Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Það erfiðasta í söng er að láta hlutina eiga sig RÆTT VIÐ AU STUR-ÞÝSKU SÖNGKONUNUNA HANNE-LORE KUHSE Það er stundum sagt, að geta, gáfur og hæfileikar séu ekki allt, heldur skipti sköpum að kunna að leita eftir leiðsögn og hjálp á réttum stöðum. Þegar söngvaraspírur þurfa á því að halda, þá er ekki amalegt að geta leitað til söngkonu eins og Hanne-Lore Kuhse. Og það vill svo heppilega til, að hún á vini hér, sem hún heimsækir gjarnan, síðast núna í júní. Hélt þriðja námskeiðið sitt í leiðinni og tekur ekki þvert fyrir að hún komi bráðum aftur. . . Bætir við, að hér séu líka ótrúlega margir með góðar raddir. * „Aráttan er einhvern veginn alltaf að reyna að gera eitthvað þegar það getur einmitt verið best að gera sem minnst“ Efn hvað er það það, sem Kuhse hefur upp á að bjóða? Kuhse er aust- ur-þýsk söngkona, sem á að baki fjörutíu ára feril sem atvinnusöngkona. Hélt einhver að söngvarar gætu ekki sungið svo lengi? Hægur vandi að syngja svo lengi, segir Kuhse, ef grunnurinn er góður, tæknin runnin söngvaranum í merg og bein, en hann sér þó fyllilega meðvitaður um hvað hann er að gera. En það gildir að bytja hægt, finna og festa röddina, áður en hafist er handa um að efla hana. Sjálf byijaði Kuh- se með mjóa sópranrödd, en endaði með kröftuga og dramatíska sópr- anrödd, sem lék sér að þyngstu Wagner-hlutverkunum. Hún hefur sungið inn á margar plötur um ævina og þar gefur að heyra rödd, sem er ekki aðeins sterk og kröft- ug, heldur jafnframt óvenju hljóm- fögur. Söngunnendur vita, að þetta tvennt fer sjaldan saman. Röddin næstum létt í öllum sínum þunga. En það var ekki söngurinn, sem Kuhse einblíndi á í upphafi tónlist- arferils síns, heldur sat hún þá sem fastast við píanóið. Var hin upp- teknasta af því, þangað til píanó- kennari hennar vakti athygli hennar á, hvað hún hefði ágæta rödd. Þá fór hún að læra söng, jafnframt píanóleiknum, en það leið ekki á löngu, þar til hún varð að velja á milli. Ogerlegt að stunda hvort tveggja af sömu atorkunni og söng- urinn varð fyrir valinu. Hún stund- aði söngnám í tíu ár, lengst af hjá sama kennaranum, sem byggði hana upp smám saman frá því að vera lýrískur sópran yfir í þunga fagið. Kuhse er ekki í vafa um, að það var henni lán. Gat sungið hvað sem hún vildi, þegar hún byrjaði að koma fram. Fyrsta hlutverkið hennar var Leonóra í Fídelíó, það næsta Tur- andot, hlutverk, sem reynist söng- konum oft strembið, en Kuhse glansaði í gegnum það. Allt að þakka löngu og góðu námi, segir hún. Síðan þokaði hún sér í áttina að Wagner, en söng líka Verdi, Gluck og fleiri óperuhöfunda, að ógleymdum ljóðasöngnum og Bach. Söng allt, sem hentaði hádrama- tískri rödd hennar og söng út um allt. Heima fyrir, í París, London, New York, í Vestur-Þýskalandi, um gjörvöll Sovétríkin. Núna ferðast hún lítið, þolir helst ekki að sjá ferðatösku, segir hún hlæjandi. Við hér megum því vera þakklát. En það er þetta með kennsl- una, hvemig leiddist Kuhse út í söngkennslu? „Það gerðist alveg óvart, var eig- inlega leidd út í kennsluna. Mér bauðst að koma til Weimar og kenna 1976. Þá var ég sjálf enn að sem söngkona og hafði öldungis ekki ætlað mér kennslu. Langaði lítið, en lét samt tilleiðast og fór. Þegar ég fann svo að ég náði til nemendanna, þá vaknaði áhuginn og ég fór að hugleiða kennsluna meira. Ég uppgötvaði fljótlega að söngkennsla felst ekki í að með- höndla röddina, heldur alla mann- eskjuna. Það gildir að ná sálufélagi við _söngnemann. “ Á hverju byrjar söngkennari, þegar hann stendur andspænis nýjum nemanda? „Ég byija á því að skilgreina hvað er að röddinni. Það er kannski ekki erfitt að heyra hvað er að, en það er annað að ná tökum á göllun- um. Finna punktinn, þar sem sam- ræmið, samhljóminn vantar. Þegar samræmið er fundið, þá er söngur- inn auðveldur og þannig á hann að vera. Líkamlega verður allt að falla saman. Það er algengt að eitthvað sé að önduninni og slíkt leiðir af sér ýmis vandamál. Þegar söngvari hefur náð fullkomnu valdi á öndun- inni, þá leysir það oft mörg önnur vandamál. Oftast nægja mér tíu mínútur til þess heyra hvað að er, en oft kemst ég af með skemmri tíma. Þá er það hvar kreppir að og hvað ég get gert. Oft eru þetta tæknilegir gall- ar, sem þarf að þrífa í kringum, áður en hægt er að taka á þeim. Með öðrum orðum, að það er kannski ekki hægt að ráðast beint að meininu, heldur verður að sinna öðru fyrst. Það getur stundum tek- ið mánuði, áður en hægt er að grípa á sjálfum gallanum. I söngkennslu veltur bæði á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.