Morgunblaðið - 31.08.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 31.08.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 Um réttindi sjúklinga og skyldur lækna eftir Ólaf Ólafsson „í nýjum læknalögum er að finna ákvæði um að lækni sé skylt að afhenda sjúklingi eða forráðamanni hans sjúkraskrá, ef það þjónar ótvíræðum hagsmunum sjúklings- ins;“ í Morgunblaðinu hinn 25. júní 1988 ritar Sigurður Þór Guðjónsson langa grein um varðveislu og af- hendingu sjúkragagna, hagsmuni sjúklinga og meint sjálfdáemi og ofríki læknastéttarinnar. Greinarhöfundur hefur síðan átt ítarlegar viðræður við landlækni um þetta efni, en full ástæða er einnig til að árétta eftirfarandi á opin- berum vettvangi. Um afhendingn sjúkragagna í nýjum læknalögum er að finna ákvæði um að lækni sé skylt að afhenda sjúklingi eða forráðamanni, hans sjúkraskrá, ef það þjónar ótvíræðum hagsmunum sjúklings- ins. Þrátt fyrir þetta ákvæði er enn litið svo á að eigandi sjúkraskrár- innar sé sú stofnun sem annast skráningu t.d. sjúkrahús, heilsu- gæslustöð eða lækningastofa í einkaeign en þessum stofnunum ber skylda til að halda dagbók yfir heilsufars- og sjúkrasögu allra sjúklinga er leita þangað. Ákvæðið um afhendingu á sjúkra- skrá er í raun staðfesting á sið sem tíðkast hefur um árabil á íslandi. Eftir þvi sem best er vitað vorum við fyrstir Norðurlanda til þess að taka upp þennan sið. Sam- kvæmt beiðni hafa sjúklingum verið sýndar þeirra eigin sjúkraskrár, þeir hafa jafnvel fengið afrit af- hent. Undantekningar frá þessu hafa verið tvenns konar. Séu skráð- ar upplýsingar í sjúkraskrá frá að- standendum sjúklings eru þær ekki birtar honum án leyfis aðstandend- anna. Þegar það er mat læknis að birting sjúkraskrár geti aðeins orðið til að auka á erfiðleika sjúklingsins eru landlækni oft afhent gögnin til frekari fyrirgreiðslu. Sérstaklega eru sjúkraskrár geðlækna og geð- deilda vandmeðfamar í þessu tilliti. Annars ber að verða við óskum um að sjúklingur fái afhent afrit af sjúkraskrá sinni til aflestrar. Gott er að hafa það fyrir reglu, að lækn- ir gefi sér tíma til að vera viðstadd- ur lesturinn til að skýra út fyrir sjúklingi sínum það sem kann að vera torskilið leikmönnum í skránni. En vissulega getur sjúklingur leitað til þess læknis sem hann kýs. Varð- veisla sjúkraskrár í langan tíma er oftast í þágu sjúklingsins. Gagnlegt er, og oft nauðsynlegt, að hafa hlið- sjón af traustum upplýsingum um sjúkdómsferil, fyrri meðferð og árangur hennar við sjúkdómsgrein- ingum og lækningu síðar. Eyðilegg- ing eldri sjúkraskráa er því síður en svo til hagsbóta fyrir nokkum sjúkling._ Ég hefi nú óskað eftir frekari túlkun lögfræðinga á þessu atriði. Finni sjúklingur aftur á móti upplýsingar í sjúkraskrá, sem hann telur rangar eða villandi, ber að öðru jöfriu að nema þær á brott. Slíkt hefur verið gert. Þó skal bent á að lækni er heimilt að skrá atriði í sjúkraskrá gegn vilja sjúklings — enda getur sjúklingur verið ósam- mála lækni um sjúkdómsgreiningu. Sjúklingur getur leitað úrskurðar dómstóls, þegar ágreiningur rís um það hvort afhending sjúkraskrár þjóni ótvíræðum hagsmunum sjúkl- ingsins eður ei. Varðveisla sjúkragagna Sigurður Þór Guðjónsson segir í _Dale . Carneqie þjálfun< RÆÐUMENNSKAOG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 1. september kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðiðgeturhjálpaðþérað: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und- ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu- stað. ★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 0 STJÓRIMUIMARSKÓUIMIM % Konráð Adolphsson Elnkaumboð fynr Dale Carnegle námskeiðin' grein sinni að ekki séu til neinar reglur sem hafa lagagildi um varð- veislu sjúkragagna. Þetta er ekki rétt því að í læknalögum er kveð- ið fast að orði um, að lækni beri að gæta fyllstu þagmælsku og hindra það að óviðkomandi fái upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkamál sem hann kann að komast að sem læknir. Vissu- lega berast sjúkrasögur frá sjúkra- stofnunum. Heilbrigðisstarfsmaður var borinn þeim sökum að hafa ljóstrað upp upplýsingum úr sjúkra- skrá. Málinu var vísað til dómstóla — en ekkert sannaðist. En þeir sem legið hafa á sjúkrahúsi þekkja vel að sjúklingar ræða mjög sjúkdóma sín á milli, enda léttir áreiðanlega mörgum að geta rætt vandamál við þjáningarbróður. Aðstandendur og vinir fara ekki varhluta af vitneskju um sjúkdóma. Sjúkdómur og sjúk- dómalýsingar eru mikið áhuga- mál sumra. Engan skal því undra þó að sjúkdómssögur berist frá sjúkrahúsum. Hveijir eiga aðgang að sjúkraskrá? Hveijir eiga þá aðgang að sjúkra- skrá? Það eiga þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem stunda sjúklinginn og fáeinir aðrir, sem að meðferð standa, þegar læknir sjúkl- ings telur þörf vera á því. Engum öðrum leyfíst að rýna í sjúkraskrá, nema sjúklingi sjálfum eins og vik- ið er að hér að framan. Ef gæslu- menn og næturverðir komast í sjúkragögn er við viðkomandi yfirlækni að sakast, en honum Ólafur Ólafsson ber að tryggja að gögnin séu varðveitt á þann hátt að fulls trúnaðar sé gætt. Lagaákvæði um afhendingu sjúkraskráa hafa aðeins gilt í einn mánuð, og vinnur nú nefnd að til- lögum að reglugerð um þetta efni. Tillögumar verða m.a. bornar undir félög sjúklinga tit þess að tryggja betur að hagsmuna sjúklinga verði gætt. Hugmyndir Sigurðar Þórs Guð- jónssonar í fyrmefndri Morgun- blaðsgrein um „Sjálfdæmi og ofríki læknastéttarinnar til að ráðskast með þjóðina nánast að eigin geð- þótta" eru ekki réttar. Um lækna og störf þeirra gilda ströng lög og reglur enda fjalla læknalögin að mestu um réttindi sjúklinga og skyldur lækna. í störf- um sínum búa læknar við aðhald frá samstarfsfólki, heilbrigðisyfír- völdum og sjúklingum sínum. Á íslandi eiga læknar og sjúklingar samskipti svo milljónum skiptir á hveiju ári. Langflestum þessara samskipta lyktar svo að báðir una allvel við sinn hlut, enda gildir sú meginregla að læknir getur ekki skoðað, rannsakað eða gefið sjúkl- ingi meðferð án skýlauss sam- þykkis hans. Eins og nærri má geta fer þó stundum eitthvað úr- skeiðis. Kvartanir og kærur um meint mistök og misferli lækna berast landlæknisembættinu, yfir- læknum, héraðslæknum, stjórnum sjúkrastofnana, sjúkrasamlögum, Tryggingastofnun ríkisins, siða- nefndum og lögreglu. Þegar rann- sókn leiðir í ljós ótilhlýðilegt athæfi af hendi læknis er misþungum við- urlögum beitt í samræmi við eðli brotsins. Of langt mál yrði að rekja þetta nánar hér, enda hefur það áður verið gert ítarlega. Kvartanir um læknisþjónustu og aðra heil- brigðisþjónustu komast fæstar á síður dagblaða, og kann það með öðru að vera skýring á þeirri algengu skoðun að læknar njóti óeðlilegs sjálfræðis og verndar í störfum sinum. Þessi skoðun er á litlum rökum reist. Læknar hafa einir rétt til að stunda lækningar á íslandi, og því getur Alþingi eitt breytt. Ákvæði læknalaga um þetta efni voru sett í því skyni að tryggja gæði læknis- þjónustu við almenning. Engin lög eru fullkomin frekar en við mennimir, og hvarvetna þar sem mannshöndin er að verki, má búast við mistökum. Annað mál er að læknismeðferð getur misheppn- ast þó að í einu og öllu sé rétt að farið. Til þess að unnt sé að takast á við þann vanda er nauðsynlegt að skýrskotað sé til ákveðinna til- vika þegar gagnrýni er á borð bor- in. Landlæknisembættið er hvenær sem er reiðubúið til að hafa slík vandamál til meðferðar. Höfundur er landlæknir. Naglamir í krossinn eftirHalldór Þórðarson Það hefur aldrei þótt gæfu- eða gáfulegt að höggva lappimar undan sjálfum sér. Landbúnaðarráðherra hefur í samráði við nokkra forystu- menn bænda gefíð út reglugerð. Reglugerðin er um nýjan skatt á dilkakjöt. Skattinn á að nota til að útrýma minni sláturhúsum. Það er óþarft að skýra hér nauðsyn þeirra sláturhúsa sem enn eru notuð. Pyr- ir tveimur áratugum eða svo voru nokkur samvinnufélög bænda látin byggja stór og mikil sláturhús að fyrirmynd Nýsjálendinga. Þar í landi eru 70 milljónir sauðíjár og vegna hnattstöðu þess lands mun þar slátrað í 52 vikur á ári. Húsin eru það fá að milljón fjár kemur í hvert hús árlega. Samkomulag slát- urhúsaeigenda og bænda er ekki nógu gott — frá bændum séð. Hús- in hirða um og yfir 50% af andvirði dilkanna og með fullorðnu fé þarf stundum að borga þegar upp er gert. Þetta er sem sagt óskastaða sláturhúsaeigenda. Nú er ríkisvald- ið á íslandi að reka okkur inn á þessa braut. Ekki þarf að taka fram að þessi hús voru teiknuð og skipu- lögð af Sambandinu. Þetta eru flott- ustu hús sinnar tegundar hérna megin miðbaugs. Varan úr þeim hefur samt aldrei orðið heilnæmari en úr hinum sem minni voru og ófullkomnari. Sama er að segja um sláturkostnað. Hann hefur ekki reynst minni þó slátrað sé 50—60 þúsund íjár eða meira í sumum þeirra. Nú eru stóru húsin á barmi gjaldþrots — eða vel það. Litlu hús- in í dreifðum byggðum um landið allt skapa mikla vinnu fyrir sveita- fólk, þokkalega borgaða. Þar mætti þó auka við með frekari úrvinnslu á heimaslóðum. Þessi litlu hús selja umtalsvert magn af sínu kjöti beint úr sláturhúsi og losna þannig við vaxta- og geymslukostnað sem eru hvorir tveggja stórir kostnaðarliðir. „Er ekki ráð að eigend- * ur smærri húsanna snúi bökum saman áður en þeim fækkar öllu meira? Ef fer sem horf- ir, bíða þeirra allra sömu öriög’ — þau verða tínd upp eitt og eitt í einu. “ Mörg þessara húsa selja mest allt slátrið sama dag og slátrað er. Þetta er gömul hefð á þessum stöð- um — sem sauðfjáreigendur vilja styðja en ekki eyða. Þar sem slátur hús hafa verið lögð af hefur slátur orðið verðlaust að mestu og dilka- kjötsmarkaður stórminnkað — sveitafólk í nágrenni þeirra hefur misst af umtalsverðum vinnutekjum við slátrun. Ekkert af þessu virðist skipta forsjármenn okkar neinu máli. Þeim fer líkt og mönnum sem búa til vandamál er þeir reyna síðan að leysa — án árangurs. Markaði sláturfjárafurða er vísvitandi eytt — svo ætlar „Markaðsnefndin" að selja meira dilkakjöt. Einasta aukabúgreinin sem skilar eðlilegum launum fyrir unna vinnustund er skipulagt eyðilögð. Svo er gefin út Hugmyndaskrá og fáránlegar hug- myndir verðlaunaðar — sem engum gefa helming lægsta tímakaups — hvað þá meira. Þar eru lopapeysu- prjónakonurnar enn á toppnum — en eins og flestir vita eru laun þeirra eins og tíðkast í fangabúðum. Er þessum ráðamönnum okkar virkilega sjálfrátt? Ef þeir gera þetta eftir bestu vitund til að þjóna því starfi sem þeir hafa tekið að sér, þá er ekki mikið að segja — það gerir enginn meira en hann hefur vitið til. Ætlunin er að drepa litlu húsin eitt og eitt í einu, til að fresta í bili falli stóru húsanna. Nú er sem óðast verið að selja þau og aðrar eignir samvinnufélaga. Stóru húsunum verður ekki bjargað með þessu — þau eru byggð á grunni sem stenst ekki á Islandi. Falli þeirra verður aðeins frestað. Þegar þau fara svo endanlega á hausinn koma stórir fjármagnseigendur og kaupa þau fyrir lítið ásamt veðsett- um jörðum bænda, eins og nýleg dæmi sanna. Þetta hefur gerst og mun halda áfram að gerast ef þessi braut verður gengin til enda. Mun þá þrengjast fyrir dyrum sauðfjár- bænda þegar upp kemur sama staða og nú er á Nýja Sjálandi — og þó verri vegna þess hvar ísland er á hnettinum. Þá verður of seint að snúa við. Er ekki ráð að eigendur smærri húsanna snúi bökum saman áður en þeim fækkar öllu meira? Ef fer sem horfir, bíða þeirra allra sömu örlög — þau verða týnd upp eitt og eitt í einu. Ef þau standa öll saman nú eru þau sterkt afl sem getur með stuðningi sinna fulltrúa krafist þess að reglugerð um þessa nýju skattheimtu verði breytt þann- ig, að í stað eyðingar verði þessu fjármagni varið til að koma minni húsunum í gott horf. Þá væri þess- um peningum vel varið. Er ekki mælirinn fullur þegar bændur eru látnir skattleggja sjálfa sig til að svipta sig vinnulaunum við slátrun og úrvinnslu sauðfjárafurða, auk eyðingamarkaða fyrir framleiðslu- vörur sínar — sem sagt látnir leggja til naglana í sinn eigin kross. Eg ætla að enda þessar línur með orð- um Ásbjamar heitins Jóakimssonar „Ef allir létu undan — alltaf og alls staðar — létu undan fyrir kaup- manninum og fógetanum — létu undan fyrir draug og fjanda — létu undan fyrir pestinni og bólunni — létu undan fyrir kónginum og böðl- inum — hvar mundi þá þetta fólk eiga heima? Jafnvel Helvíti væri slíku fólki of gott.“ Höfundur er bóndi að Laugalandi við ísafjarðardjúp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.