Morgunblaðið - 31.08.1988, Síða 42
42
MORGUNBLAPIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
HUNDASYNING I VIÐIDAL
Tíkin Contessa val-
ín bestí hundurinn
Morgunblaðið/Bjami
Tíkin Labbi-Pollý af tegundinni Labrador retriever með eiganda
sínum Jakobi Ágústssyni.
Snæland Gutti, eigandi Ólöf
Kristín Magnúsdóttir. Besti Dachs-
hundurinn, öðru nafni langhundur,
var Peredur Parfait, eigandi P.M.
Champman. Besti Maltese hundur-
inn var Mon Ami í eigu Carls
Möllers. Bestur af andstæðu kyni
var Hólmfríður, eigandi Ema Fríða
Berg. Besti Pug hundurinn var
valinn Sylja Fanney í eigu Þóreyjar
Aspelund. Bestur af andstæðu kyni
var Davíð Þór, eigandi Rafn Sigur-
bjömsson. Besti ameríski Cocker
Spaniel var Súsý, eigendur Karen
og Hannes Jónsson. Besti enski
Cocker Spaniel var tíkin Count On
Me eða Kóra, eigandi Helga Finns-
dóttir. Bestur af andstæðu kyni
var Comet eða Kalli, eigandi Anna
Þorkelsdóttir. Besti enski Springer
Spaniel var valin tíkin Contessa
eigendur Ragnar Kristjánsson og
Sonja Felton. Bestur af andstæðu
kyni var Philip, eigandi Ólöf
Kristín Magnúsdóttir. Besti írski
Setterinn var Goldings R. Ninja,
eigandi Hreiðar Karlsson. Bestur
af andstæðu kyni var Sesar, eig-
andi Gísli Viggósson. Besti La-
brador retriever var hundurinn
Bonni, eigandi Sigrún Faulk. Best-
ur af andstæðu kyni var Labbi-
Pollý, eigandi Jakob Ágústsson.
Besti Golden retriever var tíkin
Ole Staunskær dómari skoðar tíkina Tönju af tegundinni Poodle Miniature. Eigandi hennar er Lillý
Ásgeirsdóttir, en með henni á myndinni er sonur Lillýjar, Ásgeir Heiðar.
HUNDARÆKTARFÉLAG ís-
lands hélt árlega hundasýningu
sína í Reiðhöllinni í Víðidal
sunnudaginn 28. ágúst sl. 170
hundar tóku þátt í sýningunni.
Valinn var besti hundur hverrar
hundategund, sem voru ellefu
alls, og jafnframt besti hundur-
inn af andstæðu kyni. Þá voru
valdir bestu hundarnir i nokkr-
um aldurshópum. Besti hundur
sýningarinnar var af tegundinni
enskur Springer Spaniel, tíkin
Contessa í eigu Ragnars Krist-
jánssonar og Sigrúnar Felton.
Dómarar voru Ole Staunskær
frá Danmörku og Kirsti Wuo-
rimaa frá Finnlandi.
Hér á eftir verða taldir upp allir
þeir hundar sem hluti viðurkenn-
ingu, nöfn þeirra og hveijir eru
eigendur þeirra. Besti íslenski fjár-
hundurinn var valin Þórdís frá
Götu í eigu Guðrúnar Guðjohnsen.
Besti íslenski hundurinn af and-
stæðu kyni var Bangsi, eigandi
Birgitta Reinalds. Besti hundurinn
af tegundinni Poodle toy var valin
Nína í eigu Njálu Vídal. Enginn
hundur var af karlkyni. Besti Mini-
ature Poodle var tíkin Snæland
Kellý, eigandi Anna Flygenring.
Bestur af andstæðu kyni var valinn
'Sfc*
Hótel Örk:
Þýsku læknarnir eru
ánægðir með aðstöðuna
LÆKNUNUM frá Hamborg í
Þýskalandi, sem hér voru á ferð
fyrir skömmu í þeim erinda-
gjörðum að kynna sér aðstöðuna
á Hótel Örk, líst vel á allar að-
stæður svo að þar megi reka
heilsuhótel, að sögn Sverris
Schopka. Hann hefur aðstoðað
Arkarmenn við að markaðssetja
hótelið í Þýskalandi, þar sem
hann rekur markaðsráðgjafar-
skrifstofu. Hann segir þýsku
læknana þegar vera farna að
mæla með hótelinu og það sé
komið inn á stórar söluskrifstof-
ur. Það taki þó sinn tíma að aug-
lýsa það upp og talsvert starf sé
óunnið áður en hægt sé að hefj-
ast handa af fullum krafti. Lækn-
arnir telji hótelið og staðsetningu
þess henta einkar vel til með-
höndlunar á sjúklingum, sem
þjást af húðsjúkdómum, gigt,
streitu og svo endurhæfingar-
sjúklingum. Talið er að 10 millj-
ónir Þjóðveija fari í einhvers
konar heilsuleyfi á ári. Sverrir
segir því markaðinn vera fyrir
hendi og íslendingar eigi góða
möguleika á að komast inn á
hann. Auk þess dvelji þessir gest-
ir lengur en hefðbundnir hótel-
gestir og gefi meira af sér.
„Tilgangurinn með komu þýsku
læknanna hingað var sá, að kynna
þeim aðstæður í Hveragerði og þó
einkum Hótel Örk. Gefa þeim kost
á að ræða við íslenska starfsbræður
sína og fá síðan niðurstöður þeirra
og álit á þeirri hugmynd, að mark-
aðssetja Hótel Örk sem heilsuhótel
í Þýskalandi," sagði Sverrir í sam-
tali við Morgunblaðið. Tveir hópar
lækna hafa þegar komið, annar frá
Hamborg en hinn frá Frankfurt,
og von er á þeim þriðja og síðasta
í september.
Læknarnir frá Hamborg hafa
þegar skilað sínum niðurstöðum og
voru að sögn Sverris mjög ánægðir
með aðstöðuna á Hótel Örk og allar
aðrar aðstæður. „Loftslagið í
Hveragerði er mun mildara en þeir
gerðu ráð fyrir og þeir voru mjög
hrifnir af tæra loftinu og hreina
vatninu. Þeim þykir hótelið vera
mjög smekklega innréttað og hafi
upp á alla þá aðstöðu að bjóða, sem
krafist sé af heilsuhóteli. Mataræð-
ið skiptir miklu máli. Stutt er í
grænmetið, sem yrði undirstaðan,
en læknamir luku lfka miklu lofs-
orði á fiskinn, hversu ferskur hann
væri og ljúffengur. íslenska lambið
vakti einnig mikla hrifningu hjá
þeim, að ógleymdu skyrinu, sem
þeir töldu í sérflokki."
„Húðsjúkdómar, eins og exem
og psoriasis, eru meðal þeirra sjúk-
Mun fjöldi þýskra sjúklinga dveljast á Hótel Örk til hressingar og endurhæfingar á næstu árum? Að því er að minnsta kosti stefnt.