Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988
45a
Minning-:
*
Pétur Arnason
framkvæmdastjóri
Fæddur 6. maí 1927
Dáinn 5. júlí 1988
í dagsins önn og erli hugsa
fæstir mikið um dauðann og er það
að vonum, svo kaldur og hlífðar-
laus, sem hann virðist. Samt er
hann stöðugt nálægur og eftir því
sem árum manns fjölgar slær hann
sífellt tíðar til þeirra, sem maður
hefur verið samferða lengri eða
skemmri tíma. Engu að síður kem-
ur andlátsfregn góðs vinar okkar
flestum yfirleitt alltaf jafn mikið
að óvart. Svo var líka með fráfall
Péturs Arnasonar, framkvæmda-
stjóra, Byggðarenda 23 í
Reykjavík. Mitt í dagsins önn fékk
hann heilablóðfall laugardaginn 2.
júlí síðastliðinn. Tæpum þremur
sólarhringum síðar var hann allur.
Pétur Ámason var fæddur í
Reykjavík 6. maí 1927 og því ný-
orðinn 61 árs er hann lést. Foreldr-
ar hans voru hjónin Ámi Yngvars-
son, steinsmiður í Reykjavík og
Jakobina Jónsdóttir, sem fædd var
í Tumakoti á Vatnsleysuströnd.
Önnur börn þeirra hjóna vom Jón
Yngvar, sem látinn er fyrir all-
mörgum árum, Kristjana Stella,
húsmóðir í Reykjavík, Svavar, sem
lést á síðastliðnu ári og Garðar,
búsettur í Danmörku. Faðir Péturs
er dáinn, en móðir hans, Jakobína,
lifir í hárri elli.
Pétur ól allan sinn aldur í
Reykjavík, að undanteknum fáein-
um árum, sem hann var við nám
og störf erlendis. Hann ólst upp
við Skólavörðustíginn í húsinu nr.
17 og síðar við Brávallagötuna.
Árið 1946 hélt hann til Banda-
ríkjanna og lauk þar námi í flug-
virkjun frá Spartan School í borg-
inni Tulsa í Oklahoma-ríki. Eftir
það starfaði hann í nokkur ár sem
flugvirki. í kringum 1950 stofnaði
hann fyrirtæki til að annast pökk-
un og flutninga fyrir starfsfólk
hinna ýmsu sendiráða og vamarlið-
ið á Keflavíkurflugvelli.
Pétur Ámason var mikill vinnu-
maður eins og svo margir íslend-
ingar af hans kynslóð. Vinnudagur
hans var ætíð langur. Hann vann
fyrir kröfuharða viðskiptavini, sem
vildu fá búslóð sína heila til síns
heima í fjarlægum löndum. Sam-
viskusemi hans og vandvirkni við
þau störf var við brugðið. Munu
margir sendiráðsmenn, jafnt
íslenskir sem annarra þjóða, oft
Kópal
Dýrótex er
útimálning
sem
dugar vel
má/n/ngh/f
hafa minnst Péturs með þakklæti,
þegar búslóðin var tekin upp á leið-
arenda og í ljós kom hversu vel
hann hafði gengið frá öllum hlut-
um. Þá var vinna hans fyrir starfs-
menn varnarliðsins ekki síður um-
fangsmikil. Árlega annaðist hann
pökkun og sendingu á hundruðum
búslóða til margra ríkja í Banda-
ríkjunum fyrir varnarliðsmenn og
fjölskyldur þeirra. Komu þar vel í
ljós skipulagshæfíleikar hans
ásamt þekkingu á flutningum,
enda spannaði orðið reynsla hans
á þessu sviði nær fjóra áratugi.
Árið 1955 kvæntist Pétur eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Ragnheiði
Erlu Sveinbjörnsdóttur. Foreldrar
hennar voru hjónin Sveinbjörn Sig-
hvatsson úr Reykjavík og Jarð-
þrúður Jónasdóttir frá Hellissandi,
en þau bjuggu allan sinn búskap
í Reykjavík og eru bæði látin fyrir
allmörgum árum. Böm þeirra Pét-
urs og Erlu eru fjögur, synimir
Sveinbjörn, Jakob og Viðar, sem
allir em kvæntir og búsettir í
Reykjavík, og dóttirin Lilja, sem
enn dvelur í foreldrahúsum. Barna-
börnin em orðin fimm.
Kynni mín af Pétri Árnasyni
vom ekki löng. Þau hófust fyrir
um það bil fjórum ámm er Lovísa
dóttir mín og sonur hans, Viðar,
hófu sambúð og gengu síðan í
hjónaband. Okkur Pétri varð þegar
gott til vina og ég fann skjótt í
honum þann trausta og heilsteypta
persónuleika, sem hann bjó yfir.
Hann var skapmikill og ákveðinn
í allri framgöngu, þoldi enga hálf-
velgju, um leið örlátur og hjarta-
hlýr. Hjá honum sat tvennt í fyrirr-
úmi; ijölskyldan og skyldurækni í
starfi. Hann var mikill fjölskyldu-
faðir og lét sér mjög varða hagi
sinna nánustu. Honum var ekki
gjarnt að flíka tilfinningum sínum,
en fáum hef ég kynnst, sem í reynd
létu sér jafn annt um börn sín og
fjölskyldur þeirra. Á heimili hans
og Erlu var gott að koma. Þar var
ég, ásamt fleirum, síðast staddur
þann 17. júní. Pétur var að vanda
HIGH POWER BATTERY
RAFHLAÐA
SEM ENDIST
OG ENDIST
Kodak
hress og glaður og engan gmnaði
þá, hve skammt var í kveðjustund-
ina. Við mennimir áformum, en
guð einn ræður og vegir hans em
órannsakanlegir.
Við Sigríður og fjölskylda okkar
sendum Erlu og fjölskyldu hennar
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Péturs
Árnasonar.
Árni Grétar Finnsson
Og því varð allt hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gigjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Hafi elsku afi þökk fyrir allt og
allt.
Bjössi, Ragnheiður,
Sigríður Erla og Pétur.
Leiðrétting-
í minningargrein um Ingunni H.
Rasmussen í blaðinu á þriðjudag
misritaðist fæðingardagur hennar.
Þar stendur hún hafi verið fædd
hinn 6. nóvember 1906. Hún var
fædd 29. nóvember og leiðréttist
það hér með.
EKKI
Bláta steinkast
■eyðileggja
I lakkið
j-
^iunð-
Einfalt!
Sjálflímandi PVC borði er settur á fyrir ferðalagið
og tekinn af þegar heim er komið.
Útsölustaðir:
ESSO
stöðvamar
Þig langar alltaf í meira þegar þú
grillar marineruð rif frá SS
Meyrt og bragðgott SS kjöt
er sælgæti á grillið
tínrtoom -