Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐE) IÞROTT1R FTMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 53 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNIN Qary Llneker sigri hrósandi eftir að spænski bikarmeistaratitillinn var í höfn hjá Barcelona. Ólíklegt er, að íslenzkir knattspymuáhugamenn fái að beija hann augum á Laugardalsvellinum í hausL Ósennilegt að Gary Lineker leiki gegn Fram hér á landi Missiraffyrstu leikjum Barcelona vegna veikinda ALLT bendirtil þess, að enski landsliðsframherjinn, Gary Lineker, leiki ekki með liði sínu Barcelona gegn Fram í fyrri leik liðanna Evrópukeppni bik- arhafa. Sá leikur á að fara fram hér á landi 7. september. Line- ker er hefur sýkst af veiru, sem verkar sljóvgandi á líkama hans og verður þar af leiðandi sennilega frá keppni í þrjá mánuði. Gary Lineker fann til óvenju- mikils slappleika í leikjum sínum með enska landsliðinu Evr- ópukeppni landsliða í knattspymu. Honum tókst ekki að skora og olli frammistaða hans vonbrigðum. Eftir keppnina fór hann í ísland mætir IMoregi Norðmenn verða mótherjar íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu, sem skipað leikmönnum 16 ára og yngri. Leikið verður heima og heiman og fara ieikimir fram í haust, en samið verður um leikdaga á næstunni. læknisskoðun og kom þá í ljós að hann hafði haft veiruna hepatitis í líkama sínum meðan á keppninni stóð. Lineker átti í erfíðleikum með að halda mat niðri, léttist hratt og var mjög sljór. Auk þess að verka slæv- andi á líkamann, getur verian, sem hann er með, valdið lifrarbólgu. Lineker hefur því verið uppálagt að æfa ekki meðan hann er með veiruna eða hugsanlega tvo til þijá mánuði. Enski knattspymumaður- inn Jimmy Greeves sýktist af sams konar veiru á keppnistímabilinu 1965-6 og var þá ráðlagt að leika ekki í fjóra mánuði. Gary Lineker missir því að öllum líkindum af fyrstu leikjum spænska liðsins Barcelona á komandi keppn- istfmabili. Hann gæti þó verið búinn að ná sér fyrir seinni leik FVam og JohanCruyff, þjálfari Barcelóna, hefur tilkynnt að hann ætli sér að gera miklar breytingar á leik- kerfí Barcel’ona-liðsins. Cruyff sagði að hann myndi láta liðið leika sömu leikaðferð og Ajax lék undir hans stjóm, eða 3-5-3. Cruyff ætlar því greinilega að láta Barcelóna leika sóknarknattspymu. ■ MÓNAKÓ heftir fengið þijá nýja leikmenn til sín eftir að félag- Barcelona, sem fram á að fara 5. október á Spáni. Forráðamenn Barcelona hafa mikl- ar áhyggjur af veikindum Linekers. Liðið keypti hann frá Everton fyrir 3 milljónir sterlingspunda og hann hefur verið aðalmarkaskorari liðs- ins þau tvö ár, sem hann hefur verið hjá félaginu. Lineker, sem er 27 ára, hefur auk þess gert 26 mörk í þeim 35 landsleikjum, sem hann hefur leikið fyrir Englands hönd. En það eru fleiri, sem munu sakna Linekers í sumar. Hann ætlaði nefnilega að fara til heimabæjar síns, Leicester, þar sem hann hugð- ist aðstoða föður sinn við rekstur grænmetisverzlunar hans. Einnig ætlaði hann að leika með krikket- liði í borginni en ekkert getur nú orðið af þ\n. ið varð franskur meistari. Allt em það landsliðsmenn. Miðvallarspilar- inn Dominque Bijotat kom frá Bordeaux ásamt sóknarleikmannin- um José Touren, sem gengur undir viðumefndinu „Brasilíumaðurinn." Hinn leikni miðvallarspilari Fabrice Poullain kom frá París St. Germain. Þessir þrír leikmenn eru mikill liðs- styrkur fyrir liðið. Frá Bob Hennessy iEnglandi KNATTSPYRNA Miklar breytinar hjá Barcelona KNATTSPYRNA / ENGLAND Lögbann sett á toppliðin 10 Fá ekki að skrifa undir hjá ITV fyrr en 19 júlí ENSKA knattspyrnusambandið hefur nú fengið nokkurra daga frest til að gera toppliðunum 10 í ensku fyrstu deildinni gagntilboð fyrir hönd BBC sjónvarpsstöðvarinnar, vegna beinna útsendinga á leikjum þeirra. Frestur þessi ertilkom- inn vegna þess að lögbann var sett á félögin og þeim meinað að skrifa undir samning við ITV sjónvarpsstöðina fyrr en 19. júlí. Eins og komið hefur fram lá í loftinu að þessi 10 topplið skrif- uðu undir sérstakan samning við ITV, sem færði þeim 32 milljónir sterlingspunda í aðra hönd. Ever- ton, Liverpool, Man. Udt, Arsenal og Tottenham áttu að fá 600 þús- und pund við samningsgerðina og síðan 150 þúsund pund fyrir hvem heimaleik, sem sýndur yrði beint. Þessum liðum var hins vegar mein- að að skrifa undir fyrr en á þriðju- daginn kemur og þar með hefúr enska knattspymusambandið feng- ið kærkominn frest til að gera liðun- um 10 gagntilboð. Reyndar hefur tilboð BBC verið hækkað um þijá milljónir punda og er því orðið 42 milljónir. Gordon Taylor, forsvars- maður Sambands atvinnuknatt- spyrnumanna, sagðist vonast til þess að hægt yrði að ná sáttum í þessu mikilvæga máli. „Ég held að hægt sé að finna töfraformúlu sem allir geta sætt sig við, “ sagði Tayl- or. „Ég myndi vilja sjá öll fyrstudeildar liðin fá 100 þúsund pund í sinn hlut við upphaf keppnistímabils, og síðan yrði 1.5 milljón pundum deilt á milli annarra félaga. Afgangur- inn, sem yrði u.þ.b. 4.75 milljónir punda, yrði þá notaður til þess að greiða sérstaklega fyrir hvem leik í beinni útsendingu," sagði Taylor. töm FOLX ■ NIKULAS Jónsson, fyrirliði 2. deildarliðs Þróttar R., fer í tveggja leikja keppnisbann. Aga- nefíid KSÍ úrskurðaði hann í bannið, en Nikulás hefur tvisvar fengið að sjá rauða spjaldið í sum- ar. Félagi hans, Peter Frain, fer í eins leiks bann - fyrir að hafa fengið að sjá fjögur gul spjöld. Þá fer Þorvaldur Orlygsson, KA, í eins leiks bann. Hann var rekinn af leikvelli í leik Vals og KA. ■ NEWCASTLE hefur nú auga- stað á öðmm Brasilíumanni, til að leika við hliðina á Mirandinha. Það er Edu, 25 ára miðvallarspil- ara, sem leikur með Portuguesa. Willie McFaul, framkvæmdastjóri Newcastle, hefur fengið mynd- bandspólu, sem hefur að geyma leiki með Edu, sem Newcastle getur fengið fyrir 430 þús. sterl- ingspund. Félagið á góða peninga- upphæð til að kaupa leikmenn, þar sem það seldi Paul Gascoigne til Totttenham á tvær millj. sterlings- punda. ■ PÓL VERJINN Boniek, sem hefur leikið með ítalska félaginu Róma, er ekki hættur að leika knattspymu þó að hann sé farinn frá Róma. Hann hefur hug á að Allan Ball. hefúr gert samstarfssamning við KRON sem er nokkurs konar fram- hald samnings sem hann gerði við þá á síðasta ári. fara til Kanada og leika með Tórínó-félaginu North York Ric- kets. I EINAR Vilhjálmsson, spjót- kastari, hefur gert samstarfssamn- ing við KRON sem er nokkurs kon- ar framhald samnings sem hann gerði við þá á síðasta ári. Verður þetta vonandi til þess að Einar geti einbeitt sér betur að undirbún- ingi fyrir ólympíuleikana í Seoul í september. ■ ALAN Ball,ber ekki lengur starfsheitið framkvæmdastjóri Portsmouth, heldur 1. þjáfari liðs- ins. Að sögn Alans Ball hefur hann engu að síður sömu völd og áður. Alan Ball kom liðinu upp í 1. deild en það féll siðan niður í 2. deild í vor. Miklar breytingar em í gangi hjá Portsmouth. Nýr stjqmarform- aður félagsins, Jim Gregory, hefur til dæmis rekið hinn þekkta fyrrver- andi landsliðsmann, Peter Osgood, frá félaginu en hann var unglinga- þjálfari. Gregory stjórnarformaður hefur jafnframt í hyggju að láta nafna sinn John Gregory (þeir em ekki skyldir) verða framkvæmda- stjóra. John Gregory, sem er 33 ára, er margreyndur leikmaður, lék síðast með Derby en þar áður meðal annars með QPR. Þeir John og Jim kynntust vel hjá QPR, því að Jim Gregory var einmitt við stjómvölinn þar þegar John lék með liðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.