Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 40

Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur: Nýr áætlunarbíll í flotann Keflavík. NÝR áætlunarbíll hefur nú bæst í flota Sérleyfisbifreiða Keflavík- ur. Hann er af tegundinni Merce- des Benz árgerð 1988 og tekur 34 farþega í sæti. Nýi bílinn var tekin í notkun í lok júlímánaðar og sagði Sveinn Guðnason eftir- litsmaður SBK að hann hefði varla stoppað síðan. Nýi Benzinn er innfluttur notaður frá Vestur-Þýskalandi, hann kostaði um 8,5 milljónir og var það Benz- umboðið á Islandi, Ræsir hf., sem annaðist þá hlið mála. Innréttingar í bílnum sem var aðeins ekinn 30.000 kílómetra við komuna til landsins eru sérlega vandaðar, hann er útbúinn með loftkælingu, gott rými er á milli sætanna sem hægt er að halla aftur og draga út og í honum er kæliskáp- ur auk ýmiss annars búnaðar. „Eða einn með öllu,“ eins og einn bílstjór- inn komst að orði. Nú eru 8 áætlunarbílar í eigu Sér- leyfisbifreiða Keflavíkur og geta þeir flutt um 400 farþega. Að sögn Sveins Guðnasonar hafa verið næg verkefni í hópferðum í sumar og bílamir nýst ákaflega vel af þeim sökum. Vegna fækkunar farþega á áætlunarleiðinni á milli Keflavíkur og Reykjavíkur var gripið til þess ráðs að fækka ferðum yfir sumartímann og sagði Sveinn að farþegum hefði nú aftur farið fjölgandi og væru þeir nú um 20 að meðaltali í hverri ferð. BB Sveinn Guðnason eftirlitsmaður sem hefur ekið áætlunarbilum SBK í 26 ár og Hreinn Ingólfsson bifreiðastjóri sem á að baki 13 ára starf hjá SBK við nýja Benz- inn sem nýlega var tekinn í notk- un. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæði f boði Skrifstofuhúsnæði Vantar þig glæsilega vinnuaðstöðu? Við höfum til leigu skrifstofu í „penthouse" í Lágmúla 5, Reykjavík. Upplýsingar í síma 689911. Húsnæði íboði 110 fm íbúð miðsvæðis í Reykjavík leigist með eða án húsgagna. Leigutími 6 mánuðir til eitt ár. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 5. september merkt: „G - 4738“. Ertu að leita að litlu, þægi- legu skrifstofuhúsnæði? Til leigu í nýju aðlaðandi húsnæði á jarðhæð við Laugaveginn 35 fm skrifstofupláss. Góð aðkoma, næg bílastæði. Laust 1. okt. Umsóknir sendist áuglýsingadeild Mbl. merktar: „Góð byrjun - 4361“. til söiu Prjónastofa til sölu Af sérstökum ástæðum er prjónastofa Frímanns Stefánssonar í Mosfellsbæ til sölu. Framleiddir eru vandaðir ullarleistar fyrir inn- lendan og erlendan markað. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hringið í síma 91-666138. fLAUFAS FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 82744 Bifreiðaþjónusta Stillingar- þjónustuumboð Til sölu er gott og snyrtilegt bifreiðaverkstæði. ★ 250 fm húsnæði með mikilli lofthæð. ★ Mjög góð stillitölva. ★ Lyfta og hjólastillingartæki. ★ Ljósastillingar. ★ Öll tæki og verkfæri til að reka fullkomið bifreiðaverkstæði. ★ Þjónustusamningur við bifreiðaumboð fyrir mjög mikið seldar japanskar bifreiðar. Sjaldgæft tækifæri fyrir mann eða samhenta menn til að ganga inní arðbæran atvinnu- rekstur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Laufás, fast- eignasölu, Síðumúla 17. Skotveiðimenn - björgunarsveitir Labradorhvolpar til sölu, hreinræktaðir og ættbókarfærðir. Móðir Gríma, faðir Max. Úrvals veiði- og leitarhundar. Upplýsingar gefur Jón Hjartarson í síma 98-74640. Lærið vélritun Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Ný nám- skeið byrja mánudaginn 5. september. Morgun- og kvöldtímar. Innritun í símum 36112 og 76728. Vélritunarskólinn, Ánanaustum 15, s. 28040. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Skólasetning Stýrimannaskólinn í Reykjavík verður settur í hátíðarsal skólans fimmtudaginn 1. sept- ember nk. kl. 14.00. Inntökupróf í 2. stig verða haldin föstudag- inn 2. september. Stöðupróf fyrir nemendur 1. stigs verða haldin mánudginn 5. og þriðjudaginn 6. sept- ember. Skólastjóri. A Frá grunnskólum Kópavogs Grunnskólamir í Kópavogi verða settir með kennarafundum í skólunum fimmtudaginn 1. september nk. kl. 9 f.h. Næstu dagar verða notaðir til undirbúnings kennslustarfs. Nem- endur komi í skólana þriðjudaginn 6. sept- ember. 1. bekkur börn fædd 1981 kl. 13. 2. bekkur börn fædd 1980 kl. 14. 3. bekkur börn fædd 1979 kl. 13. 4. bekkur börn fædd 1978 kl. 11. 5. bekkur börn fædd 1977 kl. 10. 6. bekkur börn fædd 1976 kl. 9. 7. bekkur börn fædd 1975 kl. 9. 8. bekkur börn fædd 1974 kl. 10. 9. bekkur börn fædd 1973 kl. 11. Forskólabörn fædd 1982 (6 ára) og foreldrar þeirra verða boðuð í viðtal símleiðis 6.-9. september. Skólaganga forskólabarna hefst 12. september. Skólafulltrúi. Frá Tónlistarskóla Seltjarnarness Innritun hefst í dag miðvikudaginn 31. ágúst og stendur til laugardagsins 3. september. Innritun ásamt greiðslu skólagjalda fer fram íTónlistarskólanum miðvikudag til föstudags frá kl. 14.00-18.30 en laugardag frá kl. 10.00-17.00. Skólastjóri. Frá Öskjuhlíðarskóla Starfsfólk mæti til starfa fimmtudaginn 1. september kl. 9.00. Nemendurárdegisdeilda og starfsdeilda mæti þriðjudaginn 6. sept- ember kl. 11.00 og nemendur síðdegisdeilda sama dag kl. 13.00. Afhending stundaskrár. Kennsla hefst miðvikudaginn 7. september samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu 224 fm húsnæði á 3. hæð í nýju skrifstofuhúsi við Háaleitisbraut í Reykjavík. í húsinu er lyfta og við það eru mjög góð bílastæði. Húsið og umhverfi þess er mjög vel viðhaldið og snyrtilegt. Húsnæðið er til- valið fyrir skrifstofur, teiknistofur, læknastof- ur og líka starfsemi. Húsnæðið er laust til afnota nú þegar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 82900 frá kl. 12.00-16.00 virka daga. ýmislegt Kórsöngvarar! Dómkórinn í Reykjavfk óskar eftir áhugasömum og hressum kórfé- lögum. Fjölbreytt kórstarf og skemmtilegt verkefni framundan, m.a. kantatan „Saint Nicolas" eftir Benjamin Britten. Hringið í Dómkirkjuna, sími 12113, eða í söngstjórann, Martein H. Friðriksson, sími 44548.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.