Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
Ahugi fyrir auknum
strandsiglingum hjá
öðrum skipafélögum
FORRÁÐAMENN Eimskips og
Víkurskipa lýstu áhuga á aukn-
um strandsiglingum félaganna,
þegar Morgunblaðið ræddi við
þá í framhaldi hugmynda um
að leggja Skipaútgerð ríkisins
niður.
„Við erum tilbúnir til þess að taka
að okkur viðbótarflutninga í
strandsiglingum hér á landi verði
Skipaútgerð ríkisins lögð niður,"
sagði Hörður Sigurgestsson, for-
stjóri Eimskipafélagsins.
„Hjá okkur eru tvö skip í strand-
flutningum samfellt allt árið og
flytja þau líklega meira magn á
ársgrundvelli en skip Skipaútgerð-
arinnar," sagði Hörður. „Okkar
hlutur hefur aukist mjög síðustu
ár og ef að breytingum verður
Staðsetn-
ing var röng
í myndatexta á baksíðu Morg-
unblaðsins í gær var sagt að
undirskrift kaupsamnings
Granda hf. hefði farið fram í
Höfða. Þetta er rangt. Skrifað
var undir samninginn í turn-
herberginu á skrifstofum borg-
arstjórnar, fyrir ofan Reykja-
víkurapótek.
höfum við fullan hug á að taka
þátt í viðbótarflutningum, enda um
áhugavert verkefni áð ræða.“
Hörður tók fram að hvorki hefði
verið rætt formlega né óformlega
við forráðamenn Eimskipafélags-
ins um þetta mál.
Finnbogi Kjeld, forstjóri Víkur-
skipa hf., telur vel koma til greina
að smærri skipafélög taki að sér
flutninga sem Skipaútgerð nkisns
hefur haft með höndum. „Ég tel
hugmyndir þess efnis að leggja
Skipaútgerð ríkisins niður allrar
athygli verðar. Vel má hugsa sér
að skipafélög gerðu samninga við
ríkið um að sigla á afskekktustu
og minnstu hafnimar og myndi það
örugglega borga sig fyrir ríkið.
Ef það er vilji yfirvalda að Iegg)á
Skipaútgerðina niður tel ég fátt
standa í vegi þess að önnur skipa-
félög taki að sér strandsiglingar,"
sagði Finnbogi.
INNLENT
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
BUhræin -sem brennd voru og skilin eftir við eitt af vatnsbólum Selfosskaupstaðar.
Bílhræ voru brennd við
vatnsból Selfossbæiar
Selfossi.
NÝLEGA var kveikt í þremur
bilhræjum rétt við eitt af vatns-
bólum Selfosskaupstaðar undir
Ingólfsfjalli. Mengunarhætta
af slíku er greinileg en olíu-
brúsar voru á dreif í kringum
bílhræin. Landsvæðið við vatns-
bólin undir fjallinu er alveg
óvarið fyrir umferð og þar
getur hver sem er farið um.
Bæjaryfirvöld hafa ekki beitt
ákvæðum í vatnalögum til að
loka svæðið af.
Lögreglan lét bæjaryfirvöld
vita um bílhræin við vatnsbólið
en rúm vika leið án þess að hræ-
in væru fjarlægð. Einnig ályktaði
umhverfismálanefnd Selfoss um
það að hræin skyldu fjarlægð.
Karl Bjömsson bæjarstjóri
sagðist vænta þess að hræin yrðu
fjarlægð fljótlega. Hann sagði
enga ákvörðun hafa verið tekna
um friðun svæðisins í kringum
vatnsbólin. Þó væri fyrirhugað að
loka þessu svæði svo slík atvik
sem þetta kæmu ekki upp. Hann
sagði hægt að beita ákvæðum í
vatnalögum til að friða svæðið en
það hefði ekki verið gert. Eftir
væri að ganga frá eignaskiptingu
lands í kringum eitt af vatns-
bólunum og þegar því væri lokið
væri unnt að girða svæðið af fyr-
ir umferð.
Spjöll á vatnsbólum bæjarins
geta haft mjög alvarlegar áfleið-
ingar fyrir bæjarbúa og alla þá
matvælaframleiðslu sem stunduð
er á Selfossi.
Sig. Jóns.
Köirnun SKÁIS og Stöðvar 2 á fylgi stjómmálaflokkaiina:
Sjálfstæðisflokkurinn
fengi 63,4% í Reykjavík
Morgunblaðiö/Ágúst Blöndal
Nýja flugstöðin á Neskaupstað verður tilbúin að utan í september
en innivinna verður boðin út eftir áramót.
Neskaupstaður:
Flugstöðin rís af grunni
Neskaupstað.
NÚ ER unnið' af fullum krafti
í KÖNNUN sem SKÁÍS gerði
fyrir Stöð 2 á fylgi stjómmála-
flokkanna dagana 19. og 20.
ágúst sl.t sögðust 63,4% af þeim
sem tóku afstöðu, að þeir myndu
kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef
KLÆÐNING hf. á lægsta tilboðið
í lagningu klæðningar á 5,2 kíló-
metra kafla á Vesturlandsvegi í
Hvalfirði á milli Fossaár og Galt-
argilslækjar. Sjö tilboð bárust í
verkið og hljóðaði tilboð Klæðn-
Aðalfundur
Stéttarsam-
bandsíns í dag
AÐALFUNDUR Stéttarsam-
bands bænda hefst í dag, en hann
er að þessu sinni haldinn á Akur-
eyri.
Eitt helsta mál fundarins verður
umijöllun um stöðu sauðfjárræktar-
innar og stefnumótun I málefnum
hennar.
Aðalfundur Stéttarsambandsins
er haldinn í Menntaskólanum á
Akureyri og stendur hann í 3 daga,
en gert er ráð fyrir að honum ljúki
kl. 18 á föstudaginn.
kosið yrði til borgarstjómar í
Reykjavík nú.
I sömu könnun var einnig spurt:
„Ef kosið væri til Alþingis nú,
hvaða flokk myndir þú kjósa?“.
Hringt var í 70(1 símanúmar af
ingar upp á tæpar 35 milljónir
króna. Þá bámst fimm tilboð frá
vestfirskum fyrirtælgum f styrk-
ingu á 8 km löngum kafla á
Kambsnesi og buðu Vinnuvélar
hf. á Patreksfirði lægst, eða rúm-
ar 7,6 milljónir króna.
Lagningu vegarkaflans í Hval-
fírði skal vera lokið 1. ágúst 1989,
en kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar við það var rúmar 40,5 millj-
ónir króna. Fyrirtækin sem buðu í
verkefnið voru, auk Klæðningar
hf., Vinnuvélar Jóhanns Bjamason-
ar, Hellu, Ræktunarsamband Flóa
og Skeiða, Suðurverk hf. Árvélar
sf., Selfossi, Loftorka hf., og Hag-
virki hf. Tilboðin hljóðuðu frá 35
milljónum til 50,6 milljóna króna.
í verkefnið á Kambsnesi buðu
Strandaverk hf., Hólmavík, Ingvar.
Ástmarsson, Bolungavík, Hagvon
hf., Reykhólahreppi og Kambsnes
sf., ísafirði, auk Vinnuvéla. Tilboðin
hljóðuðu upp á 7,6-10,1 milljón
króna, en kostnaðaráætlun Vega-
gerðarinnar hljóðaði upp á tæpar
7,8 milljónir króna.
handahófí samkvæmt tölvuskrá
Landsímans yfír einkanúmer fyrir
allt landið. Af þeim svöruðu 636,
en 406 tóku afstöðu, eða 63,8%.
Þeir Reykvfkingar, sem þátt
tóku í könnuninni, voru 240 og
voru þeir spurðir hvaða flokk þeir
myndu kjósa ef kosið yrði til borg-
arstjómar nú. Afstöðu tóku 72%,
og sögðu 9,1% þeirra að þeir
myndu kjósa Alþýðuflokkinn, 5,7%
Framsóknarflokkinn, 63,4% Sjálf-
stæðisflokkinn, 5,7% Alþýðu-
bandalagið, 1,1% Borgaraflokkinn
og 14,9% sögðust myndu kjósa
Kvennalistann.
Til samanburðar má nefna að í
síðustu borgarstjómarkosningum
fékk Sjálfstæðisflokkurinn 52,6%
atkvæða en Alþýðubandalagið yfír
20%, og í könnun Þjóðlífs fyrir
þremur mánuðum var Sjálfstæðis-
flokk'urinn með 53% atkvæða.
Af þeim 406 íslendingum, 18
ára og eldri, sem tóku afstöðu til
þess hvaða flokk þeir myndu kjósa
í alþingiskosningum nú, sögðu
10,6% að þeir myndu kjósa Al-
þýðuflokkinn, 24,4% Framsóknar-
flokkinn, 30,5% Sjálfstæðisflokk-
inn, 9,4% Alþýðubandalagið, 21,2%
Kvennalistann, 0,0% Flokk manns-
ins, 1,0% Þjóðarflokkinn, 0,0%
Samtök um jafnrétti milli lands-
hluta og 3,3% sögðust myndu kjósa
Borgaraflokkinn.
Athyglisvert þótti að margir,
sem voru óákveðnir hvað þeir
myndu kjósa í alþingiskosningum,
studdu Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjavík. Einnig voru margir sem
sögðust kjósa Framsóknarflokkinn
á þing en Sjálfstæðisflokkinn í
borgarstjóm.
við byggingu flugstöðvarinnar
og áætlað er að fullklára húsið
að utan i september.
Flugstöðin er einingahús, um 220
fermetrar að stærð, og eru eining-
amar smíðaðar á trésmíðaverk-
stæði Flugmálastjómar og fluttar
hingað vestur landleiðina.
tónleika Bubba Morthens og
sænsku hljómsveitarinnar Imp-
eriet á rokkstaðnum Sardines í
Osló i Noregi. Bubbi hóf fyrstu
tónleikana með því að syngja
fimm fyrstu lögin á ensku. Bubbi
kom sterkur fyrir og spilaði og
söng af mikilli innlifun og ein-
stakri raddbeitingu.
Norskir áhorfendur tóku Bubba
Eftir áramótin mun öll innivinna
í flugstöðinni verða boðin út og
reiknað er með að húsið verði tekið
í notkun á næsta ári.
Það eru starfsmenn Flugmála-
stjómar sem starfa við að reisa
húsið.
Sardines sem er vinsæll rokkstaður
í miðborg Osló. Tónleikamir marka
tímamót fyrir Bubba og Imperiet
þar sem sá fyrmefndi er að hefja
nýjan feril erlendis en sænska
hljómsveitin að kveðja.
Það vakti athygli hversu fljótt
varð uppselt á tónleikana á Sardin-
es.
Tólf tilboð í tvö
vegagerðarverkefni
- Ágúst
Uppselt á tónleika Bubba
Frá Ásgeiri Bjarnasyni fréttaritara Morgunblaðsins f Osló.
UPPSELT var á þrenna fyrstu mjög vel og var góð stemmning á