Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.07.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 Stykkishólmur: Fegrun bæjarins heldur áfram ^ Stykkishólmi ÁFRAM er haldið með fegrun og uppbyggingu bæjarins. Gangstétt- ir með grasgeirum verða lagðar upp fyrir bæjarmörkin í dag, og er unnið að því að steypa og svp að leggja túnþökur á svæðið og gera það með því fegurra. Þá er líka hugsað um flögin, þau eru nú að verða grasivaxin. Allt þetta eykur á fegurð bæjarins. Gangstéttir verða báðum megin vegar og svo er búið að gróðursetja tré upp með öllum vegi og virðast þau ætla að dafna enda veitt skjól af til þess gerðum girðingum. Fréttaritari átti leið þar um sem tveir hressir strákar voru að glíma við stórar og veglegar túnþökur og leggja þær. Þessu verki á að ljúka nú í sumar. Þá er víða um bæinn fyrirhugað að gera átök, sérstak- lega þarf að útrýma njólanum sem er fastur fyrir og má segja um hann eins og eikina að hann fellur ekki við fyrsta högg. Hér er áhugasöm bæjarstjórn og er það mikils virði. _ Árni Morgunb!aðið/Árni Helgason Tveir galvaskir strákar að leggja túnþökur. .. 11 " " S . ’—■ ---- " smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Herbergi óskast Ung háskólamenntuð kona óskar eftir herbergi hjá fullorðnu fólki. Getur aðstoöaö við heimil- ishjálp. Upplýsingar í síma 31447. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardagur 16. júli: Kl. 08 HEKLA (1496 m). Gengið á Heklu frá Skjólkvíum. Gangan tekur um 8 klst. fram og til baka. Verð kr. 1.200. Sunnudagur 17. júlí: Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1.200. Kl. 13 Brynjudalsvogur - Búöa- sandur - Marluhöfn Létt gönguferð. Verð kr. 800. Miðvikudagur 20. júlf: Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð. Munið sumarleyfisdvöl í Þórs- mörk. Ódýrt og skemmtilegt sumarleyfi. Kl. 20 Tröllafo8s og nágrennl. Létt kvöldganga. Verö kr. 400. Brottför i dagsferöirnar er frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 15.-22. júlf (8 dagar): LÓNSÖRÆFI. Frá Hornafirði verður ekiö með farþega i jeppum inn á lllakamb. Gist i tjöldum undir lllakambi. Dagsgöngur frá tjaldstað. Farar- stjóri: Jón Gunnar Hilmarsson. 19. -24. júlf (6 dagar): Hvftárnes - Hveravellir. Gengið milli sæluhúsa á Kili. Fararstjóri: Dagbjört Óskars- dóttir. 20. -24. júlí (5 dagar): Eldgjá - Strútslaug - Álftavatn. Ekið aö Elgjá og gengið þaöan með viðleguútbúnað á þremur dögum að Álftavatni á Fjalla- baksleið syðri. Fararstjóri: Þrá- inn Þórisson. 20.-29. júlí (10 dagar): Reykja- fjörður - Drangajökull - Hrafnsfjörður - Grunnavlk. Tjaldað í Reykjafirði og farnar dagsferðir þaðan á Drangajökul, Geirólfsgnúp og víðar. Síðan verður gengið með viðleguút- búnað i Furufjörö, um Skorar- heiði i Kjós og til Grunnavíkur, en þaöan er siglt til Isafjaröar. Fararstjóri: Finnbogi Björnsson. 22. júlf- 1. ágúst (11 dagar): Grunnavík - Hornvfk. Gengið með viöleguútbúnað frá Grunnavík til Hornvfkur. Farar- stjórar: Gisli Hjartarson og Jakob Kárason. 27. júlí-1. ágúst (6 dagar): HORNVÍK. Gist í tjöldum í Hornvík og farnar dagsferðir frá tjaldstað. Farar- stjóri: Kristján Maack. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldu- götu 3. Það er ódýrt að feröast með Ferðafélaginu. Ferðafélag (slands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferðir 15.-17. júlí. 1) Landmannalaugar - Eldgjá. Gist i sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Ekiö í Eldgjá og skipu- lagöar gönguferöir. 2) Þórsmörk. Glst f Skagfjörðs- skála/Langadal. Léttar gönguferðir um Mörkina. 3) Þórsmörk - Teigstungur. Gist i tjöldum í Stóraenda og famar gönguferðir þaðan. 4) Hveravellir. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins á Hveravöllum. Skoðunarferðir um nágrennið. Brottför í helgarferðirnar er kl. 20.00. Farmiöasala og upplýs- ingar á skrifstofu Ferðafólags- ins, Öldugötu 3. Ferðafélag (slands. ÚtÍVÍSt, GtOlinm 1 Sumarleyf isferðir Útivistar: 1. Strandir - ísafjarðardjúp, 16.-20. júlf. Ekið norður Strandir og markverðustu staðir skoðaðir t.d. Eyri v/lngólfsfjörð, Kross- neslaug og Djúpavík. Síðan ekiö um Steingrimsfjarðarheiði i Inn- djúp, fariö í fuglaparadísina Æðey, Kaldalón, Snæfjalla- strönd og Reykjanes. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri: Þorleifur Guðmundsson. 2. Hornstrandir IV: Reykjafjörð- ur, 16.-22. júlí. Ekið í Norður- fjörð. Siglt í Reykjafjörð. Tjald- bækistöð þar með gönguferð- um. Síöan siglt á fimmtudegi fyrir Horn til ísafjarðar. Farar- stjóri: Friða Hjálmarsdóttir. 3. Aðalvík 21.-26. júlf. Frá ísafirði 22. júlí kl. 14.00. Hús og tjöld við Sæból. Dagsferöir það- an m.a. á Rit, að Látrum o.fl. 4. Eldgjá - Þórsmörk 23.-28. júlí. Spennandi bakpokaferö um Strútslaug, Hvanngil og Emstrur til Þórsmerkur. Hús og tjöld. 5. Landmannalaugar - Þórs- mörk, 28. júlí-2. ágúst. Auka- ferð. Gist i húsum. 6. Hornstrandaferð 28. júlf-2. ágúst. Frá (safirði 29. júlí. Gönguferðir frá tjaldbækistöð í Hornvík. Þessi sígilda Útivistar- ferð um verslunarmannahelgina er jafnan vinsæl. 7. Hálendishringur 30. júlf-5. ágúst. Frábær 7 daga hálendis- ferð. Farið um Sprengisand, Gæsavatnaleið, öskju, Herðu- breiðarlindir, Kverkfjöll, Mývatn og Kjöl. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. 8. 6 daga ferð til Suður-Græn- lands, 4.-9. ágúst. Flug til Narssarssuaq. Göngu- og skoð- unarferðir i nágrenni Eiriksfjarð- ar. Mjög ódýr. 9. Kjölur - Þjófadalir - Fjall- kirkjan 5.-10. ágúst (6 dagar). 10. Lónsöræfi 6.-13. ágúst. 11. Snæfell - Lónsöræfi 6.-13. ágúst. Upplýsingar og farmlðar á skrifst., Grófinni 1, sfmar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. ÚtÍVÍSt, G.olinm Laugardagur 16. júlí kl. 8. Eyjafjöll - Skógafoss. Ekið austur að Skógum, safnið skoðað og Kvernárgil, Selja- landsfoss, sund i Seljavallalaug o.fl. Verð 1300 kr. fritt f. börn m. foreldrum sínum. Brottför frá B.S.Í, bensínsölu. Sjáumst! Útivist. [BJ ÚtÍVÍSt, G.O„nn,l Helgarferðir 15.-17. júlf: 1. Þórsmörk. Mjög góö gistiað- staða í Útivistarskálunum Bás- um. Gönguferðir við allra hæfi m.a. iTeigstungur. Muniðódýra sumardvöl f Básum, friðsælum og fallegum stað í hjarta Þórs- merkur. Tilvalinn staður fyrir fjöl- skyldur. Sérstök afsláttakjör. Einnig tilvalið fyrir smærri hópa að taka sig saman og leigja minni skálann til sumardvalar í nokkra daga. Brottför föstu- dagskvöld, sunnudags- og mið- vikudagsmorgna. 2. Helgarferð f Lakagfga. Gist v/Blágil. Kynnist þessari stór- kostlegu gígaröð og ummerkjum Skaftárelda. Ekið heim með við- komu i Eldgjá og Landmanna- laugum. 3. Skógar-Fimmvörðuháls- Básar. Gangan tekur um 8 klst. Brottför laugard. 8. Dagsferð að Eyjafjöllum og Skógum laugard. 16. júlf kl. 8. Dagsferð sunnud. 17. júlf f Þórsmörk. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, sfmar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur biblíulestur i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið breyttan samkomu- tíma á sunnudögum kl. 11.00. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ungt fólk í fararbroddi. Allir velkomnir. AGLOW - kristileg samtök kvenna Sveitafundurinn verður haldinn í Kirkjulækjarkoti f Fljótshlið laugardaginn 23. júli nk. Vinsam- legast tilkynnið þátttöku í síma 674045 (Björg) eða 74158 (Dadda) föstudaginn 15. júlí eða mánudaginn 18. júli. Allar konur velkomnar. Smiðjuvegi 1, Kópavogi Samkoma I kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Vitn- isburðir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Ræðumenn eru: Hulda Sigurbjörnsdóttir og Jóhann Pálsson. Allir velkomnir. Samhjálp. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | tilkynningar__________| Áskorun til greiðenda fasteignagjalda í Hveragerði Hér með er skorað á þá, sem ekki hafa gert fullnaðarskil á fasteignagjöldum ársins 1988, að gera það nú þegar. Öll fasteignagjöld ársins eru nú fallin í gjalddaga. Óskað verður nauðungaruppboðs á fasteignum þeirra sem eigi hafa lokið greiðslu gjaldanna innan 30 daga frá birtingu áskorunnar þessarar, sam- kvæmt heimild í lögum nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Hveragerði, 13. júlí 1988. Bæjarstjórinn í Hveragerði. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júní-mánuð er 15. júlí. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæði óskast Vel staðsett fyrirtæki óskar eftir 50-60 fm verslunarhúsnæði við Laugaveginn. Upplýsingar í síma 12650 eða 611529. Leiguhúsnæði - Örfirisey Til leigu iðnaðar-/lagerhúsnæði í Örfirisey. Húsnæði þetta er á tveimur hæðum 568 fm hvor hæð. Góðar aðkeyrsludyr, björt efri hæð. Leigutími skv. samkomulagi. Getur verið laus fljótlega. Þeir er óska nánari upplýsinga leggi tilboð inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 21. þ.m. merkt: „Ö - 4303". Skrifstofuhúsnæði Til leigu ca 180 fm skrifstofuhúsnæði skammt frá Hlemmi. Til greina kemur að- gangur að telexi og telefaxi. Upplýsingar í síma 21220. UF.OFMASMIUAN HÁTEIGSVEGUR 7 - REYKJAVÍK Til leigu í verslunarmiðstöð 82 fm. Tilvalið undir snyrti- og/eða nuddstofu, litgreiningu o.fl. Upplýsingar í síma 79262 milli kl. 10.00- 18.00. Á kvöldin í síma 79971. Til leigu 100-350 fm iðnaðar- eða verslunarhúsnæði á horni Höfðabakka og Vesturlandsvegar. Upplýsingar í síma 672777 frá kl. 8.00-17.00 virka daga og í síma 31410 á kvöldin og um helgar. | húsnæði í boði I Til leigu einbýlishús nálægt Landakotsspítala Hentar vel sem skrifstofuhúsnæði eða læknastofur. 1. og 2. hæð 200 fm. Á jarðhæð er 60 fm íbúð með ^érinngangi. Góðar geymslur. 35 fm bílskúr. Næg bílastæði. Eignin er í 1. flokks ásigkomulagi og með afar vönduðum innréttingum. Leigutími allt að 5 ár eða eftir samkomulagi. Tilboð óskast send í pósthólf 1100, 121 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.