Morgunblaðið - 14.07.1988, Side 20

Morgunblaðið - 14.07.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Borgarnesi. Brunabóta- félag ís- lands opn- ar skrifstofu Borgarnesi OPNUð hefur verið umboðs- skrifstofa Brunabótaf élags ís- lands í Borgarnesi. Guðlaugur Þórðarson er umboðs- maður og sagði hann að Brunabót byði upp á allar helstu tryggingar auk brunatrygginganna. Skrifstof- an verður opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 12.00 til 16.00. - TKÞ : Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Guðlaugur Þórðarson fyrir utan húsnæði skrifstofu Brunabótafé- lagsins í Borgarnesi. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Bragagata Kleifarvegur Óðinsgata Drápuhlíð 1-24 Laugarásvegur 39 staka talan og uppúr Síðumúli Hverfisgata 63-115 Blönduhlíð Eskihlíð VESTURBÆR Kvisthagi Neshagi Hjarðarhagi 44-64 FOSSVOGUR Goðaland UTHVERFI Hraunbær-raðhús |Uor0 ÍLlílll Sameiginlegt neyðarnúmer Reykvíkinga: Brýnt öryggis- og hags- munamál borgarbúa - segir Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi í FRÉTT Morgunblaðsins í síðustu viku greindi frá því að Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi hefði á fundi Borgarráðs látið bóka þau tilmæli sin að kannað verði hvort hægt sé að taka i notkun eitt neyðarsimanúmer í Reykjavík. Morgunblaðið kom að máli við Katrínu til að spyrja hana nánar um hugmyndir um neyðarnúmer og hvernig slík þjónusta væri hugsuð. _ „Það var fyrst í júlí fyrir tveimur árum að ég viðraði hugmyndir um neyðamúmerið 999 í Borgarráði. Þá var málið sent til umsagnar hlutaðeigandi aðila, almannavama, borgarlæknis, Pósts og síma, slökkviliðs og lögreglu. Svo leið og beið í sextán mánuði og í nóvem- ber 1987 ítrekaði ég ósk mína í Borgarráði. Eftir það bárust svör frá umsagnaraðilum. Það er skemmst frá því að segja að við- brögð manna voru jákvæð, helstu mótbámr vom þær að svæðisnúm- er 99 stæði í vegi fyrir því að hægt væri að gera 999 að neyðar- númeri og frá lögreglunni bámst þær fréttir að endumýja þyrfti skiptiborð lögreglustöðvar áður en neyðarsími gæti orðið að vemleika. Það var svo nú í síðasta mánuði að ég vakti máls á þessu aftur vegna þess að svæðisnúmer 99 hafði nýlega verið lagt niður," sagði Katrín. „Það er furðulegt að afgreiðsla þessa máls skuli hafa tafíst í tvö ár svo brýnt og sjálfsagt sem það er. Það segir sig sjálft hversu miklu einfaldara og ömggara það er fyr- ir Reykvíkinga að þurfa aðeins að Ieggja eitt neyðamúmer á minnið. Á neyðarstundu gefst yfírleitt ekki tími til þess að fletta upp í síma- skrá, auk þess er mjög gott að ná bæði í lögreglu og sjúkrabfl, svo að dæmi séu nefnd, með einni símhringingu." Ókeypis þjónusta „Það er grundvallaratriði í þess- um efnum að hægt verði að hringja endurgjaldslaust úr hvaða síma sem er. Verði einhver fyrir árás eða lendi i slysi þarf sá hinn sami að geta hringt á hjálp úr fyrsta síma sem hann finnur. Eg hef nefnt 999 sem dæmi um neyðamúmer. Þetta númer er til dæmis notað á Bretlandseyjum, það er auðlært og lítil hætta á að hringt sé í það fyr- ir einhver mistök. Símanúmerið 000 hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi og finnst mér það allt eins koma til greina," sagði Katrín. „Bæði númerin hafa þann kost að auvelt er að fínna þau jafnt í skífu- sem takkasíma og það er leikur einn að muna þau.“ Katrín var innt eftir því hvort ekki mætti ekki búast við að kostn- aður við stjómstöð slíks neyðar- númers yrði mikill. „Auðvitað er ekki ódýrt að koma upp stjómborði fyrir slíka þjónustu, auk þess sem Katrín Fjeldsted, læknir og borgarfulltrúi. athuga þarf hvar best væri að stað- setja slíka stjómstöð, en mikil hag- ræðing yrði af þjónustu sem þess- ari og hún yrði örugglega fljót að borga sig,“ svaraði hún. „Það er ljóst að neyðamúmerið má ekki verða til þess að töf verði á öðmm sfmtölum til viðkomandi stofnana, en ég hygg að sá vandi sé auðleyst- ur. I starfi mínu sem læknir hef ég orðið vör við að fólk veit ekki hvað gera skal ef slys eða dauðs- fall ber að höndum. Með einu neyð- amúmeri er hagsmunum og öryggi almennings best borgið. Því er brýnt að neyðamúmerið verða að veruleika sem fyrst," sagði Katrín að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.