Morgunblaðið - 31.08.1988, Side 64
, Tork þurrkur.
Þegar hreinla ti er naudsyn.
<sg> asiaco hf
! Vesturgötu 2 Pósthólf 826
121 Reykjavik Simi (91) 26733
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Skriður hafa rofið stór skörð í veginn um Ólafsfjarðarmúla og bókstaflega skolað honum úti í sjó á köflum. Morgunblaðið/Þorkell
Hamfarirnar á Ólafsfirði;
Hremsun bæjarms leiðir
í ljós auknar skemmdir
Bæjarsljórn leitar til viðlagasjóðs um aðstoð
Öskjuhlíð;
Hagvirki bauð
107 milljónir
Afgreiðslu frest-
að í borgarráði
HAGVIRKI gerði lægsta tilboð,
107 milljónir, í uppsteypu sýning-
ar- og veitingahússins sem fyrir-
hugað er að reisa á Oskjuhlíð.
Afgreiðslu málsins var frestað á
borgarráðsfundi i gær.
Stjóm Innkaupastofnunar
Reykjavíkur lagði til við borgarráð
samkvæmt tillögu Hitaveitunnar að
tilboði Hagvirkis yrði tekið. Fjögur
fyrirtæki tóku þátt í lokuðu útboði.
ístak bauð 108,4 milljónir í upp-
steypu sýningarhússins, Byggðaverk
bauð 109,6 milljónir í verkið og Am-
arfell 132,7 milljónir króna. Málið
verður tekið upp aftur á borgarráðs-
fundi næstkomandi þriðjudag.
Loðnuveiðarnar:
Tvö færeysk
skip fá leyfi
til löndunar
FÆREYSKU skipin Christian í
Grótinum og Jupiter hafa fengið
leyfi til að landa hérlendis um
1.500 tonnum af loðnu sem þau
veiddu 20 sjómilur frá Grænlandi.
Talið var hættulegt fyrir skipin
að sigla með aflann til Færeyja
vegna slæms veðurs á leiðinni og
því var leyfið veitt, að sögn Jóns
B. Jónassonar skrifstofustjóra í
sjávarútvegsráðuneytinu.
Færeysku skipin landa aflanum
að öllum líkindum á Siglufirði í dag
og Síldarverksmiðjur ríkisins greiða
Færeyingunum 3.200 krónur fyrir
tonnið af loðnunni, að sögn Þórðar
Jónssonar rekstrarstjóra SR. Þess
má geta að í Færeyjum eru greiddar
4.000 íslenskar krónur fyrir tonnið
af loðnu en Hraðfrystihús Eskifjarð-
ar og Síldarvinnslan á Neskaupstað
greiða 3.300 krónur fyrir tonnið.
Háberg GK, skip Siglubergs hf. í
Grindavík, landar 50 til 60 tonnum
af loðnu í Grindavík í dag, að sögn
Jóhanns Péturs Andersens fram-
kvæmdastjóra Siglubergs. Hólma-
borg SU og Jón Kjartansson SU,
skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar, fóru
út á mánudaginn en Börkur NK,
skip Síldarvinnslunnar á Neskaup-
stað, fer ekki út aftur fyrr en veðrið
á miðunum gengur niður, að sögn
Finnboga Jónssonar framkvæmda-
stjóra Síldarvinnslunnar.
BÆUARSTJÓRN Ólafsfjarðar
hefur leitað til viðlagasjóðs um
aðstoð vegna hamfaranna í
kaupstaðnum undanfarna daga.
Um 30 húseigendur tilkynntu i
gær um skemmdir á húsum
sínum og görðum. Tvær götur í
bænum eru eyðilagðar af flóðum
og skriðuföllum og sú þriðja illa
farin. Höggvin hafa verið skörð
í götur á Ólafsfirði og nokkra
vegi utan bæjarins til þess að
bægja vatni frá húsum. Ekkert
útlit var fyrir að vatnsveðrinu
væri að slota í gærkvöldi. Hefur
fólki ekki verið leyft að snúa
aftur í þau hús sem rýmd voru
vegna hættu á frekari skriðuföll-
áfram í bænum koma meiri
skemmdir í ljós. Viðmælendur
blaðsins eru á einu máli um að
ógemingur sé að meta tjónið að
svo stöddu. Þó er ljóst að fyrri
áætlanir um tugmilljóna tjón eru
vanmat.
Miklar skemmdir hafa orðið á
hitaveitu og vatnsveitu, m.a. hrifu
skriður með sér 300 metra úr að-
veituæð hitaveitunnar æí Garðsdal.
Ekki var í gær talin hætta á að
rafmagn færi af bænum.
Aur komst í inntaksmannvirki og
ker í laxeldisstöðinni Óslax hf.
Ekki sést til botns í keijunum og
er því ekki ljóst hvort fískur hafi
drepist í þeim.
Fjöldi sjálfboðaliða gekk til liðs
við björgunarsveitarmenn og hópar
Meðvitundar-
laus eftir
umferðarslys
Ekið var á sjö ára gamlan dreng
við Stekkjarbakka laust fyrir
klukkan níu í gærkvöldi.
Drengurinn var fluttur meðvit-
undarlaus á Borgarpítalann, þar
sem hann gekkst þegar undir að-
gerð vegna höfuðáverka. Ekki feng-
ust upplýsingar um líðan hans áður
en blaðið fór í prentun.
manna, til dæmis frá Akureyri,
hafa boðist til að aðstoða við
hreinsun. .
Sjá frásögn og myndir
á bls. 35
Samráð um efna-
hagsaðgerðir:
Forseti ASÍ
ræðir við for-
sætisráðherra
ÁSMUNDUR Stefánsson forseti
Alþýðusambands íslands gengur
á fund Þorsteins Pálssonar for-
sætisráherra í stjórnarráðinu í
dag til viðræðna um samráð ASÍ
vegna efnahagsaðgerða ríkist-
stjórnarinnar.
Forsætisráðherra segir að engin
ákvörðun liggi fyrir um vinnutil-
högun, hún verði eitt af umræðu-
efnum fundarins. Ekki hefur verið
rætt við aðrar launþegahreyfingar
og segir Þorsteinn að viðbrögð
ýmissa forráðamanna þeirra gefi
ekki tilefni til þess. „Það er unnið
í ráðuneytum og stofnunum að
þessu máli. Ákvörðun þarf að liggja
fyrir um miðjan september, en aug-
ljóslega eru fjárlögin stór liður í
þessum aðgerðum. Það verður ekki
auðvelt verk að koma fjárlögum
saman undir þessum kringumstæð-
um,“ sagði Þorsteinn.
um.
Eftir því sem hreinsun miðar
Hagkvæmniskönnun fyrir nýtt álver;
Bechtel Inc. fékk verkið
Er í sambandi við þrjár verkfræðistofur hérlendis
BECHTEL Inc. verkfræðistofan var með lægsta tilboðið í hag-
kvæmisathugun þá sem gera á fyrir ATLANTAL fyrirtækin á nýju
álveri i Straumsvík. Um lokað útboð var að ræða og tóku fjórar
fjölþjóða verkfræðistofur þátt i þvi. Fulltrúi Bechtel hefur haft
samband við þijár íslenskar verkfræðistofur enda liggur fyrir að
töiuverður hluti af verkfræðivinnunni við hagkvæmniskönnunina
verður unninn hérlendis.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun tilboð Becthel hafa
verið á bilinu 18-20 milljónir króna.
króna. Er þessi upphæð verulegur
hluti þess sem ATLANTAL ætlar
að veija til heildarverkefnisins í ár.
Auk hagkvæmniskönnunarinnar
kemur til ýmis annar kostnaður svo
sem lögfræðikostnaður o.fl.
Samkvæmt tímaáætlun þeirri
sem sett hefur verið á hagkvæmn-
iskönnuninni að vera lokið um
næstu áramót.
Bechtel Inc. er dótturfyrirtæki
Bechtel Group Inc. Móðurfyrirtæk-
ið er einkum þekkt sökum þess að
þar störfuðu þeir George Shultz
og Caspar Weinberger áður en
þeir tóku við stöðum sínum í stjóm
Ronalds Reagans. Bechtel sérhæfír
sig í byggingarstarfsemi og ýmis-
konar ráðgjöf tengdri henni. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Jay Deh-
mlow bandaríska verlsunarfulltrú-
anum hér var velta Bechtel Group
um 13 milljarðar dollara árið 1983
og starfsmenn þess um 44.000 tals-
ins. Á þessum tíma var fyrirtækið
aðallega í uppsetningu og smíði
kjamorkuvera. Er botninn datt úr
þeim framkvæmdum skömmu síðar
harðnaði á dalnum hjá Bechtel og
nú eru starfsmenn þess um 16.000.
Bechtel Inc. er stórt fyrirtæki á
alþjóðlegan mælikvarða. Sam-
kvæmt Standard & Poors Register
frá árinu 1986 var velta þess 4,5
milljarðar doliara og starfsmenn
9.800 talsins. Höfuðstöðvar þess
eru í San FYancisco en fyrirtækið
er f einkaeigu bandarískrar fjöl-
skyldu. Stjómarformaður Bechtel
Inc. nú er Steven D. Bechtel.