Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 26

Morgunblaðið - 14.07.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 0 A Stríð Iraka og Irana: Irakar vinna mikla sigra Al-Amarah, írak. Reuter. HÁTTSETTUR íraskur herfor- ingi skýrði frá því í gœr að írak- ar hefðu undanfarna daga borið sigurorð af írönum á tvennum vigstöðvum. í norðri hefðu þeir náð á sitt vald tveim mikilvægum hæðum nálægt borginni Halabja og í suðri hefðu þeir sótt um 40 km inn í íran. London, Bahrain. Reuter. OFFRAMBOÐ á olíu frá OPEC- ríkjunum veldur því að olíuverð er nú hið lægsta á þessu ári. írak og Sameinuðu arabísku fursta- dæmin eru hætt að virða þá kvóta sem þeim voru úthlutaðir og nú er orðrómur á kreiki um að Saudi-Arabía framleiði umfram kvóta sinn, til að fjármagna vopnakaup sín í Bretlandi. Olíuráðherra Saudi-Arabiu hef- ur þó borið þennan orðróm til baka. Verð lækkaði á frjálsum markaði á þriðjudag þegar sá orðrómur gekk að Saudi-Arabar hefðu aukið fram- leiðslu sína í byijun júlí til að afla §ár til vopnakaupa í Bretlandi. Olíumálaráðherra Saudi-Arabíu staðhæfir hins vegar að þeir muni haga framleiðslu sinni í simræmi Athygli vekur að írönsk stjómvöld hafa viðurkennt ósigur en sumir ráðmenn í landinu hvetja nú til þess að almenningi sé sagður umbúðalaus sannleikurinn um gang stríðsins. Tugþúsundir íranskra hermanna týndu lífi eða særðust og mörg þús- und voru handtekin," sagði talsmað- ur íraska hersins. Að sögn frétta- við samkomulag OPEC-ríkjanna. Því er allt eins búist við að hafí framleiðslan verið of mikil í upp- hafí mánaðarins verði það jafnað út síðar. OPEC-ríkin komu sér saman um ákveðinn kvóta fyrir hvert ríki til að framleiðslan yrði ekki meiri en væntanleg eftirspum. írak hefur þó ekki viljað hlíta þessum kvóta undanfarið þar sem íran hefur leyfí til að framleiða meira en þeir. Einn- ig hafa Sameinuðu arabísku fursta- dæmin framleitt meira en sem nam þeirra kvóta, sem þau halda fram að sé lægri en réttlátt þyki. Samtök- in virðast ekki hafa getað haft stjóm á aðildarríkjum sínum og þvingað þau til að halda framleiðslu sinni innan fyrirfram ákveðinna marka. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til offramleiðslu og verðfalls. stofu íraks voru meira en 5000 íran- skir hermenn handteknir. I apríl urðu íranar að hörfa frá Faw-skaga, í maí létu þeir undan síga á Shalamc- heh-svæðinu suðaustur af Basra og í júní náðu írakar aftur valdi á hin- um olíuauðugu Majnoon-eyjum í suðausturhluta íraks. Forsætisráðherra írans, Mir- Hossein Mousavi, viðurkenndi í gær að íranar hefðu beðið ósigur á ofan- greindum vígstöðvum en slíkar yfír- lýsingar hafa ekki tíðkast hjá þar- lendum ráðamönnum. Hann sagði þó að við vissar aðstæður gæti verið nauðsynlegt að hörfa til að tryggja sigur seinna. Bergman sjötugur Stokkhólmi. Reuter. HINN þekkti, sænski leikstjóri, Ingmar Bergman, er sjötugur í dag. A ferli sínum hefur hann leik- stýrt og haft yfirumsjón með yfír 40 kvikmyndum og 70 leikritum. Hann flutti frá Svíþjóð árið 1976 eftir að hafa verið sakaður um skattsvik en sneri aftur níu árum síðar. Bergman mun halda upp á afmæli sitt með nánustu vinum og ættingjum í sumarhúsi sínu á eyj- unni Fárö í Eystrasaltinu. Olíuverð lækkar vegna offramleiðslu I/ mLMJarm—m Reuter Sérfræðiaðstoð boðin Indveiji gaumgæfir tilboð náttúrulæknis í borginni Saharanpur á Norður-Indlandi. Á auglýsingaskiltunum segir að læknirinn geti aukið kyngetu viðskiptavina sinna og sömuleiðis losað þá við uppþembu og vindgang. Hundruð slíkra lækna eru í borginni. Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum Floyd Bentsen varaforsetaefni Dukakis: Litlaus milljónamæringur og eftirlæti athafnamanna kynnti að hann hefði valið Bentsen til framboðs með sér. í bak sýn má sjá Beryl Ann, konu Bentsens. Washington, Reuter. MICHAEL Dukakis hefur út- nefnt öldungadeildarþing- manninn Lloyd Bentsen til þeás að vera varaforsetaefni sitt og kom útnefning hans nokkuð á óvart. Bentsen er 67 ára gam- all auðkýfingur með silfurgrátt hár og hefur verið nefndur „demókrati athafnamannsins“. Til þess er tekið hversu Bent- sen, sem er frá Texas, sé mik- ill sundurgerðarmaður í klæðn- aði, en lítt að alþýðuskapi og allt að því hrokafullur. Aðrir telja slíkt þó til mannkosta á Kapítólhæð þar sem flestir þingmenn séu fullkumpánlegir og orðhvatir. „Hann er herra- maður,“ segir einn starfs- manna hans um Bentsen. „Hann er harður í horn að taka og kröfuharður, en ávallt kurteis." Litleysi hans þykir sumum þó til vansa, en athafnamenn kunna aftur á móti prýðilega við fagmannleg vinnubrögð hans og telja þau til eftir- breytni. Bentsen er einn áhrifamesti þingmaður Öldungadeildarinnar og eru bæði repúblikanar og demókratar á einu máli um ágæti hans sem formanns íjármálaog efnahagsnefndar deildarinnar. Er hann sagður taka á málum af festu, ábyrgð og jafnaðargeði, en ekki síst bera menn lof' á störf hans þar fyrir að taka tillit til allra skoðana óháð flokkslit. Má þessu til dæmis nefna að eftir verðbréfahrunið í Wall Street hinn 19. október síðastliðinn var Bentsen fenginn til þess að stýra nefnd Öldungadeiidarinnar, sem vann í samvinnu við samskonar nefnd Fulltrúadeildarinnar og Hvíta húsið að tillögum um hvem- ig minnka mætti fjárlagahallann. Hann var einnig fenginn til þess að stýra nefnd, sem kljást þurfti við viðskiptavandann, en sem kunnugt er hefur viðskiptahalli bakað Bandaríkjunum talsverðan vanda á undanfömum árum. Bentsen hlaut einróma lof fyrir framgöngu sína í máli þessu, en ljóst var að þar var við ramman reip að draga vegna hinna gífur- legu og íjölþættu sérhagsmuna, sem í húfí voru. „Hann er réttlátur," segir full- trúi eins sérhagsmunahópanna í viðsakiptaheiminum, sem hefur átt mikil samskipti við Bentsen. „Hann hlustar af gaumgæfni á málflutning manns, jafnvel þó svo að ljóst sé að hann er á öðm máli." Fyrst og fremst athafnamaður Bentsen kærir sig þó ekkert sérstaklega um að hlusta á rök- semdafærslur þeirra, sem erindi eiga við hann, og vill frekar fá skriflegar athugasemdir eða málaleitanir. Telja menn að þetta megi helst rekja til ferils hans sem athafnamanns, en menn segja þann þátt vera mun ríkari í Bents- en en hinn pólitíska. Bentsen er einn fárra þing- manna, sem hefur horfíð af þingi til þess að sinna viðskiptum. Hann var kjörinn til Fulltrúadeildarinn- ar 27 ára að aldri, en árið 1956, eftir sex ára setu, hætti hann og fluttist til Houston þar sem hann varð milljónamæringur af fast- eigna- og tryggingaviðskiptum. Hann hóf aftur afskipti af stjóm- málum þegar hann sigraði öld- ungadeildarþingmanninn Ralph Yarborough í prófkjöri demókrata og lagði síðan fulltrúadeildar- þingmanninn George Bush af velli í kosningum til Öldungadeildar- innar. Á hinn bóginn gekk honum hörmulega þegar hann leitaði eft- ir tilnefningu flokks síns til for- setaframboðs árið 1976 og árið 1984 var fram hjá honum gengið við varaforsetaefnisval þegar Walter Mondale fékk fulltrúa- deildarþingkonuna Geraldine Ferraro frá New York til liðs við sig Ólíkt mörgum samstarfsmönn- um hefur Bentson verið laus við hneykslismál á ferli sínum ef frá er talin klaufaleg fjáröflunartil- raun fyrir kosningabaráttu hans til öldungadeildarinnar nú í ár. Þá skipulögðu kosningastjórar hans „Árbít með Bentsen" og buðu fulltrúum sérhagsmunahópa að snæða morgunverð með þing- manninum gegn því að þeir reiddu fram 10.000 dali (460.000 ísl.kr.), sem renna skyldu í kosningasjóð hans. Þegar þetta komst í há- mæli hætti Bentsen við allt saman og skilaði aftur þeim fjármunum, sem safnast höfðu með þessu móti. Bentsen er kvæntur Beryl Ann Longino og eiga þau hjónin þrjú böm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.