ein fjölmennasta hátíðin i fyrra. Að sögn forsvarsmanna hjá Ung- menna- og íþróttasambandi Austur- lands, sem heldur hátíðina í Atlavík, er þar ýmislegt á dagskrá. Samið hefur verið við hljómsveitimar Stuðmenn, Strax og Bubba Morthens og hljómsveit. Einnig er hugsanlegt að Megas, Bjami Ara- son og hljómsveit og Sú Ellen fáist á hátíðina. Að bindindismótinu í Galtalækj- arskógi standa Umdæmisstúkan nr. 1 og íslenskir ungtemplarar. Af dagskránni má nefna hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og ungl- ingahljómsveitimar Kvass og Fjör- kalla sem báðar eru íslenskar og „Que“ frá Danmörku. Pálmi Gunn- arsson, tríóið_ „Fine Country Kids“ frá Kanada, Ómar Ragnarsson, Jó- hannes Kristjánsson eftirherma og Jón Páll Sigmarsson skemmta einn- ig mótsgestum. Fyrirtækið Fjör hf. stendur fyrir útihátíð á Melgerðismelum í Eyja- firði og að sögn Ómars Pétursson- ar, eins af forsvarsmönnum há- tíðarinnar, er um 20 mínútna akst- ur á Melgerðismela frá Akureyri. Hljómsveitin „Big Country" frá Skotlandi skemmtir á hátiðinni og af íslenskum hljómsveitum má nefna Sálina hans Jóns míns, Skrið- jökla, Sniglabandið og hljómsveit- ina Víxlar í vanskilum og ábeking- ur. Þá skemmtir hljómsveitin Vik- ing band frá Færeyjum, en hljóm- sveitin flytur íslensk lög með fær- eyskum textum. Af öðrum dag- skráratriðum má nefna Spaugstof- una og haldin verður hljómsveitar- keppni. I Eyjum verður að venju þjóð- hátíð um verslunarmannahelgina. Iþróttafélögin í Vestmannaeyjum; Týr og Þór skiptast á um að halda hátíðina. í ár er það Þór sem sér um framkvæmdina en félagið á 75 ára afmæli í haust. Auk hefðbund- inna dagskrárliða svo sem messu, hátíðarræðu, bjargsigs og brekku- söngs, skemmta Jón Páll og Hjalti Ursus, Jóhannes Kristjánsson eftir- herma og Halli og Laddi. Lagið „Ég meyjar á kvöldin kyssi," hefur verið valið þjóðhá- tíðarlag Vestmannaeyja 1988. Ólaf- ur M. Aðalsteinsson, kirkjugarðs- vörður í Eyjum, samdi lagið ogtext- inn er eftir Guðjón Weihe. í Vík í Mýrdal verður haldin hát- íðin Vík 88. Hátfðina halda Ung- mennafélagið Drangur og Björgun- arsveitin Víkveiji. Að sögn for- svarsmanna hátíðarinnar er um fjölskylduhátíð að ræða og munu i; Morgunblaðið/Einar Falur Frá útihátiðinni í Húsafelli í fyrra. hátíðargestir una sér við útivist, siglingar og hestamennsku. Hesta- leiga verður á staðnum. Á laugar- dag kemur Jón Páll Sigmarsson og dregur tæplega 6 tonna hjólabát. Á kvöldin leikur hljómsveitin Kaktus fyrir dansi. Gestir þurfa ekki að borga aðgangseyri annan en leigu á tjaidstæði. Að sögn forsvarsmanna flestra hátíðanna er miðaverð á útihátíðim- ar enn ekki fastákveðið. Boðið er upp á sértilboð ferða á flestar há- tiðimar og standa samningar enn yfir í sumum tilvikum en þessi mál skýrast væntanlega á næstunni. Nokkrar hátíðir, sem haldnar voru í fyrra, hafa nú lagst af. Mjög fjölmennt var í Húsafelli um versl- unarmannahelgina í fyrra, en sam- kvæmt upplýsingum frá Ung- mannasambandi Borgarfjarðar var ekki lagt í að halda aðra hátíð f ár, fyrst og fremst vegna mikils löggæslukostnaðar. Um verslunarmannahelgina árin 1986 og 1987 var haldin Skeljavík- urhátíð af félagasamtökum á Hólmavík. Hátíðin verður ekki hald- in í sumar og sagði sveitarstjóri að aðalorsökin fyrir því væri sú að íbúar Hólmavíkur væm of fáir til að standa í slíkum stórræðum. Á útihátíðina Gaukurinn 87, sem Héraðssambandið Skarphéðinn hélt, mættu fáir sem allir fengu endurgreitt. Að sögn forsvars- manna Héraðssambandsins munu þeir hvíla sig á hátíðarhöldum í ár en í fyrra var tap vegna hátíðarinn- ar nokkuð. Að fmmkvæði nokkurra einstaklinga vom haldnir tónleikar við Kerið sfðasta haust og rann ágóði af þeim til Héraðssambands- ins. Minnkuðu skuldir vegna Gauks- ins 87 þá til muna. Öflug löggæsla verður um versl- unarmannahelgina og það er von forsvarsmanna hátíðanna að mesta skemmti- og ferðahelgi landsmanna líði vandræða- og slysalaust. BKCAID WAT Hraustur staður ÚTSALA - ÚTSALA Við seljum úrval notaðra uppítökubíla í eigu Bílvangs með stórkostlegum afslætti frá neðangreindu verði og góðum greiðslukjörum Tegund Arg. Km/þús. Verð Opel Ascona Fastback ’85 21 460.000 Saab 90 2 dyra '85 50 450.000 Opel Kadett 2 dyra ’85 25 350.000 Chev. Caprice Classic d. '85 70 850.000 Toyota Tercel 4x4 '84 73 430.000 Chev. Monza SL/E, bsk. ’87 23 495.000 Chev. Monza SL/E, sjsk. '87 69 545.000 Chev. Monza, 3 dyra '86 25 450.000 Ford Fiesta ’86 36 300.000 Saab 900 '80 134 220.000 Suzuki Alto ’81 85 100.000 Ch. BlazerSIOsjsk. '85 41 m 990.000 Lada Sport '84 74 210.000 Ch. Blazer S10 sjsk. ’83 80 780.000 Ford Fiesta >82 99 130.000 Mazda 626 4 dyra ’81 80 240.000 Mazda 323 ’81 95 170.000 Opel Kadett Caravan ’85 37 430.000 Lada Samara ’86 8 200.000 Isuzu Gemini ’81 61 120.000 Opel Corsa '87 36 330.000 Opel Kadett ’87 18 470.000 GM II OPEL ISUZU Skelltu þér á ódýran bíl frá okkur fyrir sumarfríið BÍLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 Bein lína sími 39810
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.