Morgunblaðið - 31.08.1988, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
Nýjar reglur um gjaldeyriskaup bankanna:
Bankarnir beri kostnað
breytist gengi um meira
en 2% á afgreiðslutíma
SEÐLABANKINN hefur sett nýjar reglur um gjaldeyriskaup við-
skiptabankanna vegna mikils útstreymis gjaldeyris úr Seðlabank-
anum síðustu dagana fyrir gengisfellinguna í mai síðastliðnum.
Ef meðalgengi krónunnar breytist um meira en 2% á þeim tíma
sem liður frá þvi að gjaldeyririnn er pantaður og þar til hann er
afgreiddur, greiða bankarnir mismuninn sjálfir. Mikil óánægja
er meðal bankamanna með þessar reglur og áttu þeir fund með
forráðamönnum Seðlabankans á mánudag, þar sem reglum þessum
var mótmælt.
Að sögn Sigurðar Amar Einars-
sonar, skrifstofustjóra Seðlabank-
ans, eru 2% talin nálægt eðlilegu
fráviki frá meðalgengi erlendra
gjaldmiðla. „í kjölfar hins mikla
gjaldeyrisútstreymis þótti nauð-
synlegt að setja einhveijar svona
reglur," sagði Sigurður. Hann
sagði að reglur af þessu tagi hefðu
ekki gilt áður í samskiptum Seðla-
bankans og viðskiptabankanna.
„Viðræður standa yfír milli við-
VEÐUR
skiptabanka og sparisjóða annars
vegar og Seðlabankans hins vegar
um þessar reglur. Vonandi næst
viðunandi lausn, því að ef þessar
reglur Seðlabankans standa
óbreyttar, neyðast bankamir til
að að liggja með meiri gjaldeyris-
eign en ella,“ sagði Tryggvi Páls-
son,' bankastjóri Verzlunarbank-
ans. „Það er ekki æskileg staða,
það er áhætta í sjálfu sér að liggja
með slíkan varúðarsjóð."
Morgunblaðið/RAX
Nú fer skólafólk að flykkjast í bókaverslanir til að kaupa sér námsbækur og annað tilheyrandi.
Námsbækur hækka um 30%
NÁMSBÆKUR hækka yfirleitt í
verði um nálægt 30% frá þvi i
fyrra, sem er i samræmi við verð-
bólgu. Stærsta forlagið i útgáfu
námsbóka fyrir framhaldsskóla,
Mál og menning, sker sig þó úr
með mun meiri hækkanir. Riflega
IDAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.16 í gær)
I/EÐURHORFURIDAG, 31. AGUST1988
YFIRLIT f QÆR: Búist er við stormi á Vestfjarðamiðum. Milli ís-
lands og Færeyja er hægfara 982 mb lægð og 985 mb lægö fyrir
vestan Skotland fer norðnorðaustur og siðah norður. 1015 mb hæð
yfir Grænlandi. Hiti breytist lítið.
SPÁ: Norðaustanétt, 4—6 vindstig viðast hvar ó landinu. Skýjað
og dálítil rigning á Norður- og Norðausturlandi, þurrt og víða lótt-
skýjað á Suöur- og Suðvesturlandi. Hiti 5—14 stig.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðan- og norðaustan-
átt og fremur kalt í veðri. Rigning á Norður- og Austurlandi en
þurrt og víða lóttskýjað á Suövestur- og Vesturlandi.
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * ■* * Snjókoma
»* *
•j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
*\] Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
[~<^ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 9 alskýjað Reykjavík 9 skýjað
Bergen 15 hólfskýjað
Helsinki 19 hálfskýjað
Kaupmannah. 18 hálfskýjað
Narssarssuaq 7 skýjað
Nuuk 7 alskýjað
Ósló 15 skúr
Stokkhólmur 17 skýjað
Þórshöfn 13 léttskýjað
Algarve 23 heiðskfrt
Amsterdam 18 skúr
Barceiona 25 léttskýjað
Chicago 11 hálfskýjað
Feneyjar 25 léttskýjað
Frankfurt 19 skýjað
Glasgow 14 rígning
Hamborg 17 skýjað
Las Palmas 26 léttskýjað
London 18 skýjað
Los Angeles 17 Þokumóða
Lúxemborg 16 skýjað
Madrfd 28 mistur
Malaga 28 léttskýjað
Mallorca 30 léttskýjað
Montreal 12 Þokumóða
NewYork 19 alskýjað
Paris 20 skýjað
Róm 29 léttskýjað
San Diego 20 léttskýjað
Winnipeg 10 skýjað
þriðjungur námsbóka forlagsins
hækkar um meira en 30% og
fimmtungur bókanna hækkar um
50% upp í 100%. Árni Einarsson,
framkvæmdastjóri Máls og menn-
ingar, segir að hækkanirnar eigi
sér eðlilegar skýringar, í mörgum
tilfellum sé um endurprentanir að
ræða.
Þær upplýsingar fengust í prent-
smiðjunni Odda að verð á útseldri
vinnu hefði hækkað um 36% milli
ára og aukinn kostnaður við endur-
prentun gæti því ekki_ skýrt stórfelld-
ar verðhækkanir. Ámi Einarsson
segir að verðlagning bóka í samræmi
við prentsmiðjukostnað myndi leiða
til tapreksturs. Lítil sala námsbóka
skýri í mörgum tilvikum hátt verð.
Oftast séu námsbækur prentaðar í
upplagi sem endist til nokkurra ára
og prentkostnaður náist ekki inn á
fyrsta árinu. Því reynist nauðsynlegt
að hafa verð bókanna hærra en ella.
Dönsk málfræði frá Máli og menn-
ingu hefur hækkað um 100% frá
síðasta hausti en Ami Einarsson seg-
ir að skýringin sé alger endurvinnsla
bókarinnar. í nokkrum tilfellum sé
ástæða hækkunar undirverðlagning
í fyrra. Annars sé yfírleitt um endur-
prentun að ræða og í sumum tilvikum
hafi breytingar verið gerðar á bókun-
um.
Stærstu útgefendur námsbóka
fyrir framhaldsskólanema eru auk
Máls og menningar, Almenna bóka-
félagið, Iðunn og ísafoldarprent-
smiðja. Algengast er að verð á náms-
bókum AB hækki um 30% frá fyrra
ári. Hækkunin hjá Iðunni er á bilinu
10% til 30% og námsbækur ísafoldar
hækka flestar um 30% en nokkrar
um tæp 40% í samræmi við prent-
taxta.
Innlausn verðbréfa:
Tvenns konar ákvæði
um frestun innlausna
TVENNS konar reglur gilda hjá verðbréfasjóðunum um mögulega
frestun innlausnar. Annars vegar áskilja þeir sér rétt til að innleysa
bréf að upphæð sem svarar ákveðnum hluta af heildarstærð viðkom-
andi sjóðs í hveijum mánuði. Hins vegar er stjómum félaganna heim-
ilt að fresta innlausn allt til endanlegs gjalddaga bréfanna, séu til
þess brýnar ástæður.
Ávöxtun sf., sem fengið hefur inn-
lausnarbeiðnir fyrir upphæð sem
nemur um fjórðungi af heildarfjár-
magni verðbréfasjóða fyrirtækisins,
hefur orðið að fresta afgreiðslu á
stórum hluta þeirra. í kynning-
arbæklingi fyrirtækisins um Ávöxt-
unarbréf segir að innlausn geti að
jafnaði farið fram samdægurs, en í
texta á bréfunum sjálfum segir að
innlausn skuli fara fram eigi síðar
en 90 dögum frá þeim degi er krafa
um hana berst. Ennfremur segir:„Þó
er stjóm félagsins heimilt að fresta
innlausn ef biýnar ástæður eru til,
sjá þó fyrirmæli um endanlegan
gjalddaga" sem er t.d. árið 2000 á
bréfí útgefnu 1986.
Að sögn Ármanns Reynissonar,
annars eiganda fyrirtækisins, stefnir
Ávöxtun sf. að því að afgreiða þær
innlausnir sem beðið hefur verið um
innan 90 daga markanna eða fyrr.
Hjá Fjárfestingarfélaginu og Hag-
skiptum hf. gilda sömu reglur um
frestun innlausna og hjá Ávöxtun,
en ekki hefur reynt á þær, þar sem
bæði fyrirtækin hafa hingað til getað
innleyst öll sín verðbréf samdægurs.
Hjá Ejárfestingarfélaginu sagði
Gunnar Óskarsson að innlausnum
hefði sama og ekkert fjölgað. Aukn-
ingin væri innan við 1% og taldi
hann hana stafa af allsheijar umróti
í þjóðfélaginu og óvissu í efnahags-
málum. Ekki væri óeðlilegt að vand-
ræðaástand gæti skapast hjá fyrir-
tælg'um þegar þau þyrftu að leggja
fram tugi miljóna í reiðufé. Sama
gæti orðið uppi á teningnum í banka-
kerfínu ef einhver banki yrði að reiða
af hendi slíka upphæð. Gunnar sagði
að það væru aðallega þeir sem
minnst þekktu til markaðarins sem
hefðu leyst inn sín bréf, en innlausn-
arbeiðnum hefði sem fyrr segir ekki
fjölgað að neinu ráði.
Sigurður Öm Sigurðsson hjá Hag-
skiptum hf. sagði að töluvert hefði
verið um fyrirspurnir fyrrihluta
síðustu viku en innlausnum hefði
síður en svo flölgað og hefðu þær
þá verið afgreiddar samdægurs.
Hjá Kaupþingi hf. jukust innlausn-
ir nokkuð föstudaginn 19. ágúst og
mánudaginn þar á eftir en eru nú
komnar í eðlilegt horf á ný. Að sögn
Dagnýjar Leifsdóttur, gildir sú regla
um heimild til frestunar á innlausn
Einingabréfa að ekki sé greidd út
stærri upphæð en sem nemur 2% af
heildarstærð sjóðsins í hveijum mán-
uði, eða allur sjóðurinn á 50 mánuð-
um.
Svipaðar reglur gilda hjá Verð-
bréfamarkaði Iðnaðarbankans. Sig-
urður B. Stefánsson sagði að inn-
lausnarbeiðnum hefði ekki fjölgað
neitt umfram venju en mikið hefði
verið hringt og spurt og viðskiptavin-
ir viljað ræða málin. Reglur VIB um
frestun innlausna kveða á um að
skylt sé að greiða út 1/30 hluta sjóðs-
ins í hveijum mánuði, eða allan sjóð-
inn á tveimur og hálfu ári. Sigurður
sagði að ástæðan fyrir því að ekki
væri lengri frestur á uppgjöri væri
sú að sjóðurinn fjárfesti eingöngu í
ríkisskuldabréfum, bankabréfum,
bréfum sveitarfélaga og í fyrirtækj-
um sem þeir teldu mjög traust. Teldu
þeir sig þannig tryggja öryggi sjóðs-
ins.
Fáist verðbréf ekki innleyst að
þeim tíma liðnum sem reglur viðkom-
andi sjóðs kveða á um, gjaldfellur
það á sama hátt og venjuleg skulda-
bréf og innheimtist eftir sömu laga-
legu leiðum.