Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
43
Nokkrir hundar úr flokki Labrador retriever ásamt eigendum sínum.
Fremst á myndinni er tikin Labbi-Sunna og eigandi hennar Lára
Fanney Gylfadóttir.
Thelma, eigandi Þórhildur Bjart-
marz. Bestur af andstæðu kyni var
Lísu-Máni, eigandi Ámi Guð-
bjömsson.
Einnig var kosinn besti hundur-
inn í hveijum aldursflokki og var
þá valinn einn hundur af öllum
tegundum á sýningunni. Besta
ungviði sýningarinnar (3-6 mán-
aða) var Labradorinn Blíða, eig-
endur Helga Kristín og Ingólfur
Már Olsen. Besti hvolpur sýningar-
innar (6-9 mánaða) var Poodle
tíkin Goðdala Tanja Skuld í eigu
Oddnýjar Ingu Georgsdóttur. Besti
öldungur sýningarinnar (7 ára og
eldri) var íslenski fjárhundurinn
Snotra í eigu Kolbrúnar Kristjáns-
dóttur. Besti smáhundur sýningar-
innar var af tegundinni Maltese,
Mon Ami í eigu Carls Möller.
Þá voru einnig valdir fjónr bestu
hundamir á sýningunni. í fyrsta
sæti var tíkin Contessa af tegund-
inni enskur Springer Spaniel í eigu
Ragnars Kristjánsson og Sonju
Felton. í öðm sæti var Þórdís frá
Götu, íslenskur fjárhundur. Eig-
andi Guðrún Guðjohnsen. í þriðja
sæti var Thelma af tegundinni
Golden retriver í eigu Þórhildar
Bjartmarz. í ijórða sæti var Count
On Me eða Kóra í eigu Helgu
Finnsdóttur.
dóma, sem kemur til greina að
meðhöndla á Hótel Örk. Psoriasis-
sjúklingar þurfa mikla sól og em
sumarmánuðumir bestir hvað það
snertir. Bláa lónið er tilvalin stað-
ur, sérstaklega fyrir psoriasis-sjúkl-
inga, sem þjást af æða- og hjarta-
sjúkdómum. Þýskir læknar hafa
sent þá sjúklinga sína mikið til
Dauðahafsins en þeir þola illa hit-
ann þar. Svo em aðrir húðsjúk-
dómar, sem þola ekki mikla birtu.
Það er í athugun hjá okkur hvort
mánuðumir mars og apríl eða sept-
ember og október væm hentugir
fyrir þess konar sjúklinga," sagði
Sverrir, aðspurður um hvers konar
sjúklingar kæmu helst til með að
koma á vegum læknanna.
„Á Hótel Örk er einnig góð að-
staða til að taka á móti og með-
höndla gigtarsjúklinga. Heitu böðin
og leirinn eiga þar vel við. Hótelið
hefur líka alla kosti til að bera sem
hvíldarhótel fyrir þá sem þjást af
streitu, sem er undanfari ýmissa
sjúkdóma. Þar er mjög góð aðstaða
til að iðka ýmsar íþróttir, eins og
til dæmis tennis. Þá er líka ráðgert
að koma upp golfvelli í Hveragerði
í náinni framtíð. Hótelið hentar
einnig vel fyrir endurhæfingarsjúkl-
inga. Þar er sjúkraþjálfari til staðar
ásamt öllum nausynlegum búnaði,"
sagði Sverrir ennfremur.
Markaðurinn fyrir hendi
Sverrir var spurður að því hvaða
kynningarstarf hefði verið unnið,
að undanskyldu því, að bjóða lækn-
unum til landsins. „Við emm búnir
að koma Örkinni inn á stórar sölu-
skrifstofúr, þar sem það verður
kynnt sem heilsuhótel. í vetur verða
svo haldnir fyrirlestrar í Þýskalandi
fyrir lækna, þar sem kynnt verða
íslensk heilbrigðismál og aðstaðan
á hótelinu, auk íslands sem ferða-
mannalands. Að sjálfsögðu munum
við hafa nána samvinnu við bæði
Amarflug og Flugleiðir, auk Ferða-
málaráðs í þessu sambandi. Það er
allra hagur að vel takist til með þá
landkynningu. Þekking Þjóðveija á
Islandi og íslensku málefnum hefur
aukist vemlega á undanfömm
ámm, en þar er enn mikill akur
óplægður og næg verkefni fyrir
hendi. Gert er ráð fyrir að um 10
miltjónir Þjóðveija fari í einhvers
konar heilsuleyfí á einu ári. Mark-
aðurinn er því fyrir hendi og við
teljum að ísland hafí góða mögu-
leika á að komast inn á hann,“
sagði Sverrir.
„Þá emm við að athuga hvort
þýsku tryggingamar taki þátt í
kostnaðinum. Ef um sjúklinga er
að ræða er möguleiki á því, að þær
greiði megin hluta kostnaðarins.
En til þess að það verði þurfum við
að fá viðurkennigu á starfseminni
frá þýsku tryggingunum og það er
eitt af þeim verkefnum, sem við
taka núna, eftir að álitið frá lækn-
unum er komið," sagði Sverrir að
lokum.
Áður hefur komið fram í Morgun-
blaðinu, að kostnaður við þær end-
urbætur, sem þyrfti að gera, svo
sem að setja upp lyftu, næmi um
fímm milljónum króna, að mati
Bjöms Lárassonar hótelstjóra.
Nýveiddur humar.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Stúlkur við humarpökkun í ísfélagi Vestmannaeyja.
Humarvertíð lakari en í fyrra
HUMARVERTÍÐ er nú um það bil að ljúka en vertíðin hófst í
mai og var framlengt út ágúst. Að sögn Björns Úlfljótssonar hjá
Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum veiddist þokkalega framanaf
en varð siðan fremur endasleppt og dræm veiði í ágúst.
Bjöm sagði að vertíðin hefði verið lakari en f fyrra, þó skár hefði
veiðst í Eyjum en víðast annarsstaðar. Humarinn mun vera þokkaleg-
ur og í stærra lagi, en gæftir hafa verið lélegar svo bátamir hafa
ekki getað sótt eins óg skyldi og oft ekkert fengist.
Ættfræðinámskeið í Reylgavík og víðar
Ættfræðiþjónustan ráðgerir
að halda nokkur ættfræðinám-
skeið á næstunni, bæði fyrir
byijendur og lengra komna.
Haldin verða grannnámskeið í
Reykjavík, Kópavogi, Keflavík,
Stolið úr bflum
BROTIST var inn í tvo bíla og
þeir skemmdir við Engjasel 56
laust eftir miðnætti á mánudag.
Einnig var einhveijum verð-
mætum stolið. Ekki er vitað hveij-
ir vora að verki.
Skömmu áður hafði verið til-
kynnt um innbrot og þjófnað úr
bíi á Skúlagötu við Ræsi. Þjófurinn
náðist ekki.
Stykkishólmi, Borgamesi og á
Akranesi. Hvert námskeið stendur
yfír í 18 klukkustundir, og er þar
ýmist um fjögurra daga námskeið
(á tveimur helgum) að ræða eða
7 vikna námskeið, þar sem þátt-
takendur koma saman einu sinni
í viku. Einnig er boðið upp á fram-
haldsnámskeið í Reykjavík. Skrán-
ing þátttakenda er hafín hjá Ætt-
fræðiþjónustunni.
Á námskeiðunum verður veitt
fræðsla um ættfræðiheimildir og
vinnubrögð, hentugustu leitarað-
ferðir og uppsetningu ættartölu
og niðjatals. Jafnframt gefst þátt-
takendum aðstaða til að æfa sig
í verki og rekja ættir sínar, svo
langt sem þess er kostur, í gömlum
framheimildum jafnt sem síðari
tíma verkum.
Auk námskeiðshalds tekur Ætt-
fræðiþjónustan að sér að rekja
ættir fyrir einstaklinga, Qölskyld-
ur og niðjamót. Forstöðumaður
Ættfræðiþjónustunnar er Jón Val-
ur Jensson.
(Fréttatilkynning)
Af hveiju ekki að fara á
Hótel Borg
ogfásérsúpuogsalat?
Sími 11440
1
Metsölublaó á hverjum degi! \
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í2.FL.B1985
Hinn 10. september 1988 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 6 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir:
__________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.001,70_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. mars 1988 til 10. september 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985
til 2254 hinn 1. september 1988.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 6 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1988.
Reykjavík, 31. ágúst 1988
SEÐLABANKIÍSLANDS