Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 27

Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 27 hans. Þegar fjölfalda skyldi kennslukverin hans fjögur í efna- fræði þótti ekki annað koma til greina en að fjölfalda þau með hans eigin skrift. Slíkum listaskrifurum fer nú sennilega fækkandí með hverju árinu sem líður. Það duldist engum,, sem gerst þekkti, að Bjami gekk ekki alltaf heill til skógar. En aldrei heyrðist hann kveinka sér og vísast eru telj- andi þeir dagar sem hann vantaði í vinnu, þar til á síðasta skólaári. í veikindum sírium þessi síðustu misseri hvarflaði ekki að honum að láta deigan síga og uppgjöf var ijarri skapferli hans. Aldrei var heldur augljósara hvílíka lífsfyll- ingu kennslan veitti honum. Hann hóf starf nú í haust sem jafnan áður en um síðustu mánaðamót varð hann að hætta. Á föstudaginn annan er var kom hann í heimsókn inn í skóla. Hann var hress í bragði og við sátum drjúga stund og spjöll- uðum. Hann sagðist senn á fömm vestur um haf til þess að gangast undir hjartaaðgerð. En skjótt skip- ast veður í lofti og hverf er haust- gríma. Tveimur sólarhringum síðar var hann allur, langt um aldur fram. Við fráfall Bjarna Steingrímsson- ar er skarð fyrir skildi í kennaraliði Tækniskóla íslands. Starfa hans þar verður lengi minnst með virð- ingu og þökk en umfram allt njóta vinnufélagar hans þess enn um langa hríð að hafa unnið með góð- um dreng. Fyrir hönd okkar sam- starfsmanna Bjarna votta ég Rann- veigu, börnum þeirra og öðmm vandamöiinum dýpstu samúð. Ólafur Jens Pétursson Með fáeinum orðum langar okkur til að minnast Bjama efnafræði- kennarans okkar sem nú er látinn um aldur fram. Bjarni var eftirminnilegur kenn- ari, vinsæll og virtur af nemendum sínum. Harin gegndi kennslustarf- inu af alúð og ábyrgð, lagði metnað sinn í að koma námsefninu á sem’ skýrastan hátt til skila. Nemendur fundu áhugann og eldmóðinn, hann var kröfuharður en sanngjarn og mjög hvetjandi kennari, nemendur lögðu sig því alla fram. Þannig gerði hann efna- fræði að lifandi og skemmtilegu námsefni, jafnvel fyrir þá sem var í nöp við fræðin áður. Bjarni skipulagði kennslu sína vel yfir skólaárið og kom vel undir- búinn í hvern tíma. Rólegur og yfir- vegaður komst hann yfir allt náms- efnið á tilsettum tíma. Það var ekki asanum fyrir að fara, alltaf jafn virðulegur og snyrtilegur, ekkert kom honum úr jafnvægi, en grunnt var á glettninni og gamanseminni. Bjarni kynntist nemendum sínum vel. Hann var mannþekkjari og kom til móts við þarfir hvers og eins. Eftir að náminu lauk var gott að finna að maður gat ávallt leitað til Bjarna með hin ýmsu vandamál, efnafræðileg eða kennslufræðileg, hann leysti úr þeim með ljúfu geði. Frá því að kennsla í meinatækni hófst við Tækniskólann árið 1966 kenndi Bjarni alla efnafræði, og það gerði hann fram til dauðadags. Efnafræðin er mikilvæg undir- stöðugrein, sem margt annað náms- efni í meinatækni byggir á. Bjarni lagði því grunninn að fagþekkingu okkar. í augum margra okkar var Bjami fasti punkturinn í meina- tæknideildinni, hlýr og góður kenn- ari, sá sem við helst minnumst. Þess vegna kveðjum við hann nú með virðingu og þökk í huga. Fjöl- skyldu hans vottum við innilega samúð. Fyrir hönd gamalla nemenda, Guðrún og Martha. Brynhildur Guð mundsdóttir Fædd 20. ágúst 1933 Dáin 19. nóvember 1988 Það syrtir að er sumir kveðja. (Davið Stefánsson.) Allt of margir hafa kvatt. Ég hugsa um alla þá sveitunga, sýsl- unga, vini og kunningja sem ég hef orðið að sjá bak og hve margir hafa orðið að lúta fyrir sama sjúk- dómi. Nú hún Brynhildur í Köldu- kinn. Mig langar helst að segja: Nei, nei, það getur ekki verið. I huga mínum býr mynd hennar enn svo glögg. Hún sem ætíð var svo ötul og dugleg, full bjartsýni og starfsorku. Minningarnar þyrp- ast að. Það fýlgir gleði og ómur af söng og tónlist flestum mínum minningum um hana. Sé hana standa á palli og syngja í kór eða svífa um gólfið létta í dansinum eins og stúlku á tvítugsaldri. Draga fé i réttum, kappsfulla og rjóða í vöngum. Smyija brauð, skreyta tertur og framreiða gómsæta rétti, dúka og bera á veisluborð. Við vor- um saman í kaffinefnd í kvenfélag- inu. Öll smávandamál sem upp komu í því starfi urðu að engu, því að alltaf sá Brynhildur úrræði. Hvert verk lék henni í höndum, hún var bæði afkastamikil og velvirk. Það var á góðri stundu „sauma- klúbbsins", konurnar sátu með handavinnu sína. „Af hveiju flýtir þú þér svona mikið?“ Sonur minn ungur ávarpaði Brynhildi þessum orðum. Hún brosti og kvaðst nú ekkert vera að flýta sér. En aldrei hafði hann séð pijóna ganga svona hratt. Einu sinni kom ég í vinnuher- bergi hennar. Það var rétt fyrir jólin. Þar inni var sem í barnafata- búð, íþróttagallar, kjólar og „dress“ á barnabörnin héngu þar upp um alla veggi. Minnisstætt er mér þeg- ar þau hjón buðu til fagnaðar heima í Köldukinn í tilefni af fimmtugsaf- mæli Kristófers. Það var ógleyman- leg stund og átti um margt fáa sína líka. Þá bjuggu fjórir ættliðir þar undir sama þaki og nutu sín allir vel. Gamla konan, Guðrún, móðir Kristófers, sat prúðbúin í peysufot- unum í sínu öndvegi. Ég hafði orð á því við hana að mér þætti hún gera vel að búast svo. Hún svar- aði: „Ég mátti tii, ég er ekki viss um að ég lifi marga svona gleði- daga hér eftir." Hrefna dóttir þeirra hjóna bjó þá enn heima og hennar maður, Jakob Svavarsson. Þau voru að byggja hús sitt á Blönduósi. Erla litla dóttir þeirra trítlaði um gólfin hjá afa og ömmu í Köldukinn og gladdi augu gestanna með ná- vist sinni. Guðrún Kristófersdóttir varð sautján ára þennan dag sem haldið var upp á fimmtugsafmæli pabba hennar. Jónas Tryggvason spilaði á gamla orgelið. Kristján og Jakob báru „söngveigar“ óspart til gestanna og svo var sungið og sungið. Ég man hvað mér þótti gaman að syngja þetta kvöld. Svo fór Jónas að kvarta yfir einni nótu að hún ýldi. „Vertu ekki að kvarta yfír þessari einu nótu spilaðu bara þess meira á hinar," sagði Kristó- fer. En þá fór í verra, fótafjölin slitnaði niður. „Ekki förum við að gera við núna, saumum það upp áður en ég verð sextugur." Nú tóku gítar- og harm- onikkuleikarar við undirleiknum. Þar var Jón, bróðir Kristófers, góð- ur liðsmaður. Næst þegar ég kom að Köldukinn var komið nýtt hljóð- færi í stofuna. Börn þeirra Bryn- hildar og Kristófers eru þijú. Elstur er Kristján, fæddur 9. júní 1955. Hans kona er Margrét Hallbjöms- dóttir frá Blönduósi og eiga þau tvær dætur. Næst er Hrefna, fædd 13. apríl 1957. Hennar maður er Jakob Svavarsson frá Síðu. Þau eiga tvær dætur. Yngst er Guðrún, fædd 16. febrúar 1962. Hennar maður er Páll Ingþór Kristinsson frá Blönduósi. Þau eiga tvo syni. 'Öll systkinin eru búsett á Blöndu- ósi og eiga þar sín hús og heimili. Mikill hamingjudagur í lífi fjölskyld- unnar var 20. ágúst 1983. Þá hélt Brynhildur upp á fimmtugsafmæli sitt. Þá giftu Kristján og Margrét sig og létu skíra elsta barn sitt, Ragnheiði. Það segir sína sögu um heimilishald Brynhildar að þar áttu foreldrar Kristófers, Guðrún og Kristján, heimili sín síðustu ár. Ótalin eru öll þau böm og ungling- ar sem þar áttu sumardvöl. Jafnvel fyrir sjö ára mann sló Brynhildur upp veislu sem minnti á stóraf- mæli. Ætíð var hún veitandi. Veit- andi af rausn á heimili sínu. Veit- andi af hjálpsemi þegar þess þurfti við. Alltaf veitandi sitt hlýlega og uppörvandi viðmót hvar sem hún fór. Efst í huga er mér þakklæti fyrir gott nágrenni og hjálpsemi alla. Alltaf var brekkan fyrir ofan Köldukinn að fríkka. Þar vom gróð- ursett blóm og tré. Áfram munu þau tré vaxa og minna á þær hend- ur sem gróðursettu þau unga sprota. Áfram mun afkomendahóp- ur Brynhildar vaxa og þroskast og bera góða eiginleika að erfðum inn í framtíðina. Ég votta Kristófer og fjölskyldunni allri innilegasta sam- hug frá fjölskyldunni á Kagaðar- hóli. Sigríður Höskuldsdóttir BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG p HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 VERÐ FRÁ KR. 1.27 1.000 (stuttur) 1.585.000 Uangur) sjcuryej P1 astvö^ 41IKLIG4RDUR BILL FRA HCKLU BORGAR SIG 0HEKIA HF Laugavegi 170 172 Simi 695500 VERJD FRA KR. 703.000 lehKirm 902.000 (altfril) V^terkurog k-7 hagkvæmur auglýsingamiðill! PÓSTUR OG SÍMI Kynning verður á starfsemi Póst- og símaskólans á Sölvhóls- götu 11, Reykjavík, sunnudaginn 27. nóv. kl. 14.00-17.00. AUSr xi&ilcomnir. Róst- og símaskólinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.