Morgunblaðið - 31.08.1988, Síða 16
3361' TBL'QA . 1 & HUOIJ. ,(t l(7mllH(niWMWi
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
Orgeltónleikar
________Tónlist
Ragnar Björnsson
Ámi Arinbjamarson hélt orgel-
tónleika í Fíladelfíukirkjunni
mánudaginn 22. ágúst. Á efnis-
skrá voru verkefni eftir Buxte-
hude, J.S. Bach, César Franck og
M. Reger, en þessa sömu efnis-
skrá hafði Árni flutt nokkrum
dögum áður á orgel í Hvamm-
stangakirkju.
Ámi er ekki við eina fjölina
felldur í tónlistarheiminum. Hann
er einn af styrkustu stoðum fyrstu
fiðlu í Sinfóníuhljómsveit íslands,
er örganleikari í tveim Reylq'avík-
urkirkjum og starfar auk þess sem
kennari. í sumarfríinu, ef frí skal
kalla, sest hann gjaman á orgel-
bekkinn og æfír tónleikaefnisskrá.
Hvar sem hann tekur til hendinni
er hann traustur og svo að við
liggur að áheyrandinn missi af
þeirri eftirvæntingu hvort vel
muni ganga, miður vel, eða
kannske hreinlega illa; að dagur-
inn sé ekki hans, eins og þeir
segja í handboltanum. En Áma
gengur alltaf vel og áheyrandinn
getur slappað af og látið músíkina
líða um sig, án ótta við órólegt
spil, eða ósannfærandi skilning á
verkefninu. Það sem undirritaður
gæti helst ásakað Áma um er að
hann hafí gert of lítið að því að
þræða nýja stigu í verkefnavali.
Þótt aldimar hafi skilað merkum
áföngum þá hefur sú tuttugasta
skilað orgelbókmenntum kannske _
ekki ómerkari Bach og co. og
a.m.k. höfum við skyldur við öfga
okkar eigin tíma. Víst geta gömlu
meistaramir verkað sem akkeri á
óhemjuskap tuttugustu aldarinn-
ar og kannske er óréttlátt að
ætlast til þess að Ámi fari að
liggja yfír og pæla í þeim fmm-
skógi stíltegunda sem geimfara-
öld býður upp á, ásamt öllum
þeim störfum sem hann gegnir.
Eftir jafn ágæta tónleika og
við urðum vitni að á mánudaginn
nálgast það að vera óþægileg til-
fínning, að hafa ekki fengið tæki-
færi til þess að greiða krónu í
aðgangseyri, en Fíladelfíusöfnuð-
urinn mun vera mótfallinn því að
aðgangseyrir sé tekinn að tónleik-
um höldnum í kirkjunni. Það er
mikil vinna sem liggur að baki
einum tónleikum og „verður er
verkamaður launa sinna“. í kirkj-
unni er gott orgel, góður hljóm-
burður fyrir orgelið og líklega
einnig fýrir kammermúsik og
kóra. Ef tóniistarmenn ættu von
á einhverjum aurum upp í kostn-
aðinn yrði vafalaust ásókn í að
fá að halda tónleika í kirkjunni
og getur undirritaður ekki annað
séð en að það væri trúarþörfínni
ávinningur og þá um leið áheyr-
endum og flytjendum. Kirkjan
þarf á peningum að halda til
sinnar starfsemi og Jesús ætlaðist
áreiðanlega ekki til þess að tón-
listarmenn einir gæfu sína vinnu.
Vonandi á þetta eftir að breytast
og að við fáum næst að greiða
eitthvað fyrir að hlusta á Árna,
þótt ekki væri nema upp í prentun
og auglýsingakostnað. Þá mundi
líka sú nýbreytni, sem Lydía, kona
Áma, tók upp, að bjóða tónleika-
gestum kaffí og meðlæti að lokn-
um tónleikunum, renna samvisku-
samlegar niður í meltingarfærin.
Hvort þetta er svo æskileg ný-
breytni fer eftir aðsókn, og ef
aðsókn fer svo að miðast við fram-
bomar veitingar eftir tónleika
gæti matarreikningurinn orðið
mun erfíðari viðureignar en hann
er nú þegar, og, og ef . . ., hér
hætti ég að hugsa þetta til enda
og þakka fyrir ágæta tónleika og
veitingar aðrar.
FráISentemlgr
tHkynnir þú éigandaskípti
ökutælds á næsta pósthúsi
Ætlar þú að skipta um ökutæki? Frá 1.
september fara eigendaskipti fram á póst-
húsinu. Þar liggur tilheyrandi eyðublað
frammi og þar afhenda seljandi eða kaup-
5 andi eyðublaðið að útfyllingu lokinni og
| greiða eigendaskiptagjald.
s Mjög einfalt, ekki satt?
BIFREIDAEFTIRLIT RÍKISINS
Athugaðu að frá og með 1. september
verða eigendaskiptin einungis tilkynnt á
pósthúsinu. Þeir sem hafa gert sölutilkynn-
ingu fyrir þann tíma á önnur form sölutilk-
ynninga eiga einnig að snúa sér til næsta
pósthúss.
POSTGIRO5T0FAN
___ m m tm *
Kennslubók í
íslensku fyrir
7. og 8. bekk
ÚT ER komin Kennslubók í
íslensku fyrir 7. og 8. bekk
grunnskóla eftir Gunnlaug V.
Snævarr og Jón Norland. Aður
hefur komið út eftir sömu höf-
unda Kennslubók í málvísi og
ljóðlist sem mikið hefur verið
notuð í 9. bekk grunnskólans.
Bókin er í A-4 broti og bundin í
gorm. Hún er kennslu- og verkefna-
bók líkt og 9. bekkjar-bókin. Skipt-
ist hún í þrjá aðalkafla. Fjallar hinn
fyrsti um uppruna máls og þróun
þess, upplestur og málnotkun og
fleira af því tagi. í miðkaflanum
er almenn málfræði í brennidepli
en bókinni lýkur á stuttu ágripi af
íslenskri bókmenntasögu.
Offsetfjölritun hf., Lágmúla 7,
prentar bókina og sér um dreifingu
hennar.
(Fréttatilkynning)
Bolungarvík:
Innbrot í
Skálavik
Bolungarvík.
BROTIST var inn í veitingahúsið
Skálavík aðfaranótt mánudags
og stolið þaðan um 65.000 krón-
um í peningum og ávisunum.
Þjófurinn komst inn í húsið með
því að brjóta upp glugga á hliðar-
sal og síðan braust hann inn í skrif-
stofu framkvæmdastjóra þar sem
peningamir vom geymdir. Ekkert
var tekið af vínföngum eða tóbaki
og einskis annars er saknað en
peninganna. Lögreglan vinnur að
rannsókn þessa máls.
- Gunnar