Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 62
62
MORGUNBLAÐffi) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
S Við útvegum þér iðnaðarmenn,
til allra verka og sérhæfða
viðgerðarmenn á öllum sviöum.
S Gula linan er ekki „bílskúrsfyrir-
tæki". Hjá Gulu línunni vinná
reyndir fagmenn sem veita þér
persónulega þjónustu um allt milli
himins og jarðar.
Varahlutir, viðgerðir, sæta-
áklæði, ökukennarar, umboð -
allt fyrir bílinn.
/
v/
I s Sólstoíurvtreflur, nuddpottar,
; / arkitektaf, umboðsaðilar.
Garðyrkjumenn, landslagsarki-
tektpff, gróður, áburður, bílaplön,
hifálagnir, snjómolTstur, hleðslu-
menn, vinnuvélar, leiktæki,
garðhúsgögn; allt fyrir>garöinn og
'úmhverfið.
fíilýsing, innilýsing, raflagnir
og rafmagnsviðgerðir. Við
útvegum vana menn á stundinni.
S Ritvélar, tölvur, diskettur,
húsgögn, þýöingar, bókhalds-
þjónusta . . .
S Gluggar, glpr, gluggatjöld,
þjófavarnarkerff.-gjuggaþvottur,
allt á skrá hjá Gulu Ifnpnni.
i dúkar, stólar og borð,
ískápar, eldavélar.
Vörur og þjónusta
með einu símtali
Hvað er Gula línan?
Gula línan er upplýsingabanki um þjónustu,
vörur og umboð, Dæmin hér að ofan eru aðeins
brotabrot af því sem við bjóðum upp á.
Hvernig notar þú Gulu línuna?
Þú hringir bara í síma 62 33 88 og við gefum þér
án tafar traustar upplýsingar um hverjir geti
veitt þér þá þjónustu sem þú þarft á að halda,
hvar þú fáir þær vörur sem þig vanhagar um og
hverjir hafi umboð fyrir tiltekna vöru, vöru-
flokk eða vörumerki.
Hverjir eru á skrá hjá
Gulu línunni?
Upplýsingabrunnur Gulu línunnar er nánast
óþrjótandi. Uppflettiorðin á skránni okkar eru
nú 7665 talsins og þeim fjölgar stöðugt. Þar á
meðal eru hundruðir vöruflokka, einstaklinga,
fyrirtækja og þjónustuaðila sem bíða eftir því að
greiða götu þína hratt og örugglega, vinna fyrir
þig stór og smá verkefni af öllum toga og selja
þér eða leigja þá hluti sem þörfin kallar á hverju
sinni.
Tímasparnaður - nútímaleg
þjónusta - hlýleg afgreiðsla
Þú átt vitaskuld um fleiri leiðir að velja en Gulu
línuna til að afla upplýsinga. Þú getur flett
símaskránni, leitað í auglýsingum, ráðfært þig
við kunningjana o. s. frv. En Gula línan gefur
þér svarið strax; eitt símtal og vandinn er leyst-
ur. Þú notfærir þér háþróaða tölvutækni nútím-
ans en færð samt hlýleg og persónulega þjón-
ustu. Hjá Gulu línunni vinnur nefnilega vinur-
inn þinn sem veit allt.
Traust fyrirtæki - fagþekking
- gæðaeftirlit
Gula línan ér rekin af Miðlun hf., traustu
fyrirtæki sem hefur margra ára reynslu af upp-
lýsingaöflun og upplýsingavinnslu. Bakhjarlinn
er því traustur, starfsmennirnir vanir og vinnan
vönduð. Við höldum t. d. uppi ströngu gæða-
eftirliti með öllum þeim þjónustuaðilum sem
við beinum viðskiptum til. Þeir sem ekki
standa sig eru afskráðir.
Ókeypis þjónusta
Þjónusta Gulu línunnar kostar þig ekki neitt.
Þú bara hringir í síma 62 33 88 og við afgreiðum
málið. Einfaldara og þægilegra getur það ekki
verið.
Opnunartími
Geymdu símanúmerið
á góðum stað
Við ráðleggjum þér að klippa út þennan gula
miða og varðveita hann á öruggum stað þar sem
auðvelt er að grípa til hans. T. d. í dagbókinni,
á skrifborðinu eða við símtólið. Það gæti enn
frekar sparað þér tíma.
K...
IVVWM
62-33 88
Gula línan er opin virka daga frá kl. 8 til 20 og
laugardaga kl. 10-16.
GIM LÍNAN GEFUR ÞÉR RÉTT
SVAR, ÓKEYPIS 0G ÁN TAFAR
Júgóslavinn, sem félagið ætlaði aðfá, fórtil Leverkusen íVestur-Þýzkalandi
BREIÐABLIK hefur leitað eftir
því við sovézk handknattleiks-
yfirvöld, að fá sovézkan leik-
mann til liðsins. Hafa forráða-
menn handknattleiksdeildar
félagsins notið aðstoðar Jóns
H. Magnússonar, formanns
HSÍ og sovézka sendiráðsins í
þessum umleitunum.
Ekki er ljóst hvaða leikmaður
kæmi, ef af þessu yrði enda
er ekki hægt að óska eftir ein-
hvetjum ákveðnum leikmanni í við-
ræðum við sovézk yfirvöld heldur
er það venja að þau ákveða sjálf
hver er sendur. Frestur til að til-
kynna félagsskipti til HSÍ er til 1.
september, þannig að Breiðabliks-
menn hafa mjög nauman tíma til
stefnu og hljóta afdrif málsins að
koma í ljós innan skamms.
Breiðabliksmenn ætluðu að fá til
sín júgóslvavneskan leikmann en
af því verður ekki. Hann fékk tilboð
frá Leverkusen í V-Þýzkalandi og
kaus frekar að fara þangað.
„Erfrtt gegn Stavangor“
UBK hefur misst bræðurna Björn
Jónsson og Aðalstein Jónsson og
óvíst er hvort Jón Þórir Jónsson
verður með en hann fer sennilega
í uppskurð eftir að keppnistímabil-
inu í knattspyrnu lýkur. Liðið hefur
því misst lykilmenn og þarf á liðs-
styrk að halda til að fýlla skarð
þeirra.
„Við höfum orðið fyrir mikilli
blóðtöku og þess vegna erum við
að athuga með erlenda leikmenn.
Við verðum að miklu leyti með nýtt
lið og það má búast við að þetta
verði erfítt hjá okkur til að byrja
með. Stavangerliðið, undir stjórn
danska landsliðsmannsins Bjarne
Jeppesen, er sterkt og erfitt fyrir
okkur að spila Evrópuleik gegn því
svo snemma á keppnistímabilinu en
við munum að sjálfsögðu gera okk-
ar bezta", sagði Geir Hallsteinsson,
þjálfari UBK, í samtali við Morgun-
blaðið.
Öldunga-
mótíLeiru
Síðasta viðmiðunarmót
Síðastliðinn laugardag átti að
fara fram öldungamót á
Hlíðarvelli í Mosfellsbæ, þar sem
keppa átti um Pfaff-bikarinn. Þetta
mót fauk í bókstaflegri merkingu.
Þegar komið var famyfir hádegi var
því aflýst og frestað um tvær vik-
ur. Þá verður það á sama stað.
Jafnframt átti að vera síðasta við-
miðunarmót gagnvart vali í landslið
senjóra, sem senda tvær sveitir til
Spánar í næsta mánuði.
Þessu viðmiðunarmóti hefur ver-
ið frestað til næsta laugardags, en
þá verður öldungamót í Leiru á
vegum Golfklúbbs Suðurnesja.
Strax að mótinu loknu verður end-
anleg ákvörðun tekin um val í lands-
lið, hlutaðeigandi látnir vita og va-
lið verður birt í íþróttafréttum.
HANDBOLTI
Andstæðing-
ar íslendinga
frá Færeyjum
ogNoregi
DREGIÐ var í Evrópukeppni
handknattleiksliða í gær og
drógust íslensku karlaliðin
öll gegn liðum frá Norður-
löndum.
Islandsmeistarar Vals drógust
gegn Kyndli frá Þórhöfn í
Færeyjum. Breiðablik, sem
keppir í Evrópukeppni bikar-
hafa, leikur gegn Stavanger IF
frá Noregi og FH, sem ieikur í
Evrópukeppni félagsliða, mætir
Fredensborg Ski, sem einnig er
frá Noregi. íslandsmeistarar
Fram i kvennaflokki leika hins
vegar gegn breska liðinu Wak-
'efield Metros.
Þekktustu liðin í keppninni
sitja hjá í fyrstu umferð — í
meistarakeppninni eru það SKA
Minsk, VfL Gummersbach,
Metaloplastica Sabac og Barcel-
ona. í keppni bikarhafa -sitja
m.a. hjá ZSKA Moskvu, TuSEM
Essen, Crvenka, SC Empor
Rostock og Elgorriaga CD Bid-
asoa.
HANDKNATTLEIKUR / 1.DEILD
UBK leitar eftir sovézkum leikmanni
GOLF