Morgunblaðið - 07.08.1988, Page 25

Morgunblaðið - 07.08.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 25 oftast neðarlega í maga en þau geta þó einnig myndast oftar. Skeifu- garnarsár myndast nær alltaf í fyrsta hluta skeifugarnar, u.þ.b. á þeim stað sem myndin sýnir. Þarna er magasárið farið að blæða. Það gerist þegar sýran hefur étið sig inn í æð sem liggur í botni sársins. Stundum eru slíkar blæð- ingar stöðvaðar með brennslutæki við speglun og sjúklingi þannig forðað frá yfirvofandi aðgerð. mylja og smyija fæðuna og und- irbúa hana á þann hátt fyrir niður- brot og loks frásog í smáþörmum. Saltsýran hefur sýrustig um pH 1 og sýrir því innihald magans. Þetta sýrustig drepur bakteríur sem kunna að vera í fæðunni, en fæstar bakteríur þola súrt umhverfi. Það sama má segja um frumur maga- slímhúðarinnar og því þarf að vemda þær fyrir sýrunni og reynd- ar einnig pepsíninu sem meltir frumurnar ef það kemst að þeim. Til að veijast þessum árásarþáttum, þ.e. sýrunni og pepsíninu, framleiða slímfrumur magaveggjar slím (sjá mynd). Það er því vöm okkar gegn sárasjúkdómum. Slímið klæðir magann að innan og hindrar sýmna og pejisínið í að komast að fmmun- um. I slíminu em m.a. bíkarbóna- tjónir (HC03-) sem hlutleysa sýr- una. „Það er næsta ótrúlegt að sým- þéttnin er milljónfalt minni bak við slímlagið heldur en framan við það. Við getum dregið þá ályktun að jafnvægið milii árásar- og vamar- þátta skipti sköpum hvort sár myndast eða ekki,“ sagði Hallgrím- ur. „Ef jafnvægið raskast þannig að árásarþættimir ná yfirhendinni t.d. með aukinni sýmframleiðslu, eða ef vörnin bilar, t.d. með minni slímframleiðslu, þá myndast bólgur eða sár.“ Magaspeglun Hallgrímur var spurður að því hve margir kæmu í magaspeglun á ári hér á landi. Hann kvað vera gerðar um 1.200 magaspeglanir á Landspítalanum á ári og líklegur fjöldi magaspeglana á öllu landinu væri 4.500. Hann sagði þessa rannsókn vera tvímæla- laust bestu aðferðina til að greina sár í maga og skeifugöm. Skoðunin væri ákaflega hættulítil og tæki venjulega ekki nema um 5-10 mínútur. Speglunartækin væm ennfremur orðin mjög fullkomin. Slöngurnar sem notaðar em við speglunina væm mjóar, um 1 sm í þvermál og ákaflega sveigjanlegar. Aður fyrr hefðu sárin verið greind með röntgenrannsókn en sú aðferð væri ekki eins nákvæm og speglun. Um rannsóknina sagði Hall- grímur: „Kok sjúklings er deyft og róandi lyf gefið í æð, þannig að hann slakar á. Slangan er tengd ljósgjafa. Sjúklingur kyngir henni og innra borð vélinda, maga og skeifugamar er skoðað. Það sem sést berst eftir ljósleiðandi þráðum (fiberoptískum) að auga læknisins eða flyst með myndbandstækni yfir á sjónvarpsskerm. Eftir rannsókn- ina hvílir sjúklingur sig í 30—40 mínútur. Það er einn af kostum þessarar rannsóknar að sjúklingur- inn fær þegar í stað að vita hvað hún leiddi í ljós.“ Aðspurður hvort sjúklingar hræddust þessa rannsókn sagði Hallgrímur það fátítt meðal íslend- inga. Hér áður fyrr vom slöngurnar sverar og lítt sveigjanlegar og hefði þá komist nokkurt óorð á þessa rannsóknaraðferð vegna óþæginda sem sjúklingar urðu fyrir við skoð- unina. Með hjálp góðra tækja og deyfilyfja fyndu sjúklingar jafnan ekki til teljandi óþæginda. SIGLIIMGAÆFINTÝRI REYKJAVÍK - CUXHAVEN (nálægt Hamborg) - 21.8.-09.9.1988 - með SWAN 391 „GITTE“ (12 metra) - hámark 5 farþegar um borð með reyndum enskumælandi skipstjóra - verð: v-þ. mörk 2.850,- matur ekki innifalinn - möguleiki á flugi Hamborg-Reykjavík fyrir V-þ. mörk 500,- SAILING ADVENTURE - REYKJAVIK - CUXHAVEN (near Hamburg) - 21.8.-09.9.1988 - with SWAN 391 „GITTE" (12 meter) - max. 5 guests on board with one experien- ced english speaking skipper - price: D-Marks 2.850,- excl. food - flight Hamburg-Reykjavik arrangeable for D-Marks 500,- Pantanir/Bookings: H0CHSEE YACHTSCHULE NORDSEE Hollerallee 26 D-2800 Bremen 1 sími/phone: 421/346650 telex: 246 896 mars d telefax: 421/346032 KitchenAid Fr»gor MBO SINCER (jl.lllklUullt KitchenAid Á MÁN. . . . og þú eignast á einu bretti öll heimilistæki sem þig vantar. Þetta er einstakt boö — betra en íslenskir raftækjasalar hafa boðið til þessa. Ótrúlegt, segirðu? Vissulega. En við erum einmittað bjóða þetta núna hjá Rafbúð Sambandsins. Skilmálarnir? Engin útborgun við afhendingu. Engin greiðsla fyrr en einum mánuði eftir að gengið er frá kaupum. Creiðslum jafnað niður á næstu 24 mánuði, þannig að heildarupphæðin sem keypt er fyrir nái minnst 100 þúsund krónum. Því segjum við: Gríptu tækifærið meðan það gefst og hafðu samband við okkur í Rafbúð Sambandsins strax. WMWáít SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910-68 12 66 Frigor (Brtiikmuli KitchenAid SJÁ NÆSTU SÍÐU. •^Fngor MBO SINGER l ^1AF=UC (BcUiK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.