Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 31

Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 31 Evrópubandalagið: Aætlun um að efla skógrækt í aðildar- ríkjunum Brussel, frá Kristófer M. Kristóferssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins hefur lagt fram áætlanir um nýtingu á land- búnaðariandi innan bandalagsins til annars en matvælafram- leiðslu. Þessar áælanir koma í kjölfar breytinga á landbúnaðar- stefnunni og eru taldar nauðsyn- legar til að koma í veg fyrir birgðasöfnun. Þessar áætlanir fjalla um skógrækt og ný at- vinnutækifæri í sveitum. Um 80% af öllu landtými innan EB telst dreifbýli, þ.e. á því eru hvorki borgir né iðnaðarhéruð. Framkvæmdastjómin vill leggja áherslu á að viðhalda gróðri og vemda umhverfi á þessum svæðum en þar býr um það bil helmingur íbúa bandalagsins. Skógur þekur nálægt 40% af öllu landbúnaðar- landi innan EB eða 20% af yfir- borði aðildarríkjanna. Eigendur skóga eru nálægt sex milljónum og við skógrækt og timburiðnað starfa tvær milljónir manna. Evrópu- bandalagið flytur inn helminginn af öllu timbri sem notað er innan þess og reiknað er með því að inn- flutningur eigi eftir að aukast fram að aldamótum. Markmið skógræktaráætlunar- innar er að samræma aðgerðir og reglugerðir meðal aðildarríkjanna, bæta samgöngur við skógræktar- héruð og stuðla á annan þann máta sem tiltækur er að aukinni og hag- kvæmari nýtingu skógræktarlands. Fyrsta tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 1989 til 1992. Á þessu tímabili hyggst fram- kvæmdastjómin verja sem svarar rúmlega tuttugu og sex milljörðum íslenskra króna til þessa verkefnis. Lögð verður áhersla á að lífga við skóga á ræktuðu landi, planta nýj- um skógi og efla þá sem fyrir eru sérstaklega þar sem þýðing þeirra fyrir vemdun umhverfísins, t.d. vegna rofs er mikil. Þá er fyrir- hugað að hvetja bændur til að rækta nytjaskóga m.a. með því að taka timbur og timburafurðir inn í markaðskerfí landbúnaðarins. Hinni áætlunni er ætlað að blása nýju lífí í efnahag dreifbýlisins og stuðla að breyttum atvinnuháttum vegna minnkandi þarfar fyrir land- rými undir matvælaframleiðslu. Kólumbía: 70 þúsund heimilislaus- ir vegna flóða Bógóta. Reuter. NÆR 70 þúsund manns hafa misst heimili sin í miklum flóðum i norð- urhluta Kólumbíu undanfarnar þtjár vikur, að sögn talsmanna hjálparsamtaka þar í landi. Mikil úrkoma hefur verið í Kól- umbíu að undanförnu og leiddi það til þess að ámar Sinu, San Jorge og Cauca í heráðinu Cordoba í norð- austurhluta landsins flæddu yfir bakka sína. Við það fóru um 100 þorp og plantekrur á stóru svæði á kaf undir vatn. Ætlað er að tjón á uppskeru sé mjög mikið. Neyðarástandi hefur verið lýst ( fimm héruðum í norðurhluta Kól- umbíu vegna flóðanna. Óttast er að áin Magdalena, helzta á í norður- hlutanum, kunni að flæða yfír bakka sína ef lát verður ekki á rigningun- um, en það hefði enn alvarlegri af- leiðingar í för með sér. Reuter Rætt um gísla Sendimaður ensku biskupakirkjunnar, séra John Brown, átti i gær fund með fulltrúum trúflokka shita og súnnita meðal múslimskra íbúa Líbanons og var markmiðið að leita aðstoðar þeirra við að fá fá þijá breska gisla leysta úr haldi. Gislunum var á sinum tima rænt af vopnuðum sveitum múslima í Beirut. Það var Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg og æðsti preláti biskupakirkjunnar, sem sendi Brown til Beirut eftir að irönsk yfirvöld höfðu beðið hann að grennslast fyrir um afdrif fjögurra írana í borginni en jafnframt lofað að beita áhrifum sínum hjá múslimsku herflokkunum í þágu bresku gislanna. Brown sagði fréttamönnum að hann væri vongóður um lausn gíslanna eftir viðræðumar en veitti ekki frekari upplýsing- ar. Á myndinni sést hann koma frá fundi með múfta (helsta höfð- ingja múslima) Libanons, Sheik Hassan Khaled, en vopnaður vörður frá breska sendiráðinu hefur góðar gætur á nærstöddum. TEPPALANDSLTrSÖLUNNI FÆRÐUTEPPIÁSTOFUNA, HERBERGIÐ.GANGINNOG HOUÐMEÐALLTAÐ50% AFSLÆTTIOGGÓLFDÚK FYRIRHEIMILIÐMED45% AFSUETTIOGSTÖKTEPPI MED20%AFSUETTIOG TEPPABÚTA (MÖRGUM STÆRÐUMMED50% AFSLÆTTIOGFLÍSAR M EÐ30% AFSLÆTTI Glæsilegt úrval. Góðir greiðsluskilmálar. Euro og Visa afborgunarsamningar. Börnin una sér í Boltalandi meðan þú verslar. Líttu við, - þú sparar stórar upphæðir. allt á gólfið á einum stað Teppaland • Dukaland Grensásvegi 13, sími 83577, 105 Rvk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.