Morgunblaðið - 31.08.1988, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
Minning:
Gunnlaugur G. Bjöm-
son skipulagsstjóri
Fæddur 7. marz 1912
Dáinn 26. ágúst 1988
Gunnlaugur G. Björnson fyrrver-
andi skipulagsstjóri í Útvegsbanka
íslands andaðist á vistheimili
Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi
dags, föstudaginn 26. ágúst síðast-
liðinn.
Daginn áður heimsótti ég Gunn-
laug á þetta nýja heimili hans,
ásamt vini mínum, en þá hafði hann
dvalið þar í nokkrar vikur. Vistar-
verur hans voru vinarlegar, bóka-
kostur margbreytilegur og vand-
lega valinn, enda sflesandi til
síðustu stunda. Tölvu hafði hann
við höndina á skrifborði sínu, enda
fáir honum fremri í þeirri list, frá
upphafi tölvutækninnar.
Úr stofuglugga hafði hann fag-
urt útsýni yfir Hafnarfjarðarhöfn
að Hvaleyrartanga og gat fylgst
náið með ferðum skipa á þeirri leið.
Fyrri störf kveiktu hjá honum
áhuga á sjávarútvegsmálefnum,
sem ég kem síðar að.
Gunnlaugur tjáði mér að vel
væri að honum hlúð á Hrafnistu,
matur og aðhlynning með ágætum
og starfsfólk allt elskulegt og með
eindæmum hjálpsamt
Hann fagnaði ævikvöldi á þess-
um friðsama og kyrrláta stað í
hraunjaðri Hafnarfjarðar.,
Daginn eftir að ég hafði verið
gestur á hinu nýja heimili Gunn-
laugs G. Bjömson, fór hann með
dóttur sinni í miðbæ Hafnarfjarðar
og snæddu þau hádegisverð í veit-
ingahúsinu A. Hansen. Síðan var
ekið heim til Júlíu dóttur Gunn-
laugs, sem býr að Stekki í Bessa-
staðahreppi og sfðdegiskaffi drukk-
ið. Eftir það ók dóttirin föður sínum
heim. Síðar um kvöldið eða klukkan
2.30 hringdi læknir til dótturinnar,
og tjáði henni að Gunnlaugur væri
allur.
Við skrifborðið sat hann með
tölvuna á skrifborðinu og sjón-
varpið í augsýn, en ævi hans var á
enda í þessu lífi.
Gunnlaugur fékk heilablæðingu
fyrir tæpu ári, í september 1987
og dvaldi á Landspítalanum, þar til
hann fór í endurhæfingu að Hátúni
12, en þaðan fluttist hann að Hráfn-
istu í Hafiiarfírði.
Gunnlaugur G. Bjömsson fædd-
ist í Reykjavík, 7. mars 1912. For-
eldrar hans voru Margrét Magnús-
dóttir landshöfðingja Stephensen
og Elín fædd Thorstensen og Guð-
mundur Bjömson landlæknir, sonur
Þorbjargar Helgadóttur og Bjöms
Guðmundssonar bónda á Marðar-
núpi í Vatnsdal.
Hann lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1931.
Nam síðan stærðfræði við háskól-
ann í Berlín 1931-1934. Hóf störf
í Landsbanka íslands 1935 og starf-
aði þar allt til þess að hann réðst
í þjónustu Útvegsbanka íslands 1.
október 1942.
Hann var lengi forstöðumaður
sparisjóðsdeildar bankans, sem var
til húsa á fyrstu hæð í Pálshúsi við
Lækjartorg. Þaðan stjómaði hann
deildinni við skrifborð landshöfð-
ingjans, en það var ættargripur,
sem féll í hlut Gunnlaugs. í bankan-
um var einnig skrifborð Hannesar
Hafstein, fyrsta ráðherra íslands
og fyrrum bankastjóra.
Síðar var Gunnlaugur skipaður
forstöðumaður Sjávarútvegslána-
deildar bankans og mótaði umtals-
verðar breytingar á því sviði í starf-
semi bankans. Enda honum sá
málaflokkur hugleikinn og áhuga-
verður. Komst hann í náin kynni
og álit hjá útvegsmönnum m.a. var
hann eitt ár formaður verðlags-
nefndar sjávarútvegsins, sem mót-
aði verð á fískafla landsmanna.
Þegar reiknistofa bankanna var
stofiisett var leitað liðsinnis Gunn-
laugs, enda var hann þó orðinn
skipulagsstjóri Útvegsbankans.
Hin víðfeðma stærðfræðikunn-
átta Gunnlaugs kom þar að góðu
haldi allt frá upphafi til þess tíma,
að heilsa hans brast.
Hann hlaut viðurkenningu ásamt
Klemenz Tryggvasyni fyrrverandi
hagstofustjóra, Ottó Michelssyni,
og Bjama P. Jónassyni, á 20 ára
afmæli Skýrslutæknifélags íslands,
6. apríl 1988, fyrir forystu og af-
burðastörf á því sviði. Menntamála-
ráðherra tók þátt í þeirri athöfn.
Að lokum skal minnst afskipta
Gunnlaugs af félagsmálum banka-
manna, en þar markaði hann djúp
og örlagarík spor, sem aldrei verða
afmáð. Gunnlaugur var formaður
Sambands íslenzkra bankamanna
1947. í stjóm Starfsmannafélags
Útvegsbankans átti hann sæti frá
28. september 1963 til 26. janúar
1967. Á þeim ámm, eða réttara
sagt 2. nóvember 1964, lögðu allir
starfsmenn Útvegsbankans um
land allt niður störf til þess að
mótmæla stöðuveitingu er skerti
réttindi bankamanna og réttlæti í
þeirra málefnum.
Þetta var sögulegt verkfall, sem
lauk með fangelsisdómi Hæstarétt-
ar yfír félagsstjóminni sem dæmd
var í 6 daga fangelsi. Dómi þessum
var aldrei fullnægt. En Gunnlaugur
var einn í hópi hinna dæmdu.
Kynni mín af Gunnlaugi B.
Bjömson verða mér dýrmæt meðan
ævi mín endist og dáð og dreng-
skapur lifír með þessari þjóð.
Gunnlaugur var ljúfmenni í allri
umgengni, lipurmenni og hjálpsam-
ur öllum, er aðstoðar hans leituðu.
Allt starfsfólk Útvegsbankans
mat mannkosti hans mikils og
minnist vem hans í bankanum með
virðingu og þakklæti.
Gunnlaugur B. Bjömson kvænt-
ist Margréti Jónsdóttur kennara 7.
febrúar 1950. Hún lauk prófi frá
Kennaraskóla íslands í Reykjavík
1931. Hún er látin fyrir allmörgum
ámm. Þau áttu tvær dætur, Júlíu,
sem gift var Ásgeiri Halldórssyni.
Þau hafa skilið sambúð, og Mar-
grétgift Bimi Thoroddsen, flug-
manni.
Ég minnist ávallt með óblandinni
ánægju þeirra björtu gleðidaga, er
ég naut að sumarlagi, í Félags-
heimili Starfsmannafélags Útvegs-
bankans að Lækjarbotnum, með
Gunnlaugi, hans ágætu eiginkonu
og dætmnum indælu á bemskuár-
um þeirra.
Að leiðarlokum kveð ég vin minn,
Gunnlaug G. Bjömson, og sakna
sáran einlægs samstarfsmanns,
sem var réttlátur, góðviljaður og
mannvinur á öllum sviðum. Sárast
verður hans saknað af ástvinum,
dætmm og bömum þeirra er hann
unni heilshugar og studdi öllum
stundum og veitti þeim ómælda,
aðstoð á mörgum sviðum.
Megi þjóð vor ala á ókomnum
Jarðarför t
HÓLMFRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR frá Nesi í LoAmundarfirAi
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. september kl. 15.
Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Sunnuhlíð njóta þess. Böm, tengdabörn, barnabörn og bamabarnabörn.
t
GUÐLAUG MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR,
Goðabyggð1,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 29. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. september
kl. 13.30.
Gestur Ólafsson,
RagnhelAur Gestsdóttir.
t
Móðir mín,
LILIA STEINGRÍMSDÓTTIR
frá Hörgslandskoti,
Bugðulæk 11,
verður jarðsungin fró Dómkirkjunni f dag, miðvikudaginn
31. ágúst, kl. 13.30.
Jóhanna Sveinsdóttlr.
t
Bróðir minn og mógur,
SIGURJÓN GUÐJÓNSSON
frá Melkoti,
Akranesi,
lést i Dvalarheimilinu Höfða 22. ágúst.
Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðmundur Guðjónsson,
Laufey Hannesdðttir.
t
Útför
ÞORBJARGARINGIMUNDARDÓTTUR LAUSTEN
fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 31. ágúst kl. 15.00.
Aðstandendur
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JÓHANN JÓNSSON,
Reynimel 63, (
lést 22. ágúst. Jarðaförin hefur fariö fram. Þökkum auðsýnda
samúð.
GuAbjörg R. Jóhannesdóttlr,
Jón GuAmundsson, Hulda B. SigurAardóttir,
Jakobina GuAmundsdóttir, Friðrlk Jónsson,
Jóhannes S. GuAmundsson, Kristjana Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabamabörn.
t
Þökkum vinarþel og viröingu við minningu
INGIBJARGAR THORS.
Marta, Ingibjörg, Margrét,
Stefanfa og Thor Ó. Thors.
t
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og
hlýhug við fráfall og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföö-
ur og afa,
HAFLIÐA JÓH ANNSSON AR,
húsasmfðameistara,
Freyjugötu 46,
Reykjavik.
Svana Ingibergsdóttir,
Ingibjörg HafliAadóttir, Einar GuAmundsson,
Jóhann HafliAason, Eyja SigrfAur Viggósdóttir,
Erla HafIIAadóttir, Tryggvl Hjörvar,
barnabörn og barnabarnabörn.
árum sanna og heilsteypta drengi,
sem eiga eftir að þræða vegferð
lífsins í fótspor Gunnlaugs G. Björri-
sonar.
Útför Gunnlaugs fer fram í dag,
miðvikudag, frá Dómkirkjunni kl.
15.
Adolf Björnsson
í dag verður til moldar borinn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík Gunn-
laugur G. Björnson fyrrverandi
skipulagsstjóri Útvegsbanka Is-
lands, og eftir að hann lét af þeim
störfum vegna aldurs, fullra 70
ára, kerfisfræðingur hjá Reikni-
stofii bankanna.
Ég get ekki sagt, að lát hans
kæmi mér í opna skjöldu. Hann
fékk heilablóðfall fyrir ári og var
að mestu bundinn við rúm og stól
eftir þar, þótt hann héldi andlegum
kröftum sínum til síðasta dags.
Það hefur verið mér umhugsun-
arefni, síðan ég frétti að hann væri
allur, hvort þær tilfinningar, sem
ég fínn við lát þessa ágæta manns,
séu óeðlilegar og rangar, því að ég
er dapur, næstum hryggur, en raun-
verulega ber mér að samgleðjast
honum að hafa nú fengið hvfld eft-
ir strangan dag. Það var honum
mikil þolraun að fínna líkamsaflið
þorrið og hann vildi trúa því, að
hann næði sér svo eftir áfallið, að
hann kæmist til starfa á ný. Ég
finn líka til samviskubits fyrir að
hafa ekki litið til hans oftar, ég var
búinn að kvíða því vikum saman
að þurfa að færa honum þá fregn,
að ég neyddist til að fella nafnið
hans af starfsmannaskrá reiknistof-
unnar, en ljáberinn mikli, sem sæk-
ur okkur öll heim um síðir, hefur
nú firrt mig þeim kaleik.
En að mér streyma ótal minning-
ar frá síðustu 15 árum frá því ég
kynntist Gunnlaugi og ég finn fyrir
því, hversu samslungin tilvera okk-
ar beggja var þessi ár, hversu mikla
virðingu ég bar fyrir andlegum yfir-
burðum hans, hversu vænt mér
þótti um kosti hans — og líka galla
hans, þvf enginn er gallalaus — já,
hversu vænt mér þótti um þennan
mann. Ég geri mér þess grein nú,
að sá ylur væntumþykjunnar, sem
ég nú oma mér við, stafar af sam-
eiginlegri umhyggju í starfi í þessi
15 ár, sameiginlegum áhugamálum
utan starfsvettvangs, hann unni
sígildri tónlist og eigin forfeðratali,
og ef til vill stafar hann ekki síst
af því, að ég fyndi í honum, þrátt
fyrir sterkan persónuleika hans,
spegilmynd minna eigin veikleika.
Það má lesa það í handbókum
um íslenska persónusögu, að Gunn-
laugur Guðmundsson Bjömson var
fæddur í Reykjavík 7. mars 1912,
sonur hjónanna Guðmundar Bjöm-
son, landlæknis og Margrétar
Magnúsdóttur Stephensen Bjöm-
son. Hann tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1931,
stundaði stærðfræðinám í Berlín
1931—1934, starfaði í Landsbanka
íslands 1935 til 1942 og í Útvegs-
banka íslands frá 1. október 1942,
síðast sem skipulagsstjóri bankans,
eins og áður er sagt. Fleira hafði
hann ekki fram að telja um Iífsfer-
il sinn.
En þama er ýmsu við að bæta,
þótt ég kunni ekki skil þess alls.
Gunnlaugur var mikill áhuamað-
ur um tæknivæðingu bankastarfa,
og löngu fyrir tölvuöld skipulagði
hann verkefni á hvers kyns gagna-
vinnsluvélar. Sem dæmi má nefna
IBM-vélar þær, sem notaðar vom
við afgreiðslu víxla í Útvegsbanka
og Búnaðarbanka í fjölda ára.
Gunnlaugur sat í fyrstu nefrid,
sem ijallaði um hugsanlega sameig-
inlega vélræna lausn á ávísana-
skiptum bankanna. Sú neftid starf-
aði 1970-1971, og álitsgerð hennar
varð fyrsti gmnnur að stofriun
Reiknistofu bankanna.
Hann skipulagði og forritaði
sparisjóðskerfi og víxlakerfi fyrir
sinn eigin banka og Iðnaðarbank-
ann til vinnslu á IBM System 3
tölvu Iðnaðarbankans — og var það
biðleikur hans, þar til reiknistofan
komst á laggimar. Þá og síðar not-
aði hann forritunarmálið RPG, sem
hann sagði um, að væri nógu öflugt
til að forrita allar þær stærðfræði-