Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 frá morgni til kvölds og geta ekki einu sinni notið náttúrunnar í kring- um sig. En auðvitað veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér, allir þurfa víst þak yfír höfuðið. Ég veit ekki hvort það er af hug- sjón eða ævintýraþrá sem ég fer núna til Eþíópíu til að vinna að vatns- verkefni Rauða krossins, en ég fínn að mig langar til að leggja eitthvað af mörkum." „Persónulegur frami?" segir Marta. „Ef það er per- sónulegur frami að vilja gott starf og góð laun, þá er það allt í lagi. Mig dreymir ekkert um völd, en fjár- hagslegt öryggi skiptir mig geysi- miklu máli. Eg þarf að mennta son minn og ég er að vakna til vitundar um það seinni árin að mig langar til að komast áfram í lífínu. Og það er sannarlega súrt í broti þegar karl- menn eru sífellt teknir fram fyrir konur þegar um góðar stöður er að ræða, það særir réttlætistilfínning- una. Mér þykir fátt jafn mikilvægt og fjölskyldulífíð. Ég á mjög góða fjöl- skyldu sjálf og mér finnst alltof mik- ill tími fara í að afla tekna. Það á enginn að þurfa að þræla allan sólar- hringinn, eins og hér er gert, til að hafa í sig og á. Tíminn með íjolskyld- unni og vinum er dýrmætur." Og hjólið snýst — Hver er helsti „óvinur" fjöl- skyldunnar að ykkar mati? „Þú ert að meina tengdó, er það ekki?“ segir Auður eins og ungu fólki er einu lagið, og brýtur niður háalv- arlegt andrúmsloftið. „Það er auðvitað lífsgæðakapphlaup- ið, hraðinn og allur æsingurinn sem alla er að drepa," segja þær. Auður: „Þjóðfélagið krefst þess af okkur að við tökum þátt í þessu kapphlaupi. Ef ég rek eigið fyrirtæki þar sem ég ræð tíma mínum sjálf þá get ég kannski átt fleiri stundir með bömunum mínum þegar að því kemur." „Ég vonast til að geta unnið eitt- hvað heima þegar ég er komin með böm,“ segir Helena, sem vonandi verður ekki nærri strax því ég á eft- ir að gera svo margt annað, helst vildi ég búa fyrir utan borgina þar sem ég get verið með náttúmnni og átt dýrin sem mig hefur alltaf dreymt um.“ „Það er ekki vinnan sjálf sem er vandamálið eða „óvinurinn“,“ segir Marta. Ég vil vera úti á vinnumark- aðinum og fá að takast á við ný verkefni og fá útrás fyrir minn metn- að. Það er mikilvægt fyrir alla, bæði böm og fullorðna, að fara út af heim- ilinu á daginn. En allt á að vera inn- an skynsamlegra marka.“ Þegar ég spyr þær hvort þær fæm á þing ef þær ættu þess kost, þá fæ ég dræm svör. Þær vilja þó ekki vera hlutlausar og munu svo sannarlega nota atkvæði sitt. En pólitík heillar þær ekkert sérstaklega og þær segja að jafnaldrar sínir ræði hana lítið. Vandamál sjávarútvegsins heldur því ekki fyrir þeim vöku en aftur á móti fylgjast þær vel með því sem er að gerast og sérflagi þeim málum sem snertaþær. Dagvistunar- mál em ofarlega á baugi hjá Mörtu þessa stundina, þótt hún segist vera heppin í þeim eftium, og skólamálin hjá Auði, en henni blöskrar áhuga- leysi kennara. Einnig fínnst henni gmnnskólinn gera alltof litlar kröf- ur, því þegar í framhaldsskóla er komið þá hefst vinna sem fæstir em búnir undir. Helenu fínnst agaleysi áberandi meðal unglinga. Þótt hún vilji að þeir séu böm eins lengi og hægt er, þá fínnst henni samt alla ábyrgðartilfínningu vanta, rétt eins og þau hafi aldrei vanist því að hafa einhverjar skyldur. — Þið ætlið sem sagt ekki að stjóma landinu? „Ekki við sjálfar, en við munum vissulega velja hæfasta fólkið til að stjóma því fyrir okkur. Það er búið að beijast fyrir okkur að vissu leyti en þó höfum við ekki náð því jafn- rétti sem við viljum. En hjólið snýst áfram, sannaðu til.“ í „tímalausu" þjóðfélagi Ungu konurnar em ekki í neinum byltingarhugleiðingum, en þær em svo sannarlega ekki hugsjónalausar. Jafnrétti á heimilinu er svo sjálf- sagður hlutur í augum þeirra að þeim fínnst óþarfi að ræða það frek- ar. Reiði ungu kvennanna á rauðu sokkunum var þá ekki til einskis. En þær vissu ekki þá, að gífurlegt vinnuálag og tímaleysi beið dætra þeirra. Það var arfurinn, og hann sitja þær uppi með ungu konumar. Þeirra bíður stórt og mikið verkefni, því þær búaí „tímalausu" þjóðfélagi þar sem menn lifa til að vinna, en hafa ekki tíma fyrir lífíð sjálft. Þær vilja jafnrétti og betri laun fyrir vinnu sína, því þá kannski fá þær tíma og tækifæri til að rækta manninn í sér. Texti: Kristfn Maija Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson ■Marta Helgadóttir: Mig dreymir ekki um völd, en fjárhagslegt öryggi skiptir mig máli. fyrir þykir það sjálfsagður hlutur að skipta með sér verkum, en úti í þjóð- félaginu em enn ákveðnar kvenna- stéttir og karlastéttir, jafnvel þótt við þekkjum menn sem una sér vel við störf á bamaheimilum og aðra sem em að fara í bameignarfri. — Konur í Austur-Þýskalandi búa við mikið jafnrétti hvað varðar störf f þjóðfélaginu. Þar er einnig lítið um vestræn tfskuáhrif. Haldið þið að allt þetta „tískupjatt" í hinum vest- ræna heimi veiki stöðu kvenna þegar um góð störf er að ræða? Helena: „Útlitið er farið að skipta allt of miklu máli og sjálfsagt gætum við varið tímanum í eitthvað annað betra en þetta sífellda stúss með fatnað og snyrtingu. En við látum líka mata okkur allt of mikið.“ Marta: „Það er framkoman sem skiptir máli, en oftast fær sá sem er vel tfl hafður betri fyrirgreiðslu." Auður: „Aðalatriðið er að vera snyrtilegur hvort sem um er að ræða karl eða konu.“ Persónulegnr frami eða hugsjón — Það er sagt um ungt fólk í Evrópu núna að það hafi einungis áhuga á efnislegum hlutum og per- sónulegum frama. Á þetta kannski við um ykkur líka? „Að vissu leyti," svarar Auður. „Ég vil komast áfram í lífínu og eiga ■i ■ peninga, því án þeirra getur maður ekki gert neitt. Mig langar til að eign- ast fyrirtæki og vera minn eigin herra, því ég vil stjóma en ekki vera stjómað. Það er út í hött að ætla sér að koma með fjölskyldu og eiga ekki einu sinni þak yfír höfuð hennar. Ég held að mér takist þetta, þótt ég geri mér auðvitað grein fyrir því að allt getur gerst í þessum heimi. En ég er á móti því að ungt fólk vinni með náminu á vetuma eins og það hefur gert. Mér fínnst að það eigi að hafa tíma til að sinna áhuga- málum sínum og taka þátt í félags- störfum. Lifa lífínu meðan það er ungt.“ „Stöður og völd em ekki mín framtíðarsýn," segir Helena. Auðvit- að verð ég að hafa einhveija atvinnu að lifíbrauði, þótt ég vildi hest vinna sem minnst, en peningar skipta mig litlu máli. Ég er mjög ósátt við það hversu ungt fólk notar lítið þau tæki- færi sem það hefur til að lesa eða ferðast og kynnast eigin landi eða menningu annarra þjóða og víkka þar með sjóndeildarhring sinn. Það er einhvem veginn lokað í eigin til- veru þar sem allt snýst um peninga. Ég var einu sinni búin að festa kaup á íbúð og bíl eins og hinir, á kafí í að borga víxlana af þessu, en svo sneri ég baki við þessu lífsformi, _sá að þetta var ekkert fyrir mig. Ég vil ekki þurfa að fara aftur inn í þessa hringiðu þar sem allir þræla Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson ■Það var ekki fyrr en þær gengu í burtu að ég skildi hvað þær vildu. Klukkan í Dómkirkj- unni vissi það allan tímann. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson ■Auður Daníelsdóttir: Ég vil stjórna, en ekki vera stjórnað. Morgunblaðið/Börkur Amarson ■Helena Jónsdóttir: Ég sneri baki við þessu lífsformi. .w í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁ RÁÐHÚSTORGI HITAMÆLAR Söyfffeyigjyr új<?53iú]©®©irfl <&' ©cq) Vesturgötu 16, sími 13280. Graeoum Graroum ÁTAKILANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REVKlAVlK SlMI: (91)29711 Hlaupareikningur 261200 Búnaðarbankinn Hellu TO «0 jn ftí E “ «o Jjj 8 -2 L_ CO CD —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.