Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
BLIÐA
Steinar sendir frá sér á morgun safnplötuna Bongóblíðan sem á
eru tólf lög með hljómsveitunum Jójó, Herramönnum, Stuðkompaní-
inu, Greifunum, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Sálinni hans Jóns
míns og Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Á kassettu sem gefin
verður út á sama tíma verða þó öllu fleiri lög, eða sextán alls.
Sveitirnar sem lög eiga á plöt-
unni eru flestar utan af landi og
fjórar þeirra tengjast Músíktilraun-
um Tónabæjar; Greifarnir sigruðu
1986, Stuðkompaníið 1987 og Jójó
1988, en Herramenn urðu í öðru
sæti 1987 og 1988. Rokksíðan
ræddi stuttlega við þrjár sveit-
anna, Jójó og Herramenn, í tilefni
af útkomu plötunnar, en hvorug
sveitin hefur átt lög á plötu áður.
Einnig var rætt við Greifana í til-
efni af mannabreytingum innan
sveitarinnar, en Greifarnir gáfu
einnig út tólftommu fyrir
skemmstu með lögunum sem á
plötunni verða í tvennskonar útg-
áfu.
Jójó
Jójó sigraði í Músíktilraunum
1988 eins og áður sagði og árið
1987 komst sveitin í úrslit tilraun-
anna. Jójó var stofnuð stuttu fyrir
tilraunirnar 1987 og varð að alvöru
sveit eftir þær.
Hvernig var líðanin að loknum
öruggum sigri í tilraununum
1988?
Pað var ofsalega gaman fyrst,
en við höfðum ekki gert ráð fyrir
því að vinna, þó svo að það hafi
staðið til. Við töluðum alltaf um
það hvað við myndum gera ef við
töpuðum, en ekki ef við ynnum.
Sigurinn í tilraununum hefur þó
gefið okkur minna en við áttum von
á og í raun eru hljóðverstímarnir
það eina.
Hver útsetti lögin?
Diddi fiðla stjórnaði upptökum
og hjálpaði okkur við útsetningarn-
ar, en við reyndum að gera sem
mest sjálfir til að læra sem mest.
Við höfum líka grætt mikið á þessu
og það kemur að góðum notum
þegar við förum aftur í hljóðver.
Við eru staðráðnir í því að koma
frá okkur plötu næsta vor, enda
eigum við það mikið af lögum, að
við verðum að koma þeim frá okk-
ur.
Eins og er er fjórðungur þeirra
laga sem við spilum á böllum eftir
okkur sjálfa og það væri gaman
að geta snúið hlutfallinu viö; leikið
okkar eigin tónlist og klassíska
rokktónlist í bland.
Hvernig er svo popplífið?
Við höfum ekki kynnst því að
neinu ráði ennþá, en það vitum við
þó að það er miklu meiri vinna en
■
S í Ð A l\l
BONGÓ
láta eins og fífl.
Það er svo aftur annað mál að
hljómsveitin hefur tekið stakka-
skiptum í kringum vinnuna á plöt-
unni, þannig að kannski á mönnum
eftir að finnast yfirbragðið léttara
þegar þeir sjá okkur í dag.
Þið hafið ekki gefist upp þrátt
fyrir þetta mótlæti og eigið lög á
Bongóblíðan.
Já, það var spurning um að grípa
gæsina þegar okkur var boðið að
vera með á plötunni. Við erum
ekkert hræddir við samkeppnina
frá Jójó, Stuðkompaníinu og Greif-
unum. Við erum þó ekki alveg sátt-
ir við upptökurnar. Trommuleikar-
inn okkar slasaðist alvarlega og
hefur þurft að gangast undir upp-
skurði og því neyddumst við til að
nota trommuheila á lögunum. Það
gengur þó upp nema að því leyti
að það næst aldrei sami kraftur
með trommuheila og með lifandi
trommuleikara. Við vorum líka
kannski ekki nógu mikið með putt-
ana í hljóðblönduninni.
Hvað með lögin sjálf?
Á plötunni verða tvö lög, en við
eigum fjögur lög á kassettunni.
Þrjú laganna eru úr músíktilraun-
um í ár, en eitt frá því í fyrra í
nýjum búningi. Óskar Páll Sveins-
son útsetti eitt laganna og við hin,
en Diddi fiðla tók upp og var okkur
mikil stoð og stytta.
Þið farið ekki i músíktilraunir
næsta ár?
Nei, við erum búnir að fá nóg.
Eygið þið þann möguleika að
geta lifað af tónlistinni?
Ef það verður einhverntímann
hægt að lifa af því að leika sína
eigin tónlist á tónleikum, þá verður
það löngu eftir að við erum dauð-
ir. Annars er í sjálfu sér fátt at-
hugavert við það að leika þá tón-
list fyrir fólk sem það vill heyra.
Þessi plata ætti þó að verða til
þess að við getum farið að setja
meira af okkar eigin efni inn í dag-
skrána.
Greifarnir
Greifarnir eru líklega þekktasta
sveitin sem lag á á Bongóblíð-
unni, en ekki er langt síðan menn
töldu sveitina hafa sungið sitt
síðasta eftir að vinsæll söngvari
hennar, Felix Bergsson, sagði skil-
ið við hana. Greifarnir gáfust þó
ekki upp og hljómsveitarmenn
skiptu með sér söngnum, en ekki
virðast vinsældirnar hafa dvínað
við það. Rokksíðan hitti þrjá Greifa
að máli.
Hvernig dafna Greifarnir?
Vel, líklega hefur hljómsveitin
BIRGIS GUMHLA UGSSÖNAR STUÐKOMPANÍIÐ GRBFARNIR
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS HLJÓMSVEIT
HERRAMENN MAGNÚSAR KJARTANSSONAR
við áttum von á og vinnutíminn er
leiðinlegur. Það gleymist þó allt
þegar maður er kominn upp á svið
og farinn að spila og þá er allt
streðið þess virði.
ÞiA teljist til léttsveita í tónlist-
inni, eru öll lögin sem þig eigið í
pokahorninu i ætt við þau sem
eru á plötunni?
Við semjum bæði létta og þunga
tónlist og stór hluti þess, senni-
lega um helmingur, sem við semj-
um er svipað og neðanjarðartón-
listin sem leikin er í Reykjavík. Hinn
helmingurinn er aftur á móti galsa-
rokk og við teljum það ekki neina
minnkun að vera leika galsarokk,
því það er gaman að spila þá gerð
tónlistar og það er gaman að
skemmta fólki.
Er mikil alvara á bak við Jójó?
Nei, við erum að skemmta okkur
og öðrum og við tökum okkur með
hæfilegri alvöru.
Herramenn
Herramenn hafa tekið þátt í
Músíktilraunum Tónabæjar í
tvígang, tvfvegis komist f úrslit
og tvívegis orðið í öðru sæti. Var
fúlt að lenda í öðru sæti sfðast?
Já, víst var það fúlt og við erum
ekki sáttir við það enn þann dag
í dag. Það fór bara svo margt úr-
skeiðis hjá okkur að það setti okk-
ur út af laginu og stressaði okkur
upp. Það var því stressið sem varð
okkur að falli, en ekki það að við
tækjum okkur of alvarlega, enda
er það bjánalegt að menn séu
settir í einhvern annan flokk vegna
þess að þeir taka það alvarlega
sem þeir eru að gera. Það er hægt
að leika létta tónlist án þess að