Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 55
55 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTT1R FEMMTUDAGUR 14. JÚIÍ 1988 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Stærsti sigur íslendinga á Pólverjum frá upphafi ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik er nú loks komið í gang eftir tvö slæm töp og vann öruggan sigur á Pólverj- um í gær. Liðið lék mjög vel, einkum þó í vörn og segja má að það hafi gert gæfumuninn. Liðið gerði út um leikinn strax á 1. mínútunni, en þetta er stærsti sigur íslendinga á Pól- verjum frá upphafi. Logi Bergmann Eiðsson skrifarfrá A-Þýskalandi Eftir tvo slæma tapleiki í röð hrökk íslenska liðið í gang svo um munaði. Vömin small saman og markvarslan var mjög góð. Mörg mörk komu úr hrað- aupphlaupum, en þau voru flest mjög vel útfærð. Liðið lék vel og var mun frískara nú en í tveimur síðustu leikjum. íslendingar bytjuðu vel og um miðj- an síðari hálfleik var staðan 6:2. Vömin stóð sig mjög vel á þessum tíma og greinilegt að liðið hafði dregið lærdóm af leiknum gegn Austur-Þjóðvetjum, en þá byijaði liðið mjög illa. Yfirburðir íslendinga voru miklir í fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 14:5. Góð byijun og greinilegt að liðið fann sig mun betur en í síðustu leikjum gegn Austur- og Vestur- Þjóðveijum. Pólvetjar byijuðu vel í siðari hálf- leik og tókst að minnka muninn í 5 mörk en íslendingar svömðu með 6 mörkum í röð, staðan var 20:9, og sigurinn í höfn. Lengst af í síðari hálfleik var helm- ings munur og góðar lokamínútur, auk tveggja vítakasta sem Biynjar Kvaman varði, tryggðu Islending- um sinn stærsta sigur á Pólveijum frá upphafí. Besti lalkuiinn Þessi leikur var líklega besti leikur íslenska liðsins til þessa. Það sem mest um munaði var vömin sem var mjög sterk, markvarslan og hraðaupphlaupin. Þá var einnig ánægjulegt að sjá að íslenska liðið slakaði ekki á þrátt fyrir að munur- inn væri mikill, heldur lék af fullum krafti og kláraði leikinn mjög vel. Það verður þó að taka það með í reikninginn að Pólveijar vom frekar slakir í þessum leik, enda vantaði í liðið tvo bestu leikmennina Wenta og Gzuba. GóAvörn Þegar á heildina er litið var þetta góður leikur. Vömin var sterk og greinilega mikil leikgleði í hópnum. Markvarslan hjá þeim Einari og Biynjari var mjög góð. Þorgils og Alfreð vora sprækastir íslending- anna í sókninni og Guðmundur og Kristján áttu einnig góðan leik en islenska liðið lék mjög vel sem heild. Mæta Sovótmönnum Samkvæmt þessum úrslitum má ganga út frá því að íslendingar mæti Sovétmönnum í undanúrslit- um og það verður án efa mjög erfíð- ur leikur, enda Sovétmenn með sterkt lið. í dag mæta íslendingar hins vegar Kínveijum og ættu sam- kvæmt þessu að vinna ömggan sig- ur í þeim leik. íþróttahöllin í Dessau, alþjóðlegt mót t handknatt- leik, miðvikudaginn 14. júli 1988. Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 6:2, 8;5, 14:5, 14:9, 20;9, 22:10, 24.13, 25:13, 25:15, 26:15. MSrk fslands: Þorgils Óttar Matthiesen 5, Alfreð Gtslason 5, Sigurður Sveinsson 4/2, Kristján Ara- son 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Páll Ólafsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, JÚlfus Jonasson 1 og Geir Sveinsson 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 12/2, Einar Þorvarð- arsson 9. Utan vallar: 10 mfnútur. Mörk Pélveija: Tomasz 5, Harald Szygúla 2, Klú- eznik 2, Keéziora 1, Staszewski 1/1, Maslon 1, Skalaski 1, Niepon 1 og Mistak 1. Varin skot: Mariusz Dudek 6, Robert Wasilewski 4. Utan vallar: 6 mfnútur. D6mararai-.Pritszkof og Eichom frá Austur-Þýska- landi — dæmdu ágætlega. Áhorfendur: 2500. AlfraA Gfslason lék vel með fslenska landsliðinu gegn Pólveijum í gærkvöldi. Atliog Jakob meiddir ATLI Hilmarsson og Jakob Sigurðsson eru báðir meiddir og óvíst hvort þeir geti leikið með liðinu gegn Kínerjum t dag. Þeir meidd- ust báðir í gær, Atli á æfingu og Jakob í leiknum gegn Pólverjum. Atli tognaði á baki á æfíngu í gærmorgun, en meiðsli hans em ekki ýkja alvarleg. Þó er ekki víst hvort hann geti leik- ið með gegn Kínveijum í dag. Jakob meiddist í leiknum gegn Pólveijum. Hann tognaði á lið- böndum f ökkla, en það kemur í ljós í dag hvort hann geti leik- ið með gegn Kínveijum. Þá hef- ur Sigurður Gunnarsson átt við meiðsli að stríða S hnéi og var því ekki með gegn Pólveijum. En hann mun að öllum Iíkindum leika með í dag. íÞtíómR FOLK U JÚLÍUS Jónasson meiddist í upphitun í leiknum gegn Pólverj- um í gær, á svolítið frumlegan hátt. Hann átti að koma inná í síðari hálfleik og var að hita upp þegar geitungur gerðist svo ósvífínn að setjast á læri hans og stinga hann. Júlíus lét það þó ekki á sig fá og fór inná, þrátt fyrir meiðslin. ■ IVANESCOU þjálfari Vest- ur-Þjóðveija er mjög æstur á vara- mannabekknum á meðan á leik stendur. Hann var ekki ánægður með Jochen Fraatz, sem var þó markahæstur í liðinu, og eftir að Fraatz hafði mistekist í dauðafæri hrópaði Ivanevsko að honum: „Heyrðu vinurinn, í hvora liðinu ert 6ú eiginlega!?" I SIGURÐUR Sveinsson er eini leikmaður íslenska liðsins sem get- ur státað af 100% skotnýtingu. Hann kom inná gegn Austur- Þjóðveijum, tók fjögur vítaköst og skoraði úr þeim öllum. í gær tók KNATTSPYRNA / 3.DEILD Huginn burstaði Dalvík Fimm leikir fóra fram í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi. í B-riðli vann Huginn stórsigur 7:1 á liði Dalvíkur á heimavelli sínum á Seyðisfirði. í A-riðli fóra fram Q'órir leikir. Stjarnan vann Njarðvík 3:1 í Garðabæ. Afturelding og Reynir Sandgerði gerðu jafntefli 2:2 í Mos- fellsbæ. A gervigrasvellinum í Laugardal unnu Grindvíkingar stór- sigur á Víkveijum, 5:1. fe gerði góða ferð í Breiðholtið og sigraði Leikni 3:0. SlgurAur Svelnsson hann tvö vítaköst og tvö skot utan af velli og skoraði úr þeim öllum. Þess má geta að hann er marka- hæstur íslenskra leikmanna á mót- inu með 8 mörk. Úrslit A-riðill: A-Þýskaland—Island...........22:21 Pólland—Kína.................82:15 ísland—Pólland...............26:15 Kína—A-Þýskaland.............18:32 Staðan A-Þýskaland 2 2 0 0 54:39 4 ísland 2 1 0 1 48:37 2 Pólland 2 10 1 47:41 2 Kína 2 0 0 2 33:64 0 B-riðill: Sovétrfkin—Kúba..............35:25 V-Þýskaland—A-Þýskaland-b....20:19 Kúba—V-Þýskaland.............23:27 A-Þýskaland-b—Sovétrlkin.....21:29 Staðan Sovétríkin 2 2 0 0 64:46 4 V-Þýskaland 2 2 0 0 47:42 4 A-Þýskal.-b 2 0 0 0 40:49 0 Kúba 2 0 0 2 48:62 0 Markahæstir: Fraatz, V-Þýskalandi......----- 19/6 An, Klna........................16/5 Ouranona, Kúbu..................13/4 Tutsehkin, Sovétrikjunum........10/4 Whal, A-Þýskalandi..............10/4 Szyguela, Póllandi.................9 Schabaraw, Sovétrfkjunum...........8 Querengásser, A-Þýskalandi.......8/2 Sigurður Sveinsson, Íslandi......8/6 Hvað sögðu þeir? Þorgils Óttar Matthiesen: „Munurinn á þessum ieik og leikn- um í gær var sá að baráttan var miklu meiri að þessu sinni og það var gott að sigra Póiveija. Að vísu vantaði tvo bestu mennina hjá þeim, en engu að síður var þetta sigur sem við þurftum á að halda. Það var kannski ekki aðal- atriðið hve Pólveijar voru slakir heldur hvað við voram góðir. Við lékum vel og vörnin var mjög góð. Markverðimir stóðu sig vel, en það munaði kannski mestu um hve mikil leikgleði var í liðinu. Hins vegar þurfum við að laga margt en þetta var tvímælalaust besti leikurinn á mótinu.“ GuAmundur GuAmundsson: Við fóram í þennan leik af 100% krafti, en okkur hefur gegnið illa í byijun í flestum leikjunum. Það hefur líklega verið einbeitingar- leysi, en við voram lausir við það að þessu sinni. Við lögðum allt f góða byijun. Það sem ég var ánægðastur með var vömin, hún var mjög góð og við náðum mörgum hraðaupp- hlaupum. En það sem hafði hvað mesta þýðingu var að við lékum af fullum krafti allan tímann og það sýndi töluverðan styrkleika." PAIIÓIafsson: „Það var vissulega gott að vinna þennan leik en sigurinn var ekki aðalatriðið heldur hvemig liðið lék. Samanborið við leikinn gegn Austur-Þjóðveijum var þessi mik- ið betri bæði hvað varðar vöm og sókn. Við verðum að vinna Kínveija á morgun og ég hef ekki trú á öðra en við geram það. En við verðum að fara með réttu hugarfari í leik- inn, eins og við gerðum í ieiknum gegn Pólverjum." SigurAur Sveinsson: „Ég var að sjálfsögðu ánægður með þennan leik. Við þurftum á þessum sigri að halda, eftir tvö slæm töp. Við spiluðum mjög vel, vömin var sterk og báðir markverðimir vörðu vel. Byijunin skipti miklu máli og eftir fyrstu mínútumar vorum við komnir í gang. En við þurfum að bæta snerpuna og skotin áður en lengra er haldið.“ Bogdan Kowalczyk: „Svona er handbolti, stundum leikur liðið vel, stundum illa. Að þessu sinni lékum við vel. Vömin var mjög góð f kvöld og markverð- imir stóðu sig vel. Ég er ánægður með þennan leik. Pólveijar vora að vísu ekki með sitt besta lið en það breytti því ekki að íslenska liðið lék vel. Það er rpjög mikil vinna framund- an, við eigum enn eftir að bæta margt. Enginn leikmannanna er í nógu góðu formi fyrir Ólympfu- ieikana, enda eiga þeir ekki að vera það. Við leikum líklega gegn Sovét- mönnum, en þeir era mjög sterkir um þessar mundir. Ef vömin verð- ur jafngóð og í dag eigum við möguleika. Ég vildi ég gæti lofað meim, en ég er þjálfari en ekki skáld.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.