Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Reuter Míkhaíl Gorbatsjov notar hvert tækifæri til að heilsa vegfarendum í heimsókn sinni til Póllands. Gorbatsjov flytur pólskum verkamönnum ræðu: Bresk könnun: Flestar konur ánægð- ar með eiginmennina London. Reuter. FLESTAR breskar konur eru án- ægðar með maka sina, hafa ánægju af kynlífi og meta mikils fjárhagslegt sjálfstæði, að því er fram kom í niðurstöðum könnun- ar, sem birt var á mánudag. í könnuninni, sem birtist í ágúst- hefti tímaritsins Elle, kom fram, að 88% kvennanna sögðust vera án- ægðar með núverandi maka/ sam- býlismenn og 81% taldi sig njóta jafnréttis í sambúðinni. Konumar voru 4000 að tölu á aldrinum 16-45 ára. Niðurstöður þessar eru afar ólíkar því, sem fram kom í könnun Shere Hite í Bandaríkjunum í fyrra. Niður- stöður þeirrar könnunar sýndu, að 98% bandarískra kvenna voru óán- ægðar með maka/sambýlismenn sína og 92% kváðu þá tala niður til sín. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra kvenna, sem Elle spurði, sagðist meta mikils fjárhagslegt sjálfstæði, og innan við 10% kváðu óhugsandi að sameina hjónaband og starfs- frama. „Ungar konur njóta nú ávaxtanna af kvenréttindabaráttunni," sagði Sally Brampton, aðalritstjóri Elle, á fundi með fréttamönnum. „Þær telja sig eiga rétt á að halda fram þörfum sínum og óskum og njóta jafnræðis í sambúð." Aukin sam- skipti Tai- Místök einnar starfstétt- ar bitna á allri þjóðinni Szczecin, Póllandi. Reuter. MÍKHAIL Gorbatsjov Sovétleið- togi kom í gær til hafnarborgar- innar Szczecin við Eystrasalt á þriðja degi opinberrar heimsókn- ar sinnar til Póllands. Þar ávarp- aði hann verkamenn Adolf Beirút, Reuter. LÍBÝSK stjórnvöld fordæmdu á mánudag friðartillögur sem ná- inn ráðgjafi PLO-leiðtogans Yassirs Arafats, Bassam Abu Sharif, hefur sett fram. í þeim er fjallað um mögulegar friðar- viðræður og viðurkenningu á ísrael. „Þessar uppgjafartillögur eru landráð og þjóðarglæpur og það skiptir ekki máli hver styður þær,“ sagði í umfjöllun yfirmanns ríkis- Warski skipasmíðastöðvarinnar, hinnar næst stærstu i Póllandi. Tvö þúsund manns hlýddu á ræðu leiðtogans en skipasmíða- stöðin er eitt af helstu vígjum verkalýðssamtakanna Samstöðu. fréttastofunnar líbýsku, JANA. Abu Sharif olli írafári með dag- blaðsgrein þar sem hann hvatti til viðræðna við ísraela á friðarráð- stefnu sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu að. Einnig lýsti hann stuðn- ingi við ályktanir SÞ sem fela í sér viðurkenningu á ísrael jafnt sem þær tillögur er hvetja til þess að stofnað verði sjálfstætt ríki Pal- estínumanna. Að sögn viðstaddra fékk Gor- batsjov kurteislegar undirtektir. í ræðunni lofaði Gorbatsjov að halda fast við hið gríðarstóra verk- efni að endurbæta sovéskan komm- únisma. Hann sagði að leiðtogar Póllands og Sovétríkjanna ættu við eitt erfíðasta tímabil í sögu land- anna að etja. Við hlið hans stóð Wojciech Jaruzelski hershöfðingi en heimsókninni er m.a. ætlað að styrkja hann í sessi. Gorbatsjov virtist taugaóstyrkur er hann talaði blaðlaust og forðað- ist hann að minnast á Samstöðu, hin óleyfílegu verkalýðssamtök. Undir lokin þakkaði hann verka- mönnunum ekki fyrir „samstöðuna" heldur fyrir „stuðninginn" við „per- estrojku". Gorbatsjov sagði að Sovétmenn kynnu að meta framlag Pólverja til endurbóta á sósíalismanum. Hann vísaði þó til óeirða og verkfalla í Póllandi undanfarin ár og sagði að forðast yrði pólitísk mistök einnar starfstéttar eða eins héraðs því þau bitnuðu oft á allri þjóðinni. „Ég varð fyrir vonbrigðum. Hann sagði ekki mikið,“ sagði verkamað- ur að lokinni ræðunni sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Þetta voru fögur orð um vináttu en ég bjóst við meiru," bætti hann við. Duisburg, Reuter. NÍU breskir hermenn særðust er sprengja sprakk í herbúðum þeirra í gær að sögn talsmanns breska setuliðsins i Vestur- Þýskalandi. írski lýðveldisher- inn, IRA, hefur lýst verkinu á hendur sér. Sprengingin varð í íbúðarblokk hermanna í Duisburg og voru her- mennimir sofandi. Stórt gat mynd- aðist á útvegg hússins og hluti wan og Kína Taipt’i, Taiwan. Reuter. Þjoðernisflokkurinn á Taiwan hefur nú heimilað kaupsýslu- mönnum landsins að kaupa hrá- efni frá Kina og fjárfesta þar með aðstoð þriðja aðila. Þessi nýja stefna var tilkynnt á flokksráðstefnu á þriðjudag en þá var aflétt fjögurra áratuga hömlum á viðskipti við Kína. Einnig hefur stjómin tilkynnt að útvöldum Kínveijum frá meginlandinu verði hleypt í fyrsta sinn inn í landið. Þetta er merki um batnandi samskipti á milli ríkjanna. í nóvember s.l. voru ferðalög til Kína leyfð í fyrsta sinn svo að fjölskyldur gætu hist á ný eftir 38 ára aðskilnað. þaksins þeyttist út í buskann. Níu hermenn slösuðust en enginn lífshættulega og var gert að sámm þeirra á staðnum. IRA sendi bresku fréttastofunni PA skeyti þar sem samtökin gen- gust við sprengingunni. í mal voru þrír breskir hermenn drepnir í Holl- andi, skammt frá vestur-þýsku borginni Bielefeld, og lýsti þá IRA vígunum á hendur sér. Líbýa: Friðartillögurn- ar fordæmdar V-Þýskaland: Sprengjutilræði í breskum herbúðum Thatcher á tali við sovéska borgara: Eldamennska og uppbygging lýðræðislegra stjórnarhátta London. Reuter. MARGARET Thatcher sagði frá heimilishaldinu, bauð skólastúlku í Leningrad í heimsókn og gaf nokkur góð ráð um uppbyggingu lýðræðis að vestrænum hætti. Allt þetta og margt fleira kom fram í einstæðum útvarpsþætti þar sem sovéskum borgurum var boðið að hringja og koma með fyrirspurnir. Vel þykir fara á með þeim Thatcher og Gorbatsjov og sú tíð er liðin, að hún sé ekki kölluð annað en „Jámfrúin" og stafnbúi kalda stríðsins í sovéskum fjölmiðlum. í 55 mínútna löngum þætti á vegum rússneskudeildar BBC, breska ríkisútvarpsins, svaraði Thatcher meðal annars fyrir- spumum Litháa að nafni Perb Gudalis og sagði, að Míkhaíl Gor- batsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, væri maður, sem ætti sér hugsjón og gæfist ekki upp fyrr en hann hefði náð takmarkinu. „Það er ekki laust við, að mér hafí verið eins farið þegar ég varð forsætis- ráðherra í landi mínu,“ sagði Thatcher. Pjöldi manna, allt frá borginni Perm í Úralfjöllum, hringdi og vildi fá að tala við breska forsætis- ráðherrann og þykir þátturinn gott dæmi um þau nýju viðhorf, sem nú eru I Sovétríkjunum til erlendra útvarpssendinga. Ekki er liðið nema hálft annað ár síðan hætt var að trufla sendingar BBC á rússnesku. Thatcher sagði, að deilurnar um Nagomo-Karabakh leystust af sjálfum sér fengju lýðræðisleg- ar umbætur Gorbatsjovs'tíma til að festast í sessi. „Ef fólk fær fullt málfrelsi og frelsi til að rækta sína menningu efast ég ekki um að það muni verða til að styrkja Sovétríkin og samkennd allra þegna þeirra," sagði Thatcher við Valeríj Senderov, Moskvubúa, sem hringdi til hennar. Fyrir áratug var jafnan talað um Thatcher í sovéskum fjölmiðl- um sem „Jámfrúna“ og stafnbúa kalda stríðsins en nú er öldin önn- ur. Eru þau Gorbatsjov orðin hin- ir mestu mátar. Roman Zínakov frá borginni Lvov spurði Thatcher hvernig hún færi að því að sameina húshaldið og stjómarstörfín og hún svaraði og sagði, að það gengi bara vel. „Við höfum ekkert aðstoðarfólk, sem býr á heimilinu en á hveijum morgni kemur kona og tekur til á efstu hæðinni í Downingstræti nr. 10 þar sem við búum. Eg elda stundum sjálf einfalda rétti en stend ekki í neinum stórræðum í matargerðinni. Vegna starfa okk- ar borðum við mikið úti og svo þarf ég að standa fyrir svörum í Neðri deildinni tvisvar I viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þangað vil ég ekki mæta södd og sæl, heldur glorsoltin," sagði Thatcher. Masha Kúznetsova, 13 ára gömul skólastúlka í Leningrad, sagði að sig langaði mikið til að koma til Bretlands og óskaði, að meira væri um gagnkvæmar heimsóknir. „Járnfrúin" kvaðst gjama vilja greiða fyrir því og „þegar þú kemur skaltu tala við sovéska sendiherrann hér og koma síðan til okkar hér á nr. 10. Ég hlakka til að sjá þig“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.