Morgunblaðið - 07.08.1988, Side 4

Morgunblaðið - 07.08.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 Vöruskiptajöfnuðuriim: Óhagstæður um 377 milljónir fyrstu fjóra mánuðina Vöruskiptajöfnuðurínn var óhagstæður um 377 mUljónir króna fyrstu fjóra mánuði þessa árs, en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 948 milljón- ir á sama gengi. Fluttar voru út vörur fyrír 16,402 milljónir, en inn fyrir 16,779 milljónir. í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 5,276 milljónir og inn fyrir 3,952 milljónir. Vöruskipta- jöfnuðurinn í apríl var því hag- stæður um 1,318 milljónir, en í apríl í fyrra var hann hagstæður um 2,308 milljónir króna á föstu gengi. Fyrstu Qóra mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 2% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 74% alls útflutnings og voru þær um 2% minni að verðmæti en á sama tíma í fyrra. Utflutningur á áli var 16% meiri, og útflutning- ur kísiljáms 9% minni en á sama tíma í fyrra. Útflutningsverðmæti annarrar vöru var 21% meiri fyrstu §óra mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu fjóra mánuði ársins var 11% meira en á sama tíma í fyrra. Inn- flutningur til álverksmiðjunnar var nokkru meiri en í fyrra og sama máli gegnir um olíuinnflutning sem kemur á skýrslur fyrstu fjóra mánuði ársins. Innflutningur skipa var einnig miklum mun meiri en í fyrra. Innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur ásamt inn- flutningi skipa og flugvéla er jafn- an breytilegur frá einu tímabili til annars. Séu þessir liðir frátaldir reynist annar innflutningur (85% af heildinni) hafa orðið um 8% meiri en í fyrra, reiknað á föstu gengi. SKSSfcí/, •-* .V -’ ■' e> Helmingi færri hrein- dýr veidd nú en í fyrra INNLENT Menntamálaráðuneytið hefur veitt leyfi til að veiða 330 hrein- dýr á veiðitímabilinu, sem hófst 1. ágúst og stendur til 15. sept- Lög um fæðingarorlof endurskoðuð vegna árekstra við skattalög VANKANTAR hafa komið í ljós á framkvæmd laga um fæðing- arorlof sem gengu i gildi um síðustu áramót og eru tillögur til úrbóta i undirbúningi hjá Tryggingastofnun Ríkisins. Að sögn Vilborgar Hauksdóttur Iögfræðings hjá Trygginga- stofnun þarf að samræma betur nýju skattalögin og lög um fæð- ingarorlof og má reikna með, að tillögur um breytingar varð- andi fæðingarorlof verði til umfjöllunar í heilbrígðisráðu- neytinu í haust. Þá er þess að geta að um næstu áramót leng- ist fæðingarorlof i fimm mán- uði, og i sex mánuði um þarnæstu áramót. Til fæðingarorlofs heyrir 15.000 króna fæðingarstyrkur, sem allar konur fá, og er upphæðin greidd út mánaðarlega í fjóra mánuði. Fæðingardagpeningar eru hins vegar aðeins greiddir þeim, sem verða af launatekjum vegna bams- burðar og er tekið mið af atvinnu- þátttöku móðurinnar. Bankamenn ogopinberir starfsmenn, sem njóta óskertra launa í þijá mánuði í fæðingarorlofi, fá þó ekki þessar greiðslur nema í einn mánuð, þ.e. Ijórða mánuðinn. Skattalögin, reglugerð um fæð- ingarorlof og greiðslukerfí Trygg- ingastofnunar fara í ýmsum tilvik- um ekki saman. Konur sem eign- ast bam eftir tuttugasta dag mán- aðar, eða sækja ekki um greiðslu fæðingarorlofs fyrir þann tíma fá ekkert útborgað f næsta mánuði á eftir. f mánuðinum þar á eftir fá þær greiðslu og þá að minnsta kosti tvo mánuði í einu. Upphæðin er þá skattlögð. Sé hins vegar greiddur einn mánuður i einu, og hafí konan ekki aðrar tekjur á tímabilinu, er upphæðin rúmar 40.000 krónur, sem er undir skatt- leysismörkunum. En þegar greidd- ir em tveir eða fleiri mánuðir í einu lagi, er upphæðin skattlögð og er skatturinn ekki endurgreidd- ur fyrr en á miðju næsta ári. í tilfelli konu, sem hefur 40.000 krónur í mánaðarlaun, sem ekki eru skattlagðar, getur upphæðin farið yfír 80.000 krónur, þegar fæðingarorlof tveggja mánaða bætist við.. sem er skattlögð. Þetta fær konan ekki leiðrétt fyrr en á miðju næsta ári. Þær konur sem fá greitt sam- kvæmt kjarasamningi í fæðingar- orlofí, banka- og ríkisstarfsmenn, fá greidda þrjá mánuði frá vinnu- veitanda. Tryggingastofnun greið- ir Qórða mánuðinn og getur sú greiðsla verið lægri, en laun kon- unnar frá atvinnurekandanum. Dögg Pálsdóttur í heilbrigðisráðu- neytinu segir það ganga þvert á tilgang laga um að jafna réttinn til fæðingarorlofs, ef þessar konur semja við vinnuveitendur um að fá greiddan mismun ef einhver er fjórða mánuðinn. Réttur þeirra kvenna sem njóta launa í fæðing- arorlofí verður til athugnnar í ráðuneytinu í haust sagði Dögg Pálsdóttir. Hins vegar telur fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, Ragn- hildur Helgadóttir, að sjálfsagt sé fyrir þessar konur að semja við vinnuveitendur sína um greiðslur þennan fjórða mánuð ef sá mögu- leiki er fyrir hendi. ember. Það eru nærri helmingi færri dýr en veiða mátti á síðasta ári. Þá voru veitt leyfi til að veiða alls 600 dýr, aðeins 400 dýr veiddust. Veiðileyfun- um er skipt á milli 32 hreppa og kaupstaða og má hver þeirra veiða frá 2 uppí 35 dýr. Ástæðan fyrir því að veitt eru færri veiðileyfi í ár en verið hefur, er sú að hreindýrum hefur fækkað verulega niðri á fjörðunum síðasta árið, að sögn Runólfs Þórarinsson- ar í Menntamálaráðuneytinu. Þar hafa fundist yfír 200 dauð dýr á síðustu mánuðum. Talið er að þau hafí étið fæðu sem þau voru óvön eftir langvarandi svelti og rekja megi dauða þeirra til þess. Aðal- svæði hreindýranna er inn undir Vatnajökli á afréttum Jökuldals- og Fljótsdalshrepps, en dýrum þar hefur fjölgað eitthvað að undanf- Veiðileyfín skiptast á milli 32 hreppa og kaupstaða og fer veiðin fram undir stjóm veiðieftirlits- manns á hveijum stað, sem er ráðinn af Menntamálaráðuneytinu í samráði við viðkomandi sveitar- félag. Hann framkvæmir veiðarn- ar ásamt aðstoðarmönnum sem valdir hafa verið til starfsins. And- virði felldra hreindýra greiðist í reikning hlutaðeigandi sveitar- sjóðs, sem skiptir fénu innan síns svæðis. Þeir bændur sem verða fyrir mestum ágangi af hreindýr- um á beitilöndum sínum njóta arðs af veiðunum. Hreindýrakjöt má ekki hafa til sölu, nema það hafí verið skoðað og metið af dýra- lækni. Hreppamir og kaupstaðirnir 32 sem hafa veiðileyfi eru em í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, Múlasýslum og Austur-Skafafelssýslu. Dýrin 330 skiptast á milli þeirra sem hér segir: . Fjallahreppur 2 hreindýr, Skeggjastaðahreppur 2, Vopna- fjarðarhreppur 7, Fljótsdalshrepp- ur 35, Jökuldalshreppur 35 Fella- hreppur 14, Tunguhreppur 14, Hlíðarhreppur 5, Hjaltastaða- hreppur 15, Borgarfjarðarhreppur 20, Reyðisfjarðarhreppur 2, Seyð- isfjörður 2, Skriðdalshreppur 18, Vallahreppur 20, Egilsstaðabær 8, Eiðahreppur 11, Mjóafjarðar- hreppur 6, Norðfjarðarhreppur 20, Eskifjörður 25, Reyðarfjarðar- hreppur 6, Búðahreppur 2, Fá- skrúðsfjarðarhreppur 2, Stöðvar- hreppur 2, Breiðdalshreppur 7, Beruneshreppur 7, Búlandshrepp- ur 6, Geithellnahreppur 11, Bæjar- hreppur 5, Nesjahreppur 2, Hafn- arhreppur 2, Mýrahreppur 12, Borgarhafnarhreppur 2 hreindýr. Jafnréttisráðstefna í Osló: Rætt um barnauppeldi og breytt hlutverk foreldra Osló, frá Þórunni Þórsdóttur, blaðamanni Á jafnréttisráðstefnu nor- rænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs var meðal umræðuefna hvemig sameina mætti fjölskyldulíf og atvinnu- þátttöku. Helga Jónsdóttir, aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra, flutti erindi, sem hún nefndi, Foreldrahlutverk og atvinnulíf. í því minnti hún á aukinn hlut kvenna í atvinnulífínu og að meirihluti þeirra væri giftar konur. Hún sagði að framlag kvenna myndi nýtast betur ef þær gætu einbeitt sér meira að vinnu en nú er. Það gæti leitt til meiri sérhæfingar og styttri vinnudags fyrir bæði kynin. Helga taldi for- eldra á vinnumarkaði eiga rétt á Morgunblaðsins. að geta sinnt störfum sínum án þess að hafa stöðugar áhyggjur af bömunum. Slíkt væri einnig vinnuveitendum I hag og myndi auka framleiðni í atvinnulífínu. Þótt ábyrgð á uppeldi hvíldi fyrst og fremst á herðum foreldra væri skylda stjómvalda að tryggja bömum nægjanlega umönnun. Um nátengt efni fjölluðu erindi sem Sólveig Pétursdóttir lögfræð- ingur og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Qölskyldumálanefndar ríkisstjómarinnar, hafa flutt á kvennaþinginu. Sólveig spurði hvort þátttaka kvenna í stjómmálum gæti haft áhrif á réttarstöðu bama og rakti íslensk lagaákvæði þar að lútandi. Sagði hún að allt frá aldamótum mætti sjá fylgni milli áfanga í kvenréttindabaráttu og baráttu fyrir réttindum bama. Kvenrétt- indakonur hefðu snemma haft mikil áhrif á réttarstöðu bama. Sólveig rakti síðan hvemig mál- efni bama hafa sett svip sinn á störf kvenna á þingi og í bæjar- stjómum. Inga Jóna Þórðardóttir ræddi hvaða áhrif aukin útivinna kvenna hefði haft á heimili og böm. Benti hún á að í raun hefði hlutur bama orðið útundan í jafnréttisbaráttu undanfarinna ára. Ekki mætti dragast að fylgja fram fjölskyldu- stefnu þar sem hagur bamsins væri i fyrirrúmi. Inga Jóna lauk máli sínu með því að ítreka órjúf- anlegt samband jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu stjórnvalda. Foreldrar þyrftu að geta valið um ýmsa kosti í umönnun bama og opinber stuðningur ætti að stuðla að því. Yfírskrift umræðna á miðviku- dag var Hlutverk kvenna í efna- hagsþróuninni var til umræðu áður og meðal ræðumanna þá var Bengt Jonsson sérfræðingur í vinnusjúkdómum. Erindi hans vakti mikla athygli fundargesta, en hann ræddi um mismunandi áhrif vinnuálags á konur og karla. Taldi hann að heilsuvemd á vinnu- stöðum og aukin þekking á því sviði myndi flýta fyrir raunveru- legu jafnrétti á vinnumarkaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.