Morgunblaðið - 31.08.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
37
Bókanir borgarráðs
um Grandamálið
HÉR fara á eftir bókanir um
Grandasamninginn, sem voru
lagðar fram á borgarráðsfund-
inum í gær.
Bókun borgarstjóra,
Davíðs Oddssonar
„Bókanir fulltrúa Alþýðubanda-
lags, Kvennalista og Framsóknar
eru athyglisverðar fyrir margra
hluta sakir, einkum þó vegna þess,
hversu ósamkvæmar þær eru.
Staðreyndir málsins eru hins vegar
þessar:
1. Borgin selur hlut sinn í
Granda við hærra verði en nemur
hlut hennar í eigin fé fyrirtækisins.
2. Samanburður sýnir að hlut-
deild í fyrirtæki af þeirri stærð
hefur aldrei verið seld á betra
verði, ef miðað er við gengi hlutafj-
ár í samanburði við eigið fé.
3. Sala á hlut borgarinnar í
Granda breytir engu um áfram-
haldandi rekstur þessarar atvinnu-
greinar í borginni — borgin fær
hins vegar hálfan milljarð króna
til annarra nota, sem ella væri
bundinn í fyrirtækinu.
4. Það er rangfærsla af grófasta
tagi, þegar borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins dregur frá sölu-
verði fyrirtækisins fjárhæð, sem
borgin tók yfir á sínum tíma. Móti
þessari íjárhæð kom í hlut borgar-
sjóðs land undir um 160 íbúðir á
Meistaravöllum og hlutur Bæjarút-
gerðar í Sölumiðstöð Hraðfrysti-
húsanna. Eignimar á Meistaravöll-
um voru á þágildandi verðlagi
metnar á 140 milljónir króna og
hlutur BÚR í SH er á núvirði 42
milljónir króna. Yfírtekna skuldin
var til 18 ára að mestu leyti.
Landinu á Meistaravöllum var þeg-
ar komið í útleigu og eign í SH
er greidd á 10 árum. Ljóst er því
að yfirtekin skuld og það sem borg-
in fékk í sinn hlut hallar ekki á
borgarsjóð. Til viðbótar léttust af
borginni ábyrgðir á skuldum á
nærri 1 milljarði króna.
5. Það er afar falskur tónn í
bókunum fulltrúa flokkanna
þriggja, sem reynt hafa ítrekað að
koma því inn hjá borgarbúum að
Grandi væri því sem næst gjald-
þrota og þar væri ólíku saman að
jafna við sum önnur nafngreind
fyrirtæki í útgerð hér á landi. Nú
er því hins vegar haldið fram, að
hlutur borgarinnar í Granda sé lé-
lega metinn á hálfan milljarð og
það þó að söluverð þess hlutar sé
helmingi hærra en gangverð hluta
í þvi fyrirtæki, sem áður þótti rétt
að miða við.
6. Yfirlýsingar um að starfsfólk
sé selt „mansali" eru ekki svara-
verðar."
Bókun fulltrúa
Alþýðuflokks, Bjarna P.
Magnússonar
„Er samþykkur sölu Granda eins
og samningur segir til um.
í tíð nægrar atvinnu á hið opin-
bera ekki að standa í atvinnu-
rekstri, sem aðrir geta annast,
frekar að einbeita sér að þáttum,
er varða félagslega þjónustu ...
Sala Granda verður því væntan-
lega til þess að auðvelda upp-
byggingu frekari þjónustu við
borgarana, sbr. dagvistunar fyrir
böm, þjónustuíbúða fyrir eldra*fólk
o.fl.
Að framangreindu lýsi ég mig
samþykkan sölu Granda."
Bókun fulltrúa
Alþýðubandalagsins,
Sigurjóns Péturssonar
„Ég er algerlega mótfallinn sölu
hlutabréfa borgarinnar í Granda
hf. til einkaaðila fyrir 500 milljón-
ir króna.
Ég tel að það sé eðlilegt verk-
efni Reykjavíkurborgar að bera
ábyrgð á og taka þátt í undirstöðu-
atvinnuvegi þjóðarinnar.
Ég tel hagsmunum Reykvíkinga
betur borgið með því að eiga hlut
í atvinnuskapandi útgerðarfyrir-
tæki heldur en að byggja fyrir
viðlíka upphæð veitingahús á
Öskjuhlíðartönkum.
Verð það, sem gert er ráð fyrir
í samningnum, er fjarri eðlilegu
markaðsvérði, að mínu mati, þegar
tekið er tillit til að verið er að selja
fyrirtæki í fullum rekstri með
umtalsverðan aflakvóta.
Ég ítreka því andstöðu mína við
söluna."
Bókun fulltrúa
Kvennalistans, Elínar G.
Ólafsdóttur
„Ég mótmæli áformum borgar-
yfirvalda um að selja eignarhlut
sinn í útgerðinni Granda hf. á þeim
óvissutímum sem nú ríkja í efna-
hagsmálum þjóðarinnar.
Sala á þessu atvinnufyrirtæki
borgarinnar sem gaf á sl. ári um
400 manns atvinnu, skilaði afla-
verðmæti sem nám hálfum öðrum
milljarði króna í þjóðarbúið og 30
milljóna hagnaði er ekki hægt að
selja svona eins og hendi sé veif-
að, með manni og mús.
Starfsfólkið, sem að meira hluta
eru konur, stendur nú enn eina
ferðina frammi fyrir algerri óvissu
um sitt atvinnuöryggi. Verður selt
„mansali" fyrirtækjum sem þessa
sömu daga verða að fá aðstoð ríkis-
ins við að lækka laun fólksins til
að halda sér á floti að eigin sögn.
Varla eru þessi sömu fyrirtæki
vel í stakk búin nú til að stækka
mikið við sig við þær aðstæður,
enda sýnist að kauptilboðið sé ekki
í neinu samræmi við heildarverð-
mæti fyrirtækisins.
Ég er því ósammála því að geng-
ið verði að tilboðinu."
Bókun fulltrúa
Framsóknarflokksins,
Sigrúnar Magnúsdóttur
„Ég mótmæli harðlega vinnu-
brögðum borgarstjóra í þessu máli.
Greinilegt er að ákvörðun um sölu
bréfanna hafði þegar verið tekin
fyrir síðasta borgarráðsfund og
framlagning tilboðsbréfsins því
aðeins til málamynda. Þar sem
borgin þurfti ekki að svara tilboð-
inu fyrr í lok september hefðu ver-
ið eðlileg vinnuþrögð að gefa borg-
arráðsmönnum kost á að ígrunda
þetta tilboð og fá hlutlaust mat á
stöðu fyrirtækisins, eignum þess
og söluverðmæti.
Þessi vinnubrögð borgarstjóra
koma mér reyndar ekki á óvart,
því að þannig hefur borgarstjóri
unnið allt frá stofnun Granda.
Hann hefur alla tíð farið með
málefni hans sem sitt einkamál
sem komi borgarfulltrúum stjóm-
arandstöðunnar ekki við, hvað þá
borgarbúum. Enda líta sjálfstæðis-
menn í Reykjavík á eignir borgar-
innar sem sínar en ekki almenn-
ings.
Þegar BÚR var sameinað ís-
biminum tók borgin á sig 200
milljóna kr. skuld, sem er miðað
við lánskjaraavísitölu i dag kr. 358
milljónir. í raun hafa því allar eign-
ir BÚR verið seldar á 142 milljón-
ir kr.
Hlutabréf Granda átti tvímæla-
laust að setja á almennan hluta-
bréfamarkað þar sem hér er um
almenningseign að ræða, þannig
hefði einnig starfsfólki, bæði á sjó
og landi, verið gefinn kostur á að
eignast hlutdeild í fyrirtækinu.
Hefði þannig verið staðið að
málum væri ég hlynnt sölunni."
LADA SPORT 4x4
300, KR. 285.000,- 1500, KR. 318.000.-
1600, KR. 316.
LADA 1200
LADA SAFIR
2800
Lada bílar
seldir ’87
Tökum vel
meðfarna bíla
uppí.
BIFREtÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
Ármúla 13 108 Reykjavík, sími 681200.
Hugsaðu málið! Ef þú ert í bílahugleiðingum, ættir þú að lesa þessa
auglýsingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA-
bílanna og vinsælustu greiðslukjörin. Afgreiðslutíminn er enginn.
Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla.
Beinir símar: Nýir bílar, sími 31236. Notaðir bílar, sími 84060
Opið laugardaga frá kl.10-16