Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 „Þægilegt að vinna í gróðurhúsinu, það er svo mikil þögn þar.“ Krístín Loftsdóttir, sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 1988. KRISTÍN Loftsdóttir, 19 ára nem- andi, hlaut íslensku barnabókaverð- launin 1988 fyrir bók sína „Fugl í búri“. Þetta er fyrsta bókin hennar, en sögur hefur hún skrifað frá sex ára aldri bæði í máli og myndum. Söguna sína samdi hún á leiðinni úr skólanum, og skráði hana síðan í stóra stílabók, stundum í frímínútum. Blaðamaður heimsótti hana upp í Borgarfjörð þar sem hún vinnur í gróðurhúsi í sumar. Unga skáldkonan situr með kross- lagða fæturna eins og indversk- ur fílósófer, and- litið bamslegt og fasið einlægt, en talar eins og þroskuð kona með reynslu og þekkingu. „Ef fólk er opið þá verða hlutimir svo miklu eðlilegri," segir hún. Og þannig verða einmitt kynni okkar og sam- tal. Foreldrar hennar eru Loftur Magnússon yfírkennari og Erla Guðlaug Sigurðardóttir kennari, og Kristín er ekki frá því að það hafi haft sín áhrif að eiga kennara fyr- ir foreldra. „Þeir em kannski með- vitaðri um hvað böm þurfa til að þroskast andlega, þau lásu mikið fyrir mig þegar ég var lítil." En áður en Kristín gat skrifað sögumar sínar, þá teiknaði hún þær. Hún á enn bók eftir sig frá því hún var sex ára með teikni- myndum og þegar hún lítur á myndimar núna, þá man hún enn hvaða sögu hún var að segja. Seinna fór hún að skrifa þær nið- ur, en skemmtilegast fannst henni að segja sögumar og var þá yngri systir hennar ákafur hlustandi. „Eg samdi alltaf sögur áður en ég sofn- aði og síðan var framhald næsta kvöld. En það er oft sem ég byija á nýrri sögu og er svo komin með aðra áður en hinni er lokið." Kristín býr í Norðurbænum í Hafnarfírði hjá foreldrum sínum og þrem systkinum. Þótt sagan hennar eigi að geta gerst hvar sem er þá segir hún að það sé ekki laust við að hafnfírska umhverfið hafí haft sín áhrif. Söguhetjumar eru Kitta og El- ías, bæði 11 ára gömul, sem alast upp í ólíku umhverfi og við mis- munandi aðstæður, en einlæg vin- átta tekst með þeim og þau deila saman gleði og sorgum. Kristín segir að Kitta hafí verið til í tvö ár í huga sér en Elías kom síðar. „Það var í ágúst í fyrra sem ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem efnt var til samkeppni um bestu barnabókina. Ég settist þá niður og fór að teikna. Smám sam- an kom beinagrindin að sögunni. Ég hafði alltaf verið að dútla við að skrifa, aldrei sýnt neinum neitt, en nú ákvað ég að reyna í eitt skipti fyrir öll, svo ég sæi ekki eft- ir því seinna að hafa aldrei reynt.“ Skrifaði ekki Hemingway á kaff ihúsum? En haustið var komið, Kristín var nemandi í Flensborgarskóla og tíminn því naumur fyrir rit- störfín. Sagan var samin á göngu á leið úr skólanum og síðan mátti sjá Kristínu í matsal skólans þar sem hún sat löngum og skrifaði í frímínútum. Mér finnst sem það hljóti að hafa verið erfítt að skrifa innan um svona margt fólk og hef orð á því. En Kristínu þótti ágætt að skrifa í hávaðanum. „Ég á svo gott með að útiloka mig frá umhverfínu, maður venst því þeg- ar maður á yngri systkini," segir hún brosandi. — Skrifaði Hemingway ekki á kaffíhúsum? „Jú, en hans umhverfi var nú kannski aðeins menningarlegra," segir Kristín og hlær. „En ég skrifa bara þar sem ég er stödd í það skiptið, í bílnum þegar ég fer milli staða, fyrir framan sjónvarpið, já hvar sem er. Það voru bara tveir síðustu kaflarnir sem ég vélritaði beint. Mamma fór síðan yfír alla stafsetninguna með mér. Annars var þetta þannig að eftir því sem ég skrifaði meira því auðveldara var það. Að lokum verður maður háður því að skrifa." — Er ekki Elías dálítið fullorð- inslegur í tali? „Mörgum fínnst það, en jafti- framt því sem bamabækur eiga að vera fjölbreytilegar og þro- skandi, þá verður að vera gott mál á þeim. Éf böm sjá aldrei eða heyra orðið þá læra þau það aldrei. Elías talar kannski hátíðlega en það eru margir krakkar sem gera það. Böm hugsa meira um lífið og tilver- una heldur en fullorðna fólkið ætl- ar. Ég talaði um daginn við 8 ára strák héðan úr Reykholtssveit og hann sagði mér dijúgur að nú væri hann búinn að læra að lesa og því gæti hann nú farið að lesa Grettissögu og allar hinar íslend- ingasögumar!" Þetta eru gleðifréttir á síðustu og verstu tímum íslenskunnar, en hver var tilgangurinn með sögunni og boðskapurinn? „Ég vildi skrifa sögu sem vekti krakkana til umhugsunar, þannig að þau spyrðu pabba og mömmu, en hún átti auðvitað líka að höfða til fullorðna fólksins. Ég vil að þau sjái að böm eru manneskjur sem þurfa tíma, aðhald og hlýju. Já mig langaði bara að segja eitthvað fallegt. Boðskapurinn er kannski sá, að maður á að vera maður sjálfur. Elías er persónugervingur fyrir slíkan dreng. Keypti kók og flögur — Hvemig brástu við þegar þér var tilkynnt um verðlaunin? „Þegar maðurinn hringdi og kynnti sig þá var ég steinhissa hvað hann var kurteis að láta mig vita að ég hefði ekki komið til greina. Þegar hann svo sagði eins og var þá hélt ég í fyrstu að þetta væri gabb. En svo var voða erfitt að geta ekki sagt neinum frá því strax. Ég æddi um húsið og beið eftir að pabbi og mamma kæmu heim, fór svo út í sjoppu og keypti kók og flögur og bauð þeim uppá þegar þau komu! Mér fannst allan tímann svo frá- leitt að ég mundi vinna, vonaðist þó til að fá eitthvað skrifað svona neðanmáls þegar ég fengi handritið til baka, um að ég væri efnileg eða ætti að halda svona áfram. Mér fannst þetta svo lélegt hjá mér og það spillti fyrir, því það er slæmt ef maður trúir ekki á sjálfan sig. En Ámi, kærastinn minn, las alltaf yfir kaflana og sagði að þetta væri fínt hjá mér. Það var mikil uppörv- un og þess vegna hélt ég alltaf áfram. Hrósið er svo mikilvægt. Ég fékk bréf frá ungri konu sem er rithöfundur og hún hvatti mig til að halda áfram. Ég var í skýjun- um á eftir! Það hefur glatt mig hvað fólk hefur glaðst með mér. Þögnin þægileg Kristín býr í sumar hjá kærasta sínum, Áma Víkingi Sveinssyni, og foreldrum hans í Reykholts- sveit. „Mér líkar vel héma. Ég geng oft ein upp á hálsinn héma og ligg í grasinu. Þar eru folöld!" bætir hún við hrifín. Mér fínnst gott að vera ein, ég vil vera í ró. Það er svo þægilegt að vinna f gróðurhúsinu því það er svo mikil þögn þar. Ég hlusta aldrei á útvarp og fer aldrei á böll.“ — Ert þú Kitta? „Nei ég er ekki Kitta, og ég tek það skýrt fram að þetta er engin sjálfsævisaga, enda hef ég alltaf átt góðar vinkonur og foreldrar mínir haft nægan tíma fyrir mig. En ég held að það sé Kitta í mörg- um okkar því við þorum ekki alltaf að vera við sjálf." Ég spyr hana út í framtíðar- draumana og hún segir að það sé margt sem sig langi til að gera og læra, t.d. lesa bókmenntir í háskól- anum, fara í myndlistarskóla, verða kennari eða læra gullsmíði. „Ég vil eiga bara þokkalegt heimili, ekki of stórt en nóg fyrir flölskyld- una. Ég vil helst ekki vera rík eða fræg, en ég vil auðvitað að bækum- ar mínar seljist." — Ertu byijuð á annarri bók? Nú brosir hún í fyrsta skipti feimnislega: Já, ég er byijuð á annarri bók, en ég vil ekkert ræða um hana því ég veit ekkert hvort hún verður að veruleika. En ég held að ég einskorði mig ekki ein- göngu við bamabækur. Mig langar líka að skrifa fyrir fullorðna, og einnig fyrir miklu yngri böm.“ Viðtal: Kristín Marja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.