Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 19 SNYRTISTOFAN RÖS Engihjalia 8 CLARA Kringlunni APOTEK GARÐABÆJAR Hrismóum 2 NANA Völvufelli 15 APÖTEK VESTMANNAEYJA MIRRA Hafnarstræti 16 PARIS Laugavegi 61 CLARA Laugavegi 15 TOPPTlSKAN Aöalstræti 9 STJÖRNUSNYRTING Snorrabraut 61 SNYRTISTOFAN NANNA Strandgötu 23. Akureyri SNYRTISTOFAN YRKJA Klausturhvammi 15 Færri ferðamenn vegna aukins dvalarkostnaðar SAMKVÆMT tölum frá útlendingaeftirlitinu hafa færri ferðamenn komið hingað til lands í sumar en í fyrra. í júní i fyrra komu hing- að 18.921 ferðamaður, en 18.431 í júní í ár. Þetta samsvarar 2,5% fækkun milli ára, en að sögn Rögnu Samúelsdóttur, hjá Ferðamála- ráði íslands, hefur ferðamönnum fjölgað um 15— 20% milli ára, undanfarin 2 ár. Ragna sagði að ferðamönnnum hefði þó ekki fækkað miðað við fyrstu 6 mánuði ársins. Ástæðurnar fyrir þessari fækkun væru margar og samtvinnaðar, en að hluta til væri það eflaust verðlagi að kenna, og nokkuð um að útlendingar tali um hátt matarverð, auk þess sem öll þjónusta hafi hækkað talsvert. Einar Sigurðsson, fréttafulltrúi Flugleiða, sagði að það væri alltaf eitthvað um það að ferðamenn lentu í vandræðum og vildu flýta brottför af ýmsum ástæðum. Þess háttar vandræði hefðu aukist í sumar og væri það helst fólk sem ferðaðist á eigin vegum, „bakpokafólk", sem lenti í því að vanmeta dvalarkostnað og verða uppiskroppa með fé. Það hefði þá fengið rangar eða ófull- nægjandi upplýsingar um hvað það kostaði að lifa hér. Magnús Oddsson, markaðsstjóri hjá Arnarflugi, taldi að fækkun ferðamanna lægi einkum í því að Bandríkjamenn ferðuðust nú minna til útlanda en áður. Hann sagði að mikil breyting hefði orðið á ferða- munstri fólks. Dregið hefði úr hóp- ferðum yfir hálendið en aukning orðið í einstaklingsferðum, þar sem fjölskyldur vildu heldur skipuleggja ferðirnar sjálfar en fara í hópferðir á vegum ferðaskrifstofa. Varðandi fréttir af því að ferða- menn hefðu lent í vandræðum og reynt að flýta brottför frá landinu vegna mikils matarkostnaðar, vildi hann ekki kannast við það og sagði að algjör byiting hefði orðið í upp- lýsingastreymi til ferðamanna er- lendis svo ekkert ætti að þurfa að koma þeim á óvart. I fyrrahaust hefði hann að vísu orðið var við að ferðaheildsalar erlendis kvörtuðu yfir verðlagi og líklega hefði eitt- hvað dregið úr markaðssetningu vegna þess. „Niðurfelling sölu- skatts af bílaleigubílum myndi gjör- breyta möguleikum íslendinga í ferðamálum," sagði Magnús. „Hér er allt of mikið um óbeina skatta á vörum og þjónustu. Það væri nær að leggja frekar á meiri beina skatta í stað matarskattsins, sem kemur óneitanlega niður á ferða- mannaiðnaðinum." Árni Pétursson, vörður á tjald- stæðinu í Laugardal, kannaðist vel við að ferðamönnum þætti matur mjög dýr hérna. Hann sagði að nokkur fækkun hefði orðið á tjald- stæðinu í júní, eða um 25% fækkun miðað við júní í fyrra. Ástæðuna fyrir því vildi hann þó fyrst og fremst rekja til veðurs. Fólk hefði frekar farið austur á bóginn í sól- ina. Hann taldi þessa fækkun í júní ekki marktæka, enda væri mesti Sumarhátíð Styrktar- félags Sogns straumurinn venjulega í júlí og ágúst. Auður Birgisdóttir hjá Ferða- skrifstofu Ríkisins kvaðst ekki hafa orðið vör við þessa fækkun og væru bókanir hjá þeim allgóðar og aukn- ing síðan í fyrra ef eitthvað væri. I hópferðum væri fæði yfirleitt inni- falið, svo fólk vissi að hvetju það gengi, en vissulega þætti mörgum dýrt að vera hér, og einkum í Reykjavík. Fækkun ferðamanna virðist held- ur ekki koma að ráði niður á hótel- unum. Á Hótel Esju t.d. var 96% nýting í júnímánuði og sagðist Gunnar Ólafsson, yfirmaður gesta- móttöku, ekki hafa orðið var við neina fækkun. Eitthvað væri að vísu alltaf um afpantanir en ekki vitað um ástæður hverju sinni. JU HUSIÐ VERSLUNAR- MIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR RATILBOÐIN HALDA AFRAM!! KYNNIÐ YKKUR KOSTI VIÐSKIPTA- KORTANNA UPER-TILBOÐ JIBkort JÓNJONSSON ATHUGIÐ!!! ENGIN KORTAGJÖLD BLÁBER: ASKJAN KR. 148,- JARÐARBER: PAKKINN Á AÐEINS KR. 1600 5% STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTURHH ASKJAN 168,- OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 9:00 TIL KL. 18:30 OG FÖSTU- DAGA TIL KL. 20:00 HIN árlega sumarhátíð Styrkt- arfélags Sogns verður haldin á Sogni dagana 22.— 24. júlí nk. Hefst hátíðin á föstudagskvöld. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld. Margvísleg skemmtiatriði verða að vanda. Styrktarfélag Sogns hefur það að markmiði að styrkja starfið að Sogni sem best. Meðal fastra liða í starfi félagsins er að halda um- rædda fjölskylduhátíð en hún er orðin fastur liður í lífi hundruð fjölskyldna. Öllum er heimil þátt- taka. (Fréttatilkynning) VERIÐ VELKOMIN I AÐRAR DEILDIR OKKAR Á 1. OG 2. HÆÐ. HUSGAGNA- DEILD RAFDEILD GJAFA-OGBÚS- ÁHALDADEILD LEIKFANGA- DEILD RITFANGA- DEILD GRILL JON LOFTSSON HF. - HRINGBRAUT 121 - SIMI 10600 a JIS Jll JIB Jli JB Jl! JB JB JB JB JB JB JBJBJBJBJBJB ararararararararararararararararararsirarararararBrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.