Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 23
vegum landbúnaðarráðuneytis- ins var gert ráð fyrir mörgum samræmdum aðgerðum til lausnar honum, sem allar þyrftu að koma til framkvæmda. Má skipta þeim tillögum í ij'óra þætti: 1. Felld verði niður aðflutnings- gjöld og söluskattur af nýjum fjárfestingum í fóðurstöðvun- um. Athugað verði með end- urgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti loðdýrabænda og fóðurstöðva er gæti leitt til lækkaðs fóðurverðs. Lagt var til að ríkið greiddi niður fóður um 5 kr. á kg. árið 1988 að fullnægðum ákveðnum skil- yrðum. Þessari leið var hafn- að af stjómvöldum. 2. Byggðastofnun gerði fjár- hagslega og rekstrarlega út- tekt á fóðurstöðvunum og breytti áhvílandi lánum í hlutafé og kæmi auk þess með viðbótarfjármagn í stöðvamar í formi hlutafjár eða lánsfjár. Til þess þyrfti stofnunin að fá lánsfé. 3. Framleiðnisjóður legði fram fjármagn til styrktar refa- ræktinni fram á haustið og veitti að auki framlög við að aðstoða refabændur til að skipta yfir í minkarækt. 4. Stofnlánadeild landbúnaðar- ins verði falið að gera úttekt á sérhverju refabúi og að deildin skuldbreyti lausa- skuldum refabænda eftir reglum deildarinnar og yrði henni útvegað lánsfé til þess. Að lokum skal hér gerð grein fyrir því hvað farið hefur verið fram á að Stofnlánadeild landbúnaðarins gerði fyrir refaræktina, nýbúgrein sem vonir hafa staðið til að gæti komið í stað hefðbundins búskapar og með því stuðlað að því að við- halda byggð í sveitum landsins. Verður það rakið hér á eftir: 1. Á árinu 1985 var fyrst í sögu deildarinnar tekinn upp sá hátt- ur að hafa lán til loðdýraræktar afborgunarlaus fyrsta árið og var það eina búgreinin, sem hafði þau kjör. Síðar eða á árinu 1986 var ákveðið að öll fram- kvæmdalán til bænda yrðu af- borgunarlaus fyrstu tvö árin. Samhliða því var lánstími lengd- ur verulega. 2. Á sl. 2 ámm hefur afborgunum á lánum refabænda verið frestað og þær færðar aftur fyrir vegna erfiðleika í búgreininni. 3. Að beiðni landbúnaðarráðuneyt- isins og ríkisstjórnarinnar var Framleiðnisjóði landbúnaðarins veitt á þessu ári 17 milljóna kr. lán til 6 ára, vaxtalaust og óverðtryggt, til styrktar refa- ræktinni til haustsins. Síðar á þessu ári eru veittar til viðbótar 7 millj. kr. með sömu kjörum. 4. Að beiðni sömu aðila var ákveð- ið að afskrifa 30 millj. kr. af áhvflandi lánum á refabúrum til þess að auðvelda bændum að skipta yfir í mink, sem reynslan hefur sýnt að er öruggari bú- grein og hefur ekki orðið fyrir eins alvarlegum verðsveiflum og refaræktin. Þessar 30 millj. kr. hafa gengið upp í árgjöld refa- bænda og tvímælalaust orðið til þess að létta þeim róðurinn og skapa aukið rými til breytinga á öðrum lausaskuldum. 5. Ríkisstjórnin fól Stofnlánadeild- inni að gera fjárhagslega úttekt á hveiju refabúi. Það var gert strax og þess var óskað og bændur beðnir um skattframtöl síðustu 2ja ára. Því miður var mikill dráttur hjá mörgum að skila inn þeim gögnum svo hægt væri að vinna verkið, en í það var farið strax þegar nokkur hluti framtala hafði verið sendur inn. Þess er rétt að geta að 42 refabændur hafa ekki sent inn framtöl sín og munu því ekki óska eftir athugun á sínum rekstri né fyrirgreiðslu. Það sýn- ir þó að ekki standa allir illa, sem betur fer. 6. Þá var að beiðni stjómvalda, að fengnum upplýsingum um stöðu refabænda, óskað eftir því að Stofnlánadeildin breytti lausa- skuldum í föst lán eins og vikið hefur verið að. Stjóm Stofnlána- deildarinnar hefur samþykkt að gera það, eftir reglum deildar- innar og er nú unnið að því. Til þess hefur fengist vilyrði fyrir 100. millj. kr. láni frá Fram- kvæmdasjóði. 7. Samband ísl. loðdýraræktenda fór fram á að áhvflandi vélalán fóðurstöðva yrðu lengd úr 8 árum í 12 ár. Ennfremur að af- borgunum á lánum fóðurstöðv- anna næstu 2 árin yrði frestað og þær greiddu aðeins vexti. Við þessu hvorutveggja var orðið. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir því, sem farið hefur ver- ið fram á að Stofnlánadeildin gerði fyrir refaræktina í landinu og við því hefur verið orðið. Það er því með engu móti hægt að halda því fram, að stjómendur deildarinnar hafi ekki sýnt fullan skilning á vanda þessarar nýbúgreinar og þær raddir heyrast að sumum þyki nóg um. Eitt er víst, að aðra eins fyrir- greiðslu hefur engin búgrein hlotið af hálfu þeirrar stofnunar. En hvemig hafa aðrir brugðist við. Því verður ekki svarað hér. Það er ann- arra að gera það. Það er á sumum að heyra, að skuldbreyting fyrir refabændur sé einhver allsherjar lausn. Gott er ef satt er. Því miður er hún aðeins eins og deyfilyf nema að hægt sé að tryggja rekstar- grundvöll fyrir greinina. Það er grundvallaratriði að hægt verði að halda fóðurverði niðri og það fari ekki yfir 10 kr. á kg. komið heim á hvert bú. Takist það ekki með hagræðingu og fyrirgreiðslu við fóðurstöðvamar er framtíð greinarinnar ekki björt. Þetta ættu stjómmálamenn að hugleiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins. jIYJUNG FIÍ MiTSlJBEIJJ! HJÁ OKKUR MERKIR NÝR BÍLL A1989 ÁRGERÐ JVUTSUBISHI ^ LANC N'YTT UTLMT — NY TÆKNI VERÐ FRÁ KR. 639.000 Innifalinn í verðinu er m.a. eftirtalinn búnaður: Vökvastýri/veltistýri — Rafdrifnar rúðuvindur — Rafstýrðir útispeglar — Dagljósabúnaður — Samlæsing á hurðum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 Hún kemur þægilega á óvart. Einar Farestveit&Co.hf. | ■ ORQARTUN 3«, *IUAR: |9<| 16993 OO «22*00 - N«Q ||U|T«N Leiö 4 stoppar við dyrnar. Kynntu þér mjúku heimilistækjalínuna frá Blomberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.