Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 14.07.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988 V erslunarmannahelgin: Útihátíðir um land allt NOKKRAR útíhátíðir verða haldnar um verslunarmannahelgina, í Galtalækjarskógi, Atlavík, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og á Mel- gerðismelum i Eyjafirði. Flestar þessara hátíða eru hefðbundnar þótt dagskráin sé breytileg frá ári til árs. Ekki er haldin hátíð í Húsafelli í ár, en þar var ein fjölmennasta hátíðin i fyrra. Að sögn forsvarsmanna hjá Ung- menna- og íþróttasambandi Austur- lands, sem heldur hátíðina í Atlavík, er þar ýmislegt á dagskrá. Samið hefur verið við hljómsveitimar Stuðmenn, Strax og Bubba Morthens og hljómsveit. Einnig er hugsanlegt að Megas, Bjami Ara- son og hljómsveit og Sú Ellen fáist á hátíðina. Að bindindismótinu í Galtalækj- arskógi standa Umdæmisstúkan nr. 1 og íslenskir ungtemplarar. Af dagskránni má nefna hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og ungl- ingahljómsveitimar Kvass og Fjör- kalla sem báðar eru íslenskar og „Que“ frá Danmörku. Pálmi Gunn- arsson, tríóið_ „Fine Country Kids“ frá Kanada, Ómar Ragnarsson, Jó- hannes Kristjánsson eftirherma og Jón Páll Sigmarsson skemmta einn- ig mótsgestum. Fyrirtækið Fjör hf. stendur fyrir útihátíð á Melgerðismelum í Eyja- firði og að sögn Ómars Pétursson- ar, eins af forsvarsmönnum há- tíðarinnar, er um 20 mínútna akst- ur á Melgerðismela frá Akureyri. Hljómsveitin „Big Country" frá Skotlandi skemmtir á hátiðinni og af íslenskum hljómsveitum má nefna Sálina hans Jóns míns, Skrið- jökla, Sniglabandið og hljómsveit- ina Víxlar í vanskilum og ábeking- ur. Þá skemmtir hljómsveitin Vik- ing band frá Færeyjum, en hljóm- sveitin flytur íslensk lög með fær- eyskum textum. Af öðrum dag- skráratriðum má nefna Spaugstof- una og haldin verður hljómsveitar- keppni. I Eyjum verður að venju þjóð- hátíð um verslunarmannahelgina. Iþróttafélögin í Vestmannaeyjum; Týr og Þór skiptast á um að halda hátíðina. í ár er það Þór sem sér um framkvæmdina en félagið á 75 ára afmæli í haust. Auk hefðbund- inna dagskrárliða svo sem messu, hátíðarræðu, bjargsigs og brekku- söngs, skemmta Jón Páll og Hjalti Ursus, Jóhannes Kristjánsson eftir- herma og Halli og Laddi. Lagið „Ég meyjar á kvöldin kyssi," hefur verið valið þjóðhá- tíðarlag Vestmannaeyja 1988. Ólaf- ur M. Aðalsteinsson, kirkjugarðs- vörður í Eyjum, samdi lagið ogtext- inn er eftir Guðjón Weihe. í Vík í Mýrdal verður haldin hát- íðin Vík 88. Hátfðina halda Ung- mennafélagið Drangur og Björgun- arsveitin Víkveiji. Að sögn for- svarsmanna hátíðarinnar er um fjölskylduhátíð að ræða og munu i; Morgunblaðið/Einar Falur Frá útihátiðinni í Húsafelli í fyrra. hátíðargestir una sér við útivist, siglingar og hestamennsku. Hesta- leiga verður á staðnum. Á laugar- dag kemur Jón Páll Sigmarsson og dregur tæplega 6 tonna hjólabát. Á kvöldin leikur hljómsveitin Kaktus fyrir dansi. Gestir þurfa ekki að borga aðgangseyri annan en leigu á tjaidstæði. Að sögn forsvarsmanna flestra hátíðanna er miðaverð á útihátíðim- ar enn ekki fastákveðið. Boðið er upp á sértilboð ferða á flestar há- tiðimar og standa samningar enn yfir í sumum tilvikum en þessi mál skýrast væntanlega á næstunni. Nokkrar hátíðir, sem haldnar voru í fyrra, hafa nú lagst af. Mjög fjölmennt var í Húsafelli um versl- unarmannahelgina í fyrra, en sam- kvæmt upplýsingum frá Ung- mannasambandi Borgarfjarðar var ekki lagt í að halda aðra hátíð f ár, fyrst og fremst vegna mikils löggæslukostnaðar. Um verslunarmannahelgina árin 1986 og 1987 var haldin Skeljavík- urhátíð af félagasamtökum á Hólmavík. Hátíðin verður ekki hald- in í sumar og sagði sveitarstjóri að aðalorsökin fyrir því væri sú að íbúar Hólmavíkur væm of fáir til að standa í slíkum stórræðum. Á útihátíðina Gaukurinn 87, sem Héraðssambandið Skarphéðinn hélt, mættu fáir sem allir fengu endurgreitt. Að sögn forsvars- manna Héraðssambandsins munu þeir hvíla sig á hátíðarhöldum í ár en í fyrra var tap vegna hátíðarinn- ar nokkuð. Að fmmkvæði nokkurra einstaklinga vom haldnir tónleikar við Kerið sfðasta haust og rann ágóði af þeim til Héraðssambands- ins. Minnkuðu skuldir vegna Gauks- ins 87 þá til muna. Öflug löggæsla verður um versl- unarmannahelgina og það er von forsvarsmanna hátíðanna að mesta skemmti- og ferðahelgi landsmanna líði vandræða- og slysalaust. BKCAID WAT Hraustur staður ÚTSALA - ÚTSALA Við seljum úrval notaðra uppítökubíla í eigu Bílvangs með stórkostlegum afslætti frá neðangreindu verði og góðum greiðslukjörum Tegund Arg. Km/þús. Verð Opel Ascona Fastback ’85 21 460.000 Saab 90 2 dyra '85 50 450.000 Opel Kadett 2 dyra ’85 25 350.000 Chev. Caprice Classic d. '85 70 850.000 Toyota Tercel 4x4 '84 73 430.000 Chev. Monza SL/E, bsk. ’87 23 495.000 Chev. Monza SL/E, sjsk. '87 69 545.000 Chev. Monza, 3 dyra '86 25 450.000 Ford Fiesta ’86 36 300.000 Saab 900 '80 134 220.000 Suzuki Alto ’81 85 100.000 Ch. BlazerSIOsjsk. '85 41 m 990.000 Lada Sport '84 74 210.000 Ch. Blazer S10 sjsk. ’83 80 780.000 Ford Fiesta >82 99 130.000 Mazda 626 4 dyra ’81 80 240.000 Mazda 323 ’81 95 170.000 Opel Kadett Caravan ’85 37 430.000 Lada Samara ’86 8 200.000 Isuzu Gemini ’81 61 120.000 Opel Corsa '87 36 330.000 Opel Kadett ’87 18 470.000 GM II OPEL ISUZU Skelltu þér á ódýran bíl frá okkur fyrir sumarfríið BÍLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 Bein lína sími 39810

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.