Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 DAGUR A ÞJOÐHATIÐ ÞJÓÐHÁTÍÐ í EYJUM er náunginn sem kemur kjagandi upp í brekkuna með stunguskóflu í annarri hendinni og segir: Heyriði krakkar, Maggi rotaði Siggu með skóflunni áðan. — Ha. Var það eitthvað alvarlegt? „Nei, hún fékk gat á hausinn. Hann var að reka niður tjaldsúlumar og vissi ekki að hún var inni í tjaldinu." Morgunblaðið/Sigurgeir Þjóðhátíð í Eyjum var fjölmennasta útihátíðin um síðustu helgi. Hústjöld innfæddra sjást hér í baksýn hátíðarsvæðisins. ÞJÓÐHÁTÍÐ í EYJUM er hópur af sauðdrukknu fólki í bíl á leið frá dalnum, syngjandi „Það er þjóðhátíð í Eyjum einu sinni enn.“ Lögreglumaður stöðvar bílinn og bendir bílstjóranum að skrúfa niður rúðuna. „Hæ, elskan,“ segir ökumaðurinn drafandi röddu. Lögreglumaðurinn beygir sig niður og segir rólega en ákveðið: „Heyrðu, það er vínlykt í bílnum." > ÞJÓÐHÁTÍÐ í EYJUM er DC-3-vél Landgræðslunnar í listflugi yfír hátíðarsvæðinu. Tekur djarfar hálfveltur í 100 feta hæð yfír mótsgestum. Mér er tjáð að Bjöm Thoroddsen sé við stýrið. Kallaður flugdýrið af félögum sínum. ÞJÓÐHÁTÍÐ í EYJUM er stúlkan í gripaflutningavagninum á leið niður í bæ sem segin „Málið er að vera fífl í þrjá daga,“ við strákinn sem er að reyna að koma henni í skilning um að hún sé stödd í Vestmannaeyjum en ekki á Akureyri. ÞJÓÐHÁTÍÐ í EYJUM er að þetta eru hlutir sem gerast fyrir hádegið. Er líður á daginn verður lífíð snöggtum geggjaðra. a Nokkrir hressir eyjapeyjar taka létt spor fyrir ljósmyndarann. Hið fyrsta sem ég heyri er ég kem inn á hátí- ðarsvæðið er: „Ætl- arðu að fá þér sopa eða ætlarðu að sofna með þetta í klofinu." Þetta kemur úr barka nokkuð skondins náunga, þar sem hann stendur yfir félögum sínum og ruggar sér fram og aft- ur. Klæddur rýjateppi og litlu öðru með skærrauða plasthárkollu á höfðinu. Ég heyri ekki svarið þar sem tveir góðkunningjar mínir úr borginni koma að og segja farir sínar ekki sléttar. „Djöfullinn sjálfur, það er búið að ræna öllu áfenginu okkar. Öllu, þremur Jim Beam, tveimur Tequlia og einni Glenlivet. Það eina sem eftir er í tjaldinu eru tvö kíló af sítrónum og saltbaukur. Hvað í helvítinu eigum við að gera við tvö kíló af sítrónum?" spyr annar þeirra. Þetta er á öðrum degi Þjóðhátíð- ar í Vestmannaeyjum. Brekkan er áhorfendasvæðið fyrir framan há- tíðarsviðið. Gripaflutningavagnam- ir eru sérfyrirbrigði á Þjóðhátíð. Litlir vörubflar með tjald yfir pallin- um í stöðugum ferðum milli Heij- ólfsdals og bæjarins. Með tuttugxi lítra af blandi á litlaputta Á sviðinu í dalnum eru Hjalti Ursus Árnason og Jón Páll að hnykla vöðvana. Þeir ætla að setja heimsmet í hinu og þessu en fyrst er það glíma að gömlum sið. Vöðva- búntin tvö takast á í stórkarlalegum faðmlögum á flötinni fyrir framan sviðið. Ursus hefur undirtökin framan af. Síðan er gestum boðið í glímu. Rangvellingur nokkur reyn- ist öðrum fremri í faðmlögunum. Hann lítur út fyrir að vera bónda- sonur, þrekinn, rauðbirkinn, snagg- aralegur peyi í snjáðri ullarpeysu með gömlu mynstri. Hann fer létt með að leggja tvo fyrstu keppinaut- ana sína. Ámi Johnsen kallar í hljóðnem- ann hvort fleiri leggi í Rangvelling- inn. Helmingur af karlpeningi eyja- skeggja brettir upp ermarnar. Rangvellingurinn er loks lagður að velli. Úrsus svipast um eftir fieiri glímuköppum, kallar inn í hóp áhorfenda: „Þú þama, kúrekinn og þessi í hrikalegu Spánarbuxunum." Þeir tveir takast á næst. Kúrekinn hefur betur. Jón Páll setur heimsmet í að halda tuttugu lítrum af blandi á loft með litlaputta. Hann heldur því með útréttum armi í 30 sekúndur, ákaft hvattur af áhorfendum. Hann tekur síðan til við að blása út hita- poka þar til pokinn springur. Hreint ótrúlegt atriði. Lónlí blú bojs eru næstir á sviðið. í fluginu til Eyja fyrr um daginn sit ég við hliðina á Gunnari Þórðar- syni. Spyr hann hve oft hann hafí komið á þjóðhátíð. „Aðeins einu sinni. Með Ríó Tríó árið 1974 eða þar um bil. Það var alveg hrikalegt," svarar hann. Síðasta orðið er sagt með þannig áherslum að frekari útskýringar eru óþarfar. Lónlí blú bojs taka syrpu af þekktustu lögum sínum. Staðfæra sum þeirra þannig að það blanda allir landa upp til Eyja og er ég kem heim í Heijólfsdal. Sumum fínnst þetta kannski gamalt og þreytt en á Þjóðhátíð eiga skemmti- atriðin að vera í föstum skorðum. Hljómsveitin sem reynist smellur hátíðarinnar að þessu sinni er hins- vegar Óp Lárusar. Jakobína, hin hressa eiginkona Sigurgeirs ljós- myndara Morgunblaðsins í Eyjum, segir að bak við nafn hljómsveitar- innar sé sú saga að þeir æfðu í kjallaranum hjá manni er heitir Lárus. Lárus þessi átti það til að öskra á peyjana vegna hávaðans í þeim. Vildi að hávaðanum væri haldið í skefjum. Er þeir voru síðan að pæla í hvað hljómsveitin ætti að heita fannst þeim tilvalið að kalla hana Lárus. Þeir báru það undir Lárus sem ku hafa verið lítt hrifínn af uppátækinu. Því var nafninu breytt í Óp Lárusar. Goggi er okkar maður Góðkunningjar mínir hafa komið sér fyrir skammt frá sandgryfjunni við holu 14 á golfvellinum í Heij- ólfsdal. Er ég hitti þá aftur eru þeir að pæla í áfengismálum sínum . . . „Við verðum að hitta Gogga. Hann er okkar maður í Eyjum og reddar þessu smotteríi," segir annar þeirra. Á meðan þeir ræða um hvernig best sé að hafa upp á Gogga slangra þjóðhátíðar- gestir fram og aftur um holu 14 á mismunandi stigum ölvunar. Góð- kunningjar mínir eru að snæða hið eina sem eftir er af nesti þeirra, stórt stykki af Toblerone-súkkulaði. Það veldur umtali nær allra er leið eiga um. „Hva, eruð þið að koma frá út- löndum?" spyr ung pysja, dökk- hærð, síðhærð, klædd í bláar T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.