Morgunblaðið - 07.08.1988, Page 5

Morgunblaðið - 07.08.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 5 Egilsstaðir og Fellabær: Malarnám ógnar vatnsbólum 1.600 manna byggðar Egilsstöðum. GRUNNVATNSSTAÐA í vatns- bólum Egilsstaða og Fellabæjar hefur lækkað verulega vegna malarnáms Vegagerðar ríkisins úr botni Eyvindarár og hefur borið á vatnsskorti af þessum sökum. Vatnsból þessara bæja eru á Egilsstaðanesi sitthvoru- megin við núverandi flugbraut og fá þau vatn úr Eyvindará sem síast hefur í gegn um mal- arlög í Egilsstaðanesi. Á undanförnum tveimur árum er áætlað að Vegagerð ríkisins hafi tekið nálægt 70 þúsund rúm- metra af möl úr eyrum við ána og árbotninum. Þetta hefur orðið til þess að yfírborð árinnar hefur lækkað verulega en það leiðir til lækkandi grunnvatnsstöðu á Eg- illsstaðanesi og virðist sú lækkun nema um einum metra. Tækni- fræðingar Egilsstaða og Fellabæj- ar hafa áhyggjur vegna þessa og hafa verið haldnir tveir fundir með hagsmunaaðilum til að leita leiða til úrbóta. Fyrir tveimur árum hóf Vega- gerðin stórfellt malarnám úr Ey- vindará og eyrum hennar á Egils- staðanesi og er áætlað að á því tímabili hafi verið teknir um 70 þúsund rúmmetrar af möl úr ánni en það jafngildir rúmlega 10 þús- und vörubílsförmum. Síðan hefur grunnvatnsstaðan ekki mátt vera lægri á haustin en verið hefur svo ekki hljótist af stórfelld vandræði og alvarlegur vatnsskortur bæði á Egilsstöðum og í Fellabæ. Á haustin er vatnsnotkun mikil í þessum bæjum m.a. vegna rekstr- ar tveggja sláturhúsa samfara lágri grunnvatnsstöðu af náttú- runnar völdum. „Við þolum því alls ekki þessa lækkun af manna- völdum og væntum þess að Vega- gerðin geri þær lagfæringar sem þarf til að hækka yfirborð Eyvind- arár aftur,“ segir Hafsteinn Sæ- mundsson sveitarstjóri Fella- hrepps. Lækkandi vatnsborð eykur líka dælingarkostnað verulega bæði vegna öflugri og dýrari dælu- búnaðar og aukinnar rafmagn- snotkunar. Kostnaður við borholur og brunna verður líka mun meiri. Svo er líka óvíst hversu lengi e'r hægt að fá vatn af þessu svæði ef malarnámi verður haldið áfram á eyrum Eyvindarár svo því verður að linna, segir Hafsteinn Sæ- mundsson. Hagsmunaaðilar sem eru RARIK, Fellahreppur, Egilsstaða- bær ásamt landeigendum og Orku- stofnun hafa haldið tvo fundi um málið og réynt að finna leiðir til úrbóta en ákvörðun um lagfæring- ar liggur ekki fyrir. Ljóst er að núverandi vatnsból Fellabæjar fer undir nýja Egilsstaðaflugvöllinn og er áformað að gera nýtt vatns- ból fýrir Fellabæ austan við flug- brautina á svipuðum stað og Egils- staðabær er með sín vatnsból. Sérfræðingar Orkustofnunar hafa verið til ráðgjafar vegna þessa. Jafnframt hafa þessi sveitarfélög lagt í kostnað við að kanna önnur svæði til vatnsöflunar en Haf- steinn segir þau ekki hafa verið fýsileg og áfram verði tekið vatn á Egilsstaðanesi enda sé þar um ágætis vatn að ræða. Hafsteinn bendir á að í skýrslum sérfræðinga Orkustofnunar komi fram að áframhaldandi malarnám geti reynst alvarlegt og hafa þeir mælst eindregið til þess að því verði hætt nú þegar enda ekki seinna vænna því tjarnir séu þegar famar að þorna upp vegna lækk- andi grunnvatnsstöðu. — Björn Við Eyvindaráreyrar hefur Vegagerðin haft verulegt mal- arnám undanfarin ár svo vatns- ból eru nú i hættu. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Amarflug á uppleið! Farþegar okkar verða strax varir við aukna samkeppni. Ný rekstrarstefna - betri afkoma Það er engin launung að mörg undanfarin ár hafa verið erfið í rekstri Arnarflugs. Til þess að snúa dæminu við var staða félagsins tekin til gagn- gerrar endurskoðunar og ný rekstrarstefna mörkuð; áhættu- samt leiguflug var látið víkja og megináherslan lögð á áætlunarflug til Evrópu. Önnur Boeing 737-200 þota er staðfesting á öflugri markaðssókn félagsins. Þessi endurskipulagning á rekstrinum hefur nú sannað ágæti sitt og sýndu rekstrartölur fyrirtækisins hagnað á síðasta ári. Betri þjónusta með samkeppni Reksturinn er kominn á rétta braut og bjart framundan. Arnarflug stefnir markvisst að því að verða leið- andi á ýmsum sviðum þjónustu við flugfarþega á Islandi eins og farþegar okkar hafa þegar orðið varir við. Nokkur dæmi um betri þjónustu: • Farþegar okkar fá brottfarar- spjald sem gildir alla leið á áfangastað þótt skipt sé um vél. Engin hlaup á flugvöllum erlendis. • Sætabilið er meira í allri vélinni. Það jafnast á við „Business Class“ annarra flugfélaga. • Tollfrjáls verslun um borð. • Fyrsta flokks þjónusta í mat og drykk. Við erum ekki einir um hituna, heldur í hörku samkeppni. Þannig viljum við hafa það og því leggur allt starfsfólk Arnarflugs hart að sér í vinnunni. Það er staðreynd að samkeppni í flugi, eins og öðru, tryggir neytendum meira val og betri þjón- ustu. Þess vegna er þörf fyrir Arnarflug. ARNARFLUG - félag í samkeppni! ! SÖLUSKRIFSTOFA ARNARFLUGS OG KLM AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI 623060 SÖLUSKRIFSTOFA ARNARFLUGS LÁGMÚLA 7 SÍMI 84477

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.