Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
197. tbl. 76. árg.
MIÐVIKUDAGUR 31. AGUST 1988
Prentsmíðja Morgimblaðsins
Eyðimerkurstríðið í V-Sahara:
Friðaráætlun de
Cuellars samþykkt
Genf. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Marokkó og fulltrúar PoUsario-hreyfingarinnar
hafa faUist á áætlun Javiers Perez de Cuellars, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, um leiðir til að binda enda á eyðimerkurstríðið
í Vestur-Sahara sem staðið hefur i tæp 13 ár. Talsmaður fram-
kvæmdastjórans skýrði frá þessu í gær og kvað áætlunina gera ráð
fyrir því að íbúar svæðisins umdeUda greiddu um það atkvæði hvort
stofna bæri sjálfstætt ríki eftir að lýst hefði verið yfir vopnahléi.
Talsmaðurinn, Francois Giuliani,
sagði að áætluninni yrði hrint í
framkvæmd fyrir lok þessa árs en
bætti við að vopnahlésdagurinn
hefði enn ekki verið tiltekinn. Ein-
stök atriði áætlunar de Cuellars
hafa ekki verið gerð opinber en
framkvæmdastjórinn lagði hana
fyrir fulltrúa Polisario-hreyfíngar-
innar og stjómvalda í Marokkó
þann 11. þessa mánaðar. De Cuell-
ar átti í gær viðræður við Abdellat-
if Filali, utanríkisráðherra Mar-
okkó, og Berchir Mustapha, sem á
sæti í framkvæmdanefnd Polisario-
Chile:
Pinochet
útnefndur
Santiago. Reuter.
AUGUSTO Pinochet, forseti
ChUe sem rikt hefur í skjóli her-
valds undanfarin 15 ár, var í
gærkvöldi útnefndur frambjóð-
andi herstjómarinnar í forseta-
kosningum sem boðað hefur ver-
ið tU í október. Pinochet, sem er
72 ára að aldri, verður jafnframt
eini frambjóðandinn í kosningun-
um.
Fái forsetinn yfir 50 prósent at-
kvæða mun hann ríkja í Chile í
átta ár til viðbótar. Sveitir óeirða-
lögreglu beittu táragasi gegn þús-
undum manna sem söfnuðust sam-
an í Santiago, höfuðborg landsins
í gær er ljóst þótti að Pinochet hlyti
útnefninguna. Leiðtogar náms-
manna sögðu að 100 stjómarand-
stæðingar hefðu verið handteknir.
hreyfíngarinnar.
Atökin í Vestur-Sahara hófust
árið 1975 er Marokkó-búar og
stjómvöld í Máritaníu innlimuðu
landsvæðið sem áður hafði tilheyrt
Spánveijum. Ári síðar lýsti Polis-
ario-hreyfíngin yfír stoftiun sjálf-
stæðs ríki, Arabíska alþýðulýðveld-
isins, sem hlotið hefur viðurkenn-
ingu 71 erlends ríkis. Máritaníu-
búar féllu frá yfírráðakröfum sínum
eftir að herafli þeirra hafði hvað
eftir annað beðið ósigra í bardögum
við skæruliða. Allt frá því stríðið
hófst hafa skæruliðar Polisario not-
ið stuðnings Alsír-búa. Fram til
þessa hefur Hassan konungur Mar-
okkó hafnað öllum friðartillögum á
þeim forsendum að fylgismenn
Polisario séu málaliðar stjómvalda
í Alsír. Batnandi sambúð Alsír og
Marokkó hefur hins vegar leitt til
þess að dregið hefur úr stuðningn-
um við skæmliða og hefur herafli
Marokkó, sem telur um 100.000
menn, ráðið landsvæðinu umdeilda
að mestu síðasta árið.
Pressens Bild
Sprenging í miðborg Stokkhólms
Þrír menn særðust í sprengingu sem varð í tískuverslun við
Drottningargötu í miðborg Stokkhóbns í gærmorgun. Fundur
umhverfismálaráðherra Norðurlanda fór fram í byggingunni og
varð að gera hlé á honum er húsalengjan var rýmd. Matthías
Á. Mathiesen samgönguráðherra sat fundinn fyrir íslands hönd.
Að sögn fréttastofunnar NTB er ekki vitað hvað olli sprenging-
unni.
Hung’urvof-
an ógnar
þúsund-
um Súdana
London, Khartoum. Reuter.
HUNGURDAUÐI vofir yfir þús-
undum barna og kvenna í Súdan,
að sögn starfsmanna bresku
hjálparstof nunarinnar Oxfam.
Talsmaður stofnunarinnar sagði
í gær að hundruð manna létust
á degi hveijum og að ástandið
yrði sífellt alvarlegra.
Ástandið er verst í suðurhluta
landsins þar sem þúsundir manna
hafa flúið gífurleg flóð á undanföm-
um vikum. Morris Lawiya, héraðs-
stjóri Equatoriu, sagði í gær að
30.000 manns hefðu leitað skjóls í
bænum Torit en íbúar hans eru um
80,000. Kvað hann engan mat að
fá og hefðu margir brugðið á það
ráð að halda gangandi til bæjarins
Juba í 130 kílómetra fjarlægð. Leið-
in lægi í gegnum landsvæði þar sem
skæruliðar SPLA-hreyfingarinnar
hefðu komið fyrir jarðsprengjum
og kvaðst héraðsstjórinn ennfremur
óttast að skæruliðar myrtu flótta-
mennina á göngunni. í júnímánuði
felldu skæruliðar 10 stjómarher-
menn og 50 óbreytta borgara er
þeir réðust á bílalest sem flutti
hjálpargögn til Torit.
Talsmaður bresku hjálparstofn-
unarinnar sagði allt að 280 manns
láta lífið af völdum hungurs og sjúk-
dóma á degi hveijum.
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, ræðir við fulltrúa kommúnistastjórnarinnar í Póllandi
Framhald verkfalla ræðst
af niðurstöðum fundarins
Fyrsti fundur Walesa og fulltrúa stjórnvalda frá setningu herlaga árið 1981
Gdansk, Varsjá. Reuter.
LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu
hinnar óleyfilegu hreyfingar
pólskra verkamanna, mun í dag,
miðvikudag, eiga viðræður við
Herlið á heimleið
Tæplega 1.000 suður-afrískir her-
menn héldu í gær yfír Kvango-
fljót á landamærum Angólu inn í
Namibíu. Þar með lauk brottflutn-
ingi herliðs Suður-Afríku frá Ang-
ólu í samræmi við ákvæði sam-
komulags um frið í landinu og
framtíð Namibíu, sem lotið hefur
stjóm Suður-Afríku undanfarin
73 ár.
Útvarpið í Suður-Afríku sagði
fulltrúa stjómvalda í Angólu, Suð-
ur-Afríku og á Kúbu hafa fylgst
með er síðustu hermennirnir héldu
yfír landamærin 36 klukkustund-
um á undan áætlun. Samkvæmt
samkomulaginu munu stjómvöld
í Suður-Afríku veita Namibíu
sjálfstæði er 50.000 kúbanskir
hermenn í Angólu, sem barist
hafa við hlið stjórnarhersins gegn
skæruliðum, hafa verið kallaðir
til síns heima.
Reuter
Czeslaw Kiszczak, hershöfðingja
og innanríkisráðherra Póllands.
Fulltrúi katólsku kirkjunnar
mun einnig sitja fundinn sem
verður hinn fyrsti sem Walesa á
með fulltrúum stjórnvalda frá
því herlög voru sett árið 1981
og starfsemi Samstöðu bönnuð.
Tadeusz Maziowiecki, talsmaður
Samstöðu í Gdansk, sagði að
verkföllum yrði ekki hætt fyrr
en ljóst væri að fundur þeirra
hefði skilað árangri. Stjórnvöld
skýrðu í gær frá aðgerðum til
að draga úr verðbólgu og auka
framboð á neysluvarningi en
dapurlegt ástand efnahagsmála
hefur ekki síst orðið tii þess að
kynda undir ólgu meðal verka-
manna í Póllandi.
í dag eru átta ár liðin frá því
Walesa og fulltrúar stjórnvalda í
Gdansk undirrituðu samkomulag
sem fól í sér viðurkenningu á starf-
semi Samstöðu, fyrstu óopinberu
verkalýðshreyfingarinnar í komm-
únistaríkjunum austan jámtjalds-
ins. í desember árið eftir voru her-
lög sett í landinu og í bytjun árs
1982 var starfsemi samtakanna
bönnuð.
Fyrr í gærdag skýrði Jerzy Urb-
an, talsmaður kommúnistastjómar-
innar í Póllandi, frá því að stjóm-
völd væru reiðubúin til að eiga við-
ræður við Lech Walesa, um framtíð
landsins. Urban sagði að þær við-
ræður gætu hafist um leið og Wal-
esa og fylgismenn Samstöðu 'í
Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdansk
hættu verkfalli. Talsmaður Sam-
stöðu sagði að verkföllum yrði ekki
hætt fyrr en niðurstaða fundarins
lægi fyrir. „Við vonumst til þess
að þessar viðræður geti leitt til
þess að tekið verði á mjög mikil-
vægum málum fyrir landsmenn
alla. I fyrsta lagi ræðir um vald-
dreifingu og viðurkenningu á Sam-
stöðu,“ sagði hann.
Skömmu eftir að Jerzy Urban
hafði skýrt frá afstöðu stjórnvalda
hélt Walesa frá Lenín-skipasmiðj-
unum á fund Tadeusz Goclowski,
biskups í Gdansk. Innanríkisráð-
herrann er náinn ráðgjafi Wojciechs
Jaruzelski, hershöfðingja og leið-
toga pólska kommúnistaflokksins,
og er almennt litið svo á að fundur-
inn með Walesa í dag sé liður í
undirbúningi fyrir frekari viðræður
stjómarandstæðinga og stjóm-
valda.
Samkvæmt efnahagsráðstöfun-
um pólsku ríkisstjómarinnar sem
kynntar vom í gær verður verðlag
fryst í landinu frá 1. janúar næst-
komandi til að vinna bug á verð-
bólgu. Ein helsta krafa verkamanna
í verkföllum undanfarinna tveggja
vikna hefur verið hækkun launa auk
viðurkenningar stjómvalda á starf-
semi Samstöðu.
Sovétmenn
vændir um
samningsbrot
Washington. Reuter.
TALSMAÐUR bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins skýrði frá
því í gær að herþotur frá flug-
völlum í Sovétríkjunum hefðu
gert loftárásir á borgina Kunduz
í norðurhluta Afganistans.
Talsmaðurinn, Phyllis Oakley, sagði
þetta brot á ákvæðum Genfar-
samningsins um brottflutning sov-
éska herliðsins frá Afganistan. Það
væri yfir allan vafa hafið að hluti
flugvélanna hefði gert árásir frá
flugvöllum í Sovétríkjunum og
hygðust stjórnvöld í Bandaríkjunum
koma þessum upplýsingum á fram-
færi við eftirlitsmenn Sameinuðu
þjóðanna sem fylgjast með því að
ákvæði gerðra samninga séu virt.