Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 3

Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 C 3 í ljós að þetta starf var miklu verr launað en ég hélt. Þekking á tölvusviði er ágæt hér, en það eru alltaf þessi upp- hlaup á Islandi; stjórnvöld tala fal- lega um þennan framtíðariðnað, en ég held að það séu nú bara „skála- ræðumál". Útflutningur gæti tekist ef vel er á málum haldið; við höfum þreifað fyrir okkur á því sviði, en það gengur hægt og rólega." — Heldurðu að samdráttur sé á næsta leiti í þessum iðnaði? „Það er nú alltaf auglýst vel upp ef þrengir að. En það er mikið af „bílskúrsfyrirtækjum", og þó nokk- ur hafa hætt rekstri, enda er starf- semi lítilla fyrirtækja oftast háð undirboðum.“ Pjetur segist ekki álíta að tölvu- væðing geti orsakað atvinnuleysi enda hafi reynslan sýnt annað, með aukinni framleiðni hafi tölvur skap- að atvinnu. „Það er talað um yfir- fjárfestingu í tölvum, en þó á eftir að tölvuvæða mikið í sambandi við grunnatvinnuvegi þjóðarinnar. Við þurfum að koma þessum leiðinda- verkum sem nú eru unnin í verk- smiðjum í burtu.“ — 0g þá verður þetta tilbreyt- ingalaus tölvuveröld? Hann kímir: „Á blómaskeiði Grikkja ríkti mikil háspeki, en Grikkir höfðu líka þræla. Tölvurnar eru okkar þrælar." Pjetur er kvæntur Ellu Þórhalls- dóttur og eiga þau tvo syni, 6 ára og 2ja ára. Hann segist nú ekki ætla að hafa áhrif á synina varð- andi tölvur, enda þýði það ekkert. Fjölskylda hans hafi í mörg ár reynt að gera hann sjálfan að bridsspilara en gefist upp á því, og móðir hans því haft að orði að það væru víst tölvumar sem væru hans brids. og þykir miður, en hans starf er aðaliega fólgið í skipulags- og und- irbúningsvinnu. „En við höfum verið heppnir með starfsmenn, og þar sem ég er að kenna við háskólann þá hef ég tök á því að fá góða menn beint úr námi, og hef auðvitað valið þá bestu. En það er staðreynd að besti forritarinn er tíu sinnum afkasta- meiri en sá lakasti. Það skiptir því miklu máli að hafa góða starfs- menn.“ — Geta menn orðið ríkir í þess- ari atvinnugrein? „Sú tíð er liðin þegar menn rök- uðu saman fé. Launin em komin niður og minni eftirspurn eftir tölv- unarfræðingum, þó svo að þessir góðu séu alltaf eftirsóttir. En þetta er lítill og veikburða iðnaður og stærstu hugbúnaðarhúsin eru með álíka veltu og góð sjoppa, kannski 60 milljónir á ári. Stjórnvöld hafa Iítið hlúð að þessum iðnaði, til að mynda greiðum við fullan sölu- skatt. Styrkir til útflutnings og rannsókna hafa verið litlir sem eng- ir. En ég er alls ekki svartsýnn því við eigum marga möguleika í þess- ari grein, og auk þess er ungu fólki veitt ágætis menntun í tölvunar- fræði hér á Iandi. Hvað þróun varðar þá álít ég að miklir umbrotatímar séu framund- an. Nú eru um 60 hugbúnaðarfyrir- tæki hér og fíest þeirra mjög smá. Mín persónulega skoðun er sú að mörg þeirra muni hætta á næst- unni eða jafnvel sameinast öðrum og mynda stærri einingar. Þá gæti komið út úr þessu sterkur kjarni fyrirtækja sem væri hagkvæmt bæði fyrir iðnaðinn og viðskiptavin- ina.“ IÐUNNARBÓK E R GÓÐ BÓK MðKKINN EWINDUR P. EIRÍKSSON MflKKIWN EYVINDUR P. EIRÍKSSON Lifandi, rauntrú og nærgöngul lýsing á lífi sjómanna og samspili manns og hafs. Líf skipverjanna sem hér segir frá er bundið hafinu. í þessum karlaheimi verður þörfin fyrir samneyti við konur oft knýjandi og birtist í næsta óhefluðu tali og þegar í land er komið ieitar þessi þörf útrásar. Sagan er með ósviknu saltbragði og rituð af stílöryggi, hvort sem um er að ræða frásagnir af hátterni og hugsunum sjómannanna eða svipmyndir af síkviku lífi hafsins. 1FIÆDARM4LIM Njörður P. Njarðvík Þetta er æskusaga, þættir frá uppvaxtarárum drengs í sjávarplássi. í fáguðum og drátthreinum svipmyndum er því lýst hvernig hann vaknar til vitundar um sjálfan sig og umhverfið. Undir kyrrlátu yfirborði frásagnarinnar vakir næm tilfinning og ýmsar persónur sem hér bregður fyrir verða lesanda minnisstæðar. Þessi saga er gerð af listrænni kunnáttu og um leið skemmtilegur lestur. IRISMURDOCH NUNNUR 0G HERMENN Nunnur og hermenn er ein þekktasta saga hinnar frægu bresku skáldkonu, Iris Murdoch, og er fyrsta bók hennar sem gefin er út á íslensku. Þetta er spennandi og falleg ástarsaga, en jafnframt átakamikið skáldverk. Hér segir frá dauða Guy Openshaw og harmi ekkju hans, Gertrude. í kringum hana safnast vinirnir: Anne, nunna sem snúið hefur baki við klaustrinu. Greifinn, sem er af pólskum ættum og dálítið utanveltu. Hann þjáist af vonlausri ást á Gertrude. Og Tim Reede, sem fyrir tilviljun dvelst samtímis Gertrude í sumarhúsi í Frakklandi. Þau verða heiftarlega ástfangin - en þar með er sagan ekki öll sögð né hamingjan tryggð. ISl fNSKA AUCL ÝSINCASTOFAN HF IÐUNN Brœðraborgarstícj 16 ■ sími 28555

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.