Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 31 Morgunblaðið/JI Sólveig Erlendsdóttir með stóra bikarinn sinn fyrir sigur í árlegu sjóstangaveiðimóti, sem fram fer á Akureyri, ísafirði og í Eyjum. Mér leið eins og feg- urðardrottningn - segir Sólveig Erlendsdóttir, sem sigraði í árlegu sjóstangaveiðimóti, sem fram fór á Akureyri, Vest- mannaeyjum og ísafirði Solveig Erlendsdóttir, 42 ára gömul og fjögurra barna móðir á Akureyri, skaut eiginmanni sinum og öðrum karlmönnum ref fyrir rass þegar hún sigraði á árlegu sjóstangaveiðimóti, sem haldið er á þremur stöðum á landinu. Eftir samanlagðan stigafjölda úr öllum þremur keppnunum, kom í ljós að Sólveig hafði sigrað og var henni afhentur veglegur farandbikar í lokahófi á Isafirði fyrir skömmu. Hjónin Úlfar Agústsson og Jósefíra Gisladóttir frá ísafirði gáfu bikarinn til keppninnar árið 198'j í tilefni af 50 ára afmæli vinar þeirra Theódórs Norðkvists og hefur bikarinn siðan þá gengið manna á meðal i þessum árlegu keppnum. Fyrsta keppnin er ávallt haldin á haustin á Akureyri, síðan er haldið til Vestmannaeyja um hvítasunnu þar sem fer fram önnur umferð og þriðja og síðasta keppnin fer fram á Isafirði á sumrin þar sem fæst úr því skorið hver hefur haft heppn- ina með sér. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem kvenmaður hefur hreppt hnossið og hefur bikarinn alltaf farið til Akureyrar utan einu sinni er hann fór til Eyja. Andri Páll Sveinsson húsvörður í Glerár- skóla fékk bikarinn árið 1983, árið eftir vann hann Páll A. Pálsson ljós- myndari, Jóhann Kristinsson for- stjóri bifreiðaverkstæðisins Viking fékk hann 1985, Matthías Einars- son varðstjóri 1986 og Amþór Sig- urðsson kokkur og útgerðarmaður í Eyjum í fyrra. Keppendur í ár vom alls 42, þar af tíu konur, og á þetta sport sívax- e andi vinsældum að fagna. Stóri farandbikarinn var ekki bara einn og yfirgefinn á hillunum heima hjá Sólveigu þegar blaðamaður heim- sótti hana í vikunni, heldur mátti sjá mun fleiri verðlaunagripi, sem hún hafði unnið sér inn síðan árið 1984, en það var fyrst þá sem eigin- manninum, Magnúsi Ingólfssyni, tókst að draga hana út á sjó með sér. „Hann var búinn að nauða í mér í fleiri ár, en ég bókstaflega hélt að ég yrði sjóveik. Það var ein- mitt í Eyjum að ég fór á sjóinn í fyrsta sinn. Maðurinn minn fór í keppnina þar og eg fór með til að skoða mig um. Eg var hinsvegar komin með bakteríuna áður en ferð- inni lauk og hef verið óstöðvandi síðan.“ Haldið er á miðin í bítið á morgn- ana og dorgað viðstöðulaust í átta klukkutíma. Hver keppandi hefur sinn kassa til að fiska í og eftir að komið er að landi, er fiskurinn mældur, vigtaður og aðgerður. Ákveðnar keppnisreglur segja þó til um að ýsa megi ekki vera styttri en 45 sm og þorskur að lágmarki 50 sm. Ef afli er undir þessurn málum, verður einfaldlega að henda honum. Sólveig segir suma fiskna og aðra ekki. Yfirleitt væru það sömu manneskjurnar sem væru að bítast um efstu sætin. „Sjálfur get- ur maður fiskað látlaust, en svo getur næsti maður við hliðina á manni staðið með veiðistöngina tímunum saman án þess að draga haus eða sporð úr sjó. Ég hafði ekki minnsta grun um að ég hefði unnið keppnina í ár og vissi ekkert af því fyrr en úrslitin voru tilkynnt í lokahófinu á ísafirði. Mér leið eins og fegurðardrottningu, held ég bara, ég varð svo steinhissa," segir Sólveig og hlær. Fyrir utan einstaklingsbundinn árangur, er keppendum skipt upp í sveitir, íjögurra manna karla- og kvennasveitir, og fara þeir sem eru saman í sveit aldrei á sama bátinn. Sérstakir bikarar eru veittir til stigahæstu sveitanna og fóru þeir báðir til Akureyrar að þessu sinni. ■ Sveit Sólveigar, sem einnig skipa þær Linda Ragnarsdóttir, Helga Sigfúsdóttir og Friðrikka Árnadótt- ir, hlaut kvennabikarinn og karla- bikarinn fór til Akureyringanna Rúnars Sigmundssonar, Páls A. Pálssonar, Bjarka Arngrímssonar og Kristmundar Björnssonar. Sólveig sagði þau hjónin eiga bát, sem þau notuðu mikið til veiða, og færu þau yfirleitt á sjóstöng við Hrísey. Áðspurð um önnur áhuga- mál fjölskyldunnar, sagði Sólveig alla fjölskylduna stunda skíði á vet- urna auk þess sem þau hjónin spil- uðu saman badminton á vetuma. Akureyri, sem miðstöð fiármálalífs: ) Næsta skref verði til dæmis kaup á banka — segir Sigfús Jónsson bæjarsljóri „Markmiðið með stofnun Kaupþings Norðurlands hf. var einn þáttur í því að efla Akur- eyri sem miðstöð viðskipta og þjónustu á Norðurlandi en ekki það að fyrirtækið sjálft veitti fjölda manns atvinnu," segir í svari Sigfúsar Jónssonar bæjar- stjóra til Heimis Ingimarssonar bæjarfulltrúa, sem spurði á siðasta fundi bæjarstjórnar á hvern hátt starfsemi Kaupþings Norðurlands hf. hefði komið atvinnulifi á Akureyri til góða. Mat bæjarstjóra er að fyrirtæk- ið hafi, þótt smátt sé, náð mark- miði sínu í að efla Akureyri sem miðstöð viðskipta og þjónustu og má nefna að útibú frá verðbréfa- fyrirtæki í Reykjavík hefur fylgt í kjölfarið. Bæjarstjóri lítur svo á að atvinnumálanefndar bíði enn frekari verkefni í að efla Akureyri sem miðstöð ijármálalífs í fjórð- ungnum, til dæmis með því að kaupa banka. Kaupþing Norðurlands hf. var stofnað í apríl á síðasta ári að til- hlutan Akureyrarbæjar. Hluthafar auk bæjarins eru Kaupþing hf., Kaupfélag Eyfirðinga og sjö spari- sjóðir á Norðurlandi. Félagið hefur starfað af fullum krafti í níu mán- uði eða frá því í september og eru starfsmenn tveir. Útihraðskák- mót í göngu- götunni Skákfélag Akureyrar og Hljóð- bylgjan standa fyrir útihrað- skákmóti á morgun, föstudag, í göngugötunni. Fremstu skák- menn Akureyrar taka þátt i mótinu auk tveggja skákmanna, sem valdir voru í unglingalands- liðið er heldur til Danmerkur í næstu viku. Keppt verður á sex til sjö borð- um og geta vegfarendur fylgst með gangi mála frá kl. 14.00 á morgun. Bikar verður veittur fyrir fyrsta sætið auk verðlaunapeninga úr gulli, silfri og bronsi, fyrir þijú efstu sætin. 58 atvinnu- lausir í maí í lok maímánaðar voru 58 manns skráðir atvinnulausir á Akureyri, 27 konur og 31 karl. Á sama tíma fyrir ári voru 50 á skrá, 26 konur og 24 karlar. Fjöldi atvinnuleysisdaga svarar til þess að 49 manns hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Á landinu öllu voru skráðir tæplega 12 þúsund atvinnuleysisdagar í maímánuði sem svarar til þess að 544 hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í maí eða 0,4% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði. í framhaldi var leitað til Kaup- þings Norðurlands hf. og fyrirtæk- ið beðið um að svara því hver áhrifin væru af starfseminni. í svarinu kemur fram að fyrirtækið hefur miðlað verulegum fjár- hæðum til fyrirtækja, einstaklinga og stofnana hér á Norðurlandi með sölu skuldabréfa, til dæmis má nefna bréf Akureyrarbæjar. Samkvæmt úttekt á greiðsluflæði fjár um Kaupþing Norðurlands hf., inn og út af svæðinu Norður- land, þá hefur mun meira §ár- magn komið inn á svæðið en farið út af því og er hér um tugi millj- óna að ræða. Fyrirtækið hefur flutt þekkingu og þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta til Norðurlands sem ekki var til staðar utan Reykjavíkur áður. Þá hefur fyrir- tækið aukið upplýsingaflæði til Norðurlands, til dæmis með náms- stefnu um fjármagnsmarkaðinn og fundum um efnahags- og hús- næðismál. Starfsemi Kaupþings Norðurlands veitir bönkum og sparisjóðum samkeppni og aðhald, segir í svari fyrirtækisins. Morgunblaðið/Benedikt H. Guðmundsson Seglum þöndum Mikið siglingamót var haldið á Akureyri um síðustu helgi og voru þátttakendur um 50 talsins. Hart var barist, en félagar í Ými í Kópavogi voru iðnastir við að safna verðlaunum. Myndin er tekin er keppnin stóð sem hæst. Ferðafólk á Akureyri Verzlun okkar er við göngugötuna í þessu fallega húsi (gömlu París). Við seljum fatnað á unga sem aldna og margt fleira áhugavert. Ferðafólk hefur stundum ekki ratað til okkar.þvíbendum viðágömlu París, þar erumviðtil húsa. Verið öll velkomin. Stgítbar Gubtmmílssonarhf HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.